Dagur - 24.05.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 24.05.1962, Blaðsíða 1
IfflteACN FRAMSÓKNÁR.MANNA Ir.'istjók): Eri incur Davíusnun SkUII-sI Ol-A í Hai NAUSTK.r.H í)() SÍMI i 16() . Sv.TNINGU OC, 1‘IUCNTUN ANNAST J’RKNTVERK OjBMS B.Iórn.snonar ii.r. Aki.iu.vri N...........................- XLV. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 24. maí 1962 — 29. tbl. „I. ..t ■ y. . ' A^GLÝMNGASTJÓRír JÓN SAM- OEl nnon .: ÁrCa.nguKINN JCOni AR KR. 100.00 . GjAÍ.DDACt ER 1. ) ÚíJ Bl.AI)H) Ki-MI R ÚT Á MIUVIKUDÖr.- t'M ÖC Á I.AUC.AUUÚGUM PKUAK ÁSr.f'.DA ÞYKIR I II. Þaiinig eru efndir st j órnar flokkaiuia: 1. Þeir lofuðu þjóðinni bættum lífskjörum. „Leiðin til bættra lífskjara er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn,“ var kjör- orð þess flokks. — En — þeir framkvæmdu meiri kjaraskerðingu en dæmi eru til á síðari árum. 2. Þeir lofuðu að stöðva verðbólguna. — En — þeir hækkuðu allar lífsnauðsynjar í verði, t. d. kornvöru um 77—121 %, bifreiðavarahluti um 80—84%, þóst og síma um 47%, landbúnaðarvélar og verkfæri úin 76—111%, búsáhöld um 40—125% og vefnaðarvöru utn 48—113%, samanber útreikninga, sem birtir hafa verið í Dcgi. 3. Þeir lofuðu að bæta ekki nvjum álögum á þjóðina. — En — þeir innheimta nál. 100% meira fé í ríkissjóð, með hvers konar tollum og sköttum en árið 1958, samkv. fjárlögum. 4. Þeir lofuðu að hafa engin afskipti af vinnudeilum. — En þeir liafa gefið út a. m. k. þrenn bráðabirgðalög til að ákveða kaup og kjör. Og — þeir breyttu gengisskráningunni sl. sumar og gerðu á þann liátt að litlu þær kjarabætur, sem um var samið í fyrra. 5. Þeir lofuðu að standa trúan vörð um hina dýrmætu land- helgi íslands. — En — þeir hleyptu bæði brezkum og þýzkum togur- um inn í landhelgina og afsöluðu rétti fslendinga til ein- hliða útfærslu framvegis. 6. Þeir lofuðu að lækka skuldir þjóðarinnar erlendis. — En — skuldir þjóðarinnar erlendis voru í árslok 1961 600 milljónum kr. hærri en í árslok 1958. 7. Þeir lofuðu víðtækum sparnaði ríkisfjár. — En — útgjöld fjárlaga hafa hækkað um helming síð- an 1958, alþingismönnum, ráðherrum, bankastjómm og bankaráðsmönnum hefur stórfjölgað, stofnað hefur ver- ið nýtt ráðuneyti, nýtt embættisbákn sakadómara, 10—20 launaðar nefndir settar á laggirnar o. s. frv. 8. Þeir lofuðu að auðvelda hverri fjölskyldu að eignast þak yfir höfuðið. — En — timbur og sernent hefur liækkað um 87—94%, vextir af byggingalánum hafa stórhækkað og byggingar- kostnaður meðal íbúðar hækkað um meira en tvenn árs- laun verkamanns. (Hækkunin 29%- samkv. skýrslum Hagstofu íslands.) 9. Þeir lofuðu einstaklingum athafnafrelsi. — En — búið er að frysta á fjórða hundrað milljónir af innlánsfé sparisjóða og innlánsdeilda. Og margs konar ráðstafanir voru gerðar til að draga úr fjárfestingarmögu- leikurn og þar með athafnafrelsi og framförum. Almenningur fagnar kjördegi, sem gefur hon- um fyrsta tækifærið til að kveða upp sinn dóm yfir stjórnarstefnunni, um leið og valdir eru full- trúar í bæjarstjórn. I X - B X - B I I ALLT STUÐMNGSFÖLK B-LISTANS, j \ ungir og gamlir, konur og karlar, sem lagt \ I geta fram vinnu á kjördegi, vinsamlegast I | komi til viðtals í Gildaskála KEA, föstud. | | 25. mai kl. 8.30. - MJÖG ÁRÍÐANDI er, að j | sem allra flestir sæki þennan fund. | FRAMSÓKNARFÉLÖGIN. Togararnir liggja í höfn, en vonandi halda þeir á miðin innan skamms. (Ljósm.: E. D.) Rekstursfap togaranna á Ákureyri var 1,6 millj. króna á sl. ári AÐALFUNDUR Útgerðarfélags Akureyringa h.f. var haldinn að kvöldi 21. þ. m. í kaffistofu Hraðfrystihúss Ú. A. Formaður félagsstjórnar setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Sverrir Ragnars og fundarritari Pétur Hallgrímsson. Form., Helgi Páls- son, gaf skýrslu um rekstur fél. á árinu 1961. Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri las reikninga félagsins og skýrði þá, en Andrés Pétursson framkvæmdastjóri skýrði frá rekstrinum, það sem af er árinu 1962. Reikningarnir voru samþykktir án umræðna. I stjórn félagsins voru endur- kjörnir: Albert Sölvason, Helgi Pálsson, Jakob Frímannsson, Jónas G. Rafnar og Tryggvi Helgason, en varamenn, Jón M. Arnason, Gunnar H. Kristjáns- son, Gísli Konráðsson, Eyþór H. Tómasson og Jóhannes Jósefs- son. Endurskoðendur: Ragnar Steinbergsson og Þórir Daníels- son, en til vara Kristján Jónsson og Sigurður Kristjánsson. Tap á rekstri félagsins, fyrir utan afskriftir, reyndist á árinu 1961, 1.6 milljónir króna, og eru þá með í þeirri tölu 400 þús. kr., sem lagðar voru til hliðar vegna væntanlegrar klössunar. Til samanburðar má geta þess, að rekstrartap félagsins árið 1960, fyrir utan afskriftir, var 9.8 milljónir króna. Gera verður ráð fyrir, að upp í þessi töp komi, áður en langt líður, eitthvert aðstoðarfé, sam- kv. hinum nýju lögum um afla- t.ryggingarsj. sjávarútvegsins. Afli togaranna var á árinu 1961 sem hér segir: Kaldbakur 2135 tonn Svalbakur 2394 tonn Harðbakur 3138 tonn Sléttbakur 2812 tonn Hrímbakur (Norð- lendingur 1637 tonn Samtals 12116 tonn og meðal- tal 2423 tonn. Veiðidagar voru flestir hjá Harðbak, 245, en fæstir hjá Hrímbak, 168. Skipin fóru 24 söluferðir til útlanda með samtals 3177 tonn af afla. Hraðfrystihúsið og fiskverk- unarstöðin framleiddu á árinu Á BÆJARRÁÐSFUNDI á Ak- ureyri í fyrrakvöld gerðist það m. a., að Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, spurðist fyrir um það, hvort ekki bæri að auglýsa bæjarstjórastarfið laust til um- sóknar. Allir bæjarráðsmenn, fimm að tölu, urðu sammála um, að ekki væri ástæða til að auglýsa starfið og samþykktu að gera það ekki. Dagur telur víst, að þessi af- staða bæjarráðsmanna mælist vel fyrir, því að bæjarstjórinn er mjög vel látinn maður í bæn- um. Framsóknarmenn áttu á sín- um tíma þátt í því að fá hann hingað, og hefur ekki annað 1673 tonn af fiskflökum, 329 tonn af skreið, 398 tonn af óverk uðum saltfiski og 84 tonn af verkuðum saltfiski, auk minna magns ýmsra tegunda, sem ekki er hér talið, en úrgangur til vinnslu, sem seldur var Krossa- nesverksmiðjunni nam 3859 tonnum. Framleidd voru nálega 8 þúsund tonn af ís. Allir togarar félagsins, 5 að tölu, liggja nú bundnir við bryggju sakir sjómannaverk- falls, sem staðið hefur rúmlega tvo mánuði. En Sjómannafélag- ið hér hefur — veena samstarfs við sjómannasamtökin syðra — ekki léð máls á því að taka upp viðræður um sérsamninga við Ú.A., sbr. bréf þau um það mál, er birt voru í Degi 4. april sl. komið til tals innan flokksins, en að styðja hann áfram. í íslendingi hefur nú birzt yf- irlýsing frá Sjálfstæðisflokkn- um hér í bæ um, að væntanlegir (Framhald á bls. 6) •IHIIIIIIHIIIIIIIIIillllinillllllllllllllllllllMIIIIHIIIIIIII* Z r - i Utvarpsumræður | í KVÖLD verður útvarpað frá Skjaldarvík umræðum stjórn- málaflokkanna fjögurra, sem boðið hafa fram til bæjarstjórn- arkjörs á Akureyri. Ræðumenn Framsóknarflokksins í þessum umræðum verða: Jakob Frí- mannsson, Stefán Reykjalín, Sig urður Oli Bi-ynjólfsson og Arn- þór Þorsteinsson. Bæjarsfjórastarfið ekki auglýsf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.