Dagur - 03.05.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 03.05.1962, Blaðsíða 8
8 Verðhækkunarslefnan Blindi orgelsnillingurinn Förslemann hélt nýlega hljómlcika í Akureyrarkirkju við mikla hrifningu. Hér er hann við orgelið, ásamt konu sinni. (Ljósm.: G. P. K.) 111 ■ ■ ■ 111 ■ ■ I ■ 1111 ■ ■ ■ I ■ 11 ■ I ■ I ■ 11 ■ ■ 11 ■ ■ ■ I ■ 1111 ■ ■ ■ IIII ■ ■ 111 ■ ■ I ■ ■ 1111III ■ 11 ■ ■ ■ ■ I ■ 11111 l' <l 1111 ■ 11 ■ 11111111111111 M 111 ■ 11 ■ 11 11■ 11■■(<1111111111111IIIII> Hættum að dýrka heimskuna SL. SUNNUDAG hélt Félag ungra Framsóknarmanna ungl- inga-,,Bingó“ að Hótel KEA. Húsfyllir var og mikill áhugi ríkti meðal hinna ungu sam- komugesta. Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, flutti þarna kjarn- yrt og þróttmikið erindi um skaðsemi tóbaks. Yfirlæknirinn skýrði m. a. frá niðurstöðum nefnda, sem skipaðar voru fær- ustu vísindamönnum, og kom- ust þær allar að sömu niður- stöðu, að sígarettureykingar auka og margfalda hættuna á lungnakrabba, hjartasjúkdóm- um og bronkítis, og eru því við- sjárverð drápstæki. Þá minntist yfirlæknirinn líka á, að lungna- krabbi er þjáningarfullur og ógnvekjandi sjúkdómur. Og þar sem reykingar eru höfuðorsök hins ört vaxandi lungnakrabba er Ijóst, að við sjálf höfum það á valdi okkar, að fækka stórlega lungnakrabbatilfellum með því einfaldlega, að reykja ekki. Þeir sem aldrei byrja á því að reykja, eiga ekki á hættu að verða lungnakrabbanum að bráð. Því mælir öll skynsemi með því að byrja aldrei á þeirri vitleysu, því að enginn veit fyr- irfram um afleiðingarnar. Að Kjör utan kjörstaða i UTANKJÖRSTAÐAKOSN- | ING vegna bæja- og sveita- ; stjórnakosninganna 27. maí ; næstkomandi er hafin. Kjósendur, scm dvelja ; fjarri hcimili sínu geta þá kosið hjá hreppstjóra, sýslu- : inanni eða bæjarfógeta. I Rcykjavík hjá borgarfó- ; geta. Kjósendur érlendis geta ; kosið á skrifstofum sendi- i ráða eða útsends aðalræðis- ; inanns íslands. Stuðningsfólk B-listans, ; sem ekki verður heima á ; kjördegi, cr hvatt til þess að ! kjósa sem fyrst. Framsóknarfélögin. lokum hvatti ræðumaður hinn fríða hóp til að mynda öflugt tóbaksbindindisfélag, sjálfum sér til heilla og hamingju, en Akureyrarbæ til mikils sóma og vegsauka. Yfirlækninum var þökkuð þessi ágæta ræða með dynjandi lófataki. Ég þakka F.U.F. fyrir þeirra (Framhald á bls. 7) NÚVERANDI ríkisstjórn og stuðningsmenn hennar á Al- þingi telja sig hafa framkvæmt viðreisn í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Þeir kalla stjórnmála- stefnu sína „viðreisnarstefnu“. Allur almenningur á hins vegar erfitt með að koma auga á, hvað það er, sem reist hefur verið við á síðustu árum. Hafi safnazt inneignir árið sem leið, þakka menn það helzt síldinni og kenna ekki við „viðreisn- ina“. En eitt þykjast menn al- mennt sjá og skilja, svo að ekki orki tvímælis: Að svo að segja allir hlutir, sem kaupa þarf, hafi hækkað í verði síðan ríkis- stjórnin fór að láta til sín taka í efnahagsmálum. í einstaka til- felli er að vísu um litla hækkun að ræða, en víða svo mikla verð- hækkun, að firnum sætir. í augum almennings lítur því stefna ríkisstjórnarinnar út sem verðhækkunarstefna. — Þessa stefnu hafa menn greinilega orðið varir við og þekkja af eig- in raun, margir alltof vel. Húsmóðirin, sem daglega á erindi í matvöru- eða nýlendu- vörubúðir er orðin nákunnug verðhækkunarstefnunni og fyr- irbrigðum hennar í ýmsum myndum. Hún þekkir hana líka úr vefnaðarvörubúðinni, skó- búðinni, frá símstöðinni, póst- húsinu og ýmsum öðrum stöð- um, þar sem þjónusta er í té lát- in gegn greiðslu. Ungu hjónin, sem hafa staðið í því að kaupa sement, timbur, járn og gler í íbúðina sína hafa líka komizt í kynni við verð- hækkanirnar. Sama er að segja (Framhald á bls. 7) iiiiiimiMiimiiiiMi [ Kom seint af f jalli | ÁNGANTÝR HJÁLMARSSON kennari í Sólgarði, heimti tvæ- vetlu af fjalli hinn 22. marz. — Hefur það ekki borið við áður þar í sveit, að fé heimtist á þeim tíma. Þessi ær kom í eftirleit í haust ásamt lambi, en hvarf síð- an. Var mikið búið að leita, en án árangurs. Talið er líklegt að ærin hafi gengið í Úlfárfjalli í vetur, og hún kom saman við fé á Úlfá, sem liggur við opin hús, en lambinu var hún búin að tína. Ærin var mögur, en með fullum þrótti. ■.} litgjj Björgin þétt setin Grímsey, 30. apríl. Karlmenn- irnir eru á sjó og fiska ágæt- lega, konurnar njóta sólarinnar í ríkum mæli. Allir eru með færi nema einn, sem heldur sig við grásleppuna og aflar hana vel. Unglingar eru að brenna sinu og jörð er að byrja að grænka. Bjargfuglinn er kominn fyrir nokkru og eru fuglabjörgin orð- in þéttsetin. Æðarfuglinn er farinn að para sig hér við land- steinana. í sumar verður mun betri að- staða til síldarsöltunar en verið hefur. Við ætlum að vinna við félagsheimilið í sumar, ef nokk- ur. ;tþni véfður til þess. Ekki er fólki; farið að fjölga ennþá, en töluvert kemur hingað af ungl- ingum strax o gþeir losna úr skólum. Fyrstu ærnar eru bornar og viðrar vel á lömbin þessa dá- samlegu daga. Fréttir úr Laugaskóla Laugaskóla, 30. apríl. Prófum í yngri- og eldri deild skólans lauk 28. apfíl. Skólastjóri af- henti prófskírteini og kvaddi nemendur daginn eftir. Laugaskóli var fullskipaður í vetur. Nemendur voru 110 tals- ins. Gagnfræðadeildin starfar á- frani og þar hefjast prófin hinn 10. maí. í henni eru 30 nemend- ur, en 80 nemendur hafa lokið prófi. í eldri deild varð efstur Ás- björn Jóhannesson, Ytri-Tungu á Tjörnesi, og hlaut 9.23 í með- aleinkunn; næstur varð Erling- ur Teitsson, Brún í Reykjadal, með 8.95, og þriðji Jón A. Páls- son, Lækjavöllum, Bárðardal, með 8.64. Efstur í yngri deild varð Tryggvi Jónsson, Garðsvík á Svalbarðsströnd, með 8.57, næstur varð Jón Gústafsson, Rauðafelli, Bárðardal, með 8.20, og þriðji Guðrún Eggertsdóttir, Laxárdal í Þistilfirði, með 8.08. Piltar, sem höfðu smíðar að aðalnámi, sýndu smíðisgripi sína og var þar margt hinna á- gætustu muna. Fæðiskostnaður pilta varð kr. 35.25 á dag. Hreinlætisvörur innifaldar. Fæði stúlkna varð kr. 28.20. Heilsufar var gott, að frátalinni inflúenzu, sem gekk í skólanum í marzmánuði. í sumar verður haldið áfram við breytingar á skólahúsi og nýbyggingu, sem hófst sumarið 1959. Nýr barnaskóli Laugaskóla, 30. apríl. Tíðin hef- ur verið einmunagóð síðasta hálfan mánuð og tún farin að grænka. Þessi góðviðriskafli kom sér vel, því að sums staðar voru hey orðin lítil, eftir gjaf- frekan vetur. Vegir til Húsavíkur og Akur- eyrar eru illfærir. í ráði mun vera að hefja bygg- ingu barnaskóla í nági'enni Lauga og ennfremur verzlunar- húss fyrir útibú frá Kaupfélagi Þingeyinga. Það verður byggt við þjóðveginn vestan við Laugar. Hinn 17. apríl var haldinn deildarfundur í Reykdæladeild K. Þ. Þar mætti Finnur Kristj- ánsson, kaupfélagsstjóri, og flutti yfirlit um starfsemi félags- ins á síðasta ári. Finnur hefur haft þann hátt á undanfarin ár, að mæta á deildarfundum. Eyk- ur það áhuga manna á félags- starfinu og þekkingu á högum og starfsemi félagsins. Karlakór Reykdæla hefur æft af kappi síðari hluta vetrar und- ir stjórn Þórodds Jónassonar, héraðslæknis á Breiðumýri. — Kórinn söng fyrir nemendur og starfsfólk skólanna að Laugum fimmtudaginn 26. apríl. Annars hefur starfsemi kórsins að mestu miðast við væntanlegt söngmót Heklu í júnímánuði í sumar. Grænkar í Svarf- aðardal Svarfaðardal, 1. maí 1962. Hér hefur verið einstök veðurblíða- undanfarið. Hægviðri, sólskin og hlýtt flesta daga í nærri þrjár vikur. Lítilsháttar frost- kala hefur orðið vart örfáar nætur á þessu tímabili. Snjó hefur leyst mikið, einkum nú þessa síðustu daga. Enn er þó mikill snjór eftir og jörð öll mjög blaut. Farið er að grænka, enda kemur jörðin þíð undan snjónum. . - Vegir eru víða blautir og erf- iðir yfirferðar. Og nú er bönnuð umferð þungra bíla. Unnið er að viðgerðum og ef veður helzt þurrt, munu vegnirniv verða sæmilega vel færir innan skamms. Að kvöldi þess 29. f. m. hafði karlakórinn á Dalvík samsöng í þinghúsinu að Grund. Á söng- skrá voru 15 lög. Sum ærið vandasöm og mörg einkar fal- leg. Einsöng sungu: Vilhelm Sveinbjörnsson, Jóhann Daní- elsson og Helgi Indriðason. Söngstjóri er Gestur Hjör- leifsson, en undirspil annaðist Guðmundur Jóhannsson frá Akureyri. Áheyrendur skemmtu sér prýðilega og klöppuðu kórnum óspart lof í lófa. Það eina, sem á skyggði var, hve kórinn var tregur til að endurtaka lögin og óskuðu áheyrendur þess þó mjög ákveðið. Á sl. sumri gengust nokkrir menn fyrir því, að keypt yrði píanó í þinghúsið til afnota fyrir söngskemmtanir og var það enn eigi að fullu greitt. Nú gaf kórinn ágóðann af samsöngnum til píanókaupanna, og eru hreppsbúar honum að vonum mjög þakklátir fyrir. Er söngnum var lokið þakk- aði formaður U. M. F. Þorsteinn Svörfuður, Hjalti Haraldsson, kórnum fyrir komuna og rausn- arlega gjöf. Alls munu kórfélagar vera rúmir 30, og fimm þeirra héðan úr hreppnum. □ ' Vegarbann á Svai- barðsströnd Lómatjörn, 30. apríl. Nú viðrar svo vel, að fæstir eða engir bændur gefa upp heyin. Vegirn- ; iv eru grafnir á köflum og er búið að banna umferð um veg- inn á milli Svalbarðseyrar og Yztuvíkur. Mjólkin er nú send frá Grenivík sjóleiðina til Akur- (Framhald á bls. 4)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.