Dagur - 24.05.1962, Blaðsíða 6

Dagur - 24.05.1962, Blaðsíða 6
Skólaslií í Ólafsfirði 12. maí sl. - Bændatal í Svarf- aðardal BARNA- OG MIÐSKÓLA Ól- afsfjarðar var slitið laugarðag- inn 12. maí sl. Margt gesta var við skólaslitin. Björn Stefáns- son, skólastjóri, flutti skólaslita- ræðu og Sigursveinn D. Krist- insson, skólastjóri Tónskólans á Siglufirði aðstoðaði við söng og undirleik við skólauppsögnina, en hann heldur hér tónlistar- námskeið á vegum Tónskólans á Siglufirði þennan mánuð. Björn skýrði í stuttu máli frá störfum skólans á liðnu skóla- ári. 109 börn nutu ljósbaða á vetrinum og sum af þeim tví- vegis. Heilsufar í skólanum var mjög gott þar til í apríl, að in- flúenzufaraldur gekk hér yfir og forfölluðust því margir frá prófi, en tóku allir seinna sjúkrapróf. í báðum skólunum voru 160 nemendur og luku þeir allir prófi. 15 nemendur luku mið- skólaprófi, hæstu einkunn, 8.20, hlaut Birgitta Pálsdóttir. — 12 nemendur luku unglingaprófi, hæsta einkunn var 8.27 og hlaut hana Jóhanna Halldóra Sigurð- ardóttir. — Barnaprófi luku 25 nemendur, af þeim fengu 3 á- gætiseinkunn, hæstu einkunn hlaut Stefán Björnsson, 9.52. Er skólastjóri hafði afhent nemendum skírteini sín ávarp- aði hann þá og hvatti þá til að reynast nýtir og góðir þegnar í þjóðfélaginu, svo að starf þeirra mætti verða landi og þjóð til blessunar. Rótaryklúbbur Ól- afsfjarðar veitti tvenn verðlaun fyrir beztu ástundun og hegðun samanlagt við unglingapróf. — Verðlaunin, sem voru Ljóðmæli og sögur eftir Jónas Hallgríms- son, hlutu: Jóhanna Halldói'a Sigurðardóttir og Björk Arn- grímsdóttir. Á sunnudaginn 13. maí sl. var sýning á handa- vinnu, teikningum og skrift nemenda. — Sýninguna sóttu fjöldi gesta, var þar margt fall- egra og eigulegra muna. Hér hefur kólnað aftur í veðri og gránaði niður í byggð í síð- - Bæjarstjórastarfið ekkiauglýst (Framhald af bls. 1.) bæjarfulltrúar hans muni „ef það kemur til okkar kasta að ráða vali bæjarstjóra“ .. „leggja til, að Magnús E. Guðjónsson verði endurkjörinn11. Er þetta á öðrum stað kallað að „styðja að endurkjöri Magnúsar E. Guð- jónssonar bæjarstjóra“. Sú skýring fylgir yfirlýsing- unni, að þessi afstaða til núver- andi bæjarstjóra sé upp tekin af því, að sá maður, sem flokkur- inn helzt vildi, sé ekki fáan- legur. Með tilliti til baróttu sinnar gegn Magnúsi E. Guðjónssyni í kosningunum 1958, og minnugir þess, hverjar viðtökur hann fékk hjá þeim þá, hafa Sjálf- stæðismenn sýnilega talið ráð- legt, að gefa yfirlýsingu af þessu tagi, þótt einkennilega sé hún orðuð. Q ustu' viku. Síðustu daga hefur þó verið heldur hlýrra og sól- skin. Byrjað var að moka> Lág- heiði fyrir rúmri viku og er því verki nú að mestu lokið. Senni- lega verður heiðin fær bílum næstu daga. Smærri trillubátar eru nú flestir byrjaðir róðra, en afli hefur verið fremur tregur, þó hafa sumir dekkbátarnir fiskað bara sæmilega. — M. b. Anna hefur fengið frá 5 og upp í 7 og Vz smálest í róðri, en hún rær fram á Grímseyjarmið. „Verndið sjónina —“ ALÞJÓÐLEGI heilbrigðisdag- urinn, 7. apríl sl., var haldinn undir kjörorðinu „Verndið sjón- ina — takið þátt í að hindra sjónmissi.“ Evrópu-forstjóri Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar, dr. Paul J. J. van de Cal- seyde, ræddi þessi mál og sagði þá meðal annars: — Hver maður er áfjáður í að varðveita sjónina, og það er augljóst hlutverk heilbrigðisyf- irvaldanna í hverju landi að koma í veg fyrir sjónmissi. Ástandið í Evrópu, að því er snertir blint fólk, er í stórum dráttum gott. Milljónir manna hafa haldið sjóninni vegna þess, að mjög hefur dregið úr þeim smitandi sjúkdómum, sem oft höfðu í för með sér blindu. Auk þeirra sjúkdóma, sem enn fela í sér hættu á sjón- missi, og þeirra slysa á vinnu- stað, sem í flestum löndum Ev- rópu hafa jafnan átt talsverðan þátt í sjónmissi, hverjar eru þá helztu orsakir blindu í Evrópu? Skýrslur sýna, að tveir hópar manna verða tíðast fyrir þessu óláni: börn og gamalmenni. Alltof mörg börn fæðast al- eða hálfblind af völdum sjúk- dóms, sem móðirin fékk meðan hún var þunguð, af völdum erfða eða af völdum meðfæddra annmarka. Slys eru líka tíð or- sök blindu meðal barna. Getur þar verið um að ræða leik með oddhvassa hluti, slys, sem stafa af eldi,. flugeldum eða annars konar sprengiefnum og loks ■ hættulega. ■íéikí'.uAukia flæðsla og víðtækari varúðarráðsta'fan- ir mundu geta forðað mörgum börnum frá að fæðast blind eða missa sjónina af völdum slysa. (Framhald af bls. 2) Hallgrímur á Melum var tæplega meðalmaður á vöxt, þéttvaxinn og vöðvamikill all- ur líkaminn. Var og að ásýnd hinn fríðasti sýnum. Hvatlegur og vaskur í hreyfingum, snar- ráður og handviss. Fór á skaut- um og skíðum með flughraða og aldrei slysa- eða byltugjarnt. — Kastaði af hendi manna lengst og svo hæfinn að sjaldan skeik- aði frá marki. Hagur á smíði á- gætlega og við störf öll hinn röskvasti. Rithönd Hallgríms var fork- unnarfögur, svo að til listfengis kom. Lék á orgel, fiðlu og harmoniku jöfnum höndum og manna sjálfsagðastur í brúð- kaupsveizlum og öðrum gleði- boðum. Maður hinn glaðasti og alúðarmaður við alla jafnt, en þó kurteis í fjöri og gáska. Með- aumkunarsamur við þá, sem bágt áttu og lét um hjálpsemi eigi sitt eftir liggja. Líklega ekki hneigður til fjárafla. Var þó enginn eyðslumaður fyrir sjálfan sig. 1937 og síðan. Halldór Hall- grímsson. Kvæntur Birnu Frið- riksdóttur frá Gröf. □ FORD 1947 vörubifreið, er til sölu. BílLinn er ný- lega upptekinn og í ágætu lagi. Hann er með tví- skiptu drifi á góðum dekkum, miðstöð, út- varpi, fjárgrindur fylgja. Selst á sanngjörnu verði. Jóhannes 1». Jóhannesson, Héðinshöfða, Tjörnesi. SKODABIFREIÐ, árgerð 1959, er til sölu. Upplýsingar gefur Arngrímur Bjarnason, Oddeyrargötu 34, sínri 2419. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. Djúpir og grunnir DISKAR, kr. 17.00 stk. BOLLAPÖR, skreytt, kr. 20.00 parið VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F. og útibú, sími 1041 ÆÐARDÚNN GÆSADÚNN HÁLFDÚNN 3 tegundir Járn- og glervörudeild TAN SAD! Barnavagnar Barnakerrur með skýli. Póstsendum. Járn- og glervörudeild KJÓLAEFNI frá kr. 29.50 RÖNDÓTT BUXNAEFNI 160 cm. breitt á kr. 135.00 pr. m. VERZLUNIN SKEMMAN Simi 1504 SLÆÐUR ' fallegt úrval, nýkomið GALLABUXUR SPORTBUXUR allar stærðir VINNUFÖT karlmanna og drengja TERYLENEBUXUR KLÆÐÁVERZLUN SIG. 6UÐMUNDSS0NÁRH.F. UNGLINGSSTÓLKA ÓSKAST í VIST. Uppl. í síma 2552. UNG STÚLLA, þaulvön allri sveitavinnu, óskar að komasú á gott heimili í Eyjafirði. Nánari uppl. í síma 1166. VANTAR ÐRENG, 12—13 ára, á sveitaheimili nálægt Akureyri. Uppl. í síma 2607 á kvöldin. STÚLKUR ÓSJtAST við töskusaum. Verksmiðjan Glitbrá h.f. Sími 2724 Tvöfaldur SVEFNSÓF TIL SÖLU. Upplýsingar í Byggðavegi 152. I BARNAVAGN TIL SÖLU. Uppl. í síma 1062. TIL SÖLU: Hillurúm fyrir tvö. Uppl. í síma 1374. SPÍRAÐ ÚTSÆÐI (GULLAUGA) til sölu. Uppl. í síma 1672. MÓTORHJÓI TIL SÖLU. Uppl. í Byggðavegi 13 eftir kl. 7 e. h. 7 MJÓLKUR- DUNKAR 30 lítra VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD BAÐVOGIR AMERÍSKAR Frá kr. 330.00 VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD BRAUD- og ÁþECGSpÍFAR KJÖTKVARNIR 5, 8 og 10 VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Rafmagns- HANDSAGIR SLÍPIVÉLAR <^> VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.