Dagur - 10.10.1962, Blaðsíða 7

Dagur - 10.10.1962, Blaðsíða 7
7 Bóndi á Munkaþverá í 57 ár (Framhald af bls. 5.) Óknytti voru engin framin og lítið um hrekki, til dæmis ekk- ert í líkingu við það, þegar skólapiltar skiptu á kúm í fjós- um Hjaltalíns og Stefáns og annars staðar hefur verið frá sagt. Oft liefur verið fjölmennt á Munkaþverá? Já, það mátti nú segja. Og þangað komu margir skemmti- legir menn til að finna föður minn og afa. Fyrir utan sr. Jón- as á Hrafnagili, sem messaði þar þriðja hvern sunnudag, vil ég einkum nefna tvo: Árna Hall- grímsson á Garðsá, afa Björns, bónda á Laugalandi, og Jón Davíðsson, faðir Davíðs heitins hreppstjóra á Kroppi. Þeir voru ólíkir í flestu nema því, að vera manna skemmtilegastir. Árni tafði stundum fleiri vikur í einu. Afa og honum kom sam- an um alla skapaða hluti og skemmtu þeir sér við frásagnir og samræður um allt milli him- ins og jarðar. Á heimilinu voru oft yfir 20 manns, karlar, konur og börn. Hveniig var heimilisbragur- inn? Yfirleitt var mikið lesið. Afi var talinn eiga eitt mesta bóka- safn hér um slóðir. Spar var hann á útlánum á bókum sínum og lét þær ekki fara út af heim- -ilinu. Mikið var unnið, því að margs þarf búið við. Búin voru tvö, eins og lengi síðar. Heimil- isbragurinn var léttur og góð- ur. Þarna var samkomustaður og því gestkvæmt, einnig af þeim sökum. Reimleikasögur hafa aldrei borizt frá þessum stað og mun nær einsdæmi um kirkjustað. Virðast flestir eða allir, sem þar eru jarðsettir, hafa legið kyrrir. Beitarhúsin voru beint upp af Glúmsstöðum, þar sem sel Víga-Glúms var og þar sem þeir áttust við hann og Skúta. Reimt þótti í beitarhús- unum, en síðar kom fullnægj- andi skýring í ljós. Um aðra reimleika veit ég ekki. Hvað hcyrðir þú um kynlega atbiuði - í kvennaskólanum á LaUgáíarUli í gamla <l4ga? Þetta var nú í tíð afa gamla. Til hans var leitað úrræða í mörgum vandamálum, bæði veraldlegum og einnig andleg- um. Já, ég vissi, að hann var sóttur um hánótt út af Lauga- landsmálinu. Forstöðukonan sendi mann með hesta til að sækja hann og þangað fór hann um nóttina. Þetta stóð í sam- bandi við einhver dularfull fyr- irbæri, bæði sýnir og einhvers konar dásvefn nokkurra náms- meyja. En þetta lagaðist og veit ég ekki, að öðru leyti, hversu þessum fyrirbrigðum var háttað. Gamli tíminn á Munkaþverá, svo sem hann var á mínum upp- vaxtarárum og lengur, með öll- um sínum frumstæðu vinnu- brögðum, vöntunum á þægind- um, er nú eru talin sjálfsögð, fólksmörgu heimilunum og torf- húsunum, er löngu horfinn. Nýi tíminn hélt innreið sína með vélvæðingunni, aukinni ræktun og þeim búskaparháttum, sem í kjölfarið fylgdu. Fyrsta sláttu- vélin, sem til Norðurlands kom, kom í Munkaþverá fyrir alda- mót. Hún varð ekki að miklu gagni, en var engu að síður boð- beri nýs tíma. Jón lætur samtalinu lokið og þakkar blaðið svör hans. Jón M. Júlíusson hefur ætíð forðazt opinber störf. Deildar- stjóri var hann í sveit sinni á kreppuárunum, endurskoðandi KEA á fyrstu árum þess, ásamt Benedikt Einarssyni á Hálsi, í hreppsnefnd eitt kjörtímabil, en kunni þar illa við sig og gaf ekki kost á sér næst. Sáttamað- ur var hann um árabil, eða „for- líkunarmaðúr", og tjáði oddvit- inn honum þá skipun millibæja. En sveitungar Jóns eru frið- semdarmenn og kom ekkert mál til kasta Jóns í þessu starfi. Jón bjó aldrei stórt, en frem- ur snyrtilega, hafði yndi af gömlum fræðum og hefur enn, er vinsæll og vammlaus maður. Og rólyndi hans og æðruleysi virðir Elli kerling svo mjög, að hún hefur tæpast við honum lit- ið ennþá. □ Sá hlýtur viðskiptin, sem athygli vekur á »þéim. — Góð auglýsing gefur góðan arð. Faðir minn PETUR SIGFUSSON frá Halldórsstöðum andaðist 5. þ. m. í Colorado í Bandaríkjunum. — Fyrir liönd aðstandenda. Bjarni Pétursson. Móðir mín ÓLÍNA KRISTBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR frá Dálkstaðabakka verður jarðsett að Svalbarði laugardaginn 13. þ. m. Athöfnin hefst í Akureyrarkirkju kl. 1.30 e. h. Jóhann Valdimarsson og börn. I. O. O. F. — 14410128V2 — piiiiinri iii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111» I Nýja-Bíó | Sírni 1285 ! Aðgöngumiðas. opin frá 7-9 i I Kjartan Ó. Bjarnason | sýnir: I þriðjudag og miðvikudag j kl. 3, 5 og 9. j | ÍSLENZK BÖRN j j að leik og starfi til sjávar = | og sveita. 1 Skíðalandsmótið á Akureyri i I 1982. [ j Holmenkollen og Zakopane. \ l Knattspyrna, j j landsleikur íslands og Nor- | j egs og íslands og írlands. j j Handknattleikur. i Skátamót á Þingvöllum. I \ Þjóðháííð í Eyjum. i 17. júní í Reykjavík. j i Kappreiðar. j Listliiaup á skautum. j Barnasýning kl. 3. j «'*liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiia«iiiiiiiiiii‘» - MÍKIL SILUNGS- GENGD (Framhald af 1. síðu.) bandsþingi eru: Jón Stefánsson frá Verkamannafélaginu og Björn Einarsson til vara. Frá Verkakvennafélaginu mætir Margrét Þorgrímsdóttir og vara fulltrúi Arnbjörg Jónsdóttir. Hér hafa orðið læknisskipti. Ólafur Örn Arnar, sem gegnt hefúr læknisembættinu í eitt ár, hverfur héðan, en við tekur Val garð Björnsson frá Bæ. - Glæsilegur knatt- spyrnusigur (Framhald af bls. 8.) 4 þúsund talsins og þurfum við síður en svo að kvarta undan þeim. Hverjir gerðu mörkin? Steingrímur gerði 4, Kári 3 og Skúli 1. En oft var sóknin svo vel upp byggð, að mörkin komu þar í eðlilegu framhaldi. Hvað viltu segja um einstaka leikmenn ÍBA? Báðir hliðarframverðir okk- ar, þeir Jakob og Guðni sýndu ágætan leik og áttu mestan þátt í sigri okkar. Steingrímur var mjög skemmtilegur og fylginn sér uppi við mark mótherjanna. Þessi leikur mun hafa verið bezti leikur Kára á sumrinu, og sýndi hann enn á ný mikinn hraða og lipurð. Skúli var skemmtilega leikinn og dugleg- ur að vandá. Hvenær verður næsti leikur ykkar? Um helgina í Reykjavík. Og það verður án efa erfiður leik- ur. Þá mætum við KR. En ef við náum eins góðum samleik og síðast, höfum við nokkra sig urmöguleika, segir Jón Stefáns- son að lokum, og þakkar blaðið svörin. □ Frl. St. SKULD, 596210107-VIII -Frl. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h. á sunnudaginn kemur. Sálmar nr. 23, 366, 207 og 232. Altarisganga. — P. S. Æ. F. A. K. Fundur verður í stúlkna- deild n. k. þriðju- dag, 15. okt. kl. 8 e. h. í kirkjukapell- unni. Kosið verður í stjórn og skipað í sveitir. Stjórnin. AKUREYRINGAR! Kaptein Otterstad sýnir kvikmyndina „Arfurinn“ á samkomu Hjálp ræðishersins, föstud. 12. okt. kl. 8.30 e. h. — Sunnud. 14. okt., sunnudagaskóli kl. 2, barnasamkoma ld. 6. Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Kapt. Ottersted talar. Allir velkomn ir. Bainasamkomur hvert kvöld kl. 6 e. h.. Öll börn vel- komin. — Hjálpræðisherinn. IIESTAMANNAFÉL. LÉTTIR mun hefja hin vinsælu spila- kvöld sín í Alþýðuhúsinu föstudagskvöldið 12. þ. m. — Sjáið nánar augl. í blaðinu í dag. STJÓRN Léttis biður alla þá fé- lagsmenn, sem tök hafa á, að koma í vinnu á Kaupangs- bakka n. k. sunnudag. Farið frá Stefni kl. 1.30 e. h. Leiðrétting HÓLMGEIR BJÖRNSSON en ekki Helgi Björnsson heitir nýr stundakennari við MA, og Kristján Árnason en ekki Árni Kristjánsson hverfur frá sama skóla og leiðréttist þetta hér með. Oddeyrarskólinn NÝIR kennarar við Oddeyrar- skólann á Akureyri: Arnfinnur Jónsson, Eiríkur Jónsson og Svánhildur Þorsteinsdóttir. Hjúkrunarkonan, sem lét af starfi, heitir Guðríður Þorsteins dóttir, en í staðinn var ráðin Eva Hjálmarsdóttir. Með þessu leiðréttistyíiýínisprentun í frá- sögn aúoádeyrarskóla í síðasta tölubláði. - Skólastjóraskipti (Framhald af bls. 8.) Matráðskona er sem áður Cfsk Þórsdóttir. Kveðjusamsæti. Þann 21. þ. m. var skólastjóra hjónunum Gunnari Markússyni og Sigurlaugu Stefánsdóttur og börnum þeirra haldið kveðju- samsæti í þinghúsinu að Grund. Sr. Stefán V. Snævarr, formað- ur skólanefndar, stjórnaði hóf- inu og flutti aðalræðuna fyrir rninni þeirra hjóna. Færði hann þeim vandaðan sjónauka með á letruðum silfurskildi. Ennfrem- ur afhenti ungfrú Soffía Gísla- dóttir frú Sigurlaugu litaða ljós mynd úr Svarfaðardal, frá kven félaginu „Tilraun“. Allmargar ræður voru fluttar og mikið sungið. □ BRÚÐHJÓN: Laugardaginn 6. október voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Helga Haraldsdóttir og Skúli Gunnar Ágústsson. Heimili þeirra verður að Eyr- arlandsvegi 12, Akureyri. — Þann 3. okt. voru gefin sam- an í hjónaband brúðhjónin ungfrú Kristín Jónsdóttir og Rafn Sveinsson, verzlunarm. Heimili þeirra er að Glerár- götu 3, Akureyri. -— Þann 7. okt. voru gefin saman í hjóna band brúðhjónin ungfrú Ás- gerður Snorradóttir og Ingvi Svavar Þórðarson, netabæt- ingamaður. Heimili þeirra er að Fjólugötu 10, Akureyri. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband Gunnhildur Aðal- steinsdóttir og Alfreð Hjalta- lín, sjómaður. Heimili þeirra er í Gránufélagsgötu 53, Ak. LEIÐRÉTTING. í grein Jónasar frá Hriflu þar sem nefndur er fjöldi vinnandi manna á Gefjun, átti að standa, að starfsfólkið væri yfir 200. Á öðrum stað er talað um hvít- ar verur, en á að vera hvítar vörur, þ. e. mjólkurvörur. SPILAKLÚBBUR Skógræktar- félags Tjarnargerðis og bíl- stjórafélaganna. Fyrsta spila- kvöld okkar verður i Alþýðu- húsinu sunnudaginn 14. okt. kl. 8.30. Sjá nánar á öðrum stað í blaðinu. SKRIFSTOFA Framsóknar- flokksins er opin 9—12 f. h. og 2—6 e. h. — Framsóknar- menn í bæ og héraði eru hvattir til að líta-inn. LESSTOFA íslenzk - ameríska félagsins, Geislagötu 5, Akur- eyri. — Útlán á bókum, blöð- um og hljómplötum: mánud. og föstud. kl. 6—8 síðd., þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.30—10 síðd. og laugard. kl. 4—7 síðdegis. Á ÞAÐ AÐ BÍÐA vetrarins að gera við handriðin á Mennta- veginum, 'ef það gæti orðið til þess að einhver fótbrotnaði eða slasaðist á annan hátt, þar sem nú er ekkert til að styðjast við, þegar vegur þessi er farinn? MATTHIASARSAFN verður lokað um óákveðinn tíma. I. O. G. T. stúkan Bryhj-á'ÁQ. 99 heldur fund að Bjargi íigýmtu dag 11. okt. kl. 8.30 e. 'Ú'. — Fundarefni: Inntaka nýliða, kosningar, upplestur, kvik- mynd, dans (nýjustu dans- lög). — Félagar fjölmennið á þennan fyrsta fund eftir sum ai'ið. — Æðstitemplar. - Lögreglusamþykkt fyrir Ak.kaupstað (Fi-amhald af bls. 4) ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október,' nema í fylgd með fullorðnum vanda- mönnum. Þegar sérstaklega stendur á, getur bæjarstjórn sett til bráða- birgða strangari reglur um úti- vist barna allt að 16 ára aldri. Foreldrar og húsbændur bam anna skulu að viðlögðum sekt- um sjá um, að ákvæðum þess- um sé framfylgt. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.