Dagur - 24.03.1962, Blaðsíða 7
7
Ef aiiir hiaupa úf i annað borðið
(Framhald af bls. 8)
an að norðan, og stóðu þá að
henni allir þingmenn úr okkar
kjördæmi. Og síðan hefur þetta
mál verið mjög á dagskrá víða
á Norðurlandi og á Austurlandi.
Bæjarfógetinn og bæjarstjór-
inn á Húsavík boðuðu allar
hreppsnefndir til sín á fund í
fyrrahaust á Húsavík til að gera
ályktanir í þessu stórmáli. Und
irritaður var staddur á þessum
fundi, sem fréttamaður, og það
verð ég að segja, að sjalaan eða
aldrei hef ég setið ánægjulegri
eða lærdómsríkari fund. Þarna
voru mættir menn úr öllum
stjórnmálaflokkum. Allir sem
einn maður samþykktu þeir
mjög eftirtektarverða -og skel-
egga ályktun um nauðsyn þess
fyrir Norður- og Austurland, og
raunar landið allt, að Jökulsá
yrði valin til hinnar fyrstu stór-
virkjunar þegar þar að kæmi.
Rökstuðningur Þingeyinganna
var meðal annars sá, að lífsnauð
syn væri fyrir þjóðina að sporn
að væri við hinum öru fólks-
flutningum til Reykjavíkur og
nágrennis. Öflug atvinnulífsmið
stöð á Norðurlandi, eins og stór
virkjun Jökulsár, með væntan
legri iðnframleiðslu í sambandi
við hana, væri stærsta vonin
til viðnáms og til að forða því
beinlínis að ýmsum byggðum
blæddi út. Allir fundarmenn á
Húsavíkurfundinum samþykktu
hina ákveðnu ályktun, sem í
senn var ályktun, áskorun og
stuttorð greinargerð, sem hefur
verið birt og er ekki ástæða til
að taka upp hér. Á þessum
fundi flutti Rögnvaldur Þorláks
son verkfræðingur fróðlegt er-
indi um virkjunaraðstöðu við
Jökulsá. Studdi það enn þá
skoðun manna, þótt erindi verk
fræðingsins væri eingöngu
fræðilegt, að Jökulsá stæði e. t.
. v. feti framar en Þjórsá í veiga
miklum atriðum. Bændur og
fleiri á Austurlandi hafa nýlega
sent Alþingi sínar óskir og kröf
ur í sambandi við Jökulsárvirkj
un, og ganga þær mjög í sömu
átt , .,!*•/ r ■- .
, Þótt stundum heyrist, að ekki
sé mikið mark takandi á' hinutn
ýmsu fundarsamþyktum, eru
þær þó engu að síður mikils-
verðir vegvísar fyrir alþingis-
menn, og þegar fólk, sem annars
skiptist á milli stjórnmála-
flokka, leggst á eitt, er áreiðan
lega eftir því tekið. Hlutur okk
ar Akureyringa og Eyfirðinga
er enn eftir. Við höfum ekkert
látið frá okkur heyra um virkj-
un Jökulsár, rétt eins ög málið
væri okkur ekkert skylt. Það
sýnir einstæða deyfð, sem verð
ur að víkja.
Svo er sagt, að í fallvötnum
á íslandi sé mestur ónýttur auð
ur landsins. Kjarnorkan getur
e. t. v. í nánustu framtíð keppt
við kol og olíu sem orkugjafa
til rafmagnsframleiðslu. En hún
á langt í land að geta keppt við
vatnsaflið. Einnig er talið, að
hér á landi sé aðeins búið að
nýta 3% af virkjanlegum vatns-
föllum. Það er mikið verkefni
að virkja þessi 97%, sem eftir
eru. En allar virkjanir samtals
í landinu eru nú um 141 þús.
kw, þar af mjög lítill hluti án
vatnsafls.
Þessu til samanburðar er svo
væntanleg Jökulsárvirkjun.
Vatnasvæði árinnar er 7000 fer
kílómetrar. Aðalupptök hennar
eru í nær 700 metra hæð yfir
sjó. Lágmarksrennsli Jökulsár
er 90 rúmmetrar á sekúndu.
Með þeim tveim virkjunum í
ánni1, sem fyrst yrðu byggðar,
fengjust þar 220 þús. kw orka.
En með vatnsmiðlun 4—500 þús.
kw-orka. Geta menn þá gert
sér í hugarlund hvað hér er um
að ræða, með samanburði á
þeim virkjunum, sem til eru nú,
'þá sjá menn, að stórvirkjun við
Jökulsá yrði e. t. v. meira en
fjórum sinnum orkumeiri ein,
en hinar allar til samans.
Engum getur dulizt, hver
orkulífsmiðstöð Jökulsárvirkj-
un væri fyrir Norðurland og
hve mikið mótvægi hún gæti
skapað hinu mikla aðdráttav-
afli höfuðstaðarins. Hún fengi
blóðið til að renna meira um
þjóðarlíkamann allan en nú er.
Og hún gæti komið í veg fyrir
eyðingu byggða á Norður- og
Norð-Austurlandi og þeirri
visnun í þessum landshlutum,
sem þar gætir.
Það er hreint ekki út í loftið,
að minnast á jafnvægi í byggð
landsins í þessu sambandi, þótt
menn séu orðnir leiðir á þessu
slagorði. Ef við viljum líta raun
hæft á flóttann suður á eitt
horn landsins, er gott að hafa
eftirfarandi í huga: Árið 1940
bjuggu 43 þús. manns í Reykja
vík og næsta.,-nágrer^ni; hinn-
ar mjög stóru höfuðborgar.
Nu' búa á sama svæði 88 þús-
undir manna. Með sömu þróun
byggju þarna um 360 þúsund
manns um næstu aldamót, en
takið eftir — en aðeins 30 þús-
und á landinu öllu utan Reykja
víkur. Þetta er miðað við 2%
fólksfjölgun á ári, eins og verið
hefur síðústu áratugi til þessa
dags.
Við stöndum að sjálfsögðu
frammi fyrir mörgum stórkost-
legum málum nú, sem oftast áð
ur. En ég held að Efnahags-
bandalagið, geimskotin og hin
ótrúlega framvinda í flestum
heimshlutum, með skugga stríðs
óttans á næsta leiti, megi þó
ekki blinda okkur fyrir því, að
við verðum bæði að byggja land
ið okkar allt og nytja gæði þess,
ef við eigum að halda óumdeil-
anlegum rétti yfir því í fram-
tíðinni. Ef við sættum okkur
ekki við borgríki við Faxafló-
ann, og ef við höfum trú á því
að nokkurs sé um vert að
spyrna við fótum, eigum við að
gera það, svo að það bæði heyr
ist og sjáist, og m .a. í því virkj
unar-stórmáli, sem hér var
drepið á að framan.
- Ný Laxárvirkjun
(Framhald af bls. 1)
leigu fyrir rafmagnið (Rafveita
Akureyrar er þar eins konar
smásali).
Ýmislegt hefur á gengið í raf
magnsmálunum og eiga hinar
öflugu höfuðskepnur þátt í þvi.
Stundum hætti vatnið að
renna úr Mývatni, stundum
stíflaðist það í Laxárdal, stund-
um flæddi upp í orkuverið neð
an frá, snjóflóð grönduðu raf-
línunni á löngum kafla, og ís-
ing sleit niður vírana. Það virð
ist nálega allt geta brugðist á
einhvern hátt, sem við kemur
Laxárvirkjun, nema ef það væri
okkar gamli og trausti rafveitu-
stjóri.
Og enn stækkar rafveitu-
svæði Laxárvirkjunar, fólki
fjölgar og iðnaður vex. Og nú
er svo komið, að mesta álag er
11900 kw. Sjá því allir að hverju
stefnir og þörf er nýrra úrræða,
sem mætt gætu aukinni orku-
þörf strax á næstu árum.
Unnið er að nýrri virkjunar-
áætlun við Laxá. Kostnaðará-
ætlunin verður þó ekki tilbúin
fyrr en í haust.
Hin nýja áætlun er um 12
þús. kw virkjun, um 300 metr-
um ofan við gömlu virkjunina.
Þar verður 18 m hár stíflugarð
ur byggður og stöðvarhúsið á-
fast við hann.
Hugsaður er um leið sá mögu
leiki að hækka hinn 18 rií-háa
stíflugarð urrt 10 metrá, og geta
á þann hátt aukið orkuna um
6 þús. kw. En við þá hugmynd
ber að athuga, að þá yrði tölu-
verður hiuti af láglendi Laxár-
dals undir vatni. En hér er að-
eins um hugsanlegan möguleika
að ræða.
Talið er, að Laxárvirkjun
geti samtals framleitt 84 þús.
kw, þegar þetta svæði er full-
nýtt. Eru þar því miklir mögu-
leikar ónotaðir. En nýja áætl-
unin um 12 þús. kw viðbót yrði
naumast framkvæmd á
skemmri tíma en 5—6 árum.
Fyrir þann tíma verður orku-
þurrð, sem fyrirhugað er að
bæta úr með annarri 2000 kw
vararafstöð hér í bæ. . □
FRA Sálarrannsóknafélaginu.
Aðalfundur verður haldinn
að Bjargi miðvikud. 28. þ. m.
kl. 9 e. h. Venjuleg aðalfund-
arstörf og erindi. Stjórnin.
Innilegxistu þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og jarðarför
SIGURBJÖRNS SÆMUNÐSSONAR
frá Grnnsey.
Börn, tengdaböm og barnaböm.
GJAFIR OG ÁHEIT:
Akureyrarkirkja: Áheit frá S.
J. kr. 50.00, afmælisgjöf frá
litum dreng kr. 500.00, áheit frá
J. S. kr. 100.00, ónefndur kr.
1000.00, áheit' frá S: L. kr. 200.00
Sjúkraflugvélin Akureyri: Á-
heit frá N. N. kr. 100.00.
Reykjahlíðarkirkja: Áheit frá
K. J. kr. 200.00.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri: — Til minningar um
Frímanníu Jóhannesdóttur frá
vinkonu kr. 100.00.
Möðruvallakirkja í Hörgárdal:
Áheit frá V. S. kr. 150.00.
Styrktarfélag vangefinna: Frá
L. og Ó. kr. 500.00.
Félagið Sjálfsbjörg: Frá Jór-
unni kr. 50.00.
Sólheimadrengurinn: Áheit frá
Sigrúnu kr. 50.00, G. B. kr. 50,
B. E. kr. 50.00, S. B. kr. 50.00, í.
S. og H. S. kr. 200.00. ,
Kirkjan í Innri-Njarðvík: Áheit
frá N. N. kr. 200.00.
Til systranna á Sauðárkróki:
Frá Hönnu kr. 100.00, H. B. kr.
100.00.
Hallgrímskirkja í ReykjaVík: Á
heit frá O. G. kr. 50.00.
Rauðikrossinn Akureyri: Frá
öskudagsliði Árna Árnasonar
kr. 40.00, frá öskudagshði Re-
gínu og Ólínu kr. 40.00.
kr. 120.00, N. N. Húsavík kr.
200.00, S. S. kr. 200.00, N. N. kr.
50.00, K. S. kr. 35.00, R. P. kr.
100.00, S. í. kr. 100:00, H. K. kr.
200.00, ónefndur kr. 50.00, N. Þ.
G. kr. 400.00, sjóveikur skóla-
piltur kr. 200.00, N. N. kr. 300,
Ó. G. kr. 50.00, E. J. kr. 150.00,
H. B. kr. 100.00, S. S. kr. 200.00,
N. N. kr. 50.00, S. K. kr. 25.00,
Ó. Á. kr. 1000.00, N. N. kr. 100,
A. K. kr. 100.00, H. B. kr. 100,
frá 18 kr. 50.00, S. F. kr. 200.00,
S. V. Dalvík kr. 150.00, N. N.
Dalvík kr. 200.00, H. J. kr. 200,
A. S. kr. 100.00, María í Lundi
kr. 100.00, ónefndur kr. 100.00,
N. N. kr. 500.00, Sigga og Stína
kr. 100.00, S. H. kr. 1000.00, S.
S. kr. 700.00, N. N. kr. 25.00, J.
J. kr. 100.00, Á. H. kr. 500.00,
S. J. kr. 100.00, Tngibjörg kr.
500.00, L. kr. 100.00.
- Frá Bímaðarþingi
(Framhald af bls. 8)
19. marz. Nú standa yfir um-
ræður um erindi bygginganefnd
ar Bændahallarinnar um fram-
lengingu á Búnaðarmálasjóðs-
gjaldinu, sem runnið hefur til
byggingarinnar undanfarin 4 ár.
Fjárhagsnefnd hefur lagt fram
ályktun í málinu, þar sem hún
mælir með því að þetta gjald
verði framlengt í næstu 4 ár.
K. G.
Strandarkirkja: Áheit frá X kr.
50.00, Þ. S. kr. 50.00, ónefnd
stúlka kr. 50.00, ónefndur kr.
20.00, A. kr. 30.00, ónefndur kr.
200.00, N. N. kr. 500.00, N. N.
kr. 100.00, S. O. S. kr. 200.00,
G. M. kr. 100.00, M. G. kr. 200.00
E. L. kr. 100.00, S. S. kr. 50.00,
Lilla kr. 100.00, G. J. kr. 150.00,
R. Þ. kr. 50.00, L. J. kr. 20.00,
A. T. kr. 50.00, A. B. kr. 200.00,
H. G. kr. 100.00, L. H. kr. 50.00,
B. S. kr. 25.00, Þ. S. og S. H. kr.
750.00, F. J. F. kr. 100.00, B. S.
kr. 50.00, J. G. kr. 60.00, S. S.
kr. 120.00, J. S. kr. 50.00, í. B.
kr. 200.00, M. S. kr. 100.00, E. K.
kr. 25.00, J. K. kr. 100.00, María
í Lundi kr. 30.00, ónefndur kr.
50.00, gömul áheit kr. 100.00,
K. S. kr. 50.00, M. G. kr. 60.00,
H. H. kr. 130.00, X kr. 100.00,
G. S. S. kr. 125:00, N. N. kr..
20.00, N: N. k'r. 50.00, G. F. kr.'
200.00, S: F. 'kr. 200.00, N. N.
Dalvík kr. 10.00, N. og N. Dal-
vík kr. 10.00, N .N. og N. Dal-
vík kr. 105.00, Á. J. kr. 1000:00,
S. L. kr. 50.00, tveir ónefndir
kr. 150.00, V. G. kr. 100.00, Á.
J. kr. 100.00, N. N. kr. 25.00,
Matti G. kr. 230.00, barn kr.
10.00, ónefnd kona kr. 100.00,
Spói kr. 100.00, N. N. kr. 25.00,
N. N. kr. 40.00, M. S. kr. 100.00,
ónefndur kr. 100.00, R. S. kr. 30,
ónefndur kr. 100.00, ónefndur
kr. 110.00, K. S. kr. 100.00, G.
S. kr. 100.00, B. S. kr. 100.00,
N. N. kr. 100.00, X. Z. kr. 100.00,
H. K. kr. 50.00, B. E. kr. 50.00,
A. J. kr. 50.00, E. K. P. kr. 50,
G. F. Dalvík kr. 10.00, N. N. kr.
100.00, G. J. kr. 30.00, N. N. kr.
10.00, K. A. kr. 100.00, ónefnd-
ur kr. 100.00, V. Á. kr. 50.00, N.
N. kr. 100.00, Inga kr. 50.00, M.
A. kr. 50.00, í. G. kr. 100.00, N.
N. kr. 200.00, Þ. E. kr. 200.00,
M. S. kr. 200.00, Inga kr. 100.00,
Á. H. kr. 50.00, G. S. kr. 100.00,
N. N. kr. 50.00, M. S. kr. 200.00,
A. E. kr. 100.00, K. K. kr. 25.00,
N. N. kr. 100.00, V. G. kr. 100.00
S. S. kr. 100.00, F. kr. 100.00,
Eyfirzk kona kr. 200.00, Lilja
Frá Rauðakrossdeild
Akureyrar
MERKJASALA deildarinnar
nam að þessu sinni kr. 18.094.00.
Deildin þakkar öllum, sem
unnu að sölu merkjanna, sem
og þeim, er merkin keyptu. Þá
þakkar deildin einnig Borgar-
bíói, er gaf merkjasölubörnum
aðgöngumiða að einni sýningu
sinni.
Rauðakrossdeild Akureyrar.
FYRSTA LOÐNAN
í FYRRINÓTT veiddust 25—30
tunnur af loðnu á norðanverðu
Lauíásgrunni og er það fyrsta
loðnan, sem veiðist á þessu ári
hér um slóðir.
Ekki mun hafa tekizt ennþá
að tryggja sjómönnum sæmilegt
verð fyrir loðnuna, ef eitthvað
verulega veiðist. Stundum er
uppgripaveiði af. loðnu á Poll-
inum. E-f svo yrði að þessu
sinni, væri nauðsyn að leita
allra ráða til sem beztrar hag-
nýtingar. ri
N Ý K O M N I R
VARAHLUTIR
í Göricka
skellinöðrur.
VÉLA- OG
BÚSÁHALDADEILD