Dagur - 09.08.1962, Side 8

Dagur - 09.08.1962, Side 8
8 Haukur Ámason á nýju brúnni á Jökulsá. (Ljósmyndari Jón Sigurgeirsson.) Brúargerð á Jökulsá á Fjöllum FÖSTUDAGSKVÖLD 20. júlí lagði leiðangur upp frá Reykja- hlíð suður í Ódáðahraun til brú- argerðar á Jökulsá á Fjöllum austan Upptyppinga. Klukkan var um 6 á laugar- dagsmorgun 21. júlí, þegar leið- arenda var náð. Var þá slegið tjöldum, matazt og lagzt til svefns. Um kl. 11 var risið úr svefnpokum, hádegisverður sngeddur og því næst tekið til óspilltra málanna við brúar- gerðina. Mannafli var nægur og höfðu þó flestir nóg að iðja við flutning efnis og áhalda að brú- arstæðinu, lagfæringu þess og brúarsmíðina sjálfa. 4 menn fóru með gúmmíbát ofar að ánni, ferjuðu sig yfir og héldu svo að brúarstæðinu. Var kastað línu yfir ána til þeirra, síðan drógu þeir til sín kaðal og vírkaðal. Vírkaðall sá var festur rammlega og strengd- ur. Því næst var stálbitunum rennt yfir með trissu á vírkaðlin um. Gegg verk það ágætlega, en gljúfurbarmurinn að austan var mun lægri en að vestan. Þurfti því að byggja undir bitaendana að austanverðu. Það starf, svo og lagfaering vegar við þann enda brúarinnar, tók drjúgan tíma. Brúin sjálf var fullbúin, en ekki aðstaða til að aka yfir hana, þegar vinnu var hætt um kl. 21 á laugardagskvöld. Sunnudagsmorgun voru menn árla á fótum og tóku til, þar sem frá var horfið kvöldið áð- ur. Um kl. 9 ók svo Jón Sigur- geirsson frá Helluvaði fyrstur manna yfir brúna. Þá var snúið heim í tjöld og búizt til ferðar í Ný léðurvöruverzlun í JULÍ opnaði Leðurvörur h.f. nýja verzlun í Strandgötu 5 (áð- ur Búnaðarbankinn. Henni er skipt í tvær deildir. Eru í ann- arri skófatnaður, en í hinni töskur, hanzkar og margs konar leðurvörur. Töskurnar eru nær allar búnar til á Akui'eyri. Hafa þær áður náð vinsældum og þá seldar annars staðar. Verzlunarstjóri er Gunnar Hjartarson. □ Hvannalindir. Fóru 4 léttustu bílarnir í þann leiðangur, en eft- ir voru vörubíllinn og Dodge Weapon bíll. Leiðin í Hvanna- lindir reyndist greiðfær, nema eitt hraunhaft, sem þó var mjótt. Þar var svo dvalizt um hríð í góðu veðri, gengið á Lindakeili og skoðaðar rústir útilegumannakofa, sem þar eru. Var nú verk fyrir höndum að taka brúna af, því að ekki er tryggt að láta hana vera að staðaldri sökum þess, hve lágt hún er yfir vatnsborði árinnar. Brúin var að sjálfsögðu tekin yfir til vesturlandsins, en 2 menn störfuðu að því að losa hana að austan. Voru þeir dregnir á vírkaðli yfir ána að verki loknu. Tókst það giftu- samlega, en varla þyrfti að ætla þeim líf, er félli þarna í Jökulsá, svo hamrömm sem hún er í þrengslunum við brúarstæðið. Mánudagsmorgun 23. júlí voru tjöld tekin upp og búizt til ferðar í Öskju. Fýsti marga að sjá verksummerki gossins í vet- ur. Höfðu sumir ferðalanganna ekki haft tækifæri til þess áður, en aðrir höfðu nýlega farið á þessar slóðir. Kunnu þeir að vísa hinum ókunnugri á þá staði, sem sjónarverðir eru. Að lokinni viðdvöl í Öskju var haldið til byggða'. Þegar kom í Herðubreiðarlindir ,hittu leiðangursmenn fólk, er komið hafði á stöðvar þeirra daginn áður. Hafði það farið á bíl sín- um í slóð þeirra yfir brúna nokkru á eftir þeim, hitti ekki rétta leið og sneri við. Leiðangursmenn höfðu því (Framhald á bls. 7) Brezkur tundurspillir NK. FÖSTUDAG, þann 10. ág„ kemur brezki tundurspillirinn H. M. S. Makom til Akureyrar. Skipstjóri er mr. Maurice Tikky. Áætlað er að skipið hafi við- komu hér í fjóra daga og gefst fólki tækifæri til að skoða skip- ið. Á laugardag verður að opið fyrir skólabörn, en fyrir almenn- ing frá kl. 14.00—16.00 á sunnu- dag. □ Tvær í sólinni. (Ljósm.stofa Péturs, Húsavík.) Utsvörin á Akureyri árið 1962 ÚTSVARSGREIÐENDUR á Akureyri 1962 eru samtals 2798, þar af eru 2754 einstaklingar og 44 félög. — Heildarupphæð álagðra út- svara er kr. 24.925.000.00. Hæstu útsvör á félögum eru: • Samband íslenzkra samvinnufélaga........... kr. 589.100.00 Slippstöðin hf.............................. — 282.500.00 Kaupfélag Eyfirðinga ........................ — 202.300.00 Amaro hf. ................................. — 168.200.00 Útgerðarfélag K. E. A....................... — 146.100.00 Súkkulaðiverksmiðjan Linda hf................ — 109.200.00 Hæstu útsvör einstaklinga eru: Kristján Kristjánsson, Brekkugötu 4..........kr. 87.200.00 Valtýr Þorsteinsson, Fjólugötu 18 ............ — 60.200.00 Brynjólfur Kristinsson, Harðangri............. — 56.200.00 Vilhelm Þorsteinsson, Ránargötu 23 ........... — 53.100.00 Helgi Skúlason, Möðruvallastræti 2 ........... — 47.700.00 Baldur Ingimarsson, Hafnarstræti 107 B...... — 46.900.00 Jónas H. Traustason, Ásveg 29 — 46.200.00 Óskar Hermannsson, Gránufélagsgötu 53 ... . — 42.900.00 Friðþjófur Gunnlaugsson, Hamarstíg 33 ........ — 39.200.00 Baldvin Þorsteinsson, Löngumýri 10'........... — 38.500.00 Sverrir Valdemarsson, Ásveg 16 .............. — 37.700.00 Oddur C. Thorarensen, Bjarmastíg 9 ........... — 37.300.00 Oddur C. Thorarensen, Hafnarstrséti 104 .... — 35.800.00 Brynjólfur Brynjólfsson, Þingvallastræti 33 . . — 34.500.00 Tryggvi Valsteinsson, Lyngholti 10 ........... — 34.400.00 Friðjón Skarphéðinsson, Helgamagrastræti 32 — 32.500.00 Halldór Ólafsson, Eyrarlandsveg 24 ........... — 32.300.00 Guðmundur Karl Pétursson, Eyrarlandsveg 22 — 31.900.00 Pétur Jónsson, Hamai-stíg 12 ................. — 31.500.00 Sverrir Ragnars, Þingvallastræti 27 .......... — 31.300.00 Einar Guðmundsson, Klettaborg 2 .............. — 31.100.00 Jóhann Þorkelsson, Ránargötu 19 .............. — 30.800.00 Ólafur Jónsson, Munkaþverárstræti 21 ..... . — 30.600.00 Sigurður Ólason, Munkaþverárstræti 31 .... — 30.200.00 HÆSTU AÐSTÖÐUGJÖLD: Félög: Kaupfélag Eyfirðinga . ....................kr. 1.440.200.00 Samband ísl. samvinnufélaga, verksm. . . . ; — 952.200.00 Útgerðarfélag Akuveyringa hf................ — 475.500.00 Slippstöðin hf.............................. — 108.900.00 Kaffibrennsla Akureyrar hf.................. — 104.000.00 Amaró hf.................................. — 103.300.00 Súkkulaðiverksmiðjan Linda hf............... — 97.100.00 Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf,- .......... — 80.800.00 Oddi hf„ vélsmiðja.......................... — 62.900.00 Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar — 62.300.00 Útgerðarfélag K. E. A....................... — 59.100.00 Prentverk Odds Björnssonar hf............... — 55.000.00 Valbjörk hf................................. — 51.700.00 Einstaklingar: Valgarður Stefánsson, Oddeyrargötu 28 .... kr. 78.000.00 Valtýr Þorsteinsson, Fjólugötu 18 — 50.000.00 Kristján N. Jónssón, Þingvallastræti 18 .... — 46.000.00 Brynjólfur Brynjólfsson, Þingvalíástræti 33 — 41.000.00 Tómas Steingrímsson, Byggðavegi 116 .......... — 32.200.00 O. C. Thorarensen, Bjarmastíg 9 .............. — 30.600.00 Snorri Kristjánsson, Strandgötu 37 ........... — 26.200.00 Steindór Kr. Jónsson, Eyrarveg 31 ............ — 23.300.00 Bjarni Sveinsson, Brekkugötu 3 ............... — 21.000.00 UM síðustu helgi héldu umdæm- isstúkur Suður- og Norðurlands mót að Reykjaskóla í Hrúta- firði. Það sóttu 600—700 manns, þegar flest var. Mótsstjóri var Jón Kristinsson, Akureyri. Meðal þess, sem fram fór var: Stefán Ág. Kristjánsson flutti frumort kvæði, kvöldvökur voru fluttar á laugardags- og sunnudagskvöld, sem félagarnir iáu sjálfir um, farin var skemmtiferð umhverfis Vatns- nes á sunnudaginn. Guðsþjónustu flutti séra Gísli Kolbeinsson. Á laugardagskvöld var brenna mikil og við hána sungin ætt- jarðarljóð. (Framh. á bls. 2.) STÓR VINNINGUR STÆRSTI vinningurinn í Vöru- happdrætti SÍBS, síðasta drætti, lenti hingað til Akureyrar, kr. 500.000.00 — eða hálf milljón kr. — umb. Kr. Aðalsteinsson. Sá hamingjusami mun hafa næga þörf fyrir fjársjóðinn og er hinn ánægðasti. Hann heitir Magni Friðjónsson, Brekkugötu 1, vörubílstjóri á Stefni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.