Dagur - 12.05.1962, Side 4

Dagur - 12.05.1962, Side 4
4 frr1^..... Daguk AS sljórna bæ t HVERJU er það fólgið að stjórna bæj- ar- eða sveitarfélagi nú á tímum? Hver eru verkefni bæjarfulltrúanna t. d. 1 kaupstað eins og Akureyri? Og hvað þurfa þeir helzt að hafa til brunns að bera, til þess að geta ráðið fram úr sam- ciginlegum vandamálum bæjarbúa? Þessu er ekki auðsvarað í stuttu máli. En eitthvað má nefna. Víst er það, að verkefni bæjarfulltrúa og hreppsnefnd- armanna hafa á þessari öld breytzt mjög frá því sem áður var. Fyrrum voru þau að verulegu leyti í því fólgin að jafna niður útsvörum og aðstoða þá, scm voru hjálpar þurfi. Nú eru útsvörin lögð á samkvæmt lan lslögum og tryggingastarf- semi að miklu leyti komin í stað opin- berrar framfærslu. En starfsemi bæjar- félaganna hefur samt stóraukizt. Hún er komin inn á ný svið. Nútíma bæjarfélag er að verulcgu leyti rekið eins og stórfyrirtæki í mörgum starfsgreinum. Bæjarfélag eins og Akur- cyri rekur fiski- og verzlunarhöfn, raf- magnsvcitu, vatnsveitu, sjúkrahús, gatna- gerð, stundum útgerð eða álíka fram- leiðslufyrirtæki, svo að nefnd séu dæmi. Það þarf að taka stórlán, semja um kaup á vörum og alls konar þjónustu og sinna margs konar viðfangsefnum öðrum við- skiptalegs eðlis. Vaxandi bæ þarf að skipuleggja með kunnáttu og framsýni, svo að ekki fari í bága við þarfir komandi tíma. Stjórn- endur bæjarins þurfa að geta beint húsa- gerð og byggingaraðferðum í rétta átt og fundið ráð til að gera einstaklingum og fyrirtækjum auðveldara að byggja upp bæinn. Bæjarfélagið sjálft þarf að koma upp opinberum byggingum, götum, liafn- armannvirkjum o. s. frv., og þar skapast mörg vandamál, sem bæjarstjórnin verð- ur að ráða fram úr hverju sinni. Margt er það og mikilsvert, sem bæj- arfélagið verður að inna af hendi í þágu hinnar uppvaxandi kynslóðar. Fræðslu- mál barna og ungmenna eru ávcgumþess og mörgu öðru þarf að sinna þeim til uppeldis og menningar. Ráðamenn bæj- arfélagsins þurfa að skilja æskuna, við- horf hennar og þarfir og gæta þess, að tímarnir breytast og mennirnir með. Enn er það ótalið, sem með cngu móti má gleyma: Efling atvinnulífsins í bæn- um, því að atvinnulífið er undirstaða alls annars. Takist ekki að efla atvinnulífið og auka verkefnin, getur bærinn ekki vaxið. Þá stendur hann í stað cða dregst saman, og fólk flyzt burt í leit að lífs- framfæri. Hvort sem bæjarfélagið rekur sjálft atvinnufyrirtæki eða ekki, getur framtakssöm, útsjónarsöm og úrræðagóð bæjarstjórn miklu áorkað í þá átt að skapa atvinnulífinu vaxtarskilyrði. Þetta og ýmislegt annað af því tagi hljóta menn að liafa í huga, er þeir gera það upp við sig, hverjum þeir treysti bezt til að gæta sameiginlegra hagsmuna. Mik- ilsvert er þá, að eiga kost á mönnum, sem reynslu hafa í félagsmálastarfi og sýnt hafa í verki, að þeir eru hæfir til að vinna með hagsmmii annarra fyrir aug- um, mönnum, sem hafa þekkingu á mál- um og gæddir eru þrcki og ótvíræðum forystuhæfileikum. V-------------------------------------^ Akureyri á glæsilega framtíá! Efsti maður B-listans, Jakob Frímannsson, ræð- ir við Dag um mátt almannasamtakanna, fyrir- hugaðar framkvæmdir á vegum KEA, vöxt iðn- aðarins í bænum, þar á meðal skipasmíðar o. fl. BLAÐAMAÐUR bíður eftir viðtali fyrir Dag við efsta mann B-listans — en aðeins örskamma stund. Við höfðum mælt okkur mót kl. 4 og á mínútunni kemur Jakob inn úr dyrunum. Hann er að koma af fundi utan úr bæ og á að fara á annan fund kl. 5. Og það er svo sem engin nýlunda, því að Jakob Frímannsson er einn starfsamasti maður í fé- lagsmálum og athafnalífi lands- ins um þessar mundir, og það ekki aðeins hér á Akureyri og við Eyjafjörð. Hér fer hann með framkvæmdastjórn stærsta kaupfélags á íslandi, en hann er líka stjórnarformaður í Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga, og fer mánaðarlega til Reykja- víkur ,til að gegna skyldustöi-f- um sínum þar. En þar að auki fer hann með mörg önnur trún- aðarstörf á ýmsum vettvangi, og ber þá fyrst og fremst að nefna það, sem nú er helzt á dagskrá, að hann hefur átt sæti sem einn af fulltrúum Framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar í 20 ár og verið þar einn af helztu for- ystumönnum um meðferð og framkvæmd bæjarmála. Ef Ak- ureyri á við vandamál að glíma út á við og einhvers staðar und- ir högg að sækja, þykir víst öll- um eðlilegt og sjálfsagt, að hann sé þar til kvaddur og treyst á glöggskyggni hans, reynslu og þekkingu. Þetta segja þeir fyrir sunnan og þetta vita menn hér á Akureyri, a. m. k. þeir, sem aðstöðu hafa til að þekkja til þessara mála. Víst mætti það þykja forvitni- legt, að fá þennan önnum kafna mann til að segja ofurlítið frá sjálfum sér og því sem á daga hana hefur drifið, ekki sízt, þar sem ætlunin er að hvetja fólk til að greiða honum atkvæði í kosningum. En Jakob Frí- mannsson vill ekkert um sjálf- an sig tala. Hann brosir ljúf- mannlega eins og hans er vandi, en er samt ákveðinn eins og hann er líka vanur að vera og segist ekki halda, að það geti skipt neinu máli. Hann segist yfirleitt reyna að gera eins og hann geti, hvort sem hann sé að vinna fyrir kaupfélagið eða bæj- arfélagið, og það muni víst aðr- ir reyna líka. Fólk muni svo reyna að gera sér grein fyrir, hvernig það hafi heppnazt fyrir sér og öðrum. — En mér er allt- af ánægja að ræða um það, sem áunnizt hefur eða í vændum er fyrir atbeina samvinnustefn- unnar, ekki sízt hér á Akureyri og annars staðar við Eyjafjörð, bætir hann við. Við göngum gegnum vinnu- stofu kaupfélagsstjórans inn í stóra, bjarta stofu, þar sem stjóm Kaupfélags Eyfirðinga heldur fundi sína, fáum okkur þar sæti og tökum tal saman. Við erum þar einir — og þó ekki. Veggi þessa salar prýða myndir látinna forystumanna í félagsmálum Eyfirðinga, sem einnig urðu forystumenn í fé- lagsmálum þjóðarinnar. Þar er Hallgrímur Kristinsson, ungur og fráneygur, hvessir sjónir inn í framtíðina. Og þar er Einar á Eyrarlandi, hniginn að aldri, en inu, og þeir meta þessa fram- kvæmd mikils, því að á deildar- fundi þeirra- var gerð ályktun um, að votta félaginu þakkir fyrir. Við höfum líka á undan- förnum árum lagt áherzlu á að breyta gömlu búðunum, svo að þær fullnægi betur kröfum tím- ans, og að þessu hefur verið unnið. Til hagræðis fyrir fólk, hefur félagið stöðugt unnið að því, að koma upp búðum sem víðast í bænum. Nú stendur til að koma upp nýrri kjörbúð í viðbót á suðurbrekkunni. Er von á fleiri nýjungum til þess að bæta verzlunina í bæn- um? Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri, við skrifborð sitt. svip hans móta vizka og reynsla langrar aevi. Við spjöllum fyrst um 'daginn og veginn. Svo þagnar blaða- maður með vilja, en Jakob held- ur áfram og er óðar en varir farinn að tala um það, sém hon- um er hugstæðast. Það er stundum sagt, segir hann, að einstaklingar geri allt betur en samtök almennings. En við Eyfirðingar og Akureyring- ar getum ekki tekið undir þá kenningu. Samvinnufélagsskap okkar hefur orðið vel ágengt frá fyrstu tíð og hefur komið miklu í framkvæmd. Það væri fráleitt að segja að hann hafi ver ið eftirbátur einstaklingsfram- taksins. Ég vil þar nú einkum nefna verzlunina, sem er stórt mál, ekki sízt fyrir bæjarbúa, og þá sérstaklega matvöruverzlun- in. í þeirri grein hafa orðið miklar framfarir á vegum sam- takanna og aðrar eru á leið- inni. Viltu nefna dæmi? Já, nýju kjörbúðina í Glerár- hverfi. Hún er ein glæsilegasta kjörbúð á landinu. Félagið á- kvað það árið 1958, að þessi kjörbúð yrði byggð, og nú er því lokið. Enginn kaupmaður hefði treyst sér til að byggja slíka búð fyrir svo fámennt hverfi. En það á eftir að verða fjölmennara. Glerárhverfisbúar eru sérstök deild í kaupfélag- Ein stærsta framkvæmdin, sem nú er í undirbúningi hjá fé- laginu er bygging nýrrar kjöt- vinnslustöðvar á Oddeyri í nánd við frystihús félagsins þar. — Sennilega verður byrjað að byggja hana á þessu ári. Þar munu bæjarbúar geta fengið hina beztu þjónustu og vönduð- ustu kjötvörur, framleiddar með nýjustu vélum og áhöldum við ákjósanleg skilyrði. Danskir sérfræðingar teikna kjöt- vinnslustöðina, en danskur kjöt- iðnaður stendur, sem kunnugt er, mjög framarlega og á ein- hverja beztu sérfræðinga í Ev- rópu á sínu sviði. Hafið þið ekki á prjónunum framkvæmdir á öðrum sviðuin, sem bænum geta orðið að gagni? Jú, félagið er að undirbúa stækkun á Skipasmíðastöð KEA. Það er stórmál fyrir Ak- ureyrarbæ, að hægt sé að efla og auka skipasmíðar hér. Bátar frá Skipasmíðastöð KEA hafa reynzt framúrskar- andi vel. Félagið á nú einhverja beztu skipasmíðastöð á landinu. Við höfum hingað til smíðað tré- skip eingöngu, en höfum nú mikinn áhuga fyrir því, að koma upp járnskipasmíði. Hér eru vissulega skilyrði til þess. Höfnin okkar góða, járnsmiðir, sem kunna.vel til verka og góð verkstæði. Því má segja, að hér sé hægt að byggja á traustum grunni. Enn er svo ótalin ein sú fram- kvæmdin, sem stærst verður af því, sem fyrirhugað er nú, en það er væntanleg mjólkurstöð á Gleráreyrum. Hún verður ein stærsta bygging sinnar tegund- ar á landinu og við það miðuð að fullnægja þörfum framtíðar- innar að svo miklu leyti, sem hægt er að sjá þá þörf fyrir. Viltu segja eitthvað almenns efnis um samvinnuverzlunina í samanburði við kaupmanna- verzlun? Frá sjónarmiði almennings er þar ólíku saman að jafna. Innan samvinnufélags er enginn ein- staklingur til, sem geti farið burt með verzlanir þess og verksmiðjur, eða andvirði þeirra. í samvinnufélagi hafa fé- lagsmennirnir möguleika til þess á fundum sínum, að ráða öllu um fyrirkomulag verzlun- arinnar. Þeirra er valdið og eignarrétturinn. — Fjármagnið ræður hér ekki, heldur fólkið, sem er í félaginu. Og áhrif fé- lagsmanna innbyrðis fara ekk- ert eftir hví, hve mikil viðskipti þeirra eru, eða hvort þeir eiga inni eða ekki. Ef ágóði verðúr, fá félagsmenn hann endur- greiddan í stofnsjóð, sem er eign þeirra sjálfra. Það hefur tíðk- azt hér, að borga út stofnsjóð, þegar félagsmaður hefur náð háum aldri, þótt það sé raunar ekki skylt að lögum, og má segja, að þá sé um eins konar ellitryggingu að ræða. Árleg út- borgun úr Stofnsjóði KEA er nú 400—500 þúsúnd krónur. En innstæður í stofnsjóðnum námu samtals í árslok 1961 nálega 20 milljónum króna. Þessa upphæð eiga félagsmenn inni, án þess að nokkur hafi í rauninni orðið þess var að hann hafi nokkru sinni látið neitt af hendi af tekj- um sínum. Þetta er beinn pen- ingalegur hagnaður af því að hafa verið í samvinnufélagi, auk alls annars góðs, sem félags- skapurinn hefur látið af sér leiða í þágu almennings. Hve margt fólk vinnur hjá fé- laginu og hve mikið greiðir fc- lagið í vinnulaun árlega? Árið 1960 voru fastráðnir starfsmenn félagsins rúmlega 420, og flestir á Akureyri. AIls greiddi félagið í laun fastra starfsmanna og lausráðinna 35 millj. kr. Sú tala hækkaði á ár- inu sem leið og var þá rúm- lega 32 millj. á Akureyri einni. — Launagreiðslur ársins 1960 svöruðu til árskaups um 700 verkamanna, miðað við þann kauptaxta, sem í gildi var það ár. Hvað um þátttöku Akureyr- inga í félaginu og starfsenii þess? Árið 1960 voru félagsmenn í KEA 5309. Af þeim voru 2485 á Akureyri, og Akureyringar áttu 83 fulltrúa á aðalfundi. Félagið annast því mjög mikið af nauð- synjavörukaupum fyrir Afeur- eyringa og sér um margs konar (Framhald á bls. 7) LITIÐ í s Norskir úfgerðarmenn mæla gegn a8- Stórþingið ræður því til lykta. 2. Að því er tekur til sjávar- útvegs Noregs, er það álit vort, að ástæða sé til að óttast um framtíðina, ef Norðmenn gerast fullgildir aðilar að bandalaginu. Ákvæði Rómarsáttmálans um óheft réttindi til atvinnurekstiv ar, löndunarrétt o. fl., hlýtur ó- hjákvæmilega að hafa í för með sér, að sérstaða Noregs sem fisk- veiðilands er ekki lengur fyrir hendi. 3. Það er ómenguð óskhyggja að ímynda sér, að fiskútflutn- ingur Norðmanna aukist við það að þeir greiði aðildarríkjum bandalagsins götuna — fram yf- ir það, sem nú er — til þess að verða sjálfum sér nóg um fisk- framleiðslu. Þvert á móti myndi það að sjálfsögðu minnka stórlega sölu- möguleika á eigin afurðum vor- um. 4. Ekki teljum vér það held- ur líklegt, að Norðmenn geti í væntanlegum viðræðum haft þau áhrif á þjóðir Efnahags- bandalagsins, að því er snertir sjávarútvegsmál, að hagsmunir Norðmanna séu fulltryggðir. Vér verðum að gera ráð fyrir því, að Norðmenn hljóti þá sem aðrir, að gangast undir megin- reglur Rómarsáttmálans, og margar þeirra eru svo vaxnar, að þær eru ósamræmanlegar hagsmunum norsks sjávarút- vegs. 5. Að voru áliti yrði það hag- felldara fyrir sjávarútveginn, að Norðmenn hæfu viðræður um lauslegri tengsl við Efnahags- bandalagið, t. d. með aukaaðild eða öðru slíku. Slík tengsl eru sýnu æskilegri en full aðild. 6. Fari svo, að Norðmenn geti ekki náð viðunandi samningum um aukaaðild, og hljóti þar af leiðandi að standa utan banda- lagsins, þá sjáum vér ekki, að það geti skaðað sjávarútveginn stórlega. Hitt er eins liklegt, að hags- munum sjávarútvegsins, og raunar landsins í heild, sé bezt borgið með því að Norðmenn standi tlgérlega utan bandalags- ins. ild að Elnahagsbandalagi „Norðmönnum bezt að standa utan bandalags- ins.“ - Senda stórþinginu ályktun EFNAHAGSBANDALAG EV- RÓPU er mjög á dagskrá, ekki aðeins erlendis, heldur og hér á landi. A tímabili virtust áhrifa- inikil öfi hérlendis vinna að því að útbreiða þá skoðun, að !s- lendingum væri nauðugur einn kostur að ganga í þetta banda- lag, ella væru lífshagsmunir þjóðarinnar í voða. Var á ýms- um mikils háttar mönnum að heyra, að okkur bæri sem fyrst að leita eftir aðild að bandalag- inu, en upp á síðkastið cr farið að gæta nokkurs efa um ágæti slíkra aðgerða. A. m. k. mun enginn stjórnmálaflokkur í land- inu vera tilbúinn til þess að mæla mcð því, að við sækjum um fulla aðild, þó að enn kunni að vera til cinstaklingar, sem það vilja. Að vísu gera stjórnar- flokkarnir talsverðar gælur við svoncfnda „aukaaðild“ án þess að enn sé að fullu vitað, hvað í því orði felst. Þar sem margt bendir til, að aukaaðild sé að- eins stig í þróun til fullrar að- ildar með öllum þeim óviðráð- anlegu skyldum, sem henni fylgja, þá er í hæsta máta óráð- legt að gera mikið úr þeim möguleika, að það sé sú leið, sem hæfir Islendingum. Hingað hafa borizt fréttir í vetur af umræðum um þetta mál í norska Stórþinginu, og er svo að sjá sem flestir þingmenn vilji hefja viðræður við banda- lagið um hugsanlega aðild Norð- manna, en þar með er þó engu slegið föstu um aðildina í sjálfu sér. Og nú hefur norska stjórnin lýst yfir því, að hún muni leita þjóðaratkvæðis um málið, áður en þvi verður ráðið til lykta. Fróðlegt er að fylgjast með umræðum um þetta mál í norsk- um blöðum. Er greinilegt, að al- menningur er uggandi um fram- tíð sína innan bandalagsins, ef svo vildi til, og eitt af því nýj- asta, sem ég hef séð, er svohljóð- andi samþykkt, sem stjórn Fisk- sölusamlags Sunnmæris og Raumudals hefur gert og sent norska þinginu: „Stjórn Fisksölusamlags Sunn mæris og Raumudals ræddi á fundi sínum 29. marz 1962 um aðild Norðmanna að Efnahags- bandalagi Evrópu. Samþykkt var að senda Stór- þinginu eftirfarandi álitsgerð: 1. Málið er svo mikilvægt fyr- ir alla norsku þjóðina, að þess verður að krefjast, að kjósend- ur fái að segja álit sitt, áður en Þórhalla Jónsdóttir og Konráð Vilhjálmsson. Þingeyingar fengu góða gjöf Það var Þingeyingaskrá Konráðs Vilbjálmss SÝ SLUFUNDUR Suður-Þing- eyjarsýslu var haldinn dagana, 24.—27. apx-íl siðastliðinn. Helztu fjárveitingar voru: Til menningannála 136 þxis. kr., til heilbrigðismála 156 þús. kr., til búnaðarmála 77 þús. kr. og til vega 330 þús. kr. Sýslunefndin samþykkti hlut- deild í stækkun sjúkrahússins í Húsavík, og ákvað að hefja und- irbúning að töku héraðskvik- rnyndar. Fundinum barst gjafabi'éf frá Konráði Vilhjálmssyni, fi-æði- manni fx-á Hafralæk, og konu hans, Þórhöllu Jónsdóttur, sem gáfu sýslunni Þingeyingaski-á, mikið ritverk, sem Konráð hef- ur unnið að síðustu 15 árin. Þar eru taldir allir þeir, sem búsett- ir voru í Suðui'-Þingeyjarsýslu árið 1800 og þeir sem þar fædd- ust á 19. öld eða fluttu inn í sýsluna, getið foreldra þeirra og helztu dvalarstaða og fleira fram tekið til ómetanlegs fróð- leiks og skemmtunar. Færði sýslunefndin gefendun- um fyllstu þakkir fyrir þennan einstæða dýi'gi'ip, sem þau gáfu sýslunni. Oskaði nefndin þess, að fá leyfi Konráðs til að láta gera af honum mynd, er geymd vei'ði í Myndasafninu í Lauga- skóla. — (Fréttatilkynning frá ski’ifstofu bæjarfógeta Húsavík- ur.) □ 7. A.ð öði'u leyti getum vér, almennt talað, tekið undir við álitsgerð þá, sem stjói'n Fiskifé- lags Austui'lands (Det 0st- landske Fiskei'iselskab) sendi frá sér um þetta mál hinn 12. marz s.l. Álasundi, 29. marz 1962. Stjórn FisksöJusamlags Sunn- niæris og Raumudals.“ Þessi ályktun norsku útgerð- armannanna er vissulega at- hyglisverð, og er full ástæða til þess, að við íslendingar gæfum oi'ðum hennar gaum, svo og ýmsu öðru, sem fer í sömu átt. Því hefur vei’ið haldið fram af sumum, að Noi'ðmenn og íslend- ingar kynnu að eiga við svipuð vandamál að etja í sambandi við stofnun Efnahagsbandalagsins, einkum að því er tekur til fisk- veiða og útflutnings sjávaraf- urða, og því hefur verið hreyft, (Framhald á bls. 7.) BÆJARBLOÐIN „Til alvarlegar at- hugunar“ BRAGI SIGURJÓNSSON birt- ir í Alþýðumanninum 2. maí grein með yfii'ski'iftinni „Til al- varlegi'ar athugunar“ og er sú gi-ein sannai'lega athugunar- verð. Þar birtir hann glefsur úr kosningalögunum og refsi- ákvæði, ef þau eru brotin. Síð- an kemur skýringin. Og hún er sú, að ónafngi-eindir menn beiti „skefjalausum ágangi og ái'óð- ursfi'ekju“. Þessar dylgjur gefa mai'gt til kynna. Er ritstjórinn með þessu að aðvai'a sína menn, eða þann stjórnmálaflokkinn, sem fé- sterkastur er í landinu og ekki sparar fjármagn til að halda á- róðursvél sinni í fullum gangi? Eða er ritstjói'inn að gefa í skyn, að héi'aðsdómarinn og lögreglustjórinn á Akureyri láti það órefsað, að börgarar í bæn- um hafi brotið kosningalögin svo freklega að við liggi 20 þús. króna sekt eða fangelsi í allt að 4 árum? Eða eru ritstjórinn og. Alþýðu- flokkurinn hér í þæ í slíkum nauðum staddir, að rítstjórinn telji lífsnauðsyn"'að linnleiða þennan „tón“ í -kosningaumræð-i um, sem nú ei-xi að hefjast? ■ Svona eru svörin! UPPLÝST er með dæmum hér á Akui'eyi'i, að nafngreindar kornvörur í búðum hafi hækkað í verði um 77.7—121%,. eftir að „viðreisnin“ gekk í gildi. Blað- ið íslendingur svarar: „Maðui- inn lifir ekki af einu saman brauði.“ Á öði'Um stað í blaðinu er þetta kölluð „nokkui-rg aura hækkun“! Upplýst hefúr verið, að hér á Akureyri hafi steinolía, timbur, sement og kol hækkað í verði um 70—94% á sama tíma og útgjöld í-íkisins hafi hækkað um nál. 100% á tímabilinu 1959 —1962. íslendingur svai-ar: „í sjálfu sér er ekkert við því að segja, þótt fólk fjargviðrist yfir hækkandi útgjöldum heimila, sveitarfélaga og ríkisheildarinn- ar“! Vakin hefur vei-ið athygli á því, að álögur á þjóðina hljóti að hafa stói’hækkað á ái’unum 1959—1962, úr því að umsetning fjáx'laga hafi aukizt um nálega 100%. Þessu svarar fslendingur svo: Þetta er ekki skattahækkun heldur fólksfjölgun, það er eins og þegar börn bætist við á heim ili. Heldur ritstj. íslendings að þjóðinni hafi fjölgað um 100% á 3 árum? Minnzt hefur verið á'það í Degi, að fjármálaráðherra hafi gefið yfii'lýsingar um spai'nað, en erfiðlega gengið með efnd- ii'nai'. Sem svar við því nefnir ís- lendingur tvö sparnaðardæmi, annað rétt, hitt vafasamt. En lítið er það upp í 50 spai-naðai'- loforðin, sem Gunnar Thorodd- sem og Magnús Jónsson lásu upp á Alþingi og í útvarpi á sín- um tíma. Enn minna, ef taldar væru fram allar nýjar nefndir og nýju embættin, sem í'íkis- stjórnin hefur sett á stofn. Að þessu verður vikið síðar. Niðurstaða íslendings er líka þessi: „Fækkun stai'fsmanna í opinberri þjónustu tekur hins vegar sinn tíma.“ Satt er oi'ðið. Ætli hún taki ekki tímann fram yfir næstu Alþingiskosningar? Hvað er að óttast? SUMIR ræðumenn á fundi Sjálfstæðismanna töldu voða á ferðum, ef Framsóknai'menn mynduðu meiri hluta í bæjai'- stjórn með kommúnistum eftir kosningar. Ekki hefur þó verið gefin út nein yfii'lýsing um slíkt. En var ekki hætta á ferð- um þegar Ólafur Thors mynd- aði ríkisstjói'n með kommúnist- um 1944 og gerði Brynjólf Bjarnason að menntamálaráð- herra? Telur íslendingur, að Ól- afur hafi gert í'angt þá? Og er Ólafur Thors þeirrar skoðunar? Gæti ekki skeð, að Sjálfstæðis- menn tækju upp samvinnu við kommúnista aftur? „Pólitískt mótvægi“ GÍSLI JÓNSSON taldi, á ný- lega afstöðnum fundi, nauðsyn- legt að „skapa pólitískt mótvægi gegn hinu mikla valdi samvinnu samtakanna“, eða þannig til- færir íslendingur orð hans. Þá veit maður það, að Sjálfstæðis- flokkurinn telur þörf á pólitísk- um liðssafnaði gegn samvinnu- samtökunum og hinni heilla- drjúgu þjónustu þeirra við almenning í þessu landi, óg mun það nú víst þykja saga til næsta bæjar, að Sjálfstæðis- maður skuli hafa viðui'kennt þetta opinberlega. Hafi Gísli Jónsson þökk fyrir hreinskiln- ina. - Utflutt teppi... (Framhald af bls. 1) sem þegar er fullsamið um. En fastlega má gera ráð fyrir því, að hinn mikli viðbótai'samning- ur takist og er þá ekki annað sýnilegt en að verksmiðjui'nar þui'fi að ganga allan sólai'hring- inn fyrr en vai'ii'. í næsta mánuði mun Gefjun fá vélasamstæðu af fullkomn- ustu gerð til að auka ullar- vinnsluna. Gera forráðamenn verksmiðjunnar sér von um allt að helmings framleiðsluaukn- ingu með tilkomu þeirra. Verða þá enn þáttaskil í hinni norð- lenzku ullarverksmiðju, hjá þessu kunna og trausta fyrir- tæki. Um þessar mundir ei'u einnig þáttaskil í sögu Heklu, sem framleiðir ullai-peysur úr Gefj- unai'bandi. Verið er að byggja stórhýsi yfir stai-fsemi hennar nálægt öðrum Safnbandsvei'k- smiðjum á Gleráreyrum. Fram- kvæmdastjóri Heklu,er Ásgrím- ur Stefánsson. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.