Dagur - 19.05.1962, Page 4

Dagur - 19.05.1962, Page 4
4 r Nýr kjarasamningur í FYRRADAG komst á samkomulag milli Vinnumálasambands samvinnufé- laganna, Vinnuveitendafélags Akureyrar og Verkamannafélags Akureyrarkaupst. um nýjan kaupgjaldssamning. Svipaður samningur hefur nú einnig verið gerður á Húsavík. Óhætt mun að segja, að það hafi almennt vakið ánægjú hjá almenn- ingi, að samningsviðræðurnar báru svo skjótan árangur, sem raun varð á, svo að ekki þurfti að koma til vinnustöðvunar með þeim afleiðingum, sem slíkur árekst- , ur jafnan hefur í för mcð sér fyrir at- vinnulífið og einstaklinga, bæði þá, sem eru þátttakendur í vinnustöðvun og aðra, sem gjalda hennar óbeinlínis. Kaupgjaldsákvæði hins nýja samnings eru mjög svipuð því sem gert var ráð fyr- ir í kauptaxta þeim, sem Verkamannafé- Iag Akureyrarkaupstaðar auglýsti 16. þ. m. Þó er þar sumt nokkuð á annan veg, og geta menn séð með samanburði við taxtaauglýsinguna í síðasta tbl. Dags, í hverju munurinn er fólginn. Hinn nýi kjarasamningur gildir frá og með 16. maí, og kemur hinn auglýsti kauptaxti Verkamannafélagsins því ekki til álita. Breyting sú, sem nú verður á kaup- gjaldi verkamanna hér á Akureyri, er í stórum dráttum í því fólgin, að lægsta kaup hækkar um 9—10% og annað kaup um ca. 5—8%. Er þess þá jafnframt að geta, að í fyrra var svo uin samið, að kaupgjald yrði hækkað um 4% frá 1. júní 1962. Samningurinn gildir í 6 mánuði eða til 16. nóvember þcssa árs og síðan áfram í 6 mánuði, sé honum ekki sagt upp með mánaðar fyrirvara. Hækki framfærsluvísitala upp úr til- tcknu marki, er hann þó jafnan uppsegj- anlegur með mánaðar fyrirvara, og sama gildir, ef gengi krónunnar verður breytt. Kemur hér fram það sjónarmið sam- vinnumanna, að skapa festu og öryggi í þessuni málum, þannig, að reynt sé að koma í veg fyrir örar sveiflur verðlags og kaupgjalds. Rétt þykir að ryfja upp það, sem gerzt hefur í þessum málum nú síðustu dag- ana. Þegar Verkamannaélagið auglýsti taxtann, samþykki meiri hluti bæjarráðs að tilkynna félaginu, að hann yrði ekki viðurkenndur af bænum, og Vinnuveit- endafélagið mótmælti honum bréflega. — Jakob Frímannsson lagði til í bæjar- ráði, að bærinn skyldi þegar hefja sarnn- inga, enda væri þá ekki ástæða til að gefa yfirlýsingu varðandi taxtann sér- staklega. Verkamcnn komu hér til vinnu í fyrramorgun og hafa unnið síðan, án þess að til ncinna erfiðleika hafi komið í því sambandi. Dagur sagði um þetta 16. þ. m.: „Með tilliti til þess, sem gcrzt hefur í landinu síðan kjarasamningar voru gerðir í fyrra og þá sérstaklega gengisbreytingarinnar síðari, og með hliðsjón af því, sem ríkis- stjórnin hefur látið á sér skilja, að eðli- Iegt sé, að einhver hækkun verði á kaupi þeirra, sem lægst kaup liafa, verður varla sagt, að hækkun sú, sem í taxtanum felst, komi á óvart.“ Hins vegar gat blaðið þess, að það væri mndeild aðferð að láta auglýsta taxta koma í stað kjarasamn- inga. V-.________________________________J Ræit við yngsta fulllrúann í nýju bæjarstjórninni um forystuhlutverk Akureyrar, skólabyggingar, búskap á bæjarlandinu, málefni úthverfanna, r nýju kjarasamningana o. fl. Viðtal við Sigurð Ola Brynjólfsson, kennara í Krossanesi DAGUR ræddi í gær stutta stund við Sigurð Óla Brynjólfs- son, kennara í Ytra-Krossanesi, sem nú er í 3. sæti á B-listanum og mun verða yngsti fulltrúinn í bæjarstjórn þeirri, sem kjörin verður 27. maí þ. m., 32 ára að aldri. Sigurður Óli Brynjólfsson er stúdent frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri árið 1950. Hann lauk B.A.-prófi við Háskóla íslands árið 1954 í eðl- isfræði. Hann var fyrsti stúd- entinn, sem það próf tók í þeirri fræðigrein. Sigurður Óli er fast- ur kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar og stundakennari við Iðnskólann. Á sumrin vinn- ur hann við bú foreldra sinna heima í Ytra-Krossanesi. í bæj- arstjórn er góðs að vænta af þessum unga kennara, hæfileik- um hans, góðri menntun og dugnaði. Hann hefur átt annríkt undanfarið vegna prófanna, sem staðið hafa yfir og auðvitað berst talið strax að skólamálum. Hve lengi hcfur þú stundað kennslu hér og hvernig fellur þér starfið? Ég er búinn að kenna í 10 ár við Gagnfræðaskólann, og geri ráð fyrir að kenna þar áfram. Svo kenni ég líka dálítið við Iðnskólann. Kennslan og ung- mennin eru skemmtilegt við- fangsefni Hinu er samt ekki að neita, að einstaka sinnum getur hvarflað að manni að breyta til, einkum þegar þess verður vart, að starfið er minna metið en við kennarar teljum að það eigi að vera, eins og m. a. hefur komið fram í launamálum kennara. Er kennaraskoitur í bænum? Skólana hér á Akureyri hefur ekki skort hæfa menn til kennslu. Þess ber þó að geta, að Iðnskólinn hefur átt í veruleg- um erfiðleikum með að geta haldið sérgreinakennurum sín- um. Kennslan er þar yfirleitt aukastarf, sem ekki þykir eftir- sóknarvert. Og áberandi er, hve miklu færri sækja nú um lausar kennarastöður hér á Akureyri en áður tíðkaðist. Hve margir nemcndur eru í skólum hér á Akureyri? Á kennsluárinu, sem nú er að enda voru um 1200 í barnaskól- um, um 550 í Gagnfræðaskólan- um, um 450 í Menntaskólanum, þar af um 90 í miðskóladeild, 116 í Iðnskólanum og um 60 í Tónlistarskólanum. Þarna er því um að ræða fram undir 2400 börn og ungmenni. Svo eru nemendur á ýmsum námskeið- um. Akureyri er mikill vandi á höndum gagnvart þessari fjöl- mennu, ungu kynslóð, bæði gagnvart börnum sínum og fóst- urbörnum, sem svo mætti kalla, er hér leita sér menntunar á vetrum og vænta mikils af og vandamenn þeirra. Hvaða franikvæmdir telur þú mest aðkallandi í skólamálum, eins og sakir standa? Það verður að telja frum- skyldu bæjarins í þessu efni, að búa vel að þeim skólum, sem lögboðnir eru, þ. e. barna- og unglingaskólunum. Almennt er viðurkennt, að þessir skólar séu nú vanbúnir að húsnæði. — í barnaskólunum eru nú að með- altali 56 börn um hverja kennslustofu, og Gagnfræða- skólinn leigir húsnæði á tveim stöðum utan skólans. Aðkall- andi er, að ljúka byggingu Odd- Sigurður Óli Brynjólfsson. eyrarskólans, viðbyggingu Gagnfræðaskólans og að koma upp barna- og unglingaskóla í Glerárhverfi. Fyrirhugað mun vera, að börn úr Glerárhverfi sæki Oddeyrarskólann fyrst um sinn. En þar er um langa leið og yfir fjölfarnar götur að fara, og kemur því ekki til greina, að mínu áliti, að sú tilhögun verði höfð framvegis. Jafnframt skólahúsunum sjálf- um þarf að koma upp í sem nán- ustum tengslum við þau að- stöðu til að framfylgja kennslu- skyldu í íþróttum við viðunandi skilyrði. Ég lít ennfremur svo á, segir Sigurður Oli, að hi-aða beri und- irbúningi iðnskólahúss, sem fullnægi kröfum tímans um að- stöðu til verklegs- og bóklegs náms. Eins og sakir standa, á iðnskólinn ekkert þak yfir höf- uðið og eru þó í honum á ann- að hundrað nemendur, eins og ég sagði. Og þeim mun fjölga með vaxandi iðnaði í bænum og annars staðar á Norðurlandi. Hvað er kostnaðurinn við skólahald á vegum bæjarins? Ríkið greiðir byggingarkostn- að barna- og gagnfræðaskóla að hálfu leyti og reksturkostnað að verulegu leyti. Sá reksturs- kostnaður, sem bærinn greiðir er á árinu 1962 áætlaður kr. 1200.00 á nemanda í barnaskóla og kr. 1150.00 í gagnfræðaskóla. Ekki er meðtalið framlag, sem bærinn greiðir í vexti af sínum hluta í stofnkostnaði skólanna. Að því er framhaldsskóla hér varðar, t. d. iðnskóla og tónlist- arskóla, virðist mér mjög koma til greina, að ríkið styðji þá með sérstöku tilliti til þess, að þar sé um fjórðungsskóla að ræða. Þú mátt víst teljast bóndi að öðrum þræði, a. m. k. á sumrin. Hvað getur þú sagt okkur um búskap á bæjarlandinu? Nei, bóndi get ég ekki talizt, þó að ég sinni bústörfum þegar ég hef tíma til. En í lögsagnar- umdæmi Akureyrar munu nú vera um 20 lögbýli, þer sem bú- skapur er aðalatvinnan. Svo er það búfjárræktarstöðin i Lundi og svínabúið Grísaból, sem SNE rekur hvort tveggja, og bú til- raunaráðs ríkisins á Galtalæk. Margir stunda smábúskap í hjá- verkum, og fjárhús eru á ýms- um stöðum, t. d. í Búðagili, of- an við bæ (Sameinuðu þjóðarn- ar), við Glerá og á Oddeyri, einnig allmikið af hesthúsum á sömu slóðum. Sauðfjáreigendur eru um hálft annað hundrað. Á fóðrum í vetur voru um 3000 fjár, hátt á sjötta hundrað naut- gripa og um 200 hross. Hey- fengur í fyrrasumar var um 19000 hestar. Akureyrardeild Mjólkursamlagsins lagði þar inn um 650 þús. ltr. á sl. ári, eða sem svarar rúmlega fjórða hluta mjólkurmagnsins í þeim hreppi Eyjafjarðarsýslu, sem mesta mjólk fx-amleiðir. Þetta kemur kannski mörgum á óvart, en svona er það. Það háir nokkuð sauðfjárbúskapnum ,að sumar- beitiland er takmarkað, og er stundum um það rætt, að auka gx-óður í Glei-árdal og á Súlu- mýrum með áburðardx-eifingu úr lofti. Þegar rætt er um at- vinnulíf á Akureyri, má ekki gleyma landbúnaðinum í bæjar- landinu og málefnum hans. Þú, sem býrð svo utarlega, hvað viltu segja um mál út- hverfanna í bænum? Til dæmis það, að í nýjum hverfum þurfa að koma leik- vellir fyrir börnin, enda eru þau tiltölulega mörg þar sums stað- ar. Það eru svo oft ung hjón, sem hafa verið að byggja eða eru að byggja þai\ Og það er illt að börnin venjist á að leika sér á götunni. Og svo það, að stund- um þykir við brenna, að um- ferð stöðvist í úthverfum, þeg- ar snjóar á veturna. Það þai'f helzt að halda götunum þar opnum, eins og öðrum götum. Ég vildi gjarnan skjóta því hér inn, þótt það komi þessu máli ekki beint við, að mér vai'ð á að brosa, þegar ég leit í síðasta tbl. Alþýðumannsins og sá þann mann, er ég heyrði nefndan að- alandstöðumann sameiningar Glerárþorps og Akureyrar, vera að tala um að útan við ána yi-ði eitt mesta athafnasvæði bæjar- ins og jafnvel að þungamiðja hans flyttist þangað. í þessum orðum felst mikill sannleikui’, og það verður því að vanda vel allt skipulag á þessum svæðum, og ég tel hyggilegt, að bærinn hefði í huga að kaupa jarðir næst utan við bæjarmörkin, ef kostur er á. Hvað viltu segja um nýju kjarasamningana og aðdrag- anda þeirra? Ég tel, að með hinum óvenju hógværu ki’öfum, sem verka- lýðsfélögin hér settu fram nú, komi skýrt í Ijós árangur vel- vilja þess og skilnings, sem sam- vinnufélögin sýndu verkalýðs- félögunum í fyrra. Og að gagn- kvæmur skilningur milli þess- ara aðila eigi eftir að verða þeim báðum til góðs. — Ég trúi ekki öðru en að ríkisstjórnin fari öðruvísi að en í fyrra, eink- um og sér í lagi, ef hún getur lesið vilja fólksins út úr bæjar- og sveitastjói’nai’kosningunum í VOl'. Sigurður Óli hefur mörgu að sinna og sýnir á sér fararsnið. Kannski á hann eftir að fara yf- ir skriflegu prófin í stærðfræði, eða hann ætlar að fara að bera á túnið í Ki’ossanesi. Þegar við biðjum hann að spá um úrslit kosninganna, svarar hann engu, en við sjáum það á honum, að hann muni vera nokkuð bjart- sýnn fyrir hönd B-listans. — Á fundinum á miðvikudagskvöld- ið sagði hann, að Fi’amsóknar- menn ætluðu sér að fá fjóra kjöi-na og fleiri næst. Glerárskóla slitið SKÓLASLIT Glerárskóla fóru fi-am síðdegis sl. laugardag. — Skólastjórinn, Hjörtur L. Jóns- son, flutti skólaslitaræðuna og afhenti börnunum prófskírteini sín. Skólaböi’nin voru 104 og fleiri en nokkru sinni áður í þessu skólahverfi og var þeim skipt í 5 bekkjadeildir. Fastir kennai- ar eru: Þoi’björn Kristinsson og Hólmfríður Gísladóttir, auk stundakennarans Huldu Árna- dóttui’, sem kenndi handavinnu telpna. í vetur héldu böi’nin skemmt- un til eflingar ferðasjóði sínum og munu fullnaðarprófsbörnin fai-a í skemmtiferð í lok þessa mánaðai’. Sparimei’kjasöfnun nam 7300 ki'ónum og er það um 3000 kr. meii-a en í fyrra. Barnaskólapi'ófi luku 14 börn. Hæstu einkunn hlaut Kati'ín Jónsdóttir, 9.27. Hún og Lilja Steinþórsdóttir hlutu bókaverð- laun þau, sem gefin voru af Bókabúð Rikku fyrir beztu úr- lausnir í íslenzku. Heilsufar var ágætt í skólanum í vetur. - Samvinnutryggingar (Framhald af bls. 1) Iðgjaldatekjur félagsins námu tæpum 2.6 millj. kr. Samþykkt var að leggja kr. 295.000.00 í bónussjóð, og kr. 115.000.00 í tryggingasjóð, sem nemur nú kr. 19.065.00. Stjórn tryggingafél. skipa: Erlendur Einarsson, formaður, ísleifur Högnason, Jakob Frí- mannsson, Kai-vel Ogmundsson og Kjai-tan Olafsson, Hafnar- firði. B Fnndur B-listans fjölsóttastur LITIÐ í BÆJARBLÖÐIN í FRAMHALDI a£ forsíðufrétt blaðsins í dag af fuiixli B-listans í Borgarbíó sl. miðvikudagskvöld, fer hér á eftir stuttur útdráttur úr ræðum þeim, sem fluttar voru á fundinum. Jakob I'rimannsson sagði í upp hafi ræðu sinnar: Nú líður að kosningum og kosningabaráttan tekur á sig ákveðnari svip, og lín- urnar skýrast milli flokkanna. Síð- an mælti hann m. a. í meginatrið um á þessa léið: Flokkarnir liafa undanfarið kjörtímabil unuið þannig saman í bæjarstjórninni, að ekki munu nema í fáum tilfell utn spinnast út af því deilur nrilli þeirra í kosningum. Nú hafa þau tíðindi gerzt, að andstæðingar okkar hér á Akureyri hafa „misst glæpinn". Að því er skattgreiðslur varðar sitja samvinnufélög al- mennings nú við sama borð og gróðafyrirtæki einkarekstursins. Þó er hér niikill eðlismunur á, enda viðurkennt í öllum nálægum löndunt. Samvinnufélög skipta tekjuafgangi milli félagsmanna í hlutfalli við viðskipti, ekki eftir inneign í félaginu. Eignir sam- vinnufclaganna á Akureyri verða ekki seltlar og kaupverðið flutt til Reykjavíkur, eins og dæmi eru til um einkafyrirtæki. En nú, þegar andstæðingarnir hafa „misst glæp- inn“, kemur Gísli Jónsson með þann boðskap, að fólkið, senx lief- ur gerzt brautryðjendur á sviði samvinnumála, byggt upp verzlan- ir, iðnaðarfyrirtæki og margt ann að og sjálft notið arðsins, m'egi ekki, eða fulltrúar þess, koma nærri stjórn bæjarins. Þar eigi ein staklingshyggju- og gróðabralls- menn að ráða. Aðalágreiningsefn- ið í kosningúnum hlýtur nú að verða landsmálápólitíkin, kaup- gjaldsmál og atvinnunrál. Unr stjórnárstefnuna verður barizt fyrst og fremst. Það er því lífs- spursmál fyrir okkur öll, sem telj- um þá stefnu hafa orðið til stór- kostlegs tjóns atvinnuvegum þjóð- arinnar og ]xó eiga eftir að versna fram að næstu alþingis- kosningum, að stuðla að því að stjórnarstefnan fái harðan dóm 27. maí. — í ræðulok skýrði Jakob Frímannsson frá því, að hann yrði að liverfa af fundi innan skamms, þar sem hann þyrfti að mæta á samningafundi unr kaupgjalds- mál, sem þá ætti að hefjast, og yrði þar af liálfu samvinnufélaganna lögð áherzla á að ljúka samnings- gerðinni sem allra fyrst. Haukur Arnason ræddi um hús- gerð og byggingarkostnað. Hann sagði meðal annars: Verkamenn með stóra meðalfjölskyldu þurfa að greiða 30—50% af ilagvinnu- tekjum sínum í húsaleigu. Það er miklu hærra en í nágrannalönd- unum. Hann kom víða við, ræddi m. a. um sérhæfingu vinnuafls og sagði: Breyta þarf iðnskólunum í verknámsskóla, sem kenna að mestu í námskeiðum, þar sem hvert námskeið fjallar um mjög takmarkað efni. Getur þá bygg- ingaverkamaður orðið hæfari til að vinna sérstakt verk fljótt og vel sér til tekjuauka og húseiganda einnig til hagnaðar. Til þess að lxljóta réttindi t. d. við húsasmíð- ar, þyrfti tiltekinn fjölda nám- skeiða og verklega þjálfun. í ræðu- lok vék hann að öðru eíni og sagði: Bærinn okkar verður 100 ára í sumar, og væri þá skemmti- legt til þess að vita, að nýja bæjar- stjórnin héldi gestum sínum góðar veizlur án vinveilinga. Siguröur Jóhannesson ræddi einkum um hinar miklu hækkanir á vöruverði, sem orðið liafa af völdum „viðreisnarinnar". Hann drap á biblíutilvitnun lslendings í sambandi við kornvöruhækkun- ina, „maðurinn lilir ekki á einu saman brauði", og sagði: „Þegar kauphækkunin nægir ekki til að greiða hækkun brýnustu nauð- synja, hvar eru þá peningar til að kaupa það, sem ekki er brauð? Hann gerði grein íyrir því, að 1450 króna útsvarslækkúnin, er íslendingur gat um hjá sjö manna fjölskyldu með 80 þús. kr. árstekj- ur, færi öll í þá verðhækkun eina, sem orðið helði á tveim sekkjum a£ sykri, tveinx sekkjum al hveiti, tveim sekkjum al hafragrjónum og tveim sekkjum af rúgmjöli. Hann kvað umsetningu fjárlaga hafa hækkað úr 882i/2 millj. upp í 1752 milj. á árunum 1959—62 og sýnir ]>að, sagði ræðumaður, hve mjög álögur á þjóðina liafa aukizt, þótt breytt hafi verið um inn- heimtuaðlerð og beinir skattar lækkaðir,aðallega á háum tekjum. Ýmsar fleiri tölur nefndi Sigurð- ur, senr voru mjög athyglisverðar og síðar verður getið. Krislján H. Sveinsson kvaðst einkum beina orðum sínum til unga fólksins og ræddi ýrnis áhuga mál þess. Vitum, unga lólk, sagði hann m. a., að á okkur hvflir mikil ábyrgð. Við eigum að verða full- trúar hins komandi tíma, en verð- um það ekki áreynslu- eða bar- áttulaust. Með því að starfa í anda samvinnuhugsjónarinnar, munum við koma miklu til leiðar. Stefdn Reykjalin ræddi i íyrstu einkum um gatnagerðina í bæn- um. Hann sagði, að götur innan hins skipulagða hluta bæjarlands- ins væru um 40 km, þar af 3 km malbikaðir og liðlega helmingur af því að nokkru leyti endurbyggð ar fyrir væntanlegt slitlag. Hann sagði, að riú þyrfti að taka upp þá reglu, að íullgera strax allar götur, sem við bættust, og reyna svo að koma hinum eldri götum í lag, samkvæmt áætlun, en það myndi, samkvæmt Reykjavíkurverðlagi og ráðagerðum, sem þar væru á döf- inni, kosta 100—1)0 millj. kr., og ef til ráðstöfunar væri í þessu skyni t. d. 1 millj. á ári, helmingur frá bænum og hinn lielmingurinn af benzínskatti, tæki þetta verk 25 ár. Tíu ára áætlun Árna Jónsson- ar væri eftiröpún af kosninga- skrumsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og myndu efndir svip- aðar hjá báðum, ef þeir réðu. Ak- ureyri er höfuðstaður Norður- lands, sagði ræðumaður, og verður því að veita forystu í ýmsum fram faramálum í fjórðungnum. Höfn- ina hér þarf að búa sem bezt og beina hingað siglingum frá útlönd um. Hér þarf að koma ný og full- komnari dráttarbraut, og hér á að byggja bæði tréskip og stálskip í framtíðinni. Gerum Akureyri að mesta skipasmíðastað landsins. Hann átaldi afstöðu stjórnarflokk anna í bæjarstjórn í lóðarmáli fé- lagsheimilis verklýðsfélaganna, og sagði þá meðferð málsins á síðasta bæjarstjórnarfundi og að beðið hefði verið um fundarhlé, til þess að skipuléggja frávísunarafstöðu meiriihlutans, af því að Sjálfstæðis menn óttuðust samkeppni við sitt eigið hús. Þá ræddi lxann nokkuð hið nýja slagorð Gísla Jónssonar um „pólitískt mótvægi gegn samvinnusamtökunum", er e. t. v. mætti rekja til uppeldis- áhrifa, er slagorðshiifundur hefði orðið l'yrir í Félagi ungra Sjálf- stæðismanna syðra. Stefán Reykja- lín hvatti til baráttu íyrir sigri B- listans og sagði að lokum: Gerum Framsóknárflokkinn það öflugan, að liann geti mótað stefnuna í bæjarmálum á næsta kjörtímabili, stefnuna, sem liefur samvinnu- stefnuna að leiðarljósi. Markmið- ið er: Amþór í bæjarstjórn. Hjörtur Gislason sagði, að kaup máttur launa hefði farið þverr- andi síðan núverandi ríkisstjórn tók við. Hann sagði, að á einni síðu í Morgunblaðinu stæði eitt- livað á þessa leið: Kaupgjaldið er svo Iiátt, að það cr að ganga af atvinnuvegunum dauðum, og að fara fram á kauphækkun nú, er sama og að heimta að ríkið verði gjaldþrota. En á næstu síðu í Mbl. stæði, að viðreisnin hefði tekizt prýðilega og að alls staðar væri safnað í sjóði. Þá talaði hann sem sjálfur er verkamaður, í gam- ansömum tón um þá verkamenn, sem gerðust verkalýðsleiðtogar hjá Sjálfstæðisflokkifúm, og sagði síð- an: Framsóknarflokkurinn hjálp- aði til þess með góðum árangri að gera bændastéttina bjargálna, og hann er eini flokkurinn, sem get- ur gert hið sama fyrir okkur, launþega og verkamenn í bæj- unum. Því skulum við skipa okkur undir merki lians í þessum bæjar- stjórnarkosningum og framvegis. Armann Dalmannsson talaði um íþróttamál og flutti fróðlega ræðu um þau mál og önnur, við- bæjarins. Ræða lians var í ánda hugsjóna ungmennafélaganna, þar senx ræktun lands og lýðs var kjörorðið og er enn. Ræðum annarra fundarmanna verður lýst í næsta blaði. £|imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu,,,iiiiii|i|||||||||||||m|||||||||"^ I HEIMA ER BEZT I AF hinu vinsæla heimilisriti Heima er bezt er fjórða hefti þessa árgangs nýútkomið, og flytur: Þátt um Grímstungu í Vatnsdal og Lárus Gn'mstungu- bónda, eftir Ágúst B. Jónsson frá Hofi; Jón Skjöldung, eftir Eið Guðmundsson á Þúfnavöll- um (framhald); Sumar á Saur- um, eftir Þorvald Sæmundsson; Þátt unga fólksins, eftir Stefán Jónsson, námsstjóra; Eftir Eld, eftir Eirík Sigurðsson; Fjalla- gi’ös og fléttur, eftir Steindór Steindói-sson, og margt fleira. Áróður, sem missir marks ÞAÐ kvað nú standa aðstand- endum íslendings mest' fyrii’ svefni um þessar mundir, að Jakob Frímannsson og fleiri for- vígismenn Fi’amsóknarflókksins hér á Akureyri séu oi’ðnir kommúnistai’. íslendingur birtir í síðasta tbl. myndir af Jakobi, Arnþóri og Ingólfi Ár-nasyni og ræðir um möguleika á því; að þeir skipi saman meiri hluta í bæjari’áði á næsta kjortírriablli. Það er að vísu ekkert ólíkleg tilgáta, að Arnþór vei’ði í bæjar- ráði eftir kósningarriar. "Én hvernig væi’i að birta í næsta tbl. íslendings myndir af fóst- bræðrunum frá 1944] áem þá sátu saman í ríkisstjórn, þeim Ólafi Thors og Brynjólfi Bjarna- syni, eða af hinum góðfræga sendimanni Sjálfstæðisflokks- ins, Einari Olgeirssyni á fundi Norðurlandaráðs í Helsingfors sl. vetur? En Sjálfstæðisflokk- urinn beitti sér þá fyrir sarn- þykkt séi’stakrar þingsályktun- ar á Alþingi til að ti’ýggja sendi- fulltrúa þessum umboð til þeirr- ar farar. Líka mætti birta mynd af því, sem í þessari viku gerð- ist í bæjarstjórn Reykjavíkur, þegar einn af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksin þar kaus Einar Olgeii’sson í stjórn Sogsvii’kjun- arinnar. Þá varð núverandi á- róðui’sstjórum svo hvei’ft við, að þeir beittu flokksaga til að þvinga alla fulltrúa sína, 10 að tölu, til að undii’skrifa yfirlýs- ingu um, að enginn þeirra hefði skrifað það, sem skrifað stóð og einhver þein-a hlaut þó að hafa skrifað. Þegar Sjálfstæðismenn fjarg- viðrast um bandalag Framsókn- armanna og kommúnista, sem ekki er til, nema sem hugarfóst- ur þeii’ra sjólfra, koma mönn- um þessi atvik í hug og fleiri, sem leiða í ljós broslega aðstöðu þeirra til áróðurs af þessu tagi. ÍSLENDINGI liður illa út af samanburði Dags á verðlagi vara „fyrir og eftir viðreisn". Verðhækkunin er hinsvegar staðreynd, sem ekki verður mót- mælt, enda ekki reynt. Hins- vegar birtir Islendingur tölur um hækkun bóta hjá almanna- tryggingum. Þó þær tölur eigi auðvitað ekki heima í skýrslum um verðhækkun á vörum; dett- ur engum í hug að neita því, að bætur almannatrygginganna, svo sem fjölskyldubætur og elli- lífeyrir, hafi hækkað síðustu tvö árin. Hækkun þessara bóta er raunar hið helzta, sem gert hefur verið og að því miðar að létta byrðar þær, sem lagðar hafa verið á almenning vegna „viðreisnarinnar“ og hrökkva þó skayimt til, eins og sýnt hefir verið fram á og hægt er að end- urtaka. Hitt veit íslendingur senni- lega ekki, að endurskoðun al- mannatryggingalaga var hafin fyr ir „viðreisri', og víst að bætur hefðu hækkað til muna, þó að „viðreisnar“plágunni hefði verið bægt frá þjóðinni. Islendingur mun heldur ekki hafa hugsað út í það, að hér fylgir böggull skammrifi. Iðgjöld, sem hinir tryggðu greiða, hafa hækk- að samtímis. Þannig hækk- uðu iðgjöld hjóna úr 1250 krón- um upp í 2090 krónur, ein- hleypra karla úr 1136 krónum upp í 1900 krónur og einhleypra kvenna úr 852 krónum upp í 1425 krónur. Framlög ríkis og bæja til trygginganna hafa hækkað mik- ið og þá hækkun greiðir almenn- ingur með sk'ttum og útsvörum. Eigi að síður, er þeim, sem líf- eyris og fjölskyldubóta njóta, hjálp í bótahækkun, en eng- an veginn eins mikil og Islend- ingur heldur, og líkur til að þeir hefðu notið þess hagræðis engu að gíður án „viðreisnarinnar“, samanber það, sem áður er sagt. íslendingur féll á prófi Dagur óskaði skýringa á því hjá Islendingi um daginn, hvað átt væri við með því, að hér í blaðinu hefði verið farið með talnablekkingar í sambandi við tilgreindar tölur um umsetningu fjárlaga 1958—1962. íslending- ur svarar: Upphæðirnar eru ekki sambærilegar af því að Dagur gengur fram hjá því, að 1958 og 1959 voru tvenn fjárlög og önn- ur nefnd útflutningssjóður. Svarið er skakkt og titstjóri Islendings fallinn á prófinu! Dagur gekk einmitt EKKl fram hjá þessu atriði, heldur bætti niðurgreiðslum úr útflutnings- sjóði 1958 og 1959 við fjárlága- upphæðir þessara ára, eins og rétt er og heiðarlegt að gera. Þetta var sérstaklega tekið fram, en annað hvort hefur Islending- ur ekki skilið það, eða gleymt því. Um útflutningsuppbætur þær, sem greiddar voru úr út- flutningssjóði, er það að segja, að þær eru innifaldar í hinum gífurlegu hækkunum erlends gjaldeyris, og koma því ekki þessu máli við. Átti ritstjóri ís- lendings sig ekki á þessum skýr ingum, er velkomið að veita honum nánari skýringar munn- lega, ef hann óskar. Mun hon- um gefinn kostur á að end- urtaka prófið. F élagsheimilislóðin Það er gagnslaust fyrir stjórn arblöðin hér í bæ að ætla að verja frávísun sína á síðasta bæjarstjórnarfundi með því að bæjarráð hafi ekki viljað af- greiða lóðarmálið 20. okt. 1960. Forsendur jákvæðrar afgreiðslu nú, sem var sjálfs‘gð, voru þá ekki fyrir hendi. Drátturinn nú, er óskiljanlegur ef vilji er fyrir því að verkalýðsfélögin fái lóð- ina. Málþóf og endurteknar frá- vísunartillögur jhaldsins og Braga í þessu máli, benda vissu- lega til annars en að sá vilji sé fyrir hendi. komandi ungu kynsióðinni. Hann Almannatryggingamar benti á að klæða þyrfti brekkutn- ar skógi og stuðla þyrfti að fegrun

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.