Dagur - 19.05.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 19.05.1962, Blaðsíða 2
2 Ákureyrarskólunum slitið slbók Álmenna bókafteins ODDEYRARSKÓLANUM var slitið þann 12. maí sl. — Margt gesta var við skólaslitin. Eirík- ur Sigurðsson, skólastjóri, flutti skólaslitaræðu og skólakórinn söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. í skólanum voru í vetur 337 börn í 13 deildum. Þröngt var í skólanum og þurfti að þrísetja í kennslustofur. Verið er að byggja viðbótarbyggingu og kemur eitthvað af henni að not- um í haust, en gert er ráð fyrir að henni verði lokið á næsta ári. Við skólann eru 9 fastir kenn- arar með skólastjóra og tveir stundakennarar. Ur skólanum útskrifast að þessu sinni 51 barn. Hæsta einkunn hlaut Val- gerður Magnúsdóttir, 9.46. — Kvöldvökuútgáfan gaf nokkrar bækur til verðlauna fyrir góðan námsárangur. Sýning á skólavinnu barn- anna var 6. maí sl. Var hún fjöl- sóft eins og venja er til. Úr skýrslu um störf skólans á vetrinum má nefna eftirfar- andi atriði: Síðastliðið haust keypti skól- inn 6 fiðlur og hafa 7 böru ver- ið við fiðlunám í vetur. Á síðastliðnu vori gáfu börn- in, sem þá fóru úr skólanum, bikar til að keppa um í sundi. Heppt var um þennan bikar í fyrsta sinn þann 7. nóv. sl. Sex átta manna sveitir kepptu. Sig- urvegari var 6. bekkur í l.stofu, og hlaut þar með rétt til að varðveita bikarinn í vetur. Þriðji foreldradagur var í skólanum 23, nóv. Eru foreldrar yfirleitt áhugasamir um að not- færa sér þetta tækifæri til að ræða við kennara barna sinna. Skólaskemmtun barnanna var 1.—5. marz. Var hún fjölsótt og endurtekin 7 sinnum. Skóla- blaðið Eyrarrós kom út í sam- bandi við skemmtunina. Skíðadagur var í skólanum 7. HIRÐINCJATJÖID ÚR PLASTI PLAST-TJÖLD, sem eru bæði léttari í burði en venjuleg tjöld og auk þess eldtraust, vatns- og vindþétt, munu í framtíðinni létta hirðingjunum á steppum Mið-Asíu lífið. Þessi nýju tjöld eru rússnesk uppfinning. Fyrir hirðingjana er tjaldið mjög mikilvægur hluti af bún- aði hans. Hin venjulegu tjöld þeirra hafa hingað til verið gerð úr flóka, en eru hvorki létt í meðförum né hagkvæm í regni og roki. Hin nýja uppfinning er tjald úr gerviefni, sem gefur mun betra skjól. Veggirnir eru úr skúmplasti, léttir og teygjan- legir, og grindin úr glertrefjum. Á ytra borðinu eru veggirnir klæddir efni, sem hvorki brenn- ur né rotnar. Tjöldin eru af fjórum gerðum, tveim minni fyrir fjölskyldur, einni stærri fyrir klúbbinn og einni enn stærri fyrir skóla. □ apríl. Fóru þá um 160 börn upp í Hlíðarfjall til skíðaiðkana, og gengu mörg þeirra landsgöng- una um leið. Siðar fóru 45 börn í skíðaferð með kennara sínum. Sparimerki voru seld í skól- anum í vetur fyrir 16260 kr. Iðnskólanum slitið. Kennslu í Iðnskóla Akureyrar lauk þann 16. þ. m. Hafði þá skólinn starf- að síðan í októberbyrjun síðast- liðið haust. Brautskráðum nemendum voru afhent prófskírteini í Hús- mæðraskólanum 27. f. m., enda var þá skólastarfinu lokiö, nema teikninámskeiði í 1. og 2. bekk; en því lauk síðastliðinn mið- vikudag, sem fyrr segir. Við það tækifæri flutti Jón Sigurgeirsson, skólastj., skýrslu um störf skólans á liðnum vetri. Alls voru innritaðir í skólann 116 nemendur. Burtfararprófi iuku, 19, nemendur úi' IV. bekk og 4 úr III. bekk. Nokkrir nem- endur áttu ólokið prófi í sér- greinum. Þessir hlu.tu hæstu einkunnir: IV. bekk: Gunnar S. Eðvalds- son, skipasmiður, I. eink. 8.69, og Vilhjálmur Baldursson, vél- virki, I. eink. 8.65. — III. b.e.kk: Franz Viðar Árnason, vélvirki, I. eink., 8.95, og Sveinn Jóns- son, húsasmiður, I. eink. 8.58. Kennarar við skólann, auk skólastjóra, voru 12. Skólastarfið var allt með svip- uðu sniði og undanfarið. Allt hafði það gengið mjög farsæl- lega, heilsufar fremur gott og talsvert félagslíf. Helzt nýlunda í starfinu var námsflokkar í ensku, sem Þórður Gunnarsson annaðist. Þátttakendur voru 26, meiri hluti þeirra iðnnemar. Fjölmennustu iðngreinar í skólanum sl. vetur voru þessar: Húsasmiðir 28, bifvélavirkjar 14, húsgagnasmiðir 10 og vél- virkjar 10. Skólastjóri gerir ráð fyrir, að skólinn verði með fjölmennasta móti næsta starfsár. Til marks um það má nefna, að á vornám- skeiði skólans í teikningu voru nú innritaðir 44 nemendur, eða mun fleiri en nokkru sinni fyrr. Brautskráðir iðnnemar úr 4. bekk: Agnar Þorsteinss., skipa- sm., Ásgrímur Stefánss., skipa- sm., Bárður Halldórsson, bólstr- ari, Bjarni F. Jónasson, húsa- sm., Einar J. Kristjánss., prent- ari, Friðfinnur S. Pálsson, húsa- sm., Gunnar S. Eðvaldsson, skipasm., Jón Ágiistsson, húsa- sm., Jónas Valgeir Torfason, blfvélavirki, Marinó Jónsson, húsasmiður, Ólafur Dan Snorra- son, vélvirki, Páll G. Skjóldal, skipasm., Reynir Frímannsson, bílasm., Sigþór Ingólfsson, bif- vélavirki, Stefán Karlsson, vél- virki, Sveinn Sigurbjörnsson, húsasmiður, Tómas Böðvarsson, húsasmiður, Vilhjálmur Bald- ui'sson, vélvirki, Víkingur Ant- onsson, húsgagnasmiður. Brautskráðir úr 3. bekk: Alda Þorvaldsdóttir, hárgr.m., Böðv- ína Böðvarsdóttir, Sigurjón Þor- valdsson, netag., Syala Her- mannsdóttir, hárgr.m. Sjálfsævisaga dr. Hannesar Þor- steinssonar, þjóðskjalavarðar. — ÚT er komin hjá Almenna bókafélaginu bók mánaðarins fyrir apríl, sem er sjálfsævisaga dr. Hannesar Þorsteinssonar, þjóðskjalavarðar, en útgáfuna liefur annazt bróðir höfundar- ins dr. Þorsteifm Þoi'steinsson, fyrrv. hagstofústjóri. Dr. Hannes Þorsteinsson var, eins og kunnugt er, einn af á- hrifamönnum þessa lands um langt skeið. Hann sat á allmörg- um þingum fyrir Árnesinga og var ritstjóri Þjóðólfs í samfleytt 18 ár, einmitt þann tíma, þegar það blað var skeleggast í þjóð- málum og myndaði annað aðal- skautið í íslenzkri stjórnmála- baráttu, en hitt myndaði ísa- fold undir forystu Björns Jóns- sonar. Stóðu oftast þrumur og eldingar milli þessara tveggja höfuðmálgagna. Dr. Hanries Þorsteinsson rit- aði ævisögu sína á árunum 1926 -28. fnnsiglaði hann siðan hand- ritið með þeim fyrirmælum, að innsiglið mætti ekki brjóta fyrr en á aldarafmæli höf. 30. ágúst 19,60. Hefur hann gert þetta vegna þess, hversu hreinskilnis- lega og afdráttarlaust hann lýs- ir málefnum og mönnum, sjálf- um sér og öðrum. Bókin skiptist í 5 aðalkafla, sem skulu taldir hér til glöggv- unar: 1. Bernska og æskuár, 1860— 1870 (77 bls.), þar sem segir frá uppvexti höf. í Biskups- tungum, sjómennsku á Álfta- nesi og víðar og kaupavinnu norðanlands. 2. Námsár og kennsluár, 1880— 1891 (87 bls.), sem fjallar um lífið, kennara og félaga í Lærðaskólanum og Presta- skólanum. 3. Ritstjórnarár, 1892-1909 (172 bls.). GÓÐAR GJAFIR MARGAR og góðar gjafir hafa Munkaþverárkirkju borizt und- anfarið, og hefur þeirra jafnóð- um verið getið hér i blaðinu. Til dæmis gafst kirkjunni á liðnu ári svo mikið fé í frjálsum sam- skotum, að nægði til að rafhita hana, og er því verki nú lokið. Við hátíðamessu á páskadag skýrði sóknarpresturinn frá því, að enn hefði kirkjunni bæzt fögur og dýrmæt gjöf, en það væri hin ljóspi'entaða útgáfa af Guðbrandar-Biblíu, gefin til minningar um hjónin: Halldór Benjamínsson og Marsilíu Jón- asdóttur, Sigríði Halldórsdóttur og Garðar Halldórsson, alþm., öll frá Rifkelsstöðum. Gefendur eru: Völundur Kristjánsson, iðnaðarmaður, Akureyri, Jónas Halldórsson og Hörður Garðars- son, bændur á Rifkelsstöðum. Um leið og sóknarpresturinn þakkaði þessa veglegu gjöf og aðra góða gripi og peninga, sem kirkjunni hefði verið gefnir, minntist hann á mikið og bless- unarríkt starf þeirra í söfnuðin- um, sem gjafirnar eru til minn- ingar um. 4. Atvinnuleysisár, 1910—1911 26 bls.). 5. Embættisár, 1912 og síðar (41 bls.). Dr. Hannes Þorsteinsson var maður hispurslaus, fastur fyrir og ósmeykur að láta skoðun sína í ljós, hver sem í hlut átti. Enda kemur sitthvað nýtt og ó- vænt fram í ævisögunni, eink- um stjórnmálasögunni, og varp- ar áður óþekktu ljósi á ýmsa forystumenn þjóðarinnar. Verða sumir ef til vill ekki sammála öllu, sem í bókinni stendur, en skylt er að hafa það hugfast, að dr. Hannes var frábær sagn- fræðingur og lét áreiðanlega ekki fara frá sér annað en það, sem hann vissi sannast og rétt- ast. Ævisaga dr. Hannesar er mjög merkilegt innlegg í ís- lenzka stjóx-nmálasögu um og eftir síðustu aldamót og færir (Framhald af bls. 8) sem komið verði við nokkrum útbúnaði til að spara vinnu. Vegna veðráttunnar hér þarf vinnan líka að fara fram í húsi, enda nýtist hún þá mun betur af þeirri ástæðu einnig. Þarf ekki tæknilega aðstoð? Skipasmíðastöð þarf að sjálf- sögðu skipafræðing til að sjá um hina tæknilegu hlið við smíðarnar. Það gæti líka verið hagkvæmt að fá í vinnu yana skipasmiði fyrst í stað. Bezt væri þó að senda nokkra menn utan til að vinna á góðri skipá- smíðastöð. Undirbúningur tæki nokkurn tíma, t. d. tvö ár. Á þeim tíma mætti byggja hús, sem væri við hæfi. En um stærð stöðvarinnar yrði auðvitað að fara eftir ýmsum þeim stað- reyndum, sem fyrir hendi eru. En auðvitað þai'f að byggjafleiri en eitt skip í einp. Svo þyrfti að sjálfsögðu að fjölga mjög iðn- oemum í þeim greinum, sem skipasmíðarnar byggast á. Hverjir ættu að hafa for- göngn í þessu máli? Okkur finnst, að fyrst og fremst ætti bæjarfélagið að vinna að því af röggsemi, að stuðla að því, að komið yrði á fót stálskipasmíði. Áhugamenn og fyrirtæki yrðu sennilega að stofna hlutafélag til að hrinda málinu fram. í því sambandi má nefna vélaverkst. Odda og Atla, Skipismíðastöð KEA, Slippstöð- ina og e. t. v. fleiri. Ríkið myndi að sjálfsögðu veita okkur hlið- stæða fyrirgreiðslu, og þeim stálskipasmíðastöðvum, sem þegar eru að rísa upp. Samein- að átak bæjarbúa getur sannar- lega lyft Grettistökum í þessu efni, sem öðrum. Hvað eru vinnulaun mikill hluti af kaupverði hinna er- lendu stálskipa? Vinnulaunin nema um þriðj- ungi af verði skipanna. Skip, t. d. í líkingu við Ólaf Magnússon, kostar nú sennilega um 9 millj. lesandann miklu nær málum og atburðum en nokkurt rit annað, sem prentað hefur verið um þessi efni. Handritið er óstytt, og segir dr. Þorsteinn Þorsteinsson um það atriði í formála sínum fyrir bókinni á þessa leið: .... við sjálfu frumritinu hefur ekki verið haggað að neinu leyti, og verður það auðvitað vandlega varðveitt alveg eins og höfund- urinn skildi við það.“ Bókin er 425 bls. að stærð auk 17 myndasíðna. Hún er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, en bókband hefur annazt Fé- lagsbókbandið hf. Titilsíðu og kápu hefur Atli Már teiknað. Bókin hefur verið send um- boðsmönnum Almenna bókafé- lagsins út um land, en félags- menn AB í Reykjavík fá bókina afgreidda í afgreiðslu Almenna bókafélagsins, Austurstræti 8. kr. Við smíði slíks skips á Ak- ■ureyri fengju bæjarbúar þá 3 millj. kr. í vinnulaun. Fjármagn til að koma stöð- 'inni upp? Útgerðarmenn, sem kaupa nýja erlenda fiskibáta, þurfa ekki að greiða nema brot af kaupverðinu þegar tekið er á móti þeim. Hvers vegna gæti ríkið ekki einnig lagt fram nokkurt fjármagn til skipa- innanlapds? Fyrir nokkru var hér á ferð enskur förstjóri skipasmíða- stöðvar. Hann sagði, að það þyrfti aðeins 12 plötusmíði, auk annarra fagmanna til að Ijúka tveim 200 tonna skipum á ári. Akureyri má hreint ekki dragast aftur úr í iðnaði eða láta góð tækifæri ónotuð. Allan fiskiskipaflota framtíðarinnar á að smíða innanlands. Annað er ekki fiskveiðiþjóð sæmandi, og ekkert vit — bókstaflega ekkert vit í öðru. — Ef við getum þetta ekki, er eitthvað meira en lítið bogið við menntun okkar og þjóðfélagsmálin yfirleitt. Þegar við fullnægjum eigin þörfum, ættum við líka að geta framleitt skip fyrir aðrar þjóðir. Við skorum á alla þá menn, sem áhuga hafa á því, að Akur- eyri eignist fyrstu stálskipa- smíðastöð Norðurlands, að leggja fram krafta sína og hrinda málinu fram. í raun og veru liggur þetta svo beint við, að það sætir furðu, hve dauflega hefur verið í þetta mál tekið af almenningi fram að þessu. Þetta þarf að breytast og þetta er að breytast. Skipasmíðar eru mál okkar Akureyringa — miklu stærra og þýðingarmeira mál en flestir virðast gera sér grein fyr- ir, — segja þeir Gísli Guðlaugs- son og Alfreð Möller að lokum. Blaðið þakkar þessi svör allra hinna kunnu borgara. Mikil hvatning felst í þeim og mikið umhugsunarefni gefa þau borg- urum þessa bæjar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.