Dagur - 13.04.1962, Page 1

Dagur - 13.04.1962, Page 1
------ ----------:----rr— --- | Mái.<.a<;n Fra.msóknÁrmanna ;R?rSTjÓRi: Ekl iNCl.R Daviossun Skríj-stoj.'a j Hafnarstræti 90 SÍMJ 11(56, SKTNINCU OG PRENTUN A.NNAsT PRKNTVERK OöUS B.jörnssonar II.i-. Akurevri »____________________ -I XLV. árg. — Akureyri, laugardaginn 13. april 1962 — 19. tbl. r‘ ------------------------------------' Aijg;.vsín<;ast.IÖRí: Jitn Sam- ÚHTI.SSON . ArOANCORIN.V XOSTAR kr. 100.00 . (;jai,»da<,i i.R 1. jútí Bt.ADin Rr M '.*K ÚT Á M lOViKtlöÖr,- ' Tm' OO Á I.AUr.ARÖÍR:UM WUJAR AST .i.JJA I>VK1R TII. Góður fundur Framsóknarmanna „Strompur“, skýli í Hlíðarfjalli. Togbrautin til vinstri. (Ljósm.: H. Ó.) SKÍÐAMÓT ISLANDS 1962 hefst í Hlíðarfjalli við Akureyri á þriðjud FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri efndu til flokksfundar á Hótel KEA sl. mánudag. Björn Guðmundsson setti fundinn, en fundarstjóri var Björn Þórðarson og ritari Guð- mundur Blöndal. Á fundi þessum voru flutt iþrjú erindi. Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðingur, talaði um skipulagsmál bæjarins og gatna- gerð. Var gerður góður rómur að ræðu hans, sem var vönduð að efni og máli. Arnþór Þorsteinsson kynnti fi-amboðslista Framsóknar- manna og ræddi ýmsa þætti bæjai-mála af skilningi og á- huga. Sigurður Óli Brynjólfsson ræddi um bæjarmálin og kosn- ingaundirbúninginn á breiðum NÝTT LEIKFÉLAG Á MÁNTJDAGSKVÖLDIÐ var stofnað leikfélag í Öngulsstaða- hreppi og voru stofnendur 35 talsins. Formaður er Kristján V. Sigfússon, og aðrir í stjórn: Kristinn Sigmundsson, Guðm. Sigurgeii-sson, Gunnar Guðna- son og Anna Helgadóttir. — Til- gangui-inn er sá, að efla leik- starfsemi í sveitinni í sambandi við -hið myndarlega félagsheim- ili. í Öngulsstaðahreppi eru mörg félög og hafa að mestu starfað hvert í sínu lagi. — Nú hafa þau sameinazt um leik- stai-fsemina. grundvelli. Var ræða hans hóf- samleg og glögg. Að frumræðum loknum hóf- ust umræður. Fundui’inn fór mjög vel fram. — Fram kom á- nægja með skipan framboðslist- ans og áhugi fyrir einarðlegri og drengilegri kosningabaráttu. Auk frummælenda tóku þess- ir til máls: Haraldur Þorvalds- son, Ólafur Magnússon, Björn Guðmundsson, Þorleifur Ág- ústsson, Jakob Frímannsson og Stefán Reykjalín. T0GARADEILAN Á SÍÐASTA bæjarstjórnar- fundi kom fram tillaga um að skora á ríkisstjórnina að gera allt sem í hennar valdi staeði til lausnar togaradeiiunni. — Enn- fremur að kjósa 3ja manna nefnd til að ganga á fund ríkis- stjórnarinnar til að skýra henni frá öllum aðstæðum og vand- ræðum af völdum stöðvunar Akureyrartogaranna. Fyi’ri liður tillögunnar var samþykktur með 8 atkv. en 3 íhaldsmenn sátu hjá og óskuðu ekki eftir aðstoð ríkisvaldsins til að leysa togaradeiluna. Síðai’a hluta tillögunnar var vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgr. með 9 samhljóða atkvæðum, en tveir sátu hjá (íhaldið). Fiutningsmenn: Jón Ingimars- son og Þoi-steinn Jónatansson. Togaraflotinn hefur nú legið bundinn um mánaðarskeið. SKÍÐAMÓT ÍSLANDS verður að þessu sinni háð í nágrenni Akureyi’ar, í hinu kunna Hlíð- arfjalli, en þai’ eru skíðalönd góð og fannkynngi svo mikið, að hvergi sér á dökkan díl. — Skíðalandsmótið. hefst næstk. þriðjudag. Skíðai’áð Akureyi’ar sér um landsmótið og nú er, í fyrsta sinn, hér á landi ,hægt að bjóða keppendum og gestum sæmilega aðstöðu hvað húsnæði og aðra nauðsynlega þjónustu snertir. Nýja Skíðahótelið hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu vikurnar, og þótt smíði innan- húss sé ekki lokið, er þar þegar hin bezta aðstaða að flestu leyti. Skíðatogbraut hefur þegar verið sett upp, öllum til mikils hagræðis. Liggur hún rétt við keppnisbrautir í svigi og stór- svigi. En skíðastökkin fara fram við Ásgarð. Búizt er við mörgum hundr- uðum manna víðs vegar að. En keppendur eru 113 talsins og meðal þeirra að sjálfsögðu fræknustu skíðamenn landsins. Keppendurnir. Frá Þingeyjarsýslu verða keppendur 10 talsins, 14 frá Ak- ureyri, 2 frá UMSE, 6 frá Ól- afsfirði, 27 frá Siglufirði, 7 úr Fljótum, 1 frá Héraðssambandi Strandamanna, 25 frá ísafirði og 31 frá Reykjavík. Mótsstjórn. Skíðaráð Akui’eyrar stjói’nar mótinu. Formaður þess er Hall- dór Ólafsson og með honum eru í mótsstjórninni: Guðmundur Ketilsson, Ólafur Stefánsson, Páll Stefánsson og Hermann Sigtryggsson. Mótsstjóri er Hermann Sig- tryggsson. Skrifstofur Skíðaráðsins eru í Ferðaskrifstofunni við Geisla- götu og þaðan verða ferðir í stærri og smærri bifreiðum eftir þörfum. Mótssetning fer fram kl. 1.30 og flytur Einar B. Pálsson, for- maður SKÍ, ávarp. Að því loknu hefst keppni í fyrstu grein fs- landsmótsins, 15 km ganga fyrir eldri og yngri og síðan 10 km ganga fyrir 15—16 ára unglinga. Á miðvikudaginn yerður stökkkeppnin í öllum flokkum og norræn tvíkeppni. Á fimmtudaginn boðganga og flokkasvig. Dansleikir verða á kvöldin að Hótel KEA og fleira til skemmt- unar, svo sem kvöldvaka á fimmtudagskvöldið. Ef vel viðrar má búast við því að Akui'eyringar fjölmenni í (Framhald á bls. 7) Ölvaður maður í sjóinn SÍÐUSTU miðvikudagsnótt féll ölvaður maður í sjóinn við ytri- Torfunefsbryggju á Akureyri, er hann var á leið um borð í Ingvar Guðjónsson, er þar lá. — Vaktmaður á Kaldbaki varð þessa var og kastaði bjöi’gunar- hring til mannsins og dró hann síðan á þurrt, ásamt skipvei’jum á Ingvari Guðjórrssyni. Hér skall enn einu sinni hurð nærri hælum við höfnina, vegna ölvunar. | Virkjun Jökulsár á Fjöllum | BÆJARSTJÓRN HÚSAVÍKUR samþykkti á fundi I 11. apríl 1962 eftirfarandi bókun bæjarráðs. Bæjarráð f leggur til við bæjaxstjórn að' eftirfarandi tillaga verði i samþykkt: „Bæjarstjórn Húsavíkur vill taka undir áskorun i Bændafélags Fljótsdalshéraðs til alþingismanna Norð'lendinga og Austfirðinga um, að vinna að því að skapa órjúfandi samstöðu fólksins Norðanlands og Austanlands um þá „afgerandi nauðsyn" að' Jök- ulsá á Fjöllum verði valin fyrir næstu stórvirkjun | með stóriðju fyrir augum. Jafnframt vill bæjarstjórnin taka undir þá áskor- un Bændafélagsins til alþingismanna Norðlendinga f og Austfirðinga, að’ beita sér fyrir fulltrúafundi sveitarstjórna Norður- og Austurlands til þess að vinna að framgangi virkjunar Jökulsár á Fjöllum I í sambandi við stóriðju. í því sambandi beinir bæjarstjórnin því sérstak- lega til þingmanna úr Norðurlandskjördæmi eystra að þeir hafi forgöngu um fundarboðunina í f samvinnu við aðra alþingismenn Norðlendinga og Austfirðinga, svo óg bæjarstjórnir og sýslunefndir í f þessum landshlutum.“ „Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja bréf til að f senda öllum sveitarstjórnum í Norðlendinga- og § Austfirðingaljórðungum um virkjunarmál Jökulsár í á Fjöllum.“ 1--’J f Húsavík, ll.apríl 1902. T.v. Herm. Sjgtryggsson, mótsstj., og Halldór Ólafsson, form. SKA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.