Dagur - 01.09.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 01.09.1962, Blaðsíða 7
7 Glært ■—POLYTEX— til blöndunar í — POLYTEX-málningu, gefur meifi £ljáa og auöveldar hreingerningu. — POLYTEX— plastmálning er mjög auðveld í meöförum og ýrist litiö úr rýllu. — Viöioöun er frábær á nýja sem gamla málningu. SUNNUDAGINN 12. ágúst var liátíðamessa í Einars^taðakirkju í tilefni af 100 ára afmæli kirkj- unnar og vísitasíu biskups. — Miklar endurbætur á kirkjunni hafa farið fram á þessu ári og í fyrra. Kirkjan máluð utan og innan, gólf teppalagt og gluggar lagfærðir. Við messuna þjónuðu fyrir altari.á undan prédikun prófast- ur sr. Friðrik A. Friðriksson, Húsavík,. og sóknarprestur sr. Sigurður Guðmundsson, Grenj- að.arstað. Biskup prédikaði og minntist 100 ára afmælis kirkjunnar. Hann þjónaði einnig fyrir altari eftir prédikun og ræddi við böm þau, sem viðstödd voru messuna. Að lokinni messu héldu kirkjugestir til samkomuhúss- ins á Breiðumýri, þar sem kven- félag sveitarjnnar stóð fyrir kaffiveitingum. Ungmennafélag- ið „-Efling“ hafði séð um skrey.t- ingu á salnum, sem veitt var í. Er fólk hafði notið veitinganna, yar aftur haldið til kirkju, en þar hófst þá afmælissamkoma. Fyrst flutti ávarp formaður sóknarnefndar, Sigfús Jónsson, bóndi, Einarsstöðum, og lýsti endurbótum á kirkjunni. Sókn- arprestur, sr. Sigurður Guð- mundsson, rakti sögu kirkjunn- ar. Haraldur Jónsson, bóndi, Jaðri, minntist presta,sem þjón- að hafa við kirkjuna síðastliðin 100 ár. Prófastur, sr. Friðrik A. Friðriksson, flutti ræðu. Þá tal- aði sóknarprestur aftur og lýsti gjöfum, sem kirkjunni hafa bor- izt. Gjafirnar eru: hökull í gotn- eskum stíl, sjöarma kertastjaki og ljósakróna. Gefendur eru frú Þóra Sigfúsdóttir, Einarsstöð- um, og fjölskylda hennar. Þær eru gefnar til minningar um eiginmann Þóru, Jón Haralds- son,- bónda, Einarsstöðum, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og forfeður hans, 3 ættliði í beinan karllegg, er sátu jörðina á undan honum. Einnig minntist sóknarprest- ur Páls H. Jónssonar frá Laug- um, sem var organisti kirkjunn- ar um langt árabil, unz hann fluttist burtu síðastliðið sumar. Þá talaði biskup og lýsti bless- un. Að lokum var sunginn þjóðsöngurinn. Söngrnilli atriða samkomunnar annaðist kirkju- kór sóknarinnar undir stjórn organistans, Ingólfs Sigurgeirs- spnar, bónda, Vallholti. Að lokinni samkomu var biskupi og fylgdarliði hans, pró- fasti og prestum prófastsdæmis- ins, sem allir voru þarna við- staddii’, boðið ásamt með frúm sínum til kvöldverðar að Ein- arsstöðum. HJÚSKAPUR. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Siguihjörg Sæmunds- dóttir frá Bessastöðum í Skagafirði, og Sverrir Har- aldsson, búfræðingur, Skriðu. DAGUR. Símar: 1166 ritstjóm, 1167 auglýsingar og afgreiðsla (nýr sími). Færið nýja núm- erið, 1167, inn í símaskrána. I fsiöfrD; óskast hálfan eða allan daginn. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. AKUREYRI BYLIÐ YOKUVELLIR I er til sölu nú þegar. — Semja ber við uýidiiTÍtaðan. HJÖRTUR BJÖRNSSON, sími 02. Frá iðnsýningunni: Elzta prentvél í POB. (Ljósmynd: E. D.) Skrúðgangan stödd í Hafnarstræti. (Ljósm. E. D.) Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓHANNESAR BENEDIKTSSONAR frá Breiðabóli. Sérstakar þakkir færum við Kvejafélagi Svalbarðs- strandar fyrir veitta aðstoð við útförina. Vandamenn. -ATVINNA í SVEÍT Maður óikast til skepnuhirðingar á stórt bú nálægt Reykjavík. — Hátt kaup. — Enn fremur stúlka t’i innanhússtarfa. — IJpplýsingar gefur Jón Samúelsson, Akureyri, símar 2058 og 1167. HERBERGI ÓSKAST Tv ær stúikur í 6. bekk M. A. óika eftir góðu herbergi til leigu. Uppl. í síma i 132. Látió Pexlu létta störfín! óireicífcí v.vn'tý lifalyftnr 2, 5, 8 og 10 tn. VÉLA- OG BÚSÁHALDÁDEiLD Góð auglýsing gefur góðan arð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.