Dagur - 24.03.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 24.03.1962, Blaðsíða 8
Ef allir hlaupa út í annað borðið er hætt við að þjóðarskútan farist með manni og mús • ii miiiH'i ti 1111111111111 iiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiirtiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiimiM ••• Fréllir frá Búnaðarþingi NÝLEGA svaraði Bjarni Bene diktsson iðnaðarmálaráðherra fyrirspurnum á Alþingi um alu- miníumverksmiðju. Hann upplýsti þá meðal ann- ars eftirfarandi: Ríkisstjórnin stendur nú í sambandi við tvö erlend fyrir- tæki, svissneskt og franskt, sem hafa áhuga á að koma hér upp aluminíumverksmiðju. Skipzt hefur verið á upplýsingum. Ráð herrann sagði ennfremur, að ef af framkvæmdum yrði, myndu hinir erlendu reisa verk smiðjuna og reka hana, en skuldibyndu sig hins vegar til að kaupa rafmagn af ríkinu. Áætl- að væri, að verksmiðjan kostaði um 1300 milljónir ísl. kr. og virkjunin (miðað við Búrfell við Þjórsá) 1200 milljónir kr. Þessar áætlanir væru miðaðar við verksmiðju er afkastaði 30 þús. tonnum. Ráðherrann sagði líka, að Jökulsá á Fjöllum kæmi til greina eins og Þjórsá, til stórvirkjunar. Og í sambandi við virkjun hins norðlenzka vatnsfalls hefðu eftirtaldir stað ir komið til athugunar fyrir sjálfa verksmiðjuna: Húsavík og Dagverðareyri við Eyjafjörð. Og enn sagði ráðherrann, að 'fræðilegur og ítarlegur saman- burður á virkjunarmöguleikum Jökulsár og Þjórsár yrði að skera úr um það, hvor staður- inn yrði fyrir valinu til fyrstu stórvirkjunar á íslandi. Hér má svo bæta því við, að við staðsetningu mannvirkja Húsavík 22. niarz. Hingað kom seint í gærkveldi nýr og falleg- ur stálbátur, smíðaður í Noregi, 206 lestir að stærð. Hann heitir Helgi Flóventsson en eigandi er Svanur hf. Aðaleigendur eru bræðurnir Helgi og Hreiðar Bjarnasynir og er Hreiðar skip stjórinn og sigldi bátnum heim frá Noregi. Upphaflega ætlaði Utgerðar- félag Húsavíkur, sem Húsavík- urbær er aðaleigandi að, að kaupa þennan stálbát. En þegar Húsavíkunbáturinn Helgi Fló- ventsson fórst í sumar, var á- kveðið með samkomulagi allra aðila, að Svanur hf. gengi inn í kaupin. Á heimsiglingunni reyndi ekki á sjóhæfni hins nýja báts, því gott var í sjó alla leiðina. Eftir því sem séð verður, er smíði hin hefur oft fleira ráðið en hag- fræðilegur samanburður. Og hvorki verða það hagfræðingar né verkfræðingar sem að síð- ustu taka ákvörðun um staðinn til stórvirkjunar, heldur hið háa Alþingi. En einmitt vegna þess, að miklu fleiri sjónarmið hafa á- hrif á staðsetninguna en fræði- legir útreikningar og við Norð- lendingar höfum fulla ástæðu til að óttast hlutdrægni við end anlega ákvörðun, er okkar tími kominn til að láta vilja okkar í ljós. Á Alþingi 1959—1960 báru Framsóknarþingmennirnir í Norðui'landskjördæmi eystra fram tillögu til þingsályktunar Sauðárkróki 22. marz. Sjósókn hefur verið hér í allan vetur, þegar gefið hefur, en aflinn oft- ast tregur og ógæftir með mesta móti, sérstaklega eftir áramót- in. Nú hefur veðrið batnað en fiskurinn ekki aukizt. Loðna fékkst um daginn og var henni beitt, en árangurslaust að kalla má. Rauðmagi veiðist út með Skaga. Athafnalífið hefur verið held ur dauft og skánar ekki fyrr en fiskafli glæðist. Hestamannafé- lagið Léttfeti á Sauðárkróki starfrækir tamningastöð frá 1. marz til 1. maí. Tamningahross vandaðasta og mannaíbúðir sér lega snoturlega frágengnar og þægilegar. Heita má, að veður hafi verið stillt allan marzmánuð. AEli er þó ekki að sama skapi mikill þótt stundum hafi bátar fengið ágætan afla. Allir eru með net. Trillur eru yfirleitt ekki komn- ar á flot ennþá. í gær var fengin flugvél til að flytja tvö tonn af nýjum raúðmága til Reykjavíkur. Skólum var lokað á þriðju- daginn vegna inflúenzu, sem hér geisar. Leikfélagið er að æfa sjón- leikinn Gildruna, og fara þar að dæmi Ólafsfirðinga, sem nýlega sýndu þann leik á Akureyri. Leikstjóri er Ragnhildur Stein- grímsdóttir. Ekki er búið að á- kveða frumsýningardaginn. um að láta gera fullnaðaráætl- un um virkjunarmöguleika Jök ulsár á Fjöllum. Tillagan hlaut ekki afgreiðslu. Sams konar til- laga kom síðar fram, einnig héð (Framhald á bls. 7) PUNTA UPP Á LÚÐRASVEITINA BÆJARSTJÓRN hefur sam- þykkt, að verja 25 þús. krónum úr bæjarsjóði til kaupa á ein- kennisklæðum fyrir Lúðrasveit Akureyrar. Er því þess að vænta, að hin vinsæla Lúðrasveit verði einnig nokkurt augnayndi á næstunni, t. d. á 100 ára afmæli bæjarins. eru 28 og fleiri góð reiðhests- efni en áður. Tamningamenn eru Jón Baldvinsson frá Dæli í Sæmundarhlíð og Stefán Helga son frá Tungu, nú búsettur á Sauðárkróki. Á Sauðárkróki eiga menn nú 120—130 hross á öllum aldri. Skólar hafa haldið sínar ár- legu ársskemmtanir og tókust þær vel að vanda og vor,u fjöl- sóttar. Þar fóru fram upplestr- ar, leikþættir o. fl. Sæluvika Skagfirðinga hefst 1. apríl. Þar verður margt til skemmtunar. Má þar nefna sjónleiki, revíur, kórsöngva og hingað koma frá Akureyri Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson og syngja við undirleik Árna Ingi- mundarsonar. Dansleikirnir hefjast á fimmtudag. Unglinga- dansleikur verður þó á mánu- daginn 2. apríl. Hin ýmsu atriði Sæluvikunnar, auk kvikmynda sýninga, fara fram í Bifröst og í Alþýðuhúsinu. Flensan er komin hingað og hafa verið mest vandhöld í elztu deild Gagnfræðaskólans, og eitt hvað mun veikin vera farin að stinga sér niður í sveitunum. Hér er mikið um málaferli, svo ekki er annað meira í tízku' á Sauðárkróki, en bæði eru mál in æði flókin og búið að geta þeirra helztu annars staðar, svo hér verður látið staðar numið að sinni. Um Hólastað er margt talað, en hvort þar er myrkur og kuldi vegna rafmagnsbilunar vita aðrir betur og hlýtur því að verða kippt í lag strax. EFTIR LANGAR umræður um verðlagsmál landbúnaðarins var samþykkt ályktun frá Allsherj- arnefnd í þremur liðum. Álykt- unin er mjög ákveðin og felur í sér m. a. að unnið verði að því, fyrir hönd bænda, að fá lagfær- ingar á þeim liðum vísitölu- grundvallar landbúnaðarins, sem mest óánægja hefur orðið um t. d. með meiri og betri gagnasöfnun meðal framleið- enda. í þriðja lið ályktunarinn- ar ákveður Búnaðarþing að lög in um Framleiðsluráð landbún- aðarins verði endurskoðuð og samið nýtt frumvarp til laga, sem tryggi framleiðendum auk- inn rétt, varðandi þessi mál. Afgreitt hefur verið frumvarp til breytingar á jarðræktarlög- unum. Er þar mest um breyting ar á II. kafla laganna að ræða. Lagt er til að hækkað verði jarð ræktarframlag á hinar ýmsu framkvæmdir til samræmis við hækkað verðlag í landinu, hin síðari ár. Einnig er sett inn í lögin ákvæði um að ríkið greiði ekki aðeins hálf laun héraðs- ráðunautanna heldur og hálfan ferðakostnað þeirra. Samþykkt hefur verið frum- varp til laga um viðauka við lög um innflutning búfjár. Er þar heimilað að flytja inn sæði úr nautum af Galloway-kyni ein- vörðungu í sóttvarnarstöð rík- isins, sem fyrirhugað er að staðsetja á Bessastöðum á Álfta Reynihlíð 22 .marz. Mývatn er undir þykkri ís en oftast áður, eftir hinar langvarandi frost- hörkur í vetur. Dorgveiði er fremur treg í vatninu og vill svo oftast verða þegar ísinn er þykkur. Nokkuð er hér af álftum, en þó mun færra en fyrr á árum. Líklega er hart í ári fyrir þær nú, þótt ég hafi ekki heyrt að þær hafi fallið, en það var raun ar algengt hér áður, að eitthvað af þeim féll á hverjum vetri. Annars færa álftirnar sig niður á Laxá, sem er jafnan auð á nokkrum köflum. Umrót við upptök Laxár þrengja mjö kosti fuglanna. Nú hefur veður verið gott undanfarna daga, 7—8 stiga hiti og er byrjað að sjást á steina. Um beitarjörð er ekki að ræða ennþá. En menn láta út fé til að viðra það. Óvenjulegt hai'ðfenni ligguy nesi. Hugsað er að kaupa kýr af Galloway-kyni í Gunnarsholti og flytja þær í sóttvarnarstöð- ina og frjóvga þær með útlendu sæði. Síðar verði svo naut flutt frá stöðinni og notuð út um land. Fer þetta allt fram eftir mjög ströngum reglum. Fimm þingsályktunartillögur hafa verið* sendar frá Alþingi inn á Búnaðarþing til umsagnar og ályktunar. Eru þær þessar: Um rannsókn á því hvernig jafna megi aðstöðu bænda til ræktunai'fræmkvæmda. Um lánveitingar til landþurrk unar. Um aðstöðujöfnuð innlendra kornframleiðenda við innflutn- ing korns frá útlöndum. Um jarðaskráningu og jarðalýs- ingar og heyverkunarmál. Sumar þessar tillögur hafa þegar verið afgreiddar frá Bún- aðanþingi á þann hátt að það mælir með því að þær nái fram að ganga á Alþingi. Ýmis fleiri mál hafa verið af- greidd frá þinginu þar á meðal: erindi Búnaðarsambands Húna- vatnssýslu varðandi boranir eft ir neyzluvatni, erindi Búnaðar- sambands Suðurlands varðandi heyverkun, erindi Búnaðarsam bands S. Þingeyinga varðandi rekstrargrundvöll búskapar bænda og erindi Búnaðarsam- bands Suðurlands varðandi verðlækkun á rekstrarvörum bænda. (Framh. á bls. 7). yfir landið, allt síðan krapasnjó inn gerði um áramót. Póstur kom að austan á bíl að Námaskarði og gekk vel. vegurinn er víða upp úr og snjórinn heldur bílum ennþá á hálendi. | „Eitt rekur sig á annars horn“ r Seðlabankinn hefur upplýst j verðmæti útflutts sjávar- | afla 1961 liafi numið um 372 | milljón krónum meira en árið i áður, eða fast að 3000 milljón- | um króna á móti 2.628 milljón 1 um árið 1960. Þetta stingur í dálítið í stúf við ílialdsáróður \ inn í sumar, um lágt verðlag | og aflabrest. En á þeim for- | sendum var 10—12% kaup- ; hækkuninni í suinar rænt með | gengisfellhigunni. Forsendur ; þessar voru, samkvæmt yfir- r lýsingu Seðlabankans nú, ekki ; fyrir hendi, og ljóst liggur nú í fyrir hvaða blekkingum var Í^heitt og algerum falsrökum í ; sambandi við gengisskráning- Í una. Þannig rekur eitt sig á | aniiars hom í „rökræðum“ í- Í haldsins. Og eitt er alveg víst, = að 372 milljón króna aukning í sjávarafurða rann ekki í vasa = þeirra er við þann atvinnuveg ; störfuðu, eða annurra vinn- = andi manna. Nýr Helgi Flóventsson kominn Fréttabréf frá Sauðárkróki Mikið harðfenni í Mývatnssveit

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.