Dagur - 26.04.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 26.04.1962, Blaðsíða 8
8 NOKKURRA ÞINGMÁLA GETIÐ ÞAÐ var bagalegt fyrir Alþingi að þessu sinni og á ýmsan hátt óheppilegt, hve mörg af þeim málum, er ríkisstjórnin lagði fyrir 'þingið, urðu síðbúin til flutnings og að ekki gafst tími til að athuga þau sem skyldi. Og sum frumvörpin, sem boðuð höfðu verið, eða gera mátti ráð fyrir að fram kæmu á þessu þingi, iiafa enn ekni seð dagsins ljós. Má þar til nefna frumvarp til nýrra laga um vátryggingu íiskiskipa og frv. til nýrra hafn- arlaga, og loks um hafnarbóta- sjóð. ITm þessi mál kom ekkert fram á þessu þingi. Kjaramál opinberra starfsmanna. Eitt af því allra síðasta, sem frá stjórninni kom, var frum- varp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það var ekki lagt fram fyrr en rétt und- ir þinglokin, en varð þó að lög- um með samþykki allra þing- flokka, enda varla um annað að gera, þótt tími væri naumur, því að launamál opinberra starfsmanna voru komin í hina verstu sjálfheldu af völdum „viðreisnarinnar“. — Stjórnar- frumvarpið, sem lagt var fram, var í rauninni samningur, sem gerður hafði verið milli ríkis- stjórnarinnar og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um lausn málsins. Er helzt að sjá, að stjórnin hafi ekki ætlað að leggja frumvarpið fram á þessu þingi, en ekki getað hjá því komizt vegna hins alvarlega á- stands. Með þessari nýju lög- gjöf eru launalög ríkisins af- numin, en í stað þeirra koma kjarasamningar, en sú stofnun, ,,Kjaradómur“, sker úr, ef ekki næst samkomulag og ákveður þá launin. í Kjaradómi verða þrír menn frá Hæstarétti, einn frá ríkisstjórninni og einn frá samtökum starfsmanna. Gert er ráð fyrir, að Kjaradómur kveði upp fyrsta úrskurð sinn, ef til kemur, 1. júlí 1963, og gildir úr- skurður hans (eða samningur) til ársloka 1965. En 1. júlí 1963 falla launalögin úr gildi. Aðstoð við togaraútgerðina. Það var lengi búið að liggja í loftinu, að von væri tillagna frá ríkisstjórninni um fjárhagslega aðstoð við togaraflotann. Þetta var líka eitt þeirra mála, sem síðbúnast urðu, og varð af- greiðsla þess með einkennileg- um hætti. í framsöguræðu upplýsti ráð- herra, að þriggja manna nefnd hefði unnið að því fyrir ríkis- Listi Alþýðuflokksins ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur birt framboðslista sinn við næst u bæ j ars t j órnarkosning ar; Efstu sætin skipa: Bragi Sigur- jónsson, Steindór Steindórsson, Þorvaldur Jónsson, Torfi Vil- hjálmsson og Jens Sumarliða- son. stjórnina, að framkvæma rann- sókn á hag togaraútgerðarinnar og afkomu undanfarin ár. En þegar farið var fram á það í sjávarútvegsnefndum Alþingis, að skýrsla rannsóknarnefndar- innar yrði lögð fram, var því neitað og borið við, að þar væru tilgreind nöfn útgerðarfyrir- tækja ásamt upplýsingum um einkahag þeirra. Þess var þá óskað, að skýrslan yrði látin í té þannig, að nöfnum fyrirtækja yrði sleppt, en ekki var það heldur fáanlegt! Hafði Alþingi þá lítil tök á að gera sér grein fyrir máli þessu. Frumvarp þetta varð þó að lög- um, enda almennt viðurkennt, að þarna væri aðstoðar þörf. Gert er ráð fyrir að taka lán með ríkisábyrgð til að bæta aflabrest togaranna á árinu 1960, en það lán endurgreitt á næstu 15 árum. Stofnuð er tog- aradeild aflatryggingasjóðs, sem byrjar á að greiða bætur vegna ársins 1961, og er gert ráð fyrir, að allmikið af því, sem bátaút- gerðin greiðir í sjóðinn verði varið til aðstoðar togurunum, enda eru gjöldin hækkuð til muna. Eru bátaútvegsmenn sem vænta mátti, mjög óánægðir með þessa ráðstöfun. Af hálfu Framsóknarflokksins var lagt til að deildir aflatryggingasjóðs hefði aðskilinn fjárhag og að togaraútgerðinni yrði veitt að- stoð með því að verja til hennar hluta af gengishagnaði útfluttra sjávarafurða, sem ríkisstjórnin tók til sín með bráðabirgðalög- um í sumar, en sá sjóður mun liafa numið 150—170 milljónum króna. Almannavarnir. Seint á þingi var útbýtt með- al þingmanna fyrirferðamiklu (Framhald á bls. 5) Skarphéðinn Guðmundsson, kaupfélagsstjóri á Siglufirði, vann stökkkcppnina með yfirhurðum. (Ljósm. E. D.) Fjölinennt skólamót í Sólgarði ÞANN 17. apríl síðastl. var fjöl- mennt skólamót í Sólgarði í Eyjafirði fyrir skólana í Ong- ulsstaða-,, Hrafnagils- og Saur- bæjarhreppi. Sú venja hefur skapazt, að hafa þessi mót til skiptis í félagsheimilunum og er ágæt samvinna milli kennar- anna um allan undirbúning. Og fyrir börnin er þetta sannarleg- ur hátíðisdagur. Áfengisvarna- nefndirnar áttu frumkvæði að þessum mótum. Þetta er þriðja skólamótið á þessu svæði og var því stjórnað áf Angantý Hjálm- arssyni, skólastjóra í Sólgarði. Þarna voru samankomin um 150 börn og allmargir fullorðn- 'ir. Ilöfðu skólarnir fjölbreytt skemmtiatriði: leikþætti, söng, upplestra og fleira. Fyrir hönd áfengisvarna- nefndanna flutti Eiríkur Sig- urðsson, skólastjóri, ávarp um bindindismál og sýndi fræðslu- skuggamynd um það efni. Ár- mann Dalmannsson, formaður áfengisvarnanefndar Akureyr- ar, flutti ávarp um gildi íþrótta fyrir æskuna. Indriði Úifsson, kennari, sýndi kvikmyndir, þar á meðal hina nýju Skálholts- mynd. Þarna var sýning á handa- vinnu barnanna í Sólgarði og var þar margt skemmlegi'a muna. Kvenfélagið Hjálp í Saurbæj- arhreppi gaf öllum mótsgestum rausnarlegar veitingar. Mikið fannfergi Ólafsfirði, 25. apríl. Afar tregur afli. Vonandi verður betra á línu og færi, en bátar eru nú að skipta um. — Snjór er afarmik- ill ennþá, og allt á kafi frammi í sveit, þótt hláka hafi verið samfleytt í 12 daga. Hér í bæn- um er enn snjór á sumum göt- um. Landsgönguna þreyttu yfir 500 manns, og er það yfir 50% þátttaka. □ Landburður af fiski Raufarhöfn, 25. apríl. — Síðan á Pálmasunnudag hefur verið mokafli og því mikið að gera. Fjórir dekkbátar og 15—20 trill- ur hafa veitt í net og á færi. — Eftir páskana hefur afli minnk- að á handfæi-i, en meira fæst í netin. Fiskurinn er vænn. Flokkur manna frá Siglufirði er að setja upp mjölskemmu á vegum síldarverksmiðjunnar, eða stækka þá sem fyrir var um helming. Einnig er unnið að breytingu á löndunarbryggjunni og lönd- unartíkjum. Allar útflutnings- afurðir frá fyrra ári eru farnar héðan. Það síðasta, síld til Finn- lands, fór fyrr í þessum mánuði. Snjólaust er hér með öllu, sól og sumar. □ Eldur í Bjarnargili Haganesvík, 25. apríl. Aðfara- nótt hins fyrsta sumardags kom upp eldur í Bjai’nargili í Holts- hreppi. Bóndi þar er Sveinn Jónsson og var hann um kvöld- ið að svíða kindahausa í gamla bænum. En laust eftir miðnætti varð bóndinn á Reykjarhóli eldsins var og gerði þegar að- vart. Komu nágrannar fljótt á vettvang, en gamli bærinn var þá alelda og brann til ösku. — Einnig kviknaði lítillega í nýja íbúðarhúsinu, sem stendur 5 m. frá, en þar tókst að slökkva nær strax og að verja húsið. í Vestur-Fljótum er snjólaust á láglendi, en allt á kafi í Aust- ur-Fljótum ennþá. — Fljótamót- ið var haldið á Ketilási annan páskadag. Sigurvegari í 15 krri. göngu í elzta flokki varð Lúð- vík Ásmundsson. í 17—19 ára flokki sigraði Frímann Ás- mundsson. í 10 km. skíðagöngu 15—16 ára varð Sveinn Árnason hlutskarpastur og í flokki 13— 14 ára sigraði Hermann Björn Haraldsson. — í 5 km. göngu drengja sigraði Kári Jónsson. Komu með 100 tonn Dalvík, 25. apríl. Togbátarnir Björgvin og Björgúlfur komu nýlega með 50 tonn hvor. Þeir hafa aflað þolanlega. — Stærri mótorbátar eru farnir héðan vegna aflatregðu í netin. Trill- ur er verið að undirbúa, og sumar eru komnar á flot. — Hrognkelsaveiði er lítið stund- uð. Vegir eru vel fæiir í Svarf- aðardal. Snjór er á láglendi enn- þá, þótt mikið hafi tekið. En í dag var bannaður vegurinn til Akureyrar áætlunarbílnum. □ Ný flatningsvél Hrísey, 25. apríl. — Búið er að kaupa og koma fyrir nýrri flatn- ingsvél í hraðfrystihúsi KEA og mun hún gera mikið gagn. Afli er sæmilegur bæði í net og á handfæri og því nóg at- vinna eins og er. — Snæfell var að landa 45 tonnum fiskjar. □ Fjörutíu bændur í heiinsókn SÍÐASTA þriðjudag komu 40 bændur úr Öngulsstaðahreppi til bæjarins í boði SNE (Sam- bands nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði). Bændurnir skoðuðu búfjár- ræktarstöðina að Lundi, sem SNE rekur þar með myndar- brag og hefur gert merkilegar tilraunir í afkvæmarannsóknum og fleiru. Á eftir sátu bændurnir kaffi- boð samtakanna að Hótel KEA. Þar bauð formaður SNE, Jón- as Kristjánsson; gestina vel- komna, og rifjaði upp í stórum dráttum 30 ára starf þessa fé- lagsskapar og árangurinn af því. Ennfremur hvað framundan væri í þessari búgrein. Ólafur Jónsson, ráðunautur, sagði frá tilraunastarfseminni að Lundi og þeim niðurstöðum, sem þegar liggja fyrir. Sigurjón Steinsson, bústjóri, skýrði frá búrekstrinum og ýmsum atriðum varðandi upp- eldi ungviðanna. Jónas Halldórsson, bóndi á Rifkelsstöðum, formaður Naut- griparæktunarfélagsins í Öng- ulsstaðahreppi, þakkaði boðið og góðar viðtökur. SNE hefur um 160 nautgripi á fóðrum, mjólkurkýr, tilrauna- kvígur og kynbótanaut. Nauð- synlegt er að bændur fylgist vel með þeirri starfsemi, er þar fer fram, því að hún getur orðið þeim ómetanleg og mun þegar hafa gefið haldgóðar upplýsing- ar um kyngæði undaneldis- gripa. Öngulsstaðahreppur er mesti mjólkurframleiðsluhreppur sýsl unnar og þar sitja mjög margir harðduglegir bændur, vel hýst- ar og ágætar jarðir. Þar hafa nokkur myndarleg nýbýli verið reist á síðari árum. •11111111111111111 IIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIVlllllllHIUII |( ! Bagijk I Næsta blað kemur út fimmtu- daginn 3. maí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.