Dagur - 22.05.1962, Síða 8

Dagur - 22.05.1962, Síða 8
8 Hér vantar ekki áhorfentlur, þótt annað væri ekki „til skemmtunar“ en að bíll valt í innbænum. — \ Sem betur fór meiddist enginn og bíliinn, sem var nýr, skemindist ekki mikið. — Okuskírteini bíl- E stjórans var sólarhrings gamalt. — Við vonum, að betur gangi næst. (Ljósm.: E. D.) i 111111111111111111 imi ferðalagðnna er nú é renna upp SÍÐAN hinn margra alda draumur mannanna rættist, að geta flogið yfir lönd og höf eins og fuglar himinsins og kraft- miklar flugvélar standa til boða í lengri og skemmri ferðalög, og svo hraðfleygar, að ekki tekur eins langan tíma að fljúga til annarra heimsálfa og áður að komast í næstu sveit, er hætt við að margir fari langt yfir skammt. Suðræn lönd og aðrir fjarlæg- ir staðir hafa mikið aðdráttar- afl og ferðaþrá er íslendingum í blóð borin. Og nú er mest í tízku að ferðast sem lengst, helzt suður fyrir Miðjarðarlínu. Það er hægt að fá sumarauka með því að ferðast suður á bóg- inn á haustin eða snemma á vor- in. En yfir hásumarið er óvíða fegurra og fjölbreyttara ferða- land að finna en ísland og und- arlegt, hve margir kasta miklu frá sér í því efni fyrir löng ferðalög og óheyrilega eyðslu á dýrmætum gjaldeyri. Ferðalög innanlands eru við- ráðanleg í kostnaði og tíma. Hóflegar gönguferðir um eigið nágrenni geta gefið varanlega og djúpa ánægju. Eysteinn Jónsson, alþingis- maður, flutti nýlega óvenjulega skemmtilegt og fróðlegt erindi í útvarp um gönguferðir í ná- grenni höfuðborgarinnar, sem margir hafa síðan gert að um- Aðmiráll og generáll Nú nálgast óðum sá tími, að álar landsins geti farið að biðja fyrir sér. ísland hefur verið ála- paradís allt frá upphafi ála og löngu eftir að þessir ólögulegu fiskar voru orðnir eftirsótt munngæti í öðrum löndum. — Gylfi Guðmundsson, forstöðu- maður álareykhússins vinnur að kappi að undirbúningi og eru reykofnarnir og önnur tæki komin til landsins. Verið er að teikna umbúðir og verður vöru- merkið admirAAL væntanlega valið fyrir Holland og Þýzka- land, en sjálfan köllum við hann í gríni GENERALLINN! Gylfi mun vera höfundurinn að þessu gullkorni. talsefni. Hann sagði m. a. í lok ræðu sinnar um útivist almennt og veðráttuna: „Að lokum örfá orð um úti- vist, fyrst ég er farin nað tala um þessi efni á annað borð. — Sumir segja máske eða hugsa: Hvaða vit er að þenja sig upp um fjöll og firnindi eða langar gönguferðir um dal og hól. — Þetta er líka svo erfitt og mér veitir ekki af að hvíla mig. En hér er ekkert einskorðað við fjöll og firnindi, síður en svo, né langar gönguferðh'. Og enginn þarf að þenja sig eða þreyta. Það er einmitt lóðið, eins og karlinn sagði. Ekkert er meiri misskilning- ur, en að þetta sé erfitt. Það liggur sem sé ekkert á. Vandinn er sá einn, að rölta eins og mönnum er þægilegast, greikka sporið, því aðeins að menn langi til þess. Setja sér ekki of erfið markmið og hafa því sína hentisemi. Þá langar menn á- kaft í næstu ferð og enn þá næstu. Og í gönguferðum og náttúruskoðun, sem af sjálfu sér fylgir með, hafa menn eign- azt tómstundagaman, sem að sumra dómi tekur flestu, ef ekki öllu öðru fram, að öðru ólöst- uðu. Ég held þetta stafi af því, að manninum er áskapað að um- gangast landið, og innst inni vilja menn hafa samband við náttúruna og sakna þess marg- ir, að svo verður ekki að ráði í auknu þétt'býli og inniverkum. En hér á landi, og það jafnvel sjálfri höfuðborginni, er enn þá fjarska auðvelt að verja tóm- stundum sínum í skemmtilegu umhverfi útivið. Og ef rétt er að farið og dálitlu lagi beitt, þá er það á allra færi, sem sæmi- lega fótavist hafa, yngri sem eldri, fátækra sem ríkra. í næsta nágrenni Reykjavik- ur bak við hrjóstruga ása bíða blómum skrýddar gönguleiðir í beinu sambandi við strætis- vagna og rútur, að maður tali nú ekki um möguleika þeirra fjölmörgu, sem eitthvað eiga fjórhjólað, til að flytjast á út úr umferðinni inn á göngulöndin, þar sem víðáttan og kyrrðin taka við, og þar sem rykið, þessi höfuðóvinur ferðafólksins bagar engan. Menn þurfa að kynna sér dálítið um ferðir og leiðir, og þá kemuc þetta af sjálfu sér. Þá er það þetta með veðrið. Ég hef heyrt ágæta menn segja, að á íslandi væri veðráttan þannig, að menn yrðu að kapp- kosta að vera sem mest inni við 7—8 mánuði ársins. Satt er, að manni hrýs hugur við ,hve margir líta svona á, og haga sér samkvæmt því. Marga dauð- langar út að skoða sig um, en finnst veðrið sjaldan nógu gott, og þegar það er nógu gott, mega menn kannske ekki vera að því að fara, og svo verður aldrei neitt úr neinu. Þetta er meinið. Og með þessu lagi fara menn aldrei neitt út úr húsunum eða bílunum og missa af því sem mest er um vert. Veðrið er alltaf miklu betra en það sýnist út um glugga eða bílrúðu og nær alltaf svo gott að menn skemmta sér, ef menn fara út og eru úti, og kunna að búa sig. Mest er um vert að menn venji sig á útivist í veðri eins (Framhald á bls. 7) Templarar á Ákureyri reka barna- heimilið að Litlu-Tjörnum ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Framkvæmdaráð I.O.G.T. á Ak- ureyri, taki við rekstri sumai'- dvalarheimilisins að Litlu- Tjörnum í Ljósavatnshreppi, S.- Þing. Heimilið er sjálfseignar- stofnun, og skal, samkvæmt skipulagsskrá, sem staðfest er af Forseta íslands, í'ekið á trúar- legum grundvelli. Frá 1948 hef- ur þar verið sumardvöl fyrir börn. Stjórn heimilisins hefur verið skipuð fimm konum. Hafa þær sýnt mikla atorku og fórn- fýsi í þessu starfi, en treystast nú ekki lengur til að reka heim- ilið. Templarar munu áfram reka heimilið, sem sumardvala- heimili fyrir börn, og er fyrir- hugað, að það starfi að þessu sinni í tvo og hálfan mánuð, frá miðjum júní til ágústloka. Heimilið getur tekið á móti um 30 börnum á aldrinum 5—8 VARPTIMINN í HÓLMUM EYJAFJARÐAR- ÁR liggja endur, gæsir og æðar- fugl á hreiðrum sínum. Þar eru einnig hreiður hettu- máfs og kríu, enn fremur svart- bakshreiður. Komið hefur það fyrir í vor, að menn frá Akureyri, komnir af óvitaaldri, hafa farið í varp- landið til að tína egg. Meiri usla mun þó svartbakurinn gera, en verstu tíðindin eru þó þau, að þar er minkur kominn. □ ára, og geta þeir, sem hug hafa á að koma börnum sínum til sumardvalar að Litlu-Tjörnum, snúið sér til forstöðunefndar, sem verður til viðtals í Varð- borg í kvöld (þriðjudag) frá kl. 8—10, sími 2600. □ NEITUN, SEM BAR SKJÓTAN ÁRANGUR Raufarhöfn, 31. maí. Eins og þið voruð búnir að segja frá í vetur, neituðum við að greiða afnota- gjöld af útvarpi með þeim rök- um, að við nutum ekki útvarps- efnis sökum truflana. Um 130 manns, hér um slóðir, stóðu að neituninni og við sendum neit- unina útvarpinu bréflega, ásamt þeim í'ökum, sem við byggðum hana á. Þessar aðgerðir okkar hafa nú borið árangur, sem varð skjótari en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Það er sem sé búið að setja hér upp endur- varpsstöð svipaða þeim, sem notaðar eru á nokkrum stöðum á Austfjörðum og hafðar eru í sambandi við síma. Nú heyum vió vel í útvarp- inu og er þetta hinn mesti og ágætasti munur. Neitunin okkar að greiða afnotagjöldin, kom við hjartað í ráðamönnum útvarps- ins. Við höfðum nefnilega oft kvartað áður. En þá var okkur ekki anzað. Þetta var því gott ráð — ráð sem dugði. — Iielga- fell kom hingað með 25 þúsund tómar síldartunnur. □ Yfir, á rauðu ljósi SKYLDI nokkur sá kaupstaður fyrii'finnast á íslandi, að hann teldi sig hafa ráð á því að hafna starfsemi fyrirtækis innan bæj- arfélagsins, sem veitti 800—900 manns örugga vinnu og greiddi bæjarbúum 60 milljónir króna í vinnulaun á ári auk milljóna í útsvörum, hafnargjöldum, til rafveitu, vatnsveitu og þess háttar? Mlllllllll'llllllllllllllllll llllllll1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 |Er þetta sparnaður? ÞETTA hefur m. a. gerzt síðan núverandi stjórnarflokkar tóku við völdum: Alþingismönnum hefur fjölg- að um 8. Ráðherrum hefur fjölgað úr 6 í 7. Bætt við einum bankastjóra í Búnaðarbankanum og öðrum í Seðiabankanum, tveimui'mönn- um á bankaráð Seðlabankans og öðrum tveim í bankaráð Búnað- arbankans, tveim mönnum bætt við í stjórn sementsverksmiðj- unnar, tveim mönnum í sildar- útvegsnefnd og einum manni í húsnæðismálastj órn. Stofnað var efnahagsmála- ráðuneyti með sérstökum ráðu- neytisstjóra, stofnað embætti saksóknara ríkisins með sér- stöku starfsliði, án fækkunar í dómsmálaráðuneytinu. Á síðasta Alþingi var því liald- ið fram, að stjórnin hefði haft í starfi 10—20 launaðar nefndir. til að undirbúa þau mál, sem lögð voru fy-rir það þing, aðal- lega skipaðar þingmönnum stjórnarflokkana. □ Nei, þessi kaupstaður er hvergi til. Hins vegar fyrirfinn- ast svo undarlegir menn í höf- uðstað Norðurlands, að þeir telja þá starfsemi, sem áður er nefnd og er staðreynd um starf- semi samvinnumanna á Akur- eyri, hinn mesta kross fyrir bæjarfélagið. Þessir afvega- leiddu andstæðingar samvinnu- stefnunnar ei'u svo ruglaðir, að þeir fara yfir á rauðu Ijó J í á- róðri sínum. Þeir telja m.a. mjö'g hættulegt að þeir menn, sem af- rek hafa sýnt í nefndum sam- tökum samvinnumanna, séu kosnir í bæjarstjórn! Þessi áróður fær óvíða nokkr- ar undirtektir, en víða reka þessir menn sig á það, að það er varasamt að fara yfir á rauðu Ijósi í málflutningi. Allir Akur- eyringar vita, og hafa líka dag- lega fyrir augum, hve hin marg- þættu verkefni samvinnumanna hér eru þýðingarmikil fyrir bæjarfélagið og þjóðina alla. Ekkert bæjarfélag myndi vilja merkja sig því gæfuleysi, að hafna slíkri starfsemi. Menn, sem það vildu, eiga ekki traust ‘skilið. □ 4>

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.