Dagur - 03.05.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 03.05.1962, Blaðsíða 2
2 (Framhald af bls. 1) þáttur þess að skapa miklar gjaldeyristekjur a£ sjávarút- vegi. Fiskiðnaður getur marg- faldað aflaverðmætið. Um árat- tugi hafa aðrar þjóðir selt full- unnar íslenzkar sjávarafurðir út um allan heim undir íslands- merkinu, svo sem hina heims- frægu Norðurlandssíld. En ís- lendingar hafa á sama tíma aus- ið upp síld, saltað nokkurn hluta hennar í tunnur til út- flutnings, en látið mestan hluta aflans rotna um borð í fiskiskip- unum eða í síldarþrónum og 'brætt þetta síðan og búið til úr áburð, skepnufóður og hálfunn- ið lýsi. En snúum okkur þá aftur að fiskibátunum. Það þarf mjög marga báta til viðhalds flotan- um og til að mæta árlegum van- höldum. Og ef þeir eiga einnig að leysa togarana af hólmi, þarf viðbót sem því nemui'. Skipasmíðar innanlands eru ennþá á frumstigi, þrátt fyrir nokkrar litlar skipasmíðastöðv- ar, sem þó sýna að til eru hér á landi ágætlega hæfir skipa- smíðameistarar og margt ann- arra iðnaðarmanna, sem bíða stórra verkefna, sem einstakl- ingum er ofviða að efna til af eigin rammleik. Það er álíka óskynsamlegt, að greiða erlendum iðnaðarmönn- um laun fyrir skipasmíðar og að láta þá fá í hendur íslenzkt óunnið hráefni í stað þess að fullvinna það sjálfir. Á Akur.eyri hafa lengi verið ágætir skipasmiðir og eru það enn í dag. Gunnar heitinn Tryggyason var landskunnur Mjólkurstöð í Vopnaf. (Framhald af bls. 1) Einnig að að setja upp stóran lýsisgeymi og er búið að gera grunninn. En nú kemur sennilega ,,babb í bátinn“, því að vinnuflokkur frá Vélsmiðjunni Héðni í Rvík kemur ekki, ef verkfall járniðn- aðarmanna skellur á. Kemur það sér illa fyrir fleiri en Vopn- firðinga, því að viðgerðir þurfa að fara fram og endurbætur á öllum síldarverksmiðjum lands- ins fyrir síldarvertíð. í sumar verða starfrækt fjór- ar síldarsöltunarstöðvar og er verið að undii'búa þær og til- heyrandi byggingar. Fyrirhugað er að byggja læknisbústað og barnaskóla í þorpinu. Kaupfélagið er að byggja mjög stóra vöruskemmu og mun efri hæðin verða ætluð nýrri mjólkurvinnslustöð fyrir Vopnafjörð. Vélar hafa verið pantaðar og teikningar liggja fyrir. íbúar í Vopnafjarðarhreppi eru um 750 talsins og skiptast nokkuð að jöfnu milli þorpsins og sveitarinnar. Mjólkurfram- léiðsluskilyrði eru góð í Vopna- firði og eru bændur þegar að undirbúa meiri mjólkurfram- leiðslu. skipasmiður. Sonur hans, Tryggvi Gunnarsson, smíðar vönduðustu báta, sem til eru í íslenzka flotanum. Hann stjórn- ar Skipasmíðastöð KEA á Odd- eyrartanga. En þar er ekki hægt að smíða nema einn bát í einu. Slippstöðin á Oddeyri undir stjórn Skafta Askelssonar, bygg- ir einnig báta í hjáverkum og fleiri mætti nefna, sem báta- smíðar stunda, þótt þeir hafi minna um sig. Margs konar vélaverkstæði með mjög hæfum iðnaðarmönn- um styðja þessar bátasmíðar og gera þær ekki einasta möguleg- ar, heldur gætu þær valdið miklu meiri verkefnum. Akureyringar hafa daglega fyrir augunum svörtu skipin fimm, sem bundin liggja vegna togaraverkfallsins. Um framtíð þeirra ríkir mikil óvissa. En ekki er það neitt á huldu, að rekstur þeirra, svo og alls tog- araflota hmdsmanna hefur ver- ið hinn mesti hallarekstur. Að sjálfsögðu vonum við að togara- verkfallið leysist, og að fiskjjr glæðist, svo að útgei'ð þessara skipa megi blómgast á ný. En hvort sem þær vonir i'ætast eða ekki, verða Akureyringar að mæta vaxandi fólksfjölda með auknum iðnaði og nýjum at- vinnutækjum. Hvei's vegna ekki að vinna að því að gei-a Akureyri að mesta skipasmíðabæ landsins? Inn- lendar skipasmíðar gefa óvenju- mikla m.öguleika, bæði hvað snertir nýsmíði stálskipa og tré- skipa, auk viðgerðanna allra á hiijum mikla bátaflota. Líklega hefur Akuj'eyri að ýmsu leyti bezta aðstöðu alh-a bæja á íslandi til þeirra hluta og þar má bæjarfélagið sjálft ekki vei-a hlutlaus áhorfandi, heldur sá aflyaki, sem gefur framtaki einstaklinga eða fé- laga tækifæri með beinni eða óbeinni aðstoð. Nú þegar þyrfti bæjarstjórn að kalla saman róðstefnu hinna ýmsu fagmanna í bænum og vei'kfræðinga, ásamt forsvars- mönpum þeirra fyrirtækja, sem nú fást yið skipasmíðar og skipaviðgerðii', til að athug.a möguleika á stói'átaki í skipa- smíðum, Ilinir fallegu og mjög vönd- uðu bátar og skip, sem hér hafa verið smíðuð á undanförnum ár- um og áratugum ættu að örva þessa hugmynd. Óvissan í fram- tíð togaraútgerðar ætti líka að örva hana. Og skyldur forráða- manna bæjarins í því efni að höfuðstaður Norðurlands haldi fast á sinum hlut í þessu máli, sem öðrum, ættu að svipta svefni áf brá. VIL KAUPA litla KOLAELDAVÉL. Jón Ólafsson, nljólJsurbílstjóri. MALARTÉKJA í landi nýbýlisins Stokka- blaðir II er hér með bönnnð án 'leyfis eiganda. Rafn Helgason. HÓPFERÐIR! Get tekið að mér hóp- ferðir á traustum fjalla- bílum, 50—70 manns. Angantýr Hjálmarsson. Sími um Saurbæ. - Dettifossvirkjun .. . (Framhald af 1. síðu.) Yrði þetta ódýr orka. „Þetta orkuverð á orkufrekur iðnaður að geta sætt sig við,“ segir Ei- ríkur í skýrslu sinni. Gert er ráð fyrir tvöföldum háspenxiu- línum (þ. e. tvær línur) og er þá í báðum tilfellum um varalínu að ræða. Línurnar frá Búrfelli eiga að vera tréstólpalinur, en línurnar frá Dettifossi að nokkru leyti á stáimöstrum. — Orkutap er áætlað um 8%. Samkvæmt áætluninni yrði fallhæð við Dettifoss 132 metr- ar, Stífla, byggð ofan við Sel- fos.s, en það yrði ekki mjög mik- ið mannvirki, enda ekki um mikla vatnsmiðlun að ræða, ef virkjað yrði á þennan hátt. Langstærsti kostnaðarliður- inn er að því er virðist hin fyr- irhuguðu jarðgöng, sem sam- eina fallhæð efstu fossanna. Af áætlun þessari má ráða, að það verði ekki virkjunarkostn- aðurinn, annars vegar við Dettifoss, hins vegar við Þjórsá, sem skei' úr um það, hvor virkj- unin verður látin sitja í fyrir- rúmi, þegar til kemur. Þar munu önnur sjónarmið ráða, og kemur þá til álita, hvort mönn- um sýnist það ómaksins vert að taka að einhverju leyti tillit til jafnvægis í byggð landsins. Hér getur líka fleira komið til. Nú á þessu sumri mun enn verða unnið að rannsóknum við Jökulsá og Þjórsá og e. t. v. víð- ar. Enn geta komið fram nýjar hugmyndir um stærð og gerð orkuvera og um iðjuver þau, er til greina koma í þessu sam- bandi. Um það efni, iðnaðar- möguleikana, flutti Baldur Lín- dal, jarðfræðingur, athyglisvert erindi á ráðstefnunni, sem síðar mun getið. Þar voru og flutt önnur erindi um virkjun ís- lenzkra fallvatna og iðjuver í því sambandi, bæði af verkfróð- um mönnum og hagfróðum. í þeim mólum er nú ýmislegt r,ð gerast, sem Norðlendingar, Austfirðingar og fleiri hafa á.- stæðu til að láta sig varða. RUMNAR 0G TRÉ Nú er rétti tíminn að gróðursetja. Bjóðum yður, blómstrandi runna, runna í limgerði og berjarunna. Lonicera, 3 teg., Dögglingskvistur, Snjóber, Runna- rósir, 4 teg., Víðir, 4 teg., Yllir, Fjallaber, Reyni- blaðka, Ribs, Sólber, Stikkilber, Alaskaeppii og fl. teg. Enn fremur trjáteg.: Silfurreynir, Reyniviður, Birki, Rauðelri, Alaskaösp, Sib.-ösp, Álmur, Blágreni, Sitka- greni, Stafafura og Hvítgreni, Plöntusalan opin frá 8—10 á kvöldin að Lögbergs- götu 7. BRYNJAR SKARPHÉÐINSSON, sími 2457. TRJÁPLÖNTUR Plöntúsala hefst í næstu viku. Ýmsar tegundir trjá- plantna og runna. Pöntunum veitt móttaka og upp- lýsingar gefnar í síma 1464 kl. 6—8 á kvöldin. SKÓGRÆKTARFÉLAG EYFIRÐINGA- Qpjj jfjjH BÍLAR TIL SÖLU: Volksvagen ’57—’59 Opel Caravan ’58 Eord Prefect ’46—’56 Moskvit ’60 Willy’s Jepp ’46 Willy’s Station ’52 Rússajeppar ’56—’57 Chevrolet ’41—’55 Ghevrolet Station ’54 Ford ’46—’55 Plymoiith ’42—’55 og margt íleira. Höskuldur H.elgason, sími 1191. 1 TIL SÖLU: Chevrolet vörubifreið, árgerð 1946. Upplýsingar á MöðruvöHum, Saurbæj- arhreppi, og hjá Jóhannesi Kristjánssyni, Akureyri, sími 1630. TIL SÖLU: Yfirbyggður rússajeppi í góðu lagi. Uppi. gefur Svanlaugur Ólafssoi), B- S. A. verkstæðinu. TIL SÖLU: Ford-bifreið, árgerð 1942- Selst mjög ódýrt, ef sam- ið er suax. R.ögnva.kfur Rögnvaldss. TIL SÖLU: Vel með farinn yfirbyggð- ur rússnesknr jeppi í góðu lagi, Uppl. í síma 1270. TIL SÖLU: Farmal A diáítarvél mpð sláttuvéí, áyiimsluiicrfi og rakstrarvél (4 m). MíigUÚS, Árgerði. MÓTORHJÓL TIL SÖLU. Gísli Lórenzsun, LynghoUi 11. TIL SÖLU: Tvíbreiður dívan og Silver Cross barnavagn í Munkaþverárstræti 2 (neðri hæð). TIL SÖLU: Góður BARNAVAGN og RAFHA-ELDAVÉL. Sími 1063. LJÓSMYNDAVÉL TIL SÖLU: Voigtlánder Vito BL með Color-Skopar 2, 8/50, linsu, innbyggðum Ijós- mæli. Fylgir: Nærlinsur, sólskyggni, filter og flash. Upplýsingar í Hlíðargötu 3, niðri, eða síma 1230, á vinnutíma. TIL SÖLU: Svefnherbergishúsgögn. Mjög hagstætt verð. Til sýnis í Brekkugötu 4, kjallara, næstu kvöld. SINGER S AUMAVÉL með mótpr, til sö.lu. ‘Tækifærisvefð.1 Uppl. í AðalsUa ti 54, sími 1805 TIL SÖLU: B A R N A V A G N Uppl. í síma 1779. TIL SÖLU með tækiiærisverði: Kveii-reiðbjól, járnrúm ásamt dýnu (iíentugt í sumarbústað), skugga- myndavél (fyrir filmu- ræmúr), riívé), fjöJriti og veiðistöng með bjóli. Upp). í síjija 2559, Akureyri. TÍL SÖLU: Tveir aimstólar, þríhjól, barnavagga og skýliskerra. Sími 2507. GÓÐ AUGLÝSING GEFUR GÓÐAN ARÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.