Dagur - 19.09.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 19.09.1962, Blaðsíða 8
8 V armaveita NIÐURSTÖÐUR athugana, er gerðar hafa verið af okkar fær- ustu verkfræðingum sýna, að hitaveita um Akureyri er arð- bært fyrirtæki, ef kostnaður fer ekki fram úr 100 millj. kr., og þeir telja, að líkur séu fyrir hendi að kostnaður þurfi ekki að fara fram úr þeirri upphæð. Á sl. ári fól bæjarstjórn Ak- ureyrar Vermi sf., verkfræð- ingafyrirtæki Gunnars Böðvars- sonar, að gera athugun á tækni- legum og fj árhagslegum mögu- leikum á jarðvarmaveitu á Ak- ureyri frá lindum í nágrenni bæjarins. Nú í sumar kom álitsgerð frá Vermi sf. og greinir þar frá lík- um og möguleikum fyrir varma- veitunni og ýmsum fróðleik, er þeir hafa safnað saman til að byggja útreikninga sína á. Er á- litsgerðin fjölrituð og yfir 60 stórar síður með mörgum töfl- um og línuritum. Er því ekki kostur að rekja allt efni henn- ar, en niðurstöður athugana eru þessar helztar: Jarðvarma til reksturs veit- unnar má hugsanlega vinna, 1) að Laugalandi í Hörgárdal, 2) að Reykhúsum (Kristnesi) og 3) ef til vill í næsta nágrenni Akureyrar eða í bæjarlandinu. Heildar borunarkostnaður er á- ætlaður 30 millj. kr. að Lauga- landi, 45 millj. kr. við Reykhús og 70 millj. kr. á Akureyri. En allt eru þetta óvissar tölur. Aðveitukerfi er áætlað 28 millj. kr. frá Laugalandi, 20 millj. kr. frá Reykhúsum og 5 millj. kr. á Akureyri, en bæjar- kerfið um 45 millj. kr. Stofnkostnaður allrar veit- unnar er því áætlaður 100—120 millj. kr. Til þess að veitan beri sig fjárhagslega, er talið, að kostn- aður megi ekki fara yfir 110 millj. kr., en þá er gert ráð fyrir 25% betri þjónustu en olíuhitun veitir. Með hliðsjón af óvissum liðum virðist fyrirtækið því fjárhagslega tvísýnt, en þó um- talsvert og niðurstöðurnar rétt- læta fyllilega frekari rannsókn- ir, og er lagt til að boraðar verði 1000 m. djúpar holur, ein á hverju fyrrgreindu svæði. Þess- ar boranir má framkvæma með Norðurlandsbornum og kosta 6 Héraðsfundur Eyja- fjarðarprófastsdæmis verður að þessu sinni haldinn að Munkaþverá sunnudaginn. 30. þ. m. og hefst með almennri guðsþjónustu kl. 2 e. h. Séra Benjamín Kristjánsson predikar, en aðkomuprestar þjóna fyrir altari. í messulok setur prófastur fundinn með ræðu, en séra Pétur Sigurgeirs- son segir frá æskulýðsstarfi kirkjunnar í Hólastifti og séra Ragnar Fjalar Lárusson flytur stutt erindi um prentunarsögu Nýja testamentisins. Auk þess venjuleg héraðsfundarstörf. — (Frétt frá héraðsprófasti.) —8 millj. kr. og taka um 2 ár. Þetta verk verður vart fyrir gýg unnið, þar sem aukinn hag- nýtanlegur jarðvarmi hlýtur ætíð að vera ávinningur, enda þótt óvissa ríki um varmaveitu til Akureyrar. Til þess að fullnægja þörf veitunnar, þarf 80 1. á sek af 70 gráðu heitu vatni eða 60 1. af 95 gráðu heitu vatni og er þá mið- X SUMAR var lax- og silungs- veiði góð og er þetta fjórða góða veiðiárið, sagði Þór Guð- jónssonj veiðimálastjóri, í við- tali við blaðið um helgina. — í fyrra veiddust yfir 30 þús. laxar í laxám landsins samanlagt, samkvæmt skýrslum, og var vigt þeirra yfir 110 tonn sam- tals. Um helmingur þessara laxa var veiddur í net. Veiðin er sennilega svipuð í ár. * Laxastigi í Selá. Rætt er um að byggja laxa- stiga í Selá í Vopnafirði. Veiði- svæðið þar er ekki nema 7—8 km. frá sjó og fram að ólax- gengum fossi. Með því að gera laxastiga í foss þennan, lengist veiðisvæðið til mikilla muna, eða meira en um helming. Iivað kostar laxastigi? Staðhættir ráða þar miklu um. En reikna má með því, að það kosti um 50 þús. kr. á hvern hæðarmetra fossins eða hindr- unarinnar, sem gera þarf lax- gengann. Fyrir 20 árum eða þar um bil, voru byggðir nokkrir laxastigar eftir reglunni: Hólfin 1 meter á lengd, 1 meter á breidd og 1 meter á dýpt. En þessir stigar urðu naumast eða alls ekki laxgengir. Nú vita menn betur, því að reynslan hefur kennt mönnum, að það borgar sig ekki að byggja lélega laxastiga og eiga á hættu, eftir kostnað og fyrirhöfn, að þeir verði ekki að neinum notum. Dæmi um óvirkan laxastiga er t. d. í Djúpá í Ljósavatnsskarði. En þar er nú áhugi fyrir endur- bótum og verður vonandi ekki langt að bíða þess, að þar verði gerður góður laxavegur. En svo aftur sé minnzt á laxárnar í Vopnafirði, er það t.d. um Hofsá að segja, að þar eru alltof marg- ar stengur leyfðar. Þar þarf að stofna veiðifélag til að nytja ána sem bezt, án ofveiði. Vatnasvæði Skjálfandafljóts? Vatnasvæði Skjálfandafljóts er mikið og býr yfir möguleik- um á marga vegu. Lax gengur í fljótið, en vegna hindrana geng- ur hann skammt upp eftir því. Ef þeim hindrunum er rutt úr vegi skapast mikið veiðisvæði, allt fram til fremstu bæja Bárð- ardals. En það eru ýmsir hlutir órannsakaðir í þessu máli, m. a. á Ak. að við þjónustu við 10 þúsund manns í þéttbýlasta hluta bæj- arins, þ.e. innan Glerár, en ekki í Glerárhverfi, sem enn er til þess að gera strjálbyggt. í álitsgerðinni kemur fram, að ekki er að efast um, að nægi- lega hátt hitastig fáist, en hins vegar getur vatnsmagnið verið of lítið, en með rennslistjörnum má fá allgóða nýtingu. □ nýting Ljósavatns og Djúpár í þessu sambandi. Merkingar við Laxá? Vegna þess álits margra Mý- vetninga, að framkvæmdir við upptök Laxár við Mývatn kunni að valda spjöllum á silungs- veiði, hefur Rafveitustjórn Lax- árvirkjunar samþykkt að kosta merkingar á silungi, til að kanna göngur hans milli Mý- vatns og efri hluta Laxár. Finn- bogi á Geirastöðum hefur að- stoðað við þessar merkingar í sumar. Sumir halda því fram, að urriðinn í Mývatni og Laxá ofan til hrygni nálægt Vogum. Aðrir halda því fram, að þar hrygni aðeins urriðinn í Mý- vatni, en urriðinn í Laxá hrygni í ánni. Merkingarnar ættu að leiða hið sanna í ljós. Merktir urriðar munu veiðast eftirleiðis. Greiddar verða kr. 25.00 fyrir merkið hjá Rafveitu Akureyrar. Fylgja þurfa upplýsingar um veiðistað, stærð fisksins, bæði þyngd og lengd, og helzt sýnis- horn af hreistri. Dýrustu veiðileyfin? Verð á laxi hefur mjög hækk- (Framhald á 2. síðu.) Norðurlandsborinn í Ólafsfirði Ólafsfirði, 17. september. — Um helgina snjóaði alveg niður að sjó og var mjög kalt í veðri. En Lágheiði tepptist þó ekki. Heimabátarnir, sem verið hafa á síld, eru allir hættir veið- um. Þeir hafa aflað vel í sumar. Guðbjörg mun vera aflahæst. í dag og á morgun eru gangnadagar í Olafsfirði og slátrun hefst 19. þ.m. Þó nokkuð er enn úti af heyjum. Margir heyjuðu á útengjum, vegna slæmrai' spi-ettu á ræktuðu landi og kalskemmdanna í vor. Búið er að setja upp Norður- landsborinn og hefur hann bor- að í viku í Skeggjabrekkudal, á því svæði, þar sem áður var borað vegna hitaveitu kaupstað- arins. • Fyrirhugað er að bora tvær holur, 350—500 metra djúpar. Frá stað þeim, sem nú er verið að bora á, eru aðeins 4 km. til Ólafsfjarðarkaupstaðar. □ Góðu laxveiðisumri lokið Stutt viðtal við veiðimálastjóra Garður Guðna Þórðarsonar, Hamarstíg 1. (Ljósm. E. D.) Fegurstu garðarnir EITT af því, sem Fegrunarfé- lagið á Akureyri hefur tekið sér fyrir hendur er, að veita garð- eigendum bæjarins verðlaun og viðurkenningu fyrir fegurstu garðana ár hvert. Yfir 100 garð- ar hafa hlotið slíkar viðurkenn- ingar á undanförnum árum. Að þessu sinni voru veitt þrenn verðlaun og þar að auki voru veittar sjö viðurkenningar fyrir fagra og frumlega garða. Hinn 11. september sl. hélt Fegrunarfél. fund með frétta- mönnum og eigendum þeirra garða, sem að þessu sinni komu á dagskrá. — Jón Kristjáns- son, formaður Fegrunarfélags- ins, afhenti verðlaunin, sem voru fagur bakki með ágreiptri 100 ára gamalli mynd af Akur- eyri, ásamt borðfána með Ak- ureyrarmerkinu. Verðlaun voru veitt þess- um görðum: Við Ægisgötu 24 (eigendur Laufey Jónsdóttir og Helgi Steinarr), Hamarstíg 1 (Sigríður Einarsdóttir og Guðni Þórðarson) og Möðruvallastr. 8 (Ásta Friðriksdóttir og Leonard Albertsson). Viðurkenningu hlutu garð- arnir: Við Byggðavegl32 (Anna Hallgrímsdóttir og Ingólfur Árnason), Byggðaveg 138 (Hrefna Jónsdóttir og Erlendur Snæbjörnsson), Grænumýri 10 (Inga Skarphéðinsdóttir og Jón Tryggvason), Hrafnagilsstræti 32 (María Stefánsdóttir og Þor- valdur Jónsson), Holtagötu 2 (Karolína Jósepsdóttir og Jó- hannes Jóhannesson), Sólvelli 2 (Fanney Eggertsdóttir ogHar- aldur Oddsson) _ og Sólvellir 4 (Matthea Krisfjánsdóttir og Ingólfur Kristj ánsson ). Fegrunarfélagið gaf Jóni Rögnvaldssyni og Magnúsi E. Guðjónssyni, bæjarstj., minja- gripi, hinum fyrrnefnda fyrir störf við Lystigarðinn og bæjar- stjóra fyrir þátt hans í fram- gangi þeirra mala, sem Fegrun- arfélagið ber einkum fyrir brjósti. Þá hlaut Jón Kristjánsson ó- skiptar þakkir fundarmanna fyrir frábær og árangursrík störf að fegrun bæjarins fyrir afmælishátíðahöldin, sem ný- lega fóru fram. □ I ÍKVIKNUN | Á LAUGARDAGINN kviknaði í Netaverkstæði Útgerðarfélags Akureyringa hf., Gránufélags- götu 4, Akureyri. Miklar skemmdir urðu á verk- stæði og skrifstofu Útgerðarfé- lagsins. □ ÁREKSTRAR Á LAUGARDAGINN varð bif- reiðaárekstur á gatnamótum Þingvallastrætis og Byggðaveg- ar. — Á sama tíma og á sama stað varð þar árekstur á sunnu- daginn. Síðari áreksturinn var harður, svo að öðrum bílnum hvolfdi. Meiðsli voru lítil serri engin á farþegum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.