Dagur - 19.09.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 19.09.1962, Blaðsíða 1
- . ' Málgagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Eruncur Davíðsson SKRIFSTOI A í IIAI NARSTR.CTI 90 SÍMI 1160. Sri'.NINGU OG PRKNTUN ANNAST PRENTVERK OdUS Björnssonar h.f., Akurfyri __________________________- --------------------------------** Augiýsingastjóri |ón Sam- ÚF.LSSON . ÁrGANGURINN KOSTAR KR. 120.00. Gjalddagi F.R 1. JÚLÍ Bladio KF.Ml/R út á midvikudög- UM OG Á LAUCARDÖCI’M, ÞKGAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TII. Slátrun hefst í dag Nær 52 þús. f jár lógað á sláturhúsum K.E.A. í DAG hefst haustslátrun sauð- fjár hjá • Kaupfélagi. Eyfirðinga á Akureyri. Þar, verður lógað 38.300 fjár, en allt að 10 þús. á Dalvík og 3.500 á Grenivík. Er þessi sláturfjártala svipuð og sl. haust. . Búizt er við að til Bretlands | VETRARSILDVEIÐI | Dr. Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur álítur: — Að hægt sé að stunda haust- og vetrarsíldveiði fyrir Norður- og Austurlandi með góðum ár- angur. — Að lítill vafi leiki á því, að síld sé á þessum slóðum fram á vetur, en djúpt undan landi. — Að hefja þurfi síldarleit vegna haust- og vetrarvertiðar fyrir norðan á traustum skipum. — Að síldveiði þessi yrði úr- tökusöm vegna rysjóttrar veðr- áttu, og henti því betur heima- bátum norðlenzkum. Að vart sé að búast við áfram- haldandi sÚdveiðum fyrir norð- an nú, nema rheð aðstoð leitar- skipa. verði flutt um 70 tonn af dilka- kjöti héðan fyrir hagstæðara verð en fyrirfarandi ár. Enn- fremur verður nær öll kinda- lifur flutt út að þessu sinni, eða það, sem framyfir er heima- markað á meðan sláturtíð stend- ur. Ærkjöt verður úrbeinað fyr- ir Bandaríkjamarkað, eins og áður. Offramleiðsla virðist á gráum gærum. Svíar hafa gefið hátt verð fyrir þær undanfarin ár. Bændur hafa fengið allt að 70 kr. pr. kg., en búizt er við verð- lækkun. Mjög hefur svörtum gærum fjölgað síðustu ár, jafn- hliða hinum gráu. En svartar gærur eru í mun lægri verð- flokki en hvítar. Iðunn, sútunin, tekur nú allar gærurnar, að þeim gráu undan- teknum, sem fara til Svíþjóðar eins og áður. Slátrun lýkur á Akureyri 25. október. Enn vantar nokkra menn við sláturhúsið. Yfir 100 manns þarf þar til starfa. Fjárréttin hefur verið stækk- uð og rúmar um 1500 fjár. — Fyrsta féð, sem lógað er, er úr Bárðardal og Fnjóskadal. □ Í Gangnamenn hvílast í áfangastað. Steingrímur gangnaforingi til hægri. (Ljósm. E. D.) Boraá á Akureyri íþróttir um helgina SUNNUDAGINN 23. sept. n. k. fer fram á íþróttavellinum að Laugalandi í Eyjafirði, hin ár- lega frjáls-íþróttakeppni milli Ungmennasambands Kjalarnes- þings, íþróttabandalags Kefla- víkur, íþróttabandalags Akur- eyrar og Ungmennasambands Eyjafjarðar í umsjá þess síðast nefnda. Keppnin hefst kl. 13.30 og verður keppt í 10 karlagrein- um. Þessar keppnir hafa jafnan verið spennandi og oft náðst góður árangur, og svo verður eflaust enn. — Einnig verður keppt (auka) í þrem kvenna- greinum: 100 m. hlaupi, lang- stökki og kúluvarpi. Á sama stað og dag kl. 17 hefst síðasti leikur knattspyrnu- móts Norðurlands milli Skag- firðinga og Eyfirðinga. Búast má við fjörugri og tvísýnni keppni, því að liðin virðast jöfn. Til dæmis hafa þessir aðilar leikið innbyrðis tvo leiki fyrr í sumar og unnið sinn hvor. í SAMTALI við Gunnar Böð- varsson fyrir helgina, gizkaði hann á, að Norðurlandsborinn, sem nú loks er kominn til Ol- afsfjarðar, myndi ef tilvillkoma til Akureyrar eftir 18 mánuði eða svo. En áætlanir í þessu efni eru mjögónákvæmarvegna þess, hve óvissan er mikil við slíkar framkvæmdir. Norðurlandsborinn verður notaður í Námaskarði vegna f yrirhugaðrar kísilgúrvinnslu; einnig á Húsavík, en þar er jarð- hiti fyrir hendi og líkur til ár- angurs. Næst kemur svo röðin að Akureyri. Árangur á Akureyri er óviss, sagði Gunnar. Ég álít heppileg- ast, að bora fyrstu holuna á Akureyri: sjálfri, síðan á Krist- nesi og Laugalandi á Þelamörk. Þessi jarðhitakönnun á Akur- eyri er nokkuð dýr og má á- ætla hana 6—8 milljónir króna. En miklar líkur eru til þess að árangur náist á Laugalandi og í Kristnesi. Sekúndulíterinn af 80—100 stiga heitu nýtanlegu vatni er milljón króna virði. — Tilraunaborunin í kaupstaðnum sjálfum er hins vegar líklegust til mikils fróðleiks, og er þá reiknað með 10—1200 m. dýpt, Allt bar það upp á sama daginn Skotið að fólki á engjum - Maður brenndist fingrum, svo að mikið blæddi Á DRAFLASTÖÐUM í Fnjóska dal búa hjónin Kristín Jónsdótt- ir og Sigurður Karlsson. Það Fólk flýr bæinn vegna húsnæðisskorts SVO er nú komið, vegna þess hve hið frjálsa framtak ein- staklingsins er fjötrað síðustu ár, að orðin eru hin verstu húsnæðisvandræði hér á Akureyri. Kveður svo rammt að þessu, að menn eru að flýja bæinn, vegna þess að þeir fá hvergi húsnæði. Má nefna dæmi um þetta, sem ekki verða vefengd. Þær stórbyggingar, sem hér hafa risið að undanförnu, og ekkert nema gott er um að segja, hafa ekki leyst húsnæðis- ekluna, sem hér hefur verið að skapast og vex stöðugt. Mál þetta er þegar orðið svo alvarlegt, að bæjarstjómin getur naumast horft á það aðgerðarlaus. Það er ekki sóma- samlegt, að yfirvöld bæjarins horfi á það án aðgerða, að ungt og duglegt fólk, sem vill eiga hér heima, verði að flýja vegna húsnæðisskorts til annarra landshluta. bar við sl. fimmtudag, að sonur þeirra hjóna, Jón að nafni, er var að vinna með dráttarvél, brenndist illa á hendi og fæti. Var hann nýlega búinn að setja benzín á vélina og kviknaði ut- an á tanknum. Jóni tókst með snarræði að losa benzíntankinn frá og bjarga með því vélinni. En við það brenndist hann, og mun hann verða nokkrar vikur að gróa sára sinna. Þá bar það við síðar um dag- inn, að vikadrengur þar á bæn- um ætlaði að* skilja hunda, er komnir voru í hár saman, en þeir bitu hann og særðu á þrem Daguk kemur út nk. laugardag. Og enn gerðist það svo úti á engjum þennan dag, þar sem heimilisfólkið var að snúa heyi, að jeppabíll staðnæmdist austan árinnar, gegnt Draflastöðum. — Höfðu ferðamenn skotvopn og skutu öflugri kúlu til fólksins. Lenti hún milli þess, hafnaði skammt frá og tætti upp jörð- ina, svo sem stórar kúlur gera. En um leið og skotið reið af, kastaði drengur sá, er fyrr var nefndur og hundarnir bitu, sér niður. Þegar skotmenn sáu „mannfallið11, urðu þeir felmtri slegnir og óku snarlega burt. — Mun þetta ráð drengsins ef til vill hafa komið í veg fyrir fleiri skot og jafnvel slys. Segi menn svo, að aldrei ger- ist neitt í sveitinni. □ eða allt að þeirri dýpt, er bor- inn getur náð með hægu móti. Norðurlandsborinn er snún- ingsbor, sem getur borað 10— 20 sm. víðar holur og allt að 1200 m. djúpar, en með aukaútbún- aði mun hann ná allt að 2500 m. dýpi. Hann er sænskur og af stærstu tegund jarðbora, sem þar eru framleiddir. Mörg verk- efni bíða borsins á Norður- landi. Sauðárkrókur, Dalvík og Siglufjörður eru meðal þeirra staða norðlenzkra, sem verk- efni hafa fyrir hinn nýja jarð- bor. Um 50 þús. manns búa nú í jarðvarmahituðum húsum hér á landi. Það hefur mikla efna- hagslega þýðingu fyrir þjóðina að nýta jarðvarmann, sagði Gunnar Böðvarsson að lokum. •■pillllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIUIIIIIIIHIIIIIIim I BÚVÖRUVERÐIÐ í FRAMLEIÐSLURÁÐ land- 1 búnaðarins auglýsti í gær nýja j verðið á mjólkurvörum og [ kjöti. I Rjómi í lausu máli kostar j 50.00 kr. lítrinn. í heilflöskum [ 50.30, í hálfflöskum 25.30 og í í Vá flöskum 12.90. [ Skyr kostar kr. 12.75 kílóið, i smjör kr. 80.75 kg. og 45% [ ostur kr. 70.80 hvert kíló. í Fyrsti verðflokkur af kinda- j kjöti kostar: Súpukjöt kr. [ 32.35 kg., heil læri 37.65 kg., i hryggur 3S.65 kg. og lifur kr. [ 42.30. Hjörtu og nýru kosta kr. § 31.50 kg. Heil slátur með haus [ kosta kr. 41.00. ***UÍHMMIIIlMIIIIMI!»*»MlMmmiMMMUUIIUIIIimimt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.