Dagur - 09.08.1962, Síða 4
4
5
PRÓFDAGURI5& L-:
Á l»ESSU ÁRI haía meira en 2000 bif*
reiðar verið fluttar til landsins og er þá
bifreiðaeign landsmanna komin yfir 25
þúsund eða um það bil ein bifreið á
hverja 7 íbúa.
Þessi mikli bifreiðafjöldi hefur valdið
ýmsum crfiðleikum í þéttbýlinu, þar sem
óvíðast hefur verið gert ráð fyrir slíkuin
fjölda þessara farartækja. Bifreiðamar
komast naumast fyrir, og er t. d. auglýst
mjög áberandi, ef verzlanir eru svo vel
settar, að þar nálægt sé hægt að leggja
bifreið á meðan verzlað er.
Á götum bæjanna og á þjóðvegum
landsins skapar hin mikla bifreiðaeign
hin mestu vandamál, þar eð vegimir eiga
enn langt í land að geta kallast þolanlega
akfærir. Þá er því miður augljóst, að
margir eru þeir ökumenn á þjóðvegum
sem þurfa að læra betur, áður en þeir fá
leyfi til að stjóma bifreið, þar sem ann-
arra ökutækja eða manna er von. Virð-
ast bifreiðaskírteini og þar með réttur til
að aka bifreiðum of auðfenginn og afhent.
viðkomandi án lágmarkskunnáttu, eins
og nú er komið. Þá er siðferðileg kunn-
átta í umferðinni mjög í molum hjá
mörgum bifreiðastjórum, og ætti að
leggja meiri áherzlu á hana en gert er.
Þótt hér sé auðvitað um undantekningar
að ræða, eru þær enn alltof margar.
Prófsteinn ársins í þessum málum er
Verzlunarmannahelgin. Blöð og útvarp
hafa lagzt á eitt undanfarin ár um, að
vara fólk við umferðahættum. Slysa-
vamafélögin, félag bifreiðaeigenda og
margir fleiri hafa stuðlað að góðri um-
ferð og veitt í því efni ómetanlegan
stuðning á þessum prófdegi, auk beinnar
vegaþjónustu. Ennfremur hefur lögregla
og bifreiðaeftirlit unnið mikið starf og
gott. Sterkur áróður, bein lijálp og eftir-
lit hafa á undanförnum árum komið þátt-
takendum gegnum um prófið slysalítið.
Um Verzlunarmannahelgina var kalt
veður norðanlands, er skerti ánægju
hinna fjölmörgu, sem ætlað höfðu að
njóta ferðalaga, útiveru og útilegu.
Fimmtán flokkar lögreglumanna frá
Reykjavík skipti sér niður á þá staði
syðra, er helzt þótti þurfa og hjálparbíl-
ar vom 14 á vegunum og auglýst með
stuttum fyrirvara, hvar þeir voru staddir
hverju sinni.
Á Akureyri og svæðinu frá Ljósa-
vatnsskarði til Öxnadalsheiðar lentu 14
bílar í árekstrum og umferðaslysum, að
sögn lögreglunnar. Bílar þessir bám ein-
kennisstafina A, B, G, F, og Þ. í Öxna-
dal ók bifreið út af veginum og vom 4
farþegar hcnnar fluttir á sjúkrahús. Ein
kona slasaðist, en ekki aðrir á nefndu
svæði. Tveir ökumenn, er slysum ollu,
vom taldir ölvaðir og em mál þeirra í
rannsókn. — Margir bílanna voru illa
skemmdir. Síðustu ár hafa ekki orðið
eins margir árekstrar eða umferðaslys
hér í nágrenni og nú.
Þingeyingar höfðu engar dansskemmt-
anir um þessa helgi að fyrirskipan sýslu-
manns síns, og víða um land, þar sem öl-
æði keyrði mesf úr hófi í fyrra og frægt
varð að endemum, var samkomubann að
þessu sinni. Er það staðfesting á harðorð-
um frásögnum blaða og útvarps sl. ár, en
hins vegar ekki lækning.
Opinberar fregnir herma, að þegar Iit-
ið er á þessi mál í heild yfir land allt,
hafi frídagur sá, sem sérstaklega er verzl-
unar- og skrifstofufólki helgaður, verið
minni vandræðadagur en oft áður.
V.__________________________________/
Á víð og dreif um Jökulsárfund og fleira
EINS og kunnugt er, fól full-
trúafundur sá, er haldinn var á
Akuléyri 8. júlí sl. fjórum al-
þingismönnum ásamt oddvita
sýsTunefndanna í Þingeyjarsýsl-
um og bæjarstjóranum á Akur-
eyri, að vinna að framkvæmd
þeirrar ályktunar í málinu, sem
gerð var á fundinum og skoraði
j'afnframt á Alþingi og ríkis-
stjórn að taka til greina þau rök
fyrir stórvirkjun Jökulsár á
Fjöllum, er fram voru flutt í á-
lyktunarformi. Fundurinn hét
einnig „á fólk allt á Norður- og
Austurlandi að mynda órjúf-
andi samstöðu í þessu máli og
fylgja því fram til sigurs með
fullri einurð og atorku“, eins og
það var orðað í lok ályktunar-
innar.
Þess verður að sjálfsögðu ekki
langt að bíða, að sex manna
nefnd sú, er fyrr var nefnd, taki
málið upp við hlutaðeigandi
stjórnarvöld, og varla getur hjá
því farið að valdamenn í virkj-
unarmálum veiti athygli þeim
eindregna vilja, er fram kom á
fundinum og athugi sinn gang í
þessum málum betur en þeir
ella hefðu gert. Ekki mun þó af
veita, að almenningur norðan-
lands og austan haldi vöku
sinni, geri sér fulla grein fyrir
því, sem skeð hefur, og hvernig
málið stendur, að fundi loknum.
Mörgum þóttu það áreiðan-
lega mikil tíðindi og góð, þegar
Alþingi íslendinga hinn 22. marz
1961, samþykkti með samhljóða
atkvæðum tillögu til þingsálykt-
unar frá þingmönnum úr Norð-
urlandskjördæmi eystra um,
„að undirbúa virkjun Jökulsár
á Fjöllum til stóriðju", en þann-
ig hljóðaði fyrirsögn þingsálykt-
unarinnar. Þingsályktunin sjálf
var svohljóðandi:
„Alþingi skorar á ríkisstjóm-
ina að láta hraða gerð fullnað-
aðáætlunar um virkjun Jökuls-
ár á Fjöllum og athugun á hag-
nýtingu orkunnar til fram-
leiðslu á útflutningsvöru og úr-
ræðum til fjáröflunar í því
sambandi.“
Framkvæmd stjórnarvald-
anna á þessum glöggu og á-
kveðnu fyrirmælum Alþingis
hefur verið, vægast sagt, ein-
kennileg. Gerð áætlunar um
Jökulsárvirkjun var þegar fyrir
3—4 árum vel á veg komin. En
síðan þingsályktunin var sam-
þykkt, hefur að því er virðist,
lítið verið að henni unnið, en
mikið kapp lagt á að vinna að
rannsóknum í sambandi viðsvo-
nefnda Búrfellsvirkjun í Þjórsá
og raunar einnig við athugun
fleiri virkjunarmöguleika á
Suðurlandi. — Hlutaðeigandi
stjómarvöld hafa þannig snið-
gengið yfirlýstan vilja þingsins.
— Árangur, sem nú er tal-
inn liggja fyrir af þessu einka-
framtaki stjórnarvaldanna birt-
ist í upplýsingum þeim, er fram
komu á Akureyrarfundinum
frá formanni stóriðjunefndar
ríkisstjórnarinnar og raforku-
málastjóra, en niðurstöður
þeirra voru í meginatriðum á
þá leið, að svo virtist sem orka
frá Dettifossvirkjuninni myndi
verða 25% dýrari en frá Búr-
fellsvirkjun og því „ekki hægt
að reikna með því, að hinni
fyrstu aluminiumverksmiðju á
íslandi yerði valinn staður norð-
anlands".
Á það verður að benda í þessu
sambandi, að öðrum orkufrek-
um iðnaði en aluminiumvinnslu
virðist til þessa hafa verið frem-
ur lítill gaumur gefinn í „stór-
iðjunefndinni". — Af erindi
því, er Baldur Líndal, efnafræð-
ingur, flutti á verkfræðingaráð-
stefnu í vor, má þó ráða, að
fleira komi þar fyllilega til
greina, til dæmis vinnsla plast-
efna.
Hvað veldur slíkum vinnu-
brögðum? Síðan raforkumála-
stjóri flutti skýrslu sína á Ak-
ureyrarfundinum liggur það
nokkurn veginn Ijóst fyrir. Það
er Suðurlandssjónaimiðið eða
réttara sagt Stór-Reykjavíkur-
sjónarmiðið, sem í þessu máli
hefur mátt sín meira hjá stjórn-
arvöldunum en yfirlýstur vilji
Alþingis. Ef fólksstraumurinn
heldur áfram, þarf að virkja til
almennrar notkunar syðra allt
að 50 þús. kw. Orka sunnan-
lands er talin ódýrust við Búr-
fell, en virkjun þar verður að
vera 150 þús. kw. Þennan vanda
má leysa með því að byggja al-
uminiumverksmiðju við Faxa-
flóa, en þar yrði það trúlega,
þótt stundum sé minnst á Þor-
lákshöfn.
Þá er því nú haldið fram, að
sú stærð aluminiumverksmiðju,
sem helzt komi til greina (30
þús. tonna), sé of lítil fyrir
Dettifossvirkjun. En svo kemur
það upp úr kafinu, að hún er
þá líka of lítil fyrir Búrfells-
virkjun, þarf helzt að vera 45
þús. tonna. En þá væri hún
líka orðin mátuleg fyrir Detti-
fossvirkjun. 45 þús. tonna verk-
smiðja þarf 90 þús. kv. og til al-
mennrar notkunar á Norður- og
Austurlandi þarf, eftir umsögn
raforkumálastj óra, að virkj a allt
að 12 þús. kw. Dettifossáætlun-
in er um 104 þús. kw.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir
virkjun Jökulsár á Fjöllum, en
skortir sérþekkingu og jafn-
framt aðstöðu til að fylgjast
með vinnubrögðum stjórnar-
valdanna, standa að sjálfsögðu
illa að vígi til að gagnrýna þær
samanburðaráætlanir, er fyrir
lágu á Akureyrarfundinum. —
Sex manna nefndin getur vænt-
anlega aflað sér þeirrar að-
stöðu. Ekki skal í efa dregið, að
raforkumálastjóri, sem án efa
er samvizkusamur embættis-
maður, og aðrir verkfræðingar,
geri sér far um að leita réttrar
niðurstöðu reikningsdæma. En
athygli hlaut að vekja, að raf-
orkumálastj. talaði á fundinum
um „grófar“ áætlanir og „bráða-
birgðaáætlanir“ í þessu sam-
bandi, og aðspurður sagði hann,
að rannsóknir er nú fara fram,
gætu breytt þeim áætlunum. —
Hann gerði enga grein fyrir því
á fundinum, hverrar tegundar
virkjunarmannvirki við Búrfell
væru, og má vera, að gerð
þeirra sé enn nokkuð á reiki.
Fregnir hafa borizt þaðan af
hindrunum, sem eitthvað kann
að kosta að ráða bót á, ef um er
að ræða. Um 100 þús. kw. Detti-
fossvirkjun staðfesti hann, að
hún maetti heita „hrein rennslis-
virkjun“, þ. e. án teljandi miðl-
unar, en aðalmannvirkið 4 km.
jarðgöng. Leikmanni hlýtur því
að sýnast „miðlunarmannvirki“
nokkuð dýr í áætluninni. Gert
er ráð fyrir að orkulína frá
Dettifossi hvíli að nokkru leyti
á Stálmöstrum, en frá Búrfells-
virkjun eingöngu á tréstaurum.
Hvers vegna? Eins og kunnugt
er hvílir Sogslínan til Reykja-
víkur á stálmöstrum. Enginn
gaumur virðist hafa verið gef-
inn að stytztu leið til sjávar frá
Dettifossi, hafnarmál í þessu
sambandi yfirleitt lítið rann-
sökuð. Varastöð vegna Detti-
fossvirkjunar er áætluð helm-
ingi stærri en varastöð Búrfells-
virkjunar, en ef um annan iðn-
að er að ræða en aluminium-
vinnslu, kynni að mega sleppa
þessum varastöðvum. Væru raf-
orkukerfin sunnanlands og
norðan tengd saman, hyrfi líka
þessi munur væntanlega, og að
því þarf að stefna. Allt þetta og
fleira þarfnast skýringa.
Það er upplýst, að margir
verkfræðingar hafa unnið að á-
ætlunum og á milli þeirra hefur
verið verkaskipting, þannig að
ekki eru öll mannvirki áætluð
af sömu mönnum. Útlent verk-
fræðingafirma, sem varla getur
verið kunnugt staðháttum á
virkjunarstöðum, er síðan talið
hafa yfirfarið allar áætlanir
hinna íslenzku verkfræðinga.
Staðhættir við Dettifoss og Búr-
fell eru áreiðanlega mjög ólíkir,
og eru því varla fyrir hendi sam-
kynja reglur um kostnaðarmat.
í þeim „grófu“ bráðabirgða-
áætlunum, sem hér er um að
ræða, geta 25% sennilega ekki
talizt mjög áberandi verðmunur
á orkunni, þegar tekið er tillit
til alls þess, sem að framan hef-
ur verið getið.
Enn er þó alltof snemmt að
slá því föstu, að sá verðmunur
sé veruleiki. Þar vantar nánari
sundurliðun kostnaðar og ýtar-
legri greinargerð.
Sú var niðurstaða sérfræðing-
anna á Akureyrarfundinum, að
orka frá Dettifossvirkjun myndi
kosta 18.6 aura kwst., en frá
Búrfellsvirkjun 14.8 aura. Upp-
lýst er, að aluminiumverksmiðj-
ur í Vestui’-Evrópu og Ameríku
búi við 21—26 aura ox-kuverð.
Er þar því um allt að 5 aura
verðrr^ismun að ræða, og má af
því ráða, að 3.8 aura verðmis-
munur geti varla ráðið úrslitum
hér.
Hitt er svo annað mál, sem
einnig kom fram hjá sérfræð-
ingunum, að hjá útlendum
aðilum, að því leyti sem
þeir kynnu að verða við þetta
mál riðnir, komi til athugunar
samanburður á orkuverði hér
og í Noregi. En þar er virkjun-
araðstaða talin hagstæð. Ef það
er rétt, að orkuver í Noregi
framleiði orku fyrir. 13 au.kwst.,
myndi jafnvel: Búrfellsvirkjun
með 14.8 aura ekki standa jafn-
fætis, nema O’rkuverð til al-
mennrar neyzlu innanlands
hækkaði með tilliti til þess.Þess
má geta, að í 14.8 aura verðinu
eru ekki reiknaðir tollar eða
söluskattur af innfluttu efni til
virkjana, en taldir vera 14% af
stofnkostnaði.
í bréfi til fjárveitinganefndar
Alþingis 6. maí 1960 lét raforku-
málastjóri svo um mælt, að tal-
ið sé, að fyrsti áfangi áætlunar-
gerðar hafi leitt í ljós, „að úr
Jökulsá megi vinna raforku á
svipuðu kostnaðarverði og stór-
iðjuver, svo sem aluminium-
verksmiðjur greiði fyrir orkuna
víða erlendis". Eiríkur Briemf
verkfræðingur, framkvæmda-
stjóri ríkisrafveitnanna, sagði á
verkfræðingaráðstefnunni í
Reykjavík sl. vor, að orkuverð
frá Búrfelli og Dettifossi væri
það lágt, að „orkufrekur iðnað-
ur“ ætti að geta „sætt sig við“
það. Og gerði hann þar ekki
mun á virkjununum að þessu
leyti.
í þessu sambandi verður að
sjálfsögðu að ætlast til þess, að
gerð verði nánari grein fyrir
þeim tölum varðandi orku-
verð til stóriðju erlendis, sem
nefndar eru. — Á hvaða upp-
lýsingum voru þær tölur byggð-
ar? Eiga þær við núverandi
orkuver erlendis, sem auðvit-
að eru að meiru eða minna leyti
byggð á ódýrum tíma, eða við
væntanleg orkuver, sem reist
kunna að verða nú á næstunni?
Á Akureyrarfundinum var að
því vikið og um það spurt, hve
lengi virkjanlegt vatnsafl á ís-
landi myndi geta enzt til al-
mennrar notkunar í landinu. —
Raforkumálastjóri nefndi 50—
60 ár, kvað þá áætlun að vísu
vera mjög lauslega, en þó gerða
samkvæmt reglum, sem notaðar
væru til að gera svonefndar
orkuspár fram í tímann, en regl-
an er sú, að tvöfalda orkúna á
10 árum. Regla þessi skapar
nokkuð ævintýralegar útkom-
ur, og skal það ekki rætt hér.
Sigurður Thoroddsen, verk-
fræðingur, áætlaði á verkfræð-
ingaráðstefnunni, að hér á landi
væri virkjanlegt vatnsafl alls
sem svaraði til 35000 millj.kwst.
raforkuframleiðslu í meðalári,
og lætur nærri, samkvæmt regl-
unni, að sú orka fullnotist á 60
árum eða vel það, ef orkunotk-
unin nú er talin 500 millj. kwst.
Norski verkfræðingurinn dr.
Fredrik Vogt skýrði frá því á
sömu ráðstefnu, að virkjanlegt
vatnsafl í Noregi væri í opin-
berum skýrslum talið svara til
ca. 130000 millj. kwst. í venju-
legu ári, en kvað raforkunotkun
þar í landi nú vera ca. 34000
millj. kwst. Miðað við fólks-
fjölda eiga Norðmenn samkv.
þessu hlutfallslega miklu minna
virkjanlegt vatnsafl en íslend-
ingar, og hafa þeir þegar notað
það í stórum stíl, enda ætti
vatnsafl þeirra ekki að endast
nema í tæp 20 ár, ef orkuspá
þessi er gerð eftir fyrmefndri
reglu, enda þá gert ráð fyrir
sömu aukningu í stóriðnaði og
almennri notkun. Væri gert'ráð
fyrir niðurlagningu stóriðnaðár
(45%núverandi orkunotkunar),
myndi vatnsorkan nægja í 30 ár.
Þessar tölur benda til þess, að
Norðmenn megi búast við, að
verða nokkru fyrr uppiskroppa
á þessu sviði en íslendingar. Af
þessu o. fl. mætti gera sér í hug-
arlund, að eitthvað fari að draga
úr því, áður en langt líður, að
Norðmenn byðu ódýrt rafmagn
til stóriðnaðar — ef þeir taka
orkuspárregluna alvaiTega.
Af því, sem nú hefur verið
sagt, verður að álykta, að ótti
sumra manna við skort á vatns-
afli til raforkuframleiðslu hér á
landi á komandi tímum, ef eitt-
hvað yrði nú virkjað til stóriðn-
aðar, hafi ekki við sterk rök að
styðjast, a. m. k. ekki, ef vatns-
aflsbirgðir íslendinga eru born-
ar saman við vatnsaflsbirgðir
Norðmanna.
Því má hins vegar ekki
gleyma, að uppi eru nú mótbár-
ur á öðrum grundvelli gegn
stórvirkjunum hér á landi. Stór-
virkjun (100 þús. kw. eða
stærri), hvar sem hún yrði,
verður varla framkvæmd á
næstunni nema til komi jafn-
framt orkufrekur iðnaður, sem
þarf á miklu stofnfjármagni að
halda. Til þess að útvega þetta
fjármagn og komast hjá áhættu
í sambandi við sölu útflutnings-
vara frá iðjuveri er nú einkum
bent á þá leið, að leyfa útlend-
um aðila eða aðilum beina fjár-
festingu í slíku iðjuveri. — En
mikil andstaða hefur verið gegn
því hér á landi, að leyfa útlend-
ingum að eiga og reka hér at-
vinnufyrirtæki.
Þessi andstaða gegn beinni
fjárfestingu útlendinga byggist
að sjálfsögðu fyrst og fremst á
þjóðernisástæðum og á fullan
rétt á sér nú sem fyrr.
Það er sjálfsagt að hindra,
að bein fjárfesting útlendinga
eðá útlendur atvinnurekstur
fari að tíðkast almennt hér á
landi, og skal sú skoðun ekki
frekar rædd að sinni. Ef leyfa
skal hins vegar beina fjárfest-
ingu í einstaka tilfelli, verða
að vera fyrir því þungvæg rök.
Varðandi fjárfestingu í sam-
bandi við virkjun Jökulsár á
Fjöllum eru slík rök fyrirhendi,
og þau einnig þjóðernislegs eðl-
is. Það er eitt helzta þjóðernis-
og sjálfstæðismál íslendinga um
þessar mundir, að takast megi
að koma í veg fyrir vaxandi
jafnvægisleysi í byggð landsins,
og virkjun Jökulsárværi áhrifa-
mikið úrræði í þá átt. Margir,
sem yfirleitt eru mótfallnir
hvers konar beinnierlendrifjár-
festingu annarri, myndu sætta
sig við að reyna þá leið í sam-
bandi við Jökulsárvirkjun, ekki
sem fordæmi, heldur sem und-
antekningu til að afstýra yfir-
vofandi hættu í þjóðlífinu (þ. e.
hættu á. landauðn), sem mikið
liggur við, að afstýrt verði, á
þennan hátt eða annan. Sjálft
orkuverið hefur alltaf veriðgert
ráð fyrir, að íslendingar ættu og
rækju, hvað sem iðjuveri liði.
Ástæða er til að gefa gaum
að því úrræði,sem raforkumála-
stjórnin virðist hafa í huga í því
skyni að koma í veg fyrir skort
á raforku á Norður- og Austur-
landi á .komandi árum. Úrræðið
virðist vera 6000—12000 kw.
orkuver, eða í þá átt fórust raf-
orkumálastjóra orð á Akureyr-
arfundinum. Á öðrum stað í
ræðu sinni, skýrði hann frá
þeim mikla mun, sem er á fram-
•
leiðslukostnaði raforku, eftir
stærð orkuveranna. Hann gerði
þar t. d. ráð fyrir, að orka í ca.
5000 kw. orkuveri væri 2—3
sinnum dýrari pr. kw. en 100.000
-200.000 kw. orkuveri. Ef Detti-
foss verður dæmdur úr leik,
gerist væntanlega þetta: Stór-
Reykjavík fær iðjuver og ódýr-
asta rafmagn, sem hægt er að
framleiða hér á landi til al-
menningsnota. Norður- ogAust-
urland fær ekkert iðjuver, en í
þess stað rafmagnsskort eða
dýrt rafmagn í samanburði við
rafmagnið syðra.
Hvað sem öðru líður, er eitt
víst, og um það geta víst allir
orðið sammála: Að ekki væri
þessi þróun mála til þess fallin
að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins. G. G.
Tvær íslenzkar skáldsögur frá Á6
ÚT ERU KOMNAR hjá Al-
menna bókafélaginu tvær nýjar
skáldsögur eftir íslenzka höf-
unda, Sumarauki eftir Stefán
Júlíusson, og Brauðið og ástin
eftir Gísla J. Ástþórsson. Eru
þetta mánaðarbækur félagsins
fyrir júlí og ágúst.
Skáldsagan Sumarauki er
fimmta skáldsagnabók Stefáns
Júlíussonar, en þær fjórar, sem
á undan eru komnar, hafa allar
vakið mikla athygli, einkum
Sólarhringur, sem höf. hlaut
verðlaun fyrir 1960 úr rithöf-
undasjóði- Ríkisútvarpsins. —
Sumarauki gerist í sveit á Suð-
urlandi og segir frá kynnum
miðaldra skálds, Ála Eyberg og
Hildar Harðardóttur, 17 ára
Reykjavíkurstúlku. Áli hefur í
æsku flúið heimabyggð sína
vegna misheppnaðra ástamála,
farið víða, gerzt frægt skáld og
er nú aftur kominn heim í sveit
sína til sumarlangrar dvalar. —
Þar hittir hann fyrir hina 17
ára Hildu, sem er dóttir kon-
unnar er hann unni í æsku. Er
hún mjög lík móður sinni í út-
liti, en ber annars að öllu leyti
skýr einkenni sinnar eigin kyn-
slóðar. Leiða kynni skáldsins og
hennar til óþægilegra vanda-
íþróffamót að Laugum í S.-Þing.
ÍÞRÓTTAMÓT Héraðssam-
bands Þingeyinga í frjálsum í-
þróttum var haldið að Laugum
laugardaginn 14. og sunnudag-
inn 15. júlí. Keppendur voru 52
talsins frá einstökum ung-
mennafélögum sýslunnar og
auk þess kepptu 12 íþróttamenn
úr KR sem gestir á mótinu. —
Keppni hófst kl. 20 á laugar-
dagskvöld og að henni lokinni
var dansleikur. Á sunnudaginn
hófst keppni kl. 15. Þá setti for-
maður Héraðssambands Suður-
Þingeyinga, Óskar Ágústsson,
mótið með ræðu og bauð gest-
ina velkomna til leiks. Kl. 20 á
sunnudagskvöldið flutti sr.1 Sig-
urður Haukur Guðjónsson á-
varp, en á eftir var sýnd kvik-
mynd af Landsmóti U.M.F.Í. á
Laugum síðastliðið sumar. —
Seinna um kvöldið var svo
verðlaunaafhending og lýst
stigakeppni. Var það gert í
kaffisamsæti, er HSÞ bauð til
keppendum og starfsmönnum.
Þá afhenti formaður HSÞ gest-
um mótsins oddfána HSÞ. Dans-
leikur var svo á eftir. — Móts-
stjóri var Stefán Kristjánsson,
íþróttakennari úr Reykjavík,
sem frá því um síðastliðin mán-
aramót hefur dvalizt í Suður-
Þingeyjarsýslu á vegum HSÞ
og þjálfað íþróttamenn.
Úrslit í einstökum greinum:
100 m. hlaup karla.
Keppendur úr HSÞ.
1. Höskuldur Þráinsson, U.M.F.
Mývetningur, 11.4 sek.
2. Sigurður Friðriksson, U.M.F.
Efling, 11.4 sek.
3. Ingvar Þorsteinsson, ÍF.
Völsungar, 11.6 sek.
Keppendur úr KR.
1. Einar Frímannsson 11.0 sek.
2. Úlfar Teitsson 11.0 sek.
3. Þórh. Sigtryggsson 11.4 sek.
400 m. hlaup karla.
Keppendur úr HSÞ.
1. Tryggvi Óskarsson, U.M.F.
Reykhverfingur, 57.4 sek.
2. Þorsteinn Jóhannesson, ÍF.
Magni, 58.7.
3. Bergsveinn Jónsson, U.M.F.
Bjarmi, 60.3 sek.
Keppendur úr KR.
1. Þórh. Sigtryggsson 55.0 sek.
2. Sigurður Björnsson 56.0 sek.
3. Valur Guðmundsson 56.2.
Stigahæstu einstaklingar:
Ingvar Þorvaldsson 17 stig
Sigrún Sæmundsdóttir 14 —
14 —
11 —
10 —
10 —
Sigurður Friðriksson
Tryggvi Óskarsson
Halldór Jóhannesson
Guðm. Hallgrímsson
mála. Sumarauki er viðburða-
rík saga um daginri' í ’dag
æskulýðinn, viðhorf haris óg til-
finningar, sem teflt er gegri við-
horfum og tilfinningúm éídri
kynslóðarinnar. Bókin er 173
bls. að stærð.
Brauðið og ástin gr Reykjá-
víkursaga, sem gerist rétt fyrir
heimsstyrjöldina síðarí." Aðál-
persónurnar oru ungur bláða-
maður og unnusta hans, Birna
Jónsdóttir, stúlka úr véi’kalýðs-
stétt og framarlega í verkalýðs-
baráttunni. í sama mund óg þau
ætla sér að ganga í hjónaband
skellur á mikið verkfall. Unn-
ustinn neyðist til að rita í blað
sitt magnaðar greinar gegn
verkfallinu og foringjum þess
og kemst fyrir þá sök í all-
óþægilegar kringumstæður, þó
að nokkuð rakni úr að lokum
fyrir aðstoð hins óviðjafnanlega
Gríms, ritstjóra blaðsins.
Brauðið og ástin sýnir les-
andanum inn í ýmsar stofnanir
í borginni, þar sem hann hefur
e. t. v. ekki verið kunnugur áð-
ur, svo sem ritstjórnarskrifstof-
ur blaðanna, sem höf. þekkir
harla vel. Bókin er bráðfyndin
á köflum og spennandi, 241 bls.
að stærð.
Bækurnar eru báðar prentað-
ar í Víkingsprenti, og bundnar
í Bókfelli. Atli Már hefur teikn-
að kápu og titilsíðu og er' frá-
gangur allur hinn smekklegasti.
Dyngjufjöll og Askja
ÓLAFUR JÓNSSON á Akur-
eyri hefur skrifað nýútkomna
bók, Dyngjufjöll og Askja, með
30 ljósmyndum og teikningum,
og gefur Bókaforlag Odds
Björnssonar á Akureyri hana
út.
í formála segir höfundurm.a.:
„Kver það, er hér kemur fyrir
almennings sjónir er ekkifræði-
rit, heldur hugsað sem fræðslu-
rit fyrir forvitinn almenning, er
leggur leið sína á þessu sumri
inn í Öskju, til þess að kynnast
verksummerkjum þeirra nátt-
úruundra, er þar urðu á síðast-
liðnu hausti.“ Og einmitt þess-
um tilgangi þjónar þessi nýút-
komna bók, sem er yfir 90 blað-
síður, einkar vel. Og með því að
fleiri leggja leið sína í Öskju
en íslendingar, er í bókinni
einnig enskur texti.
Ólafur Jónsson, er sem kunn-
ugt er, fróður mjög um efni það,
er hin nýja bók fjallar um og
ritfær í bezta lagi.
Öskjufarar njóta góðrar leið-
sagnar, ef þeir hafa með sér
bókina Dyngjufjöll og Askja, á-
samt mjög fróðlegu sögulegu
yfirliti um þennan stórmérka
stað hinna íslenzku öræfa.
' ■ □
Gróðursjúkdómar
og varnir gegn þeim, er riýút-
komið 170 bls. leiðbeiningarit,
sem Atvinnudeild Háskólans
gefur út, en Ingólfur Davíðs-
son hefur skráð. Ritinu er skipt
í 7 kafla. Fjalla þeir um sjúk-
dómslýsingar á helztu tegund-
um jurta í görðum, gróðurhús-
um og á túnum og ökrum. Einn-
ig á trjám og runnum. Þá er
meindýrum (vírus, grásveppir,
blaðlýs og huldusýklar) gerð
nokkur skil, og að lokum er
(Framhald á bls. 7)
Erlingur Friðjónsson
Fæddur 7. febrúar 1877 - Dáinn 18. júlí 1962
Höskuldur Þráinsson og Sig-
urður Friðriksson hlupu 100 m.
á 11.4 sek. Tryggvi Óskarsson
sigraði í 400 m. á 57.4 og Hall-
dór Jóhannesson bæði í 1500 m.
á 4.12.8 og 3000 m. á 9.06.4.
Ingvar Þorvaldssori stökk
6.61 m. og Þorvaldur Jónsson
stökk 14.31 m. í þrístökki. — í
(Framhald á bls. 7.)
HINN 26. júlí sl. var til moldar
borinn á Akureyri Erlingur
Friðjónsson, fyrrverandi alþm.,
85 ára að aldri.
Hann var fæddur á Sandi í
Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu
7. febrúar 1877, sonur Friðjóns
Jónssonar bónda þar og Helgu
Halldórsdóttur frá Skútustöð-
um, bústýru hans. Og þar ólst
Erlingur upp, gekk síðan í skóla
í Ólafsdal og útskrifaðist þaðan
1903. Eftir það nam hann tré-
smíði á Akureyri um tíma, en
tók þá við stjórn Kaupfélags
verkamanna og því starfigegndi
hann mestan hluta ævinnar.
Erlingur var einn af forystu-
mönnum urigmennafélaganna,
og síðar varð hann verkalýðs-
leiðtogi og formaður Verka-
mannafélags Akureyrarkaup-
staðar og forseti Verkalýðssam-
bands Norðurlands, formaður
Byggingafélags Akureyrar, rit-
stjóri Alþýðumannsins um 7 ára
bil og bæjarfulltrúi 'í meira en
3 áratugi. Þingmaður Akureyr-
ar var hann kosinn 1927, en sat
þar aðeins eitt kjörtímabil, til
ársins 1931. Þar beitti hann sér
ásamt fleirum fyrir stofnun
Síldarverksmiðja ríkisins og
fyrir byggingu sildarverksmiðja
á Norðurlandi.
Starfsorka og viljaþrek Erl-
ings Friðjónssonar var frábær,
hreinskiptinn var hann .og ör í
lund. Starfsdagur Erlings varð
óvenjulangur og allur unninn á
Akureyri, að uppvaxtarárunum
slepptum. □