Dagur - 24.05.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 24.05.1962, Blaðsíða 7
7 NÓTT 9 Vefja saman lind og lækur ljóðasveig u:tl græna hlíð; hljótt sem blær í rjóðurrunni röddum hvíslar liðin tíð; inn í voröld ævintýra opnast, fortíð, þínar dýr; ■eins og brum í laufi leynast líf sem hófust árum fyr. Tengir fast við gígjugripin gamlan söng hin forna á, enn hún slær í urðargljúfri óðsins streng af djúpri þrá, yfir liennar gleðiglaumi glóa neistar iðufalfs, straumsins endurkliða kvakið klettahjörtu sumardals. Oft á ljúfum kvöldum koma kveðjur minningunum frá; í skuggsjá hugans skína myndir skynjananna nú og þá; lýsa ei um lo'ftin bkáu fogar hærri í dag en gær; þó er sérhver dagsins draumur dýrðarfagur enn og nær.. Auðnargötu einn eg reika, aldin Saga kallar mig; hér skal áð og liorft til baka, hugað fram á nýjan stig; hvorugt verður annað einhlítt, Urður rök að dómum fal þar senr beggja átta útsýn eygði, um forlaganna dal. Viltu ekki, voröld horfna, \aka með mér eina stund; engum hug þú átt að gleymast iinnur tíð þótt renni grund; vísa nýju vori unr heiminn, vertu l.eiðarstjarnan mín; hverfðu svo á hlýjum morgni að hugsi eg alltaf gott til þín. (s.) GÓÐ AUGLÝSING GEFUR GÓDAN ARÐ Símar B4i$tans á kjördegi verða: Kosningaskrifstofan sími 2810, Bílasími 2815 og Upplýsingasími 1443. B-LISTINN. (?>->-*'> G>'SíiC-S-(?-^íi'rS'©-r*S- £ ? ^ Hjartans þakkir til allr'a þeirra; sem glöddu mig á átIrceðisnfmœlinu h.inn 17. þ. m. — Guð blessi ykkur. | SIGRÍÐLJR JÓHANNESDÓTTIR, I I 4 frá Ási, Kelduhverfi. Þökkum öllum þeim, sem minntust STEFÁNÍU SIGURJÓNSDÓTTUR við andlát hennar og jarðarför. Þóra Steingrímsdóttir, Páll Einarsson. Ulllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllt 11» | BORGÁRBÍÓ [ É Sími 1500 e l Afgr. opin frá kl. 6.30 e. h. 1 I Mynd vikunnar: I LÆÐAN I Njósnarinn með grænu augun (La Chatte) | Sérstaklega spennandi og f : mjög viðburðarík, ný, frönsk E I kvikmynd, byggð á sam- i E nefndri sögu eftir Jacques E i Remy, en hún hefur verið i 1 framhaldssaga „Morgunblaðs i | ins“. Sagan er byggð á sann- i i sögulegum atburðum. Dansk- | i ur texti. = i Aðalhlutverk: | Francoise Arnoul, I Bernhard Wickie. E Bönnuð börnum innan 16 ára i E £ '«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii111111111111111111111111iiiii* I. O. O. F. — 144525Sy2 — KIRKJAN. — Messur í Ak- ureyrarprestakalli á hinum almenna bænadegi Þjóðkirkj- unnar verða sem hér segir: Akureyrarkirkja: Messað kl. 10.30 f.’n. Sálmar: 374 — 376 378 — 1. — Lögmannshlíðar- kirkja: Messað kl. 2 e.h. Sálm- ar: 374 — 376 378 — 1. — Strætisvagn fer úr Glerár- hverfi kl. 1.30. — B. S. MÖÐRUVELLIR í Hörgárdal. Messað sunnudaginn 27. maí. Bænadagur. FERMING verður í Miðgarða- kirkju í Grímsey á sunnudag- inn kemur. Þar verða fermd: Áslaug Helga Alfreðsdóttir, Básum og Sigfús Jóhannes- son, Sveinagörðum. HÚSMÆÐUR. Munið orlofið að Löngumýri 20. júní til 4. júlí nk. Uppl. í símum 1794, 1581 og 1857. HLIFARKONUR. — Komið í kirkjuna nk. sunnudag. Minn- umst í sameiningu litlu barn- anna og súmarstarfsins í Pálmholti. Athugið, að messa hefst kl. 10.30 árdegis. - Akureyri er samvinnubær (Framhald af bls. 5.) fá afgreiðslu á sekkjavöru úr geymslunni, eftir að þeir hafa losað sig við mjólkina í samlag- inu við Kaupvangsstræti. Þessi staður er því harla mikilvægur fyrir menn og skepnur í öllum byggðum við Eyjafjörð. Og nú nemum við staðar og látum þessari ferð um bæinn lokið. Blaðamaður efast ekki um það lengur, að það sé rétt, sem stóð í Félagstíðindum í fyrra, að KEA eigi starfsstöðvar og aðrar eignir á rúmlega 60 stöðum í bænum og borgi út vinnulaun, sem svarar dag- vinnukaupi 700 verkamanna á einu ári. Getur þetta verið hættulegt? Við höldum áfram að hugleiða og spjalla saman um allt það, sem borið hefur fyrir augu á þessu merkilega fei'ðalagi, og niðurstaðan verður eitthvað á þessa leið: Mikið er það, sem al- menningur í þessum bæ og í þessum byggðarlögum hefur hjálpast að við að byggja upp og eignast, og eitthvað hlyti þessi sami almenningur að vera verr á vegi staddur, ef það sem við höfum séð í dag, væri ekki til eða eign einkafyrirtækja, sem gætu hagað rekstri að vild, og selt það, er þeim sýndist án þess að spyrja nokkurn að og flutt andvirðið í annan landshluta eða í önnur lönd. Mikla þökk eiga þeir skilið, sem hófu þessa félagsstarfsemi með tvær hend- ur tómar fyrir 76 árum. Og gott er að minnast allra áfanganna og hvernig fyrirhyggja og erfiði hefur borið árangur, er tímar liðu. Einkennilegt, að sumir skuli geta talið þetta viðsjárvert og að bænum og landinu kunni að stafa hætta af því, sem al- menningi hefur orðið ágengt með samtökum sínum, sjálfum sér og afkomendunum til heilla — arfinum, sem enginn á rétt til nema byggðarlögin sjálf og þeir, sem þar lifa á komandi tímum. Hvað bíður 4. kyn- slóðar? Það er einn af hinum ungu fé- lagsmönnum í KEA, sem stað- ið hefur fyrir þessu ferðalagi um bæinn í dag. Hann er af þriðju kynslóð eyfirzkra sam- vinnumanna. Og á undan hon- um voru faðir hans og afi þátt- takendur í þessum samtökum. í aftursæti bifreiðarinhar, sem hefur borið okkur um bæinn, situr lítil, ljóshærð stúlka af fjórðu kynslóð. Sú kynslóð fær væntanlega að lifa það um næstu aldamót, að íbúarnir á þessu félagssvæði verði helm- ingi fleiri en þeir eru nú, og að félagsmannatalan í KEA verði skrifúð með 5 tölustöfum. Það fær sú kynslóð að sjá, ef frám- tíðin verður samvinnustefnunni trú. En upp yfir bæinn og fjörð- inn gnæfa Hlíðarfjöll og Súlur, fannhvít í vorblíðunni eins og á Þorra, tákn þeirrar óblíðu nátt- "'■u, sem agað hefur börn norð urhjarans. Það andar nepju of- an af þessum hvítu tindum — eða bara nepju minninganna aft an frá liðinni öld,þegar íbúar Ak ureyrar voru af annarri þjóð og skópu hið óbilgjarna verzlunar- vald fyrri tíma, sem margan lít- ilmagnann gerði lotinn, en nú er ekki lengur til. □ HJÓNABAND. Sunnud. 13. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ung- frú Þóranna S. Björgvinsdótt- ir, Hafnarsíræti 53, Akureyri, og Árni V. Sigurjónsson, Leifshúsum, Svalbarðsströnd. Heimili þeirra verður að Leifshúsum. - Togaraútgerðin ... (Framhald af bls. 8) ekki um nein fjarlæg mið, þar sem von sé um öruggan afla. Það er mikil börf á, að fram fari leit að fiskimiðum og rannsóknir í því sambandi, og á það raunar einnig við hér á heimamiðum. En fyrst og fremst verður að leggja áherzlu á heimamiðin. Ef fiskgengd eykst innan 12 mílna fiskveiðilandhelginnar, hlýtur það að leiða af sjálfu sér, að hún aukist einnig fyrir utan lín- una. Og hvað viltu svo að lokum segja um framtíð togaraútgerð- arinnar hér á Akureyri? Svo framarlega, sem togaraút- gerð hér á landi verða sköpuð þau skilyrði, sem hún þarf, og sem við verðum að ætlast til og treysta, að gert verði, tel ég að togaraútgerð hér á Akureyri geti enn blómgazt. En mikið er und- ir því komið, að ríkisvaldið taki sér fyrir hendur að leysa, sem allra fyrst, þann vanda, sem við er að etja. Ég vil sérstaklega minnast á það í þessu sambandi, að unga fólkið, sem kemur út úr skólunum á vorin, hefur alltaf getað gert ráð fyrir því, að tog- araútgerðin hefði meiri eða minni verkefni handa því á sumrin, á landi eða sjó. Það hlýt ur því óhjákvæmilega að valda erfiðleikum fyrir þetta unga fólk, eins og raunar svo marga aðra, ef sú starfsemi, sem hér er um að ræða getur ekki hald- ið áfram með eðlilegum hætti, segir Gísli Konráðsson að lokum. Dagur þakkar Gísla Konráðs- syni fyrir viðtalið. Það þakkar jafnframt glöggar, ýtarlegar töl- ur, sem þéir framkvæmdarstjór- arnir, Gísli og Andrés Péturs- son hafa látið blaðinu í té, um hag og rekstur þessa fyrir- tækis, sem óneitanlega hefur átt mikilsverðan þátt í uppbyggingu atvinnulífs hér á Akureyri á undanförnum 15 árum. NOKKUR HERBERGI vantar mig fyrir starfs- fólk, frá 1. júní. Brynjólfur Brynjólfsson, sími 2525. ÍBÚÐ ÓSKAST Eldri kona óskar eftir tveggja herbergja ibúð. Uppl. í síma 2427. AUGLÝSIÐ I DEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.