Dagur - 19.05.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 19.05.1962, Blaðsíða 8
8 Nýjar skipasmíáastöovar á Akureyri BlaSiS birtir Iiér svör kunnra borgara -vi5 Lspurningum um skipasmíoar ai'kaupstaður verður að auka iðnað sinn, jafnframt því er lífs- nauðsyn að setja nýjar iðngrein- ir á laggirnar. Bærinn okkar hefur lakari aðstöðu en ýmsir aðrir bæir þessa lands til sjó- sóknar og miklu og fjölþættu atvinnulífi á þeim vettvangi, sérstaklega hvað bátaútveg snertir. Og þótt togaraútgerðin byggði 600—800 smálestir á ári í fiskibátum úr tré, þyrfti um 100 manns að vinna þar. Hús og vélar til þessa kosta auðvitað mikið fjármagn. En því yrði vel varið. Eins og nú er, tekur það 10 mánuði að byggja 100 tonna bát, miðað við 10—12 manna hóp smiða. Með því að hafa fleiri báta í smíðum í einu, koma nokkuð stór skipasmíða- stöð, þar sem framleidd eru fiskiskip úr tré með stuttum af- greiðslufresti, og þar sem hægt er að koma við betri tækjum til að hagnýta vinnuaflið og koma við keðjuvinnu. Eins og nú er, er ekki hægt að byrja á nýjum báti fyrr en sá næsti á undan er fullbúinn. [*- Á SUÐVESTURLANDI eru að rísa upp merkileg iðnaðarfyrir- tæki, sem brjóta vilja nýjar leiðir og hafa fengið ríkisábyrgð fyrir rekstrinum. Þetta eru stál- skiirasmíðastöðvar, en hvort tveggja er, að íslendingar hafa mikla þörf fyrir skip og hafa keypt mikið af erlendum fiski- bátum úr stáli. Akureyri er svo lánsöm að eiga beztu tréskipasmiði á þessu landi. Þar eru fiskibátarnir, stærri og smærri, bezta sönnun- in. Og Snæfell vitnar enn í dag um það, hve langt skipasmiðir á Akureyri voru á undan sam- tíð sinni í þessari grein, undir forystu Gunnars heitins Jóns- sonai-, skipasmíðameistara. Nú veitir Tryggvi sonur hans Skipasmíðastöð KEA forstöðu. Skafti Áskelsson veitir Slipp- stöðinni hf. forstöðu og annast, ásamt sínum skipasmiðameist- urum, viðgerðir á fjölda skipa og smíðar auk þess fiskibáta á þeim árstímum, sem gefa tóm til nýsmíða. Reynslan hefur sýnt, að Slipp- stöðin getur ekki annað nálægt því öllum verkefnum, sem ósk- að er, enda sækja bátar hingað til viðgerða af svæðinu milli Hornafjarðar og ísafjarðar, eða frá verstöðvum Norður- og Austurlands, vegna þess, að hvergi er betri aðstaða en ein- mitt hér á Akureyri. Skipasmíðastöð KEA getur heldur ekki sinnt nema hluta af þeim verkefnum í nýsmíði, sem óskað er eftir. Þetta tvennt ætti að benda Akureyringum til vegar í smíði og viðgerðum tréskipa. Akureyri getur orðið mesti skipasmíðabær landsins, ef vel er á haldið. Smíði stálskipa ætti að vera Akureyringum eins eft- irsótt takmark og þeim, sem þegar eru að byrja í þeirri grein. En rétt er að gera sér grein fyrir því, að aðstaða öll er í mörgum atriðum betri hér á Akureyri en þai'. í þessum efnum mega Akur- eyringar ekki missa af strætis- vagninum. Þeim er það lífs- nauðsyn að efla iðnað sinn og koma upp nýjum iðngreinum, á sama hátt og útgerðarstöðvar, sem betur eru settai' hvað sjó- sókn snertir, hljóta að keppa að aukinni veiðitækni og.betri nýt- ingu aflans. í framhaldi af þessum leik- manns hugleiðingum, hitti blað- ið að máli þá Tryggva Gunsears- son, Skafta Áskelsson, Gísla Guðlaugsson og Alfreð Möller og lagði fyrir þá nokkrar spurn- ingar um þessi mál. Tryggvi og Skafti svara nokkrum spurningum. Teljið þið æskilegt, að Akur- eyri verði mikill skipasmiða- bær? Já, mjög æskilegt. Akureyr- Þessi mynd er frá Skipasmíðastöð Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. hafi verið mikilsverð, og verði það vonandi framvegis, þarf annað einnig að koma til, ef höfuðstaður Norðurlands á að geta vaxið eðhlega og veitt íbúum sínum góð lífskjör og batnandi. Miklar skipasmíðar geta eflaust átt mikinn þátt í þeirri æskilegu þróun. Ilvort álitið þið hagkvæmara að leggja áherzlu á smíði tré- skipa eða stálskipa? Við teljum það mikilvægt og nauðsynlegt að stórauka smíði tréskipanna. En smíði stálskipa er, að okkar áliti, einnig mjög vel framkvæmanleg hér á Ak- ureyri,«þótt aðrir kunni eflaust betri svör við spurningunni um smíði stálskipanna. Hvað teljið þið helzt vanta til að auka skipasmíðarnar? Stórhug og framtak fyrst og fremst, segja þeir báðir. í skipa- smíðum þarf að hugsa stórt, ef framtíðin á að njóta þeirra. Við skulum setja upp ofurlitla mynd af þessu. Ef skipasmíðastöð myndi vinnan nýtast mun betur og afgreiðslutími fiskibáta af venjulegri stærð komast niður í £ mánuði. Vantar ekki fagmenn til að koma þessu í framkvæmd? Jú, til mikilla nýsmíða vantar marga menn. Það vantar smiði bæði á tré og járn, en það þarf bara að ala þá upp. Það eru töluvert margir nemendur í skipasmíðaiðninni nú. Þeim þyrfti auðvitað að fjölga mjög mikið og það er sennilega ekki vandkvæðum bundið, ef næg eru framtíðarverkefnin. En í þessu sambandi viljum við sérstaklega taka það fram, sem við látum sjaldnar í ljós en vera ber: Að smiðirnir okkar og starfsfólkið byggir bátana og gerir við fiskiskipin. Nýju bát- arnir eru þeirra handaverk, þótt við, sem taldir eru stjórnendur fyrirtækjanna, séum jafnan nefndir og okkur þakkað þegar vel tekst. Að síðustu þetta: Hér þarf að Slippstöðina þarf að stækka að mun og bæta aðstöðuna frá því sem nú er. Svo þarf að stofna til stálskipasmíða. En þær smið- ar byggjast að verulegu leyti einnig á trésmíðavinnu og vinnu hvers konar fagmanna, sem all- ar skipasmíðar þurfa á að halda. En til þess að byggja skip þarf trésmiði, plötusmiði, vélvirkja, Teljið þið möguleika á að hefja stálskipasmíði áAkureyri? Hér er hægt að byggja stál- skip, engu síður en t. d. í Nor- egi. Kaupgjald er hér lægra en þar og plötusmiðir og aðrir fag- menn á Akureyri standa frænd- um okkar ekki aö baki. Reynsl- una vantar okkur að vísu, en þó hafa þegar verið byggð stálskip hér á landi, og Stálsmiðjan hf. er nú að byggja tvo fiskibáta. Vert er að veita því athygli, að stálskipasmíði er að hefjast víð- ar. Finnst ykkur rétt að koma upp stálskipasmíði í sambandi við öimur verkefni, svo sem slippstöð? Alls ekki, og á það leggjum við áherzlu. Sjálfstætt fyrirtæki á tvímælalaust að vinna að smíði stálskipa eingöngu. Þar verður- að vinna stöðugt, í stað þess að þvæla mönnum úr einu í annað. Skipasmíðai' í hjáverk- um eru dauðadæmdar fyrir fram. Smíði stálskipa þarf alls ekki að vera í neinu sambandi við slipp eða dráttarbrautir. Það er hægt að byggja stálskip, svo að segja hvar sem er við sjó eða skipgenga á. Það þarf aðeins rennu frá skipinu fram í sjóinn, sem notuð er við sjósetningu. Hvaða mannvirki önnur þarf til stálskipasmiða? Það þarf hús fyrir skipin, þar (Framhald á bls. 2) 11 SAMANBURÐUR á verði ýmissa búsáhalda á Akureyri snemma árs 1959, þ. e. fyrir „viðreisn“, og í maímánuði 1962: Fyrir „viðr.“ Maí ’62 Hækk. Uppþvottagrindur í eldhús Pottasvampur (vír) Rafmagnshitapúði Teskeiðar, dúsín Steikarfat úr leir, 36 cm. Þvottavél Grunnur diskur kr. kr. % 58.50 85.00 45.4 1.00 2.25 125.0 93.50 176.00 88.3 21.00 41.00 95.2 55.50 89.00 60.4 5510.00 7650.00 38.0 23.50 48.00 104.0 rafvirkja, blikksmiði, bólstrara, seglasaumara, málara og radio- virkja. í öllum þessum greinum á Akureyri góða fagmenn, en of fáa þegar hugsað er um miklar framfarir. En hvers vegna eru skipa- smíðarnar ekki þegar orðnar miklar á Akureyri? Óskiljanlegt, segja þeir Skafti og Tryggvi, en við álítum að bæjarbúar verði nú þegar að hugleiða þessi mál í fyllstu al- vöru og styðja framgang þeirra, bæði sjálfra sín vegna og vegna framtíðarinnar. Nú er tækifær- ið, ef vilji er fyrir hendi. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir afleiðingunum, ef við látum þetta tækifæri ganga okkur úr greipum. Gísli Guðlaugsson og Alfreð Möller segja álit sitt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.