Dagur - 03.05.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 03.05.1962, Blaðsíða 7
7 Góðhestakeppni - Kappreiðar Öllum hestaeigendum heimil þátttaka í kappreiðum. Hestamannaíélagið Léttir hefur ákveðið að efna til GÓHHESTAKEPPNI og KAPPREÍÐA 20. maí n. k. 'kl. 14.30. — Keppt verður í 250 pi skeiði; 250 m, 300 m ng 350 m stökki. — Æfingar ákveðn.a.r fimnitudag 10, nxaí kl. 9 e, h., laugard. 12. maí kl. 9 e, h., sunixu- dag 13, maí kh 4 e. h. og þriðjudag 15. maí kl. 9 e. h. Lokaskráning fer fram 15. maí, þá ber að ski'á alla þátttökuhesta. Valdir verða 3 hestar og aðrir 3 til vara. til að mæta á landsmóti L. H. að Skógarhólum á Þingvöllum 14. og 15. júlí. — Tilkynningum um þátttöku sé skilað í síma 1856 m.il 1 i kl. 7 og 8 e. h. og til Huga Kristins- sonar eða Þorsteins Jónssonar. — Keppt verður um bikara og peningaverðlaun. SKEIÐVALLARNEFNDIN. Frá Barnaskóia Ákureyrar Inntökupróf og skráning 7 ára barna (fædd 1955) fer frarn í skólanum fimmtudaginn 10. maí kl. 1 síðöegis. Tilkynna jiarf forföll. Engin 7 ára börn af Oddeyrinni eiga nú skólasókn að Barnaskóla Akureyrar. Sunnudaglnn 6. maí verður skólasýning. Hún verð- ur opin frá kl. 1—6 síðdegis, Þangað eru allir vel- komnir. Skólaslit fara fram laugardaginn 12. maí kl. 2 síð- degis. Foreldrar velkomnir meðan luisrúm leyfir. SKÓLASTJÓRI. NÝJA SENDÍBÍLASTÖÐIN Höfum opnað SENDIIiÍLASTÖÐ, með afgreiðsiu í verzl. Höfn á hafnvrbakkanum. Reynið viðskiptin. — Reynið*góða þjónustu. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN, sími 2395. Frá Qddeyrarskólanum Sunnudaginn 6. maí verður sýning á skólavinmi barn- anna kl. 1—6 síðdegis. — Allir velkomnir. V erðhækkunarstef nan (Framhald af bls. 8.) um sjómanninn, sem átti bát í smíðum, eða bóndann, sem átti eftir að kaupa sér dráttarvél. Það er nokkurn veginn sanja, hvar gripið er niður. Allir hafa sömu sögu að segja af verð- hækkuninni, þótt sumir veigri sér við að flíka henni og tali í þess stað um hina dularfuilu „viðreisn." Sannleikurinn er sá, að í lífi hins almenna þjóðfélagsborgara hefur hugtakið „viðreisn" og stefna sú, sem við hana er kennd, til þessa einna helzt ver- ið trúarlegs eðlis, en ekki á- þreifanleg eða sýnileg á neinn hátt sem slík. En áhrif verð- hækkunarstefnunnar láta ekki að sér hæða. Hin mikla verðhækkun, sem orðin er í landinu síðustu tvö árin, er afleiðing ýmsra ráðstaf- ana, sem stjórnarvöldin hafa beitt sér fyrjr. Mestu veldur hér hin stórfellda breyting á skrán- ingu erlends gjaldeyris - krónu- lækkunin. En þar kemur fleira til. Samkvæmt fjárlögum ársins 1958 átti að innheimta í ríkis- sjóð, sem skatta og tolla eða tekjur af ríkisstofnunum rúm- lega 880 millj. kr. í fjárlögum ársins 1962 er þessi upphæð komin upp í 1750 millj. kr. Þessi mikla hækkun fjárlaga kemur eingöngu fram sem verðhækkun á vörum og þjónustu, því að beinir skattar hafa lækkað. Og vaxtahækkun síðustu ára hefur sömu áhrif. Þetta er sú stefna ríkisstjórn- arinnar, sem almenningur reyn- ir, þekkir og skilur - án útskýr- inga frá sérfræðingum. - Hættum að dýrka ... (Framhald af bls. 5.) góða framtak, sem var þeim til sóma og ég vona góðu málefni ávinningur. — Þessi skemmtun var til fyrirmyndar og einmitt þannig á allt ungt fólk að I. O. O, F. —144548!4 MESSAÐ á sunnudaginn kemur kl. 2 e.h. í Akureyrarkirkju. Sálmar nr,: 51 — 512 — 54 — 207 — 314 —, P. S. GUÐSÞJÓÍÍUSTUR í Grundar- þingaprestakalli. Möðruvöll- um, sunnudaginn 13. rriaí kl. 1.30. Hólum, sunnudaginn 27. maí kl. 1 e,h. Saurbæ, sama dag kl. 3 e.h. Fermingarbörn eru beðin að koma til viðtals í Barnaskólanum á Lauga- lan,di mánudaginn 21, maí kl. 1.30 e.h. Hafi með sér Biblíu- sögur, sálmabók og bólusetn- ingarvottorð. ZÍON. Sunnud. 6. maí: Sam- HJÓNABAND. Þann 28. apríl voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jóna Guðbjörg Bald- vinsdóttir, Hamarstíg 26, Ak- ureyri, og Bjarni Anton Bjamason, bílstjóri, Norður- götu 33, Akureyri. HJÓNABAND. Hinn 29. apríl voru gefin saman í bjóua- band í Akureyrarkirkju ung.- frú Unnur Jónsdóttir og Hall- dór Friðjónsson, trésmiður. — Heimili þeirra verður að Grímsstöðum, Glerárhverfi. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína Gerður Hannesdóttir, bankaritari, og Marteinn Guðjónsson, bifvéla- virki. koma kl. 8.30. Skúli Svavars- son talar. Allir velkomnir. HLfFARKONUR. - Vorfundur verður haldinn í Gildaskála KEA mánudaginn 7. maí kl. 8.30. Kaffi keypt á staðnum, félagið leggur til brauðið. —■_ Nýir félagar velkomnir, — Skýrslur nefnda barnadags- ins. Sagt frá sumargjöf til fé- lagsins. Skemmtiatriði. — Stjórnin. TRÚLOFUN. Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ungfrú Soffía Jónasdóttir frá Reyðarfirði og Karl Stein- grímsson, verzlunarm., Lækj- argötu 13, Akureyri. KRÍAN KOMIN. Flestir far- fuglar munu vera komnir, þeirra á meðal krían, sem sást á Leirunum hinn 29. apríl. —• Senn kemur spóinn og óðins- haninn. MATTHÍASARSAFN er opið á sunnudögum kl. 2—4 e.h. I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur 3. maí kl. 8.30 e.h. FRA FERÐAFÉLAGI AKUR- EYRAR. Göngu- og skíðaferð á Kerlingu sunnud. 6. maí. — Lagt af stað frá skrifstofu fé- lagsins í Skipagötu 12, kl. 8 á sunnudagsmorgun. — Þáttaka tilkynnist skrifstofu félagsins á föstudagskvöld kl. 8—10. — Sími 2720. ATVINNA! Vil ráða lagbentan karl- man n. F ra m tíðara tv in na. Gufupressan, Skipag. 12. Sími 1421. F J ÁRÖFLUN ARD AGUR — Barnaheimilisins Pálmholts verður sunnudaginn 6. maí. Bazar á Hótel K.E.A. kl. 2.30 og kaffsala kl. 3 á sama stað. Kvikmyndasýning í Borgar- bíói kl. 3. Merkjasala ailan daginii. — Kvenfélagið Hlíf. LEIÐRÉTTING. í minningar- grein um Ásbjörn Árnason í síðasta blaði féil niður nafn Huldu dóttur hans. Ennfrem- ur var sonur hans, bóndi á Stað í Stöðvarfirði, nefndur Ásbjörn, en átti að vera Jó- hannes, og enn er þar mis- hermt, að Ásbjörn Árnason hafi kvænzt Gunnlaugu Gests- dóttur 1912. Þau giftu sig áiv ið 1922. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. FRÁ SJÁLFEBJÖRGU, Akur- eyri. Bazar og kaffisala verð- ur að Bjargi sunnudaginn 6. maí kl. e. h. — Margt góðra muna! Styðjið gott málefni! Inntökupróf og ikráning 7 ára barna (fædd 1955) , fer fj-am í skólanum f'mmtudaginn 10.,;n(ii kl. 3 síð- ■' degis. í skólann komi öll bÖ^ilþjiL' Öddfeyri og úr * Klapparstíg. - Skólaslit fara fram laugardaginn 12. maí kl. 5 síð- degis. Foreldrar barnanna sérstaklega velkomnir. o o Vorskólinn hefst mánudaginn 14, maí kl. 9 árdegis. SKÓLASTJÓRI. T I L S Ö L U : Einbýlishús við Byggðaveg, hæð og kjallari. Fjögur lierbergi og eldlnis á hæðinni og tvö herbergi ófrágengin í kjallara. Upplýsingar gefur RAGNAR STEINBERGSSON, HDL., Símar 1459 og 1782. | * * InnUegustu þakkir ykkitr ntörgu vinum minum og % § vandarnönnwn fyrir margvíslega vinsemd og ógleyman- x * lega samverustund á 80 ára afmceli mínu þann H- aþril % f sl. — Gleðilegt sumar. f | TRYGGVI, Ytra-Hvarfi. | t .... f skemmta sér — hvar sem er — í skólunum, á opinberum stöð- um, úti og inni — án tóbaks og án áfengis. Æskufólk, þið vitið, að áfengi og tókþak á ekki eina einustu jákvæða hlið, en fjöl- margar neikvæðar, sem þið öll þekkið, fleiri eða færri. Tóbaks- og áfengisnautn flytur með sér sjúkdóma og sorgir, og oft fjár- hagslega erfiðleika og áhyggjur. Það eru því síður en svo æski- legir förunautar, og þið eigið að hafna þeim skilyrðislaust. Einhvers staðar stendur: „Og mannapinn horfði til himins, unz hárin duttu af enni hans'.. Við viljum víst ekki láta telja okkur til apa, nú á tímum, og háiið er löngu dottið af enni okkar. En sýnum það þá, að við stöndum öpunum eitthvað fram- ar. Hættum að apa heimskuna hvert eftir öðru. Horfum til himins, til ljóssins. Þar býr gæfa okkar í nútíð og í framtíð, og það mun áreiðanlega auðvelda okkur að vaxa frá soranum og gleyma jafn auvirðilegum hlut- um og áfengi og tóbak vissu- lega er. J. K. TVEIR KARLMENN óskast, frá nxiðjmn maí, c.l vinnu í nágrenni Ak- ureyrar, Uppl'.'géftir VinnumiðlunarsLrifytofa Akureyrar Simar 1169 og 1214. FRAMTÍÐAR- ATVINNA! Tvær stúlkur geta .fengið vinnu nú þ.egar. Uppl. í Dúkaverksmiðjunni h.f. KJÖRSKRÁ KJÖRSKRÁ sú, sem gildir við bæjarstjórnarkosning- arnar liggui- frammi í skrif- stofu Frainsóknarflokksins í Hafnarstræti 95' (Goðafoss). Athugið strax, hvort þér eruð á kjörskrá, því að kærufresti lýkur á mið- nætti 5. maí næstkomandi. Sími skrifstofunnar er 1443 FRA AMTSBÓKASAFNINU. Útlánum bóka á Amtsbóka- sáfninu á Ákureyri hætti 1. m.aí. Hins'vegar verður safnið opið til móttöku útlánsbóka alla virka daga kl. 4—7 e.h. til 15. maí nk., og verða þá allir lánþegar að hafa skilað þeim bókum, sem þeir hafa að láni af safninu. — Frá 15. maí verður Amtsbókasafnið svo lokað um óákveðinn tíma fram eftir sumri vegna við- gerða og breytinga. — Akur- eyri, 25. apríl 1962. — Bóka- vörður. GJÖF til Fjói-ðungssjúkrahúss- ins frá ónefndum kr. 5000.00, með beztu þökkum móttekið. Guðmundur K. Pétursson. ÁHEIT til Akureyrarkirkj u kr. 100.00 frá Ólöfu Þórhalls- dóttur. ÁHEIT til Æskulýðsfélagsins kr. 100.00 frá S. H. SUMARBÚSTAÐUR, í nágrenni Akureyrar, óskast til leigu 1—2 mán nði í sumar. Uppl. í síma 2077.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.