Dagur - 24.05.1962, Blaðsíða 4

Dagur - 24.05.1962, Blaðsíða 4
4 I Skuldirnar erlendis STJÓRNARBLÖÐIN í Reykjavík hafa nú fyrir bæjarstjórnarkosningarnar gerzt fjölorð um það, að ástandið í gjaldeyris- máluin þjóðarinnar hafi farið mjög batn- andi í valdatíð núvcrandi stjórnarflokka. Ekki þyrfti það að koma á óvart, þó að gjaldeyrisástandið hefði eitthvað batnað á þessum árum, þar sem erlendar vörur liafa stórhækkað í verði til mikilla erfið- leika fyrir marga og síldaraflinn verið miklu meiri en fyrr. En skýrsla stjórnarblaðanna um þessi mál er ófullkomin og mikið undan dreg- ið, sem máli skiptir. Gjaldeyrisstaða viðskiptabankanna út á við var í árslok 1958 íslendingum hag- staíð, sem nam 228 milljónum kr., miðað við núverandi gengi íslenzkrar krónu. í árslok 1961 var gjaldeyrisstaðan hagstæð, sem nam 526.5 millj. kr. rciknað á sama hátt. Gjaldeyrisstaða bankanna hcfur því batnað um 298 millj. kr. En hér kemur það á móti, að lán einkaaðila erlendis (vöruvíxlar) með stuttum greiðslufresti, námu 293.5 millj. kr. í árslok 1961, en slík bráðabirgðalán crlendis hafa verið heimiluð samkvæmt lögum um efnahags- mál frá 1960. Væru þessar skuldir taldar hjá bönkunum hcr, teldist gjaldeyris- staða þeirra svo að segja hin sama í árs- lok 1961 og hún var í árslok 1958. Mis- munur 4.5 millj. kr., sem varla er hægt að guma af. Þegar núverandi stjórn settist á lagg- irnar og „viðreisnar“-löggjöfin á næstu grösum, flutti forsætisráðherra, Ólafur Thors, og raunar fleiri úr hans Iiði, fjálg- legar ræður í áheyrn alþjóðar, þar sem því var Iýst yfir með átakanlegum orð- um, að skuldir íslcndinga væru orðnar svo miklar, að þjóðinni væri um megn að standa straum af þeim. Þá átti það, að því er virtist, að vera aðaltilgangur „við- rcisnarinnar“ að Iækka þessar skuldir er- lendis og á þeim forsendum bað forsætis- ráðherrann um traust þjóðarinnar og langlundargeð. Forsætisráðherrann talaði um þessar mundir án nægilegrar ábyrgðartilfinn- ingar. Erlend lán, sem tekin höfðu verið til nauðsynlegra framkvæmda, voru ekki hættuleg þjóðinni. Og ráðherrann átti að geta gert sér grein fyrir því, að ríkis- stjórn hans myndi EKKI lækka skuldir þjóðarinnar erlendis. Niðurstaðan varð þessi: 1. í árslok 1961 var gjaldeyrisstaða bankanna raunverulega hin sama og í árslok 1958, samanber það, sem um þetta er sagt hér að framan. 2. Erlend lán til Iangs tíma námu í árs- lok 1958 rúmlega 2200 millj. kr., en í árslok 1961 rúmlega 2800 millj. kr., hvort tveggja miðað við núverandi gengi (dollar = kr. 42.95). Hækkun skulda erlendis var því ca. 600 millj. króna. Þetta eru hinar opinberu og óvefengj- anlegu tölur um ástand þjóðarinnar í gjaldeyrismálum í árslok 1958 og í árs- lok 1961. Sézt af þeim, að ekki er gjald- eyrisástandið neinn sigur fyrir stjórnina, ef spilin eru öll lögð á borðið, svo sem skylt er að gera hverju sinni, en mis- brestur hefur verið á. v----------------------------------------- Aðalverzlunar- og skrifstofubygging Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Þár utar með götunni, en á- fast aðalhúsinu, er Hafnarstræti 93, nýlegt steinhús með véla- og búsáhaldadeild á neðstu hæð og prjónastofuna Heklu á efri hæð- um. í Hafnarstræti 95 er gamla Hótel Goðafoss, nú eign KEA. Þar er skóbúð, brauðbúð o. fl., en blómabúð hinum megin göt- unnar (nr. 95), í sambandi við gróðurhús KEA við Brúnalaug. Við kirkjutröppurnar Sunnan við gilið, neðst og rétt neðan við kirkjutröppurnar, 'er svo stórhýsið nr. 87—89 við Hafnarstræti. Fyrirferðamest í þessari byggingu er Hótel KEA, þar sem einu sinni hét Gilda- skáli. Þeim stað þarf ekki að lýsa. Hann þekkja ferðalangar flestir, ekki aðeins innlendir, heldur einnig útlendir, sem hingað leggja leið sína. — Þessi SamvinnuLærinn Akureyri — ÞAÐ, sem bér fer á eftir, er stutt lýsing á því, sem bar fyrir auga blaðamanns hjá Degi, þeg- ar hann fyrir nokkrum dögum lagði leið sína um Akureyrarbæ í för með einum þeirra 2485 Ak- ureyringa, sem nú eru skráðir félagsmenn í almannasamtök- um þeim, sem stofnuð voru á Grund í Eyjafirði fyrir 76 árum og taka yfir mikinn hluta allra byggða við Eyjafjörð. Tilgangur þessarar ferðar var að sjá með eigin augum á einni stuttri dagstund hvar og hvern- ig hin sameiginlega starfsemi þúsundanna, sem eru og hafa verið félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga, setur svip á bæinn — en einnig að gera sér grein fyrir hinni sögulegu þróun, sem hér hefur átt sér stað eftir því, sem slíkt er unnt á einni eða tveim klukkustundum. Fyrsti áfanginn Við byrjum þá á því að staldra við á götunni fyrir utan skrif- stofur Dags í Hafnarstræti 90, því að á þessum stað hóf KEA byggingarframkvæmdir sínar á Akureyri árið 1898. Litla og lága timburhúsið, sem þá var byggt á lóðinni, var ekki nema svo sem fjórði hluti af húsinu, sem þar stendur nú. Þetta var vörugeymsla til afgreiðslu á pöntuðum vörum. Áratug síðar var þetta hús stækkað og opnuð þar fyrsta sölubúð félagsins. — Það var á fyrstu árum Hall- gríms Kristinssonar. Árið 1920 var efri hæðin byggð. Kaupfé- lagshúsið var þá ekki lengur lægra í lofti en verzlunarhús kaupmannanna á næstu grös- um. í Grófargili En þegar við bregðum okkur yfir götuna og upp í Grófargil- ið að norðan, v£ikna líka hjá okkur endurminningar um fyrsta áratug aldarinnar. Því að þarna byggði félagið sláturhús árið 1907, eitt af hinum fyrstu í landinu og kom upp kjötbúð fyrir bæjarbúa skömmu síðar. Nú er ekki lengur sláturhús á þessum stað. Árið 1928 fékk Mjólkursamlag KEA, fyrsta mjólkursamlagið í nýjum stíl, sem stofnað var hér á landi, og varð öðrum skóli, þessi hús til fyrir okkur núverandi aðal- stöðvar KEA: Hið mikla skrif- stofu- og verzlunarhús KEA á þrem hæðum, Hafnarstræti 91, byggt 1930, með aðalverzlunar- búðum á neðstu hæð: Nýlendu- vörudeild næst gilinu, þá járn- og glervörudeild og loks vefn- | Útsvarsgreiðslur KEA og SÍS i KEA og verksmiðjur SIS greiddu í útsvar til Akureyr- I arkaupstaðar á árinu 1961: Kaupfélag Eyfirðinga 985 þús. kr. Verksmiðjur SÍS 1.165 þús. kr. Hér eru ekki talin útsvör þeirra fyrirtækja, sem I rekin eru í hlutafélagsformi *á vegum KEA, SIS eða i beggja að meira eða minna leyti, t. d. Kaffibrennsla [ Akurevrar, Oddi, Útgerðarfélag KEA og Þórshamar, Í sem öll greiða sérstök útsvör. afnota, byggði þar síðar upp að nýju og tók þar í fyrra á rnóti 15 millj. ltr. af mjólk til gerils- neyðingar, sölu og vinnslu. Það á líka Grísaból, svínabú fyrir ofan bæinn, sem SNE annast nú rekstur á ásamt búfjárræktar- stöðinni í Lundi. — En margt annað er nú í Grófargilinu i eigu samvinnuhreyfingarinnar, báðum megin við Kaupvangs- stræti: Sápu- og málningarverk- smiðjan Sjöfn, sem KEA og SÍS eiga í félagi, Efnagerðin Flóra, sem stendur með hagnaði sínum straum af Menningarsjóði KEA og starfsemi hans, smjörlíkis- og pylsugerð félagsins, gamla jarðeplageymslan, böggla- geymslan og bifreiðaafgreiðsl- an, sem veitir héraðsbúum, sem koma í kaupstaðinn, mikils- verða þjónustu, kornvöruhúsið gamla, sem byggt var 1914, en er nú almenn vörugeymsla, og ketilhúsið, sem er upphitunar- miðstöð allra nærliggjandi húsa almannasamtakanna. Aðalstöðvar K.E.A. Þarna á næstu grösum, neðan við gilið að norðan, virðum við aðarvörudeild. Á efri hæðum skrifstofur og fundarsalir, þar á meðal skrifstofur vátryggingar- deildar félagsins, verksmiðjuaf- greiðslu og Útgerðarfélags KEA, sem á og rekur hið góðkunna, happadrjúga fiskiskip, Snæfell, 165 rúmlesta, sem smíðað var á Skipasmíðastöð KEA hér á Ak- ureyri árið 1943. gerð o.fl. Svo liggur leiðin áfram inn í elzta bæjarhlutann,: á gömlu Akureyri, þar sem Höepfnersverzlun stóð í reisn sinni og veldi. En þar er enginn Höepfner lengur. — í hús-i Höepfners er nú kjörbúð KEA, þar sem húsmæðurnar í kring og í Fjörunni kaupa í matinn. Við leggjum leið okkar frá sjónum og upp á suðurbrekk- una. Lítum á lóð, þar sem ný kjörbúð er fyrirhuguð ýið Hrafnagilsstræti ;og Byggðaveg. Hún kemur fljótlega, enda er þörf á henni þarna vegna ný- byggðar. Næst verður fyrir okk- ur kjörbúð í nýlegu steinhúsi, Grænumýri 9, og önnur mat- vörubúð utar og neðar, í Hlíð- argötu 11. Svo bregðum við okkur út í Glerárhverfi. Þarna var tekin í notkun 1. september sl. glæsi- legasta og vandaðasta matvöru- búð Akureyrar og ein sú bezta á landinu, stór og björt í nýju húsi í Lögmannshlíð 23, sem er svæði á vegum félagsins. Þang- hygli, að mjólk í lausu máli er hér ekki ausið milli brúsa eins og í Reykjavík. Brúsi viðskipta- mannsins er settur undir krana, og þar er tæki, sem mælir mjólkina. Iðnaðarmiðstöðin við Glerá o. fl. Auðvitað á KEA sinn hlut, eins og önnur samvinnufélög landsins, í hinni miklu iðnaðar- miðstöð við Glerá, ullarverk- smiðjunni Gefjun og skinna- og skóverksmiðjunni Iðunni, sem eru 4—5 dagsláttur að flat- armáli og leggja til verkefni fyr- ir mörg hundruð Akureyringa. Við ræðum ekki um það í þetta sinn. Þarna rétt hjá verksmiðju- hverfi almannasamtakanna er Bifreiðaverkstæðið Þórshamar, sem einnig gerir við landbúnað- arvélar. Þar er líka smurstöð. Litlu neðar er stórt athafna- húsasamstæða var byggð smám saman á nokkuð löngum tima. Þar, er auk hótelsins, lyfjabúð félagsins, Stjörnu-Apótek, aðal- kjötbúð þess, eða „kjötbúðin“, sem hún er alltaf nefnd, þótt kjöt sé einnig á boðstólum í öðr- um matvörubúðum þess, raf- lagnadeildin og brauðgerðin. Á Okumannalóð Lengr^ suður með Hafnarstr. sjávarmegin (nr. 82) virðum við fyrir okkur stórt þriggja hæða vörugeymsluhús úr steini, sem einnig er eitt af elztu húsum fé- lagsins, byggt 1918 á svonefndri Okumannalóð, uppfyllingu, sem ökumenn hestvagna gerðu á sín- um tima úr möl og grjóti úr gil- inu og seldu síðan KEA. Það var þeirra atvinnubótavinna í þann tíð. Þá var því spáð af and- stæðingum, að bygging slíkt stórhýsis yrði til þess að setja kaupfélagið „á hausinn". Þar er nú byggingavörudeild KEA og miðstöðvalager. Útibúin 8 - bráðum 10 Litlu sunnar, hinum megin götu á KEA neðri hæðina í Lóni, ásamt skúrbyggingu norð- an við, nr. 73—75. Þar er kassa- ný gata. Byggt með forsjá, því að hér verður bráðum fjöl- menni. Svo snúum við til baka að skyggnast eftir matvörubúð- um í öðrum bæjarhlutum. Við finnum eina í Brekkugötu 47, aðra í Brekkugötu 1 og tvær niðri á Eyri, aðra í Strandgötu 25 (Alaska), hina í Ránargötu 10. Leiðsögumaður getur þess, að á efri hæð í Strandgötu, uppi, búi Halldór Ásgeirsson, elzti starfsmaður KEA — síðan 1913. Jafnframt skýrir hann svo frá, að matvörubúðirnar 8, sem við höfum skoðað, séu reknar sem að er verið að færa bygginga- vörudeildina úr Hafnarstræti 82. Búið að byggja sements- geymslur og stórhýsi í smíðum. Neðsta hæð fullsteypt og sú næsta í mótunum. — „Dagsins glymja hamarshögg“, og þarna er framtíðin að halda innreið sína. Enn neðar og nær ánni, eða að einkverju leyti úti í henni, á hin nýja mjólkurstöð að rísa, En Glerá verður að sætta sig við að fara í annan farveg, sem búið er að grafa handa henni. Þannig verða nátt- uruöflin stundum að lúta í F élagsliyggja r i útibú frá nýlenduvörudeildinni í Hafnarstræti 91, en húsin, sem búðirnar eru í, eru öll í eigu KEA, að nokkru eða öllu leyti. Sex af þessum búðum eru kjör- búðir. Þar eru á boðstólum nýl,- vörur, mjólk, kjöt, fiskuí og fl. matvörur, og í Glerárhverfis- búðinni ýmsar aðrar nauðsynja- vörur, t.d. verkamannaföt. Það er gott fyrir þá, sem eiga langt í miðbæinn. Unnið er að því að innrétta níunda útibúið niðri á Eyri, í Eiðsvallagötu 6. Með suðurbrekkubúðinni verða þær 10. Blaðamaður veitir því at- Nýja kjörbúðin í Glcrárhverfi er ein fullkomnasta kjörbúð landsins. lægra haldi fyrir mönnunum og vélavaldi þeirra. Tárniðnaður á veeum K.E.A. En niðri á Oddeyri hafa al- mannasamtökin látið margt annað til sín taka en að koma upp þeim 2—3 matvörubúðum, sem vikið hefur verið að. Þar kemur, ef að er gáð, ýmislegt í ljós, sem þeir verða lítið varir við, sem aðallega hafa miðbæinn og brekkuna fyrir augum dag- lega. Ofarlega í Strandgötunni glyttir í lágt bakhús úr steini. Þar er gúmmíviðgerðarstöð KEA. 4—5 menn vinna þar að viðgerð hjólbarða. í Gránufé- lagshúsunum neðarlega í göt- unni, sem nú eru eign KEA, er vélsmiðjan Oddi. Járniðnaðar- mennirnir þar gera meðal ann- ars við togarana og önnur stál- skip, og bráðum fá þeir, og aðr- ir járniðnaðarmenn hér, að smíða stálskip sjálfir hér á Ak- ureyri. Þarna rétt hjá og undir sömu stjóm er blikksmiðjan í steinhúsi við Kaldbaksgötu. Við Sjávargötu Næstum neðst á Oddeyri beygjum við til vinstri, þar sem heitir Sjávargata. Ýmiss konar atvinnurekstur á vegum KEA setur svip.sinn á þá götu, en frá Sápuverksmiðjan Sjöfn í Grófargili er sameign KEA og SÍS. götunni sézt þó minnst af því, sem þar er unnið. — Þarna af- greiðir KEA kolin, sem notuð eru í bænum. Þar eru hús þau, sem félagið keypti nýlega af Guðmundi Jörundssyni, útgerð- annanni. f öðru þeirra er kart- öflugeymsla á neðri hæð, en á efri hæð frartileiðir Plastein- angrun h.f. einangrunarplötur þær, sem nú eru mest notaðar við húsagerð og þó skammt síð- an þær komu til sögu. KEA er meðeigandi í því framleiðslu- fyrirtæki. En fleir.a er við þessa götu. Þar er Skipasmíðastöð KEA og málmhúðunarverk- stæði. Einnig eru þar smíðaðir gluggar, hurðir o. fl. innrétting- ar. Að skipasmíðinni er unnið í járnskemmu einni mikilli og þar er nú verið að byrja á 120 (Norðurpóll), sem félagið á og fisk, og þaðan er fiskurinn flutt- hyggst rífa, en á lóð þess og ur í matvörubúðir þess víðs veg- nærliggjandi svæði verður ar um bæinn, þegar á sjóinn gef- byggð kjötvinnslustöð sú hin ur og lán er með þeim, sem þar nýja, sem nú er áformað að leita fanga. koma upp. Neðst við Glerárós að sunnan | SÍS-verksmiðjur greiða þefta: I i ARIÐ 1961 greiddu verksmiðjur SÍS fyrirtækjum Ak- \ \ ureyrarkaupstaðar þessar fjárupphæðir: 1 Rafmagn 888 þúsund kr. Vatnsskattur 88 þúsund kr. Hafnargjöld 66 þúsund kr. Þar í grenndinni er líka, í er áburðargeymsla KEA, stór nýju húsi, kaffibrennsla KEA járnskemma, og úr henni af- og SÍS við Tryggvagötu. greiddur allur tilbúinn áðurður á félagssvaaðinu. f] k ramKyæm d rúmlesta fiskiskipi. Búið er að smíða þarna hálfan þriðja tug fiskiskipa með þilfari og marga opna vélbáta. (Þess skal getið, að KEA er einnig meðeigandi í Slippstöðinni, sem er skipa- smíðastöð.) Enn norðar er sláturhús KEA, kjötfrystihús, fjárrétt og þar er slátrað 40 þús. fjár á hverju hausti og fjölda stórgripa, þar er og reykhús félagsins. Enn norðar er olíu- stöð KEA, sem afgreiðir olíur til togaranna og fleiri skipa, til húsakyndingar og yfirleitt hvers konar olíuvörur. Hinum megin við Sjávargötu (að aust- an), er íbúðarhús úr timbri Bryggjur á Oddeyri Austan við Sjávargötu, á bak við það, sem nú hefur verið nefnt, eru saltgeymslur félags- ins, ennfremur beinamjölsverk- smiðja, sem aðallega vinnur verðmæti úr úrgangi frá slátur- húsinu, m. a. fótum, sem nú er hætt að svíða. Við göngum hér í gegn og erum þá komnir fram að sjó við eyraroddann. Þarna á KEA allstóra hafskipabryggju úr timbri. Við hana er afgreidd olía. Togarar og jafnvel stærri skip leggjast þar að og ennfrem- ur fiskibátar, sem leggja afla á land til sölu í bænum. KEA hef- ur þarna móttöku fyrir nýjan Við Ráðhústorg og Skipagötu Svo leggjum við leið okkar til baka, upp Strandgötuna. Á Ráð- hústorgi virðum við snöggvast fyrir okkur það, sem KEA hef- ur byggt upp í skarð (nr. 3), sem áður var í steinsteypusam- stæðuna sunnan torgsins. Ný- bygging þessi er að nokkru leyti leigð öðrum, sem gjarnan vilja reka atvinnu á þessum fjölfarna stað, en efri hluti hennar er ætl- aður til geymslu á skjölum fé- Iagsins. Nýir árgangar við- skiptaskjala og bóka hlaðast upp eftir því sem tíminn, líður. Svo förum við inn í Skipa- götu. Þar finnum við veiðar- færaverzlunina Gránu í Skipa- götu 7, sem KEA á og rekur að miklu leyti, þvottahúsið Mjöll í nr. 14 og vörubílastöðina Bif- röst í nr. 18. Þar er afgreiðsla fyrir þá vörubíla, sem félagið á og hefur í notkun til margs kon- ar flutninga á sínum vegum. Á hafnarbakkanum Og nú erum við komnir fram á hafnarbakkann við skipakvína við Torfunefsbryggju, sem enn er aðalhafskipabryggja Ak- ureyrar. Þarna á hafnarbakkan- um er núverandi kornvöru- geymsla félagsins, langt og breitt, lágt, járnklætt hús með tveim burstum og norðanv'ert við það autt svæði, þar sem mjólkurbílarnir koma við til að (Framhald á bls. 7) | KEA greiðir 57% af hafnargj. I i ÞESSAR UPPHÆÐIR greiddi Kaupfélag Eyfirðinga | | fyrirtækjum Akureyrarkaupstaðar árið 1960: | Hafnargjöld 706 j)ús. kr. | | Vatnsskattur 239 þús. kr. é e Rafmagn 1.218 Jjús. kr. 1 1 Hafnargjöld þau, er KEA greiddi, voru rúmlega é I 57% af öllum tekjum Akureyrarhafnar af vörugjöld- - | | um árið 1960. Hér eru ekki taldar greiðslur þeirra fyr- J 1 irtækja í bænum, sem rekin eru í hlutafélagsformi, á § | vegum KEA að rneira eða minna leyti, t. d. Útgerðar- | 1 félag KEA, Kaffibrennsla Akureyrar, Oddi og Þórs- | I hamar, sem greiða vörugjöld sín sérstaklega. • MimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmiimÍMml|mmimmfm»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.