Dagur - 26.05.1962, Blaðsíða 2
2
Reykjavíkurdagblað ræðst á
Arnþór Þorsteinsson verksm.stj
Áfengissýkin er mikið þjóðarböl
EITT Reykjavlkurblaðanna,
Þjóðviljinn, réðist núna í vik-
unni með óviðurkvæmilegu orð
bragði á Arnþór Þorsteinsson,
sem, eins og öllum er kunnugt,
er í baráttusæti á B-listanum
hér á Akureyri.
Auðsætt er á greininni, að
blaðið óttast mjög um fylgi Al-
þýðubandalaksins hér, eins og
raunar víðar, og gerir ráð fyrir,
að einhverjir, sem áður hafa
stutt það á kjördegi, muni nú
kjósa B-listann, sem raunar er
ekki ólíklega til getið, þar sem
nú er talið sennilegt, að Fram-
sóknarflokkurinn hljóti nokk-
urt fylgi, sem aðrir flokkar
höfðu áður.
Reykjavíkurblaðið leggur ein-
hverjum Akureyringum þau orð
í munn, að „allt, sem gert hefur
verið í bænum og til framfara
hefur horft síðustu áratugi" sé
„Arnþóri og SÍS að þakka og
kauphækkun verkamanna nú á
dögunum“ sé „víst alveg sér-
staklega v.erk Arnþórs“. Má
vera, að útsendarar Þjóðviljans
hafi heyrt einhverja Alþýðu-
bandalagsmenn hér eða héðan
'komast svo að orði og að blað-
inu hafi gramist það. En þótt
;.vo kunni að vera, er alveg ó-
Ársrit Ræktunarfél.
ÚT ER KOMIÐ Ársrit Ræktun-
arfélags Norðurlands fyrir ár-
ið 1961, 58. árgangur. Ritstjóri
þess er Ólafur Jónsson og skrif-
ar hann í það þessar greinar:
Búnaðarfræðsla og alþjóðleg
samvinna, Landeyðing og
graeðsla, Afkvæmarannsóknir í
nautgriparækt, Hvers vegna
bændur eiga að færa mjólkur-
skýrslur, Ástungur, Kýr og
kjarnfóður o. fl. Skafti Bene-
diktsson skrifar grein er hann
nefnir Ástand og horfur og birt
er þýdd grein eftir H. Land-
Jensen um geymslu á grasi til
vetrarfóðurs. Eins og jafnan
fyrr, ‘ geymir Ársritið margan
fróðleik og ábendingar,, sem
bændum er gott að hugleiða.
Má í því efni sérstaklega nefna
grein Ólafs Jónssonar um af-
kvæmarannsóknirnar og um
geymslu á grasi til vetrarfóðurs.
þarfi fyrir þetta Reykjavíkur-
blað að vera að útbreiða þar
syðra illkvittnislegan munnsöfn
uð varðandi misbeitingu að-
stöðu og fleira þvílíkt, um þenn
an góðkunna frambjóðanda
Framsóknarflokksins hér norð-
ur á Akureyri.
Dagur hefur heyrt, að þessi
Þjóðviljagrein hafi vakið mikla
gremju hjá starfsfólki verk-
smiðjanna hér, sem kann illa
rógburði um samstarfsmann
þess um langt árabil og verk-
smiðjustjóra. Og ekki væri það
ólíklegt, að þessi rógsgrein hefði
öfug áhrif við það sem til var
ætlazt, eins og oftast verður um
slík skrif. □
-90 ÁRA
GUNNLAUGUR JÓNASSON á
Þórshöfn, fyrrum bóndi á Eiði á
Langanesi, varð níræður 22.þ.m.
Hann er Langnesingur í föður-
ætt, en móðurætt hans var í
Eyjafirði.
Gunnlaugur á Eiði var í bú-
skapartíð sinni msðal fram-
kvæmdasömustu bænda í sínu
byggðarlagi og vann stórvirki í
jarðabótum, áður en i-æktunar-
vélar komu til sögunnar.
Kona hans — sem margir
minnast enn að góðu — var Þor-
björg Daníelsdóttir, bónda á
Eiði, en hún er löngu látin. Á
lífi eru 9 börn þeirra, þar af 6
heima á Langanesi. Þeir Eiðis-
bændur, Daníel og Gunnlaugur,
réðust í og leystu af hendi
framkvæmdir, sem telja mátti
nokkuð óvenjulegar í þann tíð,
lögðu m. a. á sinn kostnað fyrir
30-40 árum nokkurra kílómetra
veg af alfaraleið heim að Eiði
og byggðu vatnsaflsrafstöð á
jörðinni. Gunnlaugur hefur enn
fótavist. Sjónina hefur hann
misst að mestu, en fylgist þó
með tíðindum innan héraðs og
utan, er minnugur og viðræðu-
góður.
í síðasta jólablaði Timans birt-
ust tvær frásagnir, sem hafðár
voru eftir Gunnlaugi, önnur um
hvalreka á Eiði fyrir ca. 75 ár-
um, hin um það, er Gunnlaugur
byggði fyrstu steinsteyptu hlöð-
una þar í héraðinu.
ÁFENGISSÝKIN er svo algeng
hér á landi, að nær hver fjöl-
skylda á við hana að stríða. All-
ur almenningur óttast krabba-
mein, á svipaðan hátt og holds-
veiki áður og síðar berkla.
Holdsveikin var yfirunnin og
berklarnir eru á undanhaldi,
enda sameinaðist þjóðin undir
forystu landsstjórnar og heil-
brigðisyfirvalda og hóf sigur-
sæla baráttu gegn berklum, og
nú gegn krabba.
Áfengissýkin mun vera út-
breiddari en berklar og krabba-
mein samanlagt, og lokar aug-
um fleiri manna til fulls. Geð-
sjúklingar landsins, sem æski-
legt er að snjóti hælisvistai', ei'U
taldir mai'gir og meðferð þein’a
hið mesta vandamál. En þótt
þeir væru allir komnir á einn
stað, yrðu þeir fáliðaðri, hóg-
væi'ai’i og hættuminni en
drukkinn lýður á einni
fjölsóttri skemmtisamkomu.
Drukkinn maður er bæði lík-
amlega sjúkur og geðsjúkur að
auki. Hann er oft bæði sjálfum
sér og öðrum hættulegur, vegna
þess að hann er viti sínu fjær,
eða bi’jálaður, eins og það er
kallað.
Ef ódi'ukkið fólk hegðar sér
á sama hátt og fólk, sem neytt
hefur víns í óhófi, er það talið
brjálað og þykir ábyrgðarhluti
að láta það ganga laust. En eins
satt og þetta er, er hitt líka
sannleikur, að menn kaupa vín-
ið af fúsum vilja, jafnvel fyrir
sinn síðasta pening. Þjóðfélagið
hefur til þessa ekki viljað skipa
drykkjusýkinni á bekk með
öðrum sjúkdómum, heldur tal-
ið vínneyzlu yfirleitt til hinna
bjartari hliða mannlífsins. Þjóð-
félagið velur oftdrykkjuhneigða
menn til æðstu embætta og
trúnaðarstarfa.
Almenningsálitið leggur bless-
un sína yfir áfengisbölið og þyk-
ist jafnvel.ekki sjá það, en ríkið
selur áfengið vegna hagnaðai'-
ins. Hvað yrði nú sagt, ef lækn-
ar sneru einn góðan veðurdag
yið blaðinu í starfi sínu og færu
að læða skaðlegum sýklum í
blóð manna með sprautum. Sá
vei'knaður væri þó. engu verri
en six óhæfa fullox’ðinna, að
ginna unglinga til áfengis-
neyzlu.
Það er ánægjulegt, að félög
Framsóknarmanna á Akureyri
lýsa nú yfir fullum stuðningi
við þá stefnu, sem Dagur hefur
tekið í þessum málum, eitt ís-
lenzkra stjói'nmálablaða.
Fyrir allmörgum árum tóku
aðstandendur hjónaefna til
sinna í’áða og komu í veg fyrir
nánari kynni. Ástæðan var sú,
að í ætt piltsins var geðveiki.
Fx'amhaldið á þeirri sögu
varð í stórum di'áttum á
þessa 1 leið: — Pilturinn
stofnaði heimili með annarri
kpnu, er hx-austur og hamingju-
samui'. Konan giftist manni af
góðum ættum. En heimili þeirra
er í rúst. Maðurinn drekkur frá
sér vitið, næstum í hveri'i viku,
og æi'u sinni hefur hann glatað
að nokkru eða öllu vegna þessa
veikleika síns.
Stundum er svo að sjá, að á-
fengissýkin sé meira böl í fjöl-'
skyldum en allt annað böl sam-
anlagt.
En við höfum hoi’ft svo lengi
á þetta, að við tökum stundum
ekki nægilega eftir því, höfum
að nokki-u leyti sætt okkur við
ástandið í stað þess að bi'eyta
því.
Ein er sú stétt marxna í þjóð-
félaginu, sem bannað er með
lögum að neyta áfengis í stai'fi,
að viðlögðum hinum þyngstu
x’efsingum. Þetta eru bílstjór-
arnir. Það hefur bæði í þeirra
stétt, og.utan hennar, myndazt
sú skoðun, að ölvun við akstur
jaðraði við glæp. Banni þessu er
víðast mjög vel framfylgt af
þjónum réttvísinnar og af al-
menningsálitinu.
En þui'fa ekki mörg fleiri
störf þess með, jafn nauðsynlega
og bifreiðaakstuiinn, að starfs-
mennii'nir séu allsgáðir og kraft
ar þejx’ra, andlegir og líkamleg-
ir, óskemmdir af áfengisneyzlu?
Hvei'nig væri að rannsaka lít-
ilsháttar blóð lækna, pi'esta,
dómara, skipstjóra, verkstjóra,
fjái'málamanna, kennai’a, þing-
manna og ráðheri'a stöku sinn-
um? Eru stöi'f þeh'ra þýðingar-
minni en bifreiðastjói-a? Er bíl-
stjóri glæpaniáðxlr,'ef harín ek-
ur bíl undir áhi'ifum áfengis?
Ef svo er, er þá ekki líka eitt-
hvað athugavert við hina, ef
þeir eru undir áhrifum á starfs-
tíma?
Á þetta er ekki bent til að
bera blak af bílstjórum eða
draga í efa hinn mikla árangur,
sem raunverulega hefur náðst í
. því efni, að halda bílstjórum frá
áfengisneyzlu í starfi. Þessum
árangri þarf að ná í öðrum stétt-
um, — t. d. stéttunum, sem áður
voru nefndar. —
Hver mundu viðbrögð þings,
stjórnar, heilbrigðisyfirvald-
anna og almennings verða, ef
einn eða fleii'i menn eða konur
í hvei-i'i fjölskyldu á íslandi
væru allt í einu sýktar í heila á
þann veg, að sturlun ylli —
tímabundinni eða jafnvel varan-
legri —? Væi'i hugsanlegt, að
hið opinbera héldi að sér hönd-
um og hefðist ekki að til vam-
ar sh'kum háska? Ólíklegt er
það. Og hugsum okkur þá þjóð-
arsoi'g, já, og þjóðai’reiði, ef upp
kæmist um hóp misindismanna,
sem valdir væru að hinni ógnar-
legu sýki.
En hversu mai'gir ei’u þeir
ekki á meðal okkar, smitberax’n-
ir, sem við öll tækifæri útbreiða
sýkina undir nafninu: Gleði-
gjafi?
Þessai'i plágu þurfum við
ekki að gefa nýtt nafn. Þetta er
sýkin, sem hi'jáir nær hverja
fjölskyldu tuttugustu aldarinn-
ar á íslandi; áfengissýkin al-
kunna, sem færir siðmenntað
fólk niður á stig rónanna. □
- Litið í bæjarblöðin
(Framhald af bls. 5.)
Nú getur ritstjóri íslendings,
eða einhver, sem hann fær til
þess, fullvissnð sig um það sjálf-
ur, að hér er með allt í'étt fai'ið.
Hins vegar ætti hann ekki að
leggja það í vana sinn, að væna
aðra um óvöndugheit, þegar
hann hefur engin rök fram að
fa-ra.
Sjálfur reyndi ritstj. íslend-
ings að birta dæmi í morgun,
en tókst óhönduglega. Hann bar
saman verð á postulínsdiskin-
um frá 1958 og einhverjum dul-
arfullum diski, sem kaupmaður
í Sjálfstæðisflokknum auglýsti
' núna’ í vikunni með tilgreindu
verði!! Tímakaupið, sem hann
tilgreinir fx'á því í október 1958
er líka skakkt samkvæmt upp-
lýsingum frá Alþýðusamband-
inu!
SYNISHORN AF KJORSEÐLI
við bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí 1962 eins og hann lítur út, er B-LISTINN hefur verð kjörinn:
A Listi Alþýðuílokksins XB Listi Framsóknarflokksins D Listi Sjálfstæðisflokksins G Listi Alþýðubandalagsins
Bragi Sigurjónsson Steindór Steindórsson o. s. frv. 1 ! Jakob Frímannsson Stefán Reykjalín * Sigurður Óli Brynjólfsson Arnþór Þorsteinsson Haukur Árnason Richard Þórólfsson Hólmfríður Jónsdóttir o. s. frv. Jón G. Sólnes Helgi Pálsson o. s. frv. Ingólfur Árnason Jón Ingimarsson o. s. frv.