Dagur - 10.10.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 10.10.1962, Blaðsíða 8
8 ~n \ ! i Skólastjóraskipti að Húsabakka í Svarfaðardal Fóstri og fyrri eigandi Hansínu, Hr. Nyholm, verkstjóri í Meistaravík, með bjarnynjuna. (Ljm.: Jóhannes R. Snorrason) Svarfaðardal 5. okt. — Veðrátt- an í haust hefur verið nokkuð mislynd. Með byrjun september brá til þurrka í nokkra daga. Hirtust þá mikil hey með góðri verkun. Bjargaði það fóðui'öfl- un margra bænda að miklu leyti. Kalt var í veðri og nætur frost nokkrum sinnum. Hvít fjöll. Urkoma hefur verið allmikil síðan um miðjan september, einkum þó nú síðustu dagana. Snjóað á fjöll, en rignt í byggð. Aðfaranótt þess 16. fyrra mán. alsnjóaði, en þá fönn tók þó r Kjartan 0. Bjarnason sýnir kvikmyndir KJARTAN Ó. BJARNASON sýnir þessa dagana kvikmynd- ina íslenzk börn að leik og starfi til sjóvar og sveita, auk þess mynd frá skíðalandsmót- inu á Akureyri í vetur, skáta- mótinu á Þingvöllum, kappreið- ar í Kjós, þjóðhátíð í Eyjum o. m. fl. Myndin íslenzk börn hefur vakið athygli erlendis. í kvöld, miðvikudag, er síð- asta tækifærið að sjá myndir Kjartans Ó. Bjarnasonar hér í bæ. □ fljótt aftur. Nú eru fjöll hvít meir en ofan í miðjar hlíðar. Húsabakltaskólinn. Barna- og unglingaskólinn á Húsabakka tók til starfa í gær. í skólanum verða í vetur 72 nemendur. Þar af 21 í unglinga deild. Skólinn starfar í 5 bekkj- ardeildum. Smábarnadeild starf ar þó aðeins fáar vikur vor og haust. Breyting hefur orðið á kenn- araliði. Gunnar Markússon, sem verið hefur skólastjóri síðan skólinn tók til starfa árið 1955, hefur nú látið af skólastjórn og flutt burt. Við skólastjórn hefur tekið Þórir Jónsson frá Jarð- brú. Þá hefur og verið fastráð- inn kennari Björn Daníelsson frá Syðra-Garðshorni, en tíma- kennsla, sem áður var, fellur niður, nema við handavinnu, en hana mun kenna Helga Þórs- dóttir og Hjalti Haraldsson. — Framhald á bls. 7. SÖGÐU UPP ATK V ÆÐ AGREIÐSL A hefur farið fram í Verkamannafélagi Akureyrar, og þar samþykkt að segja upp samningum félagsins við atviniiurekendur. □ Fiskað úr flugvél? FJÓRIR hugvitsmenn í Yorks- hire í Englandi hafa gert teikn- ingu af þyrilvængju, sem þeir ætla að megi nota til togveiða. Stærð þyrlunnar er 400 rúm- lestir og á hún að geta flogið 3 metrum fyrir ofan sjávarmál. Áætlaður hraði á fluginu til og frá fiskimiðum er 100 mílur á klst. og flugþolið 3500 mílur. Byggingarkostn. myndi verða um 120 milljónir króna. — (The South Africa Shipping News and Fishing Industry Review, May 1962. □ I ÞEIR VOKTU ATHYGLI A MELAVELLINUM Leikur sér eins og lítill hvolpur þótt Iiún hafi margra manna afl og sé B mánaða 1 FYRRAKVÖLD kom sér- kennilegur farþegi með flugvél Fí frá Grænlandi til Reykjavík ur. Það var átta mánaða gamalt bjarndýr, Hansína að nafni. Eig andi er Jóhannes Snorrason, yf- irflugstjóri. Blaðið hafði tal af Jóhannesi, er hann var kominn heim til sín með Hansínu og spurði frétta af henni og tildrögum þess, að hún elur aldur sinn meðal manna. Jóhannesi segist svo frá: Bjarnynjan héitir Hansína og er ca. átta mán. gömul. Eskimó ar skutu móðurina á ísnum fyr- ir austurströnd Grænlands í vor og tóku Hansínu, sem þá var lítil og vel viðráðanleg, þótt móðir hennar hefði kennt henni | Stöðvuðu hvern bíl { LÖGREGLA og bifreiðaeftirlit athuguðu bifreiðaumferðina all rækilega um síðustu helgi á svæðinu frá Dalvík og fram í Eyjafjörð. Var hver bíll stöðv- aður til eftirlits. Margir bilar höfðu ekki rétt- ar ljósastillingar, en fátt annað athugavert. Margir smá bifreiðaárekstrar hafa orðið á Akureyri undan- farna daga. Og enn einn mann- laus bíll rann af stað. Stóð hann framan við Hótel KEA, en rann yfir götuna og hafnaði á glugga Nýlenduvörudeildar KEA og braut stóra rúðu. □ að ráðast á allt, sem hreyfðist. Eskimóarnir komu með hvolp- inn til Meistaravíkur og þar tók við fóstri hennar Hr. Nyholm, sem er verkstjóri hjá námufélag inu. Nyholm og kona hans, sem er þar með honum ásamt 4 ára dreng þeirra hjóna, annaðist Hansínu af mestu alúð og ól hana á mjólk og hafragraut.j Hún dafnaði vel en var afar grimm og ekki vogandi að koma nærri henni- fyrst í stað. Svo bar það við dag einn, að Hansína varð vinaleg og gerði enga tilraun til að bíta eða berja. Nyholm tók til að um- gangast hana hiklaust og ganga rakleitt að henni með matinn. Varð brátt mikill vinskapur milli þeirra og Hansína fór að flaðra upp um hann, alveg eins og húsbóndahollur hundur. Brátt tók hún einnig ástfóstri . við konu Nyholms og gátu þau hjónin gert hvað þau vildu við hana. Nyholm leiddi hana í b'andi daglega niðúr í á og lét hana baða sig og nokkrar ferðir fór hann með hana niður að sjó sömu erinda. Hansína sat þá gjarnan í aftursæti jeppans og lagði hrammana á framsætið, hún átti til að nudda trýninu við vanga Nyholms meðan á ferðinni stóð. Ég sá Nyholm taka hana nú fyrir skömmu, en þá var hún orðin allstór bjarn- ynja, snúa hana niður og velt- (Framhald á bls. 2.) IÐNSKOLINN IÐNSKÓLI AKUREYRAR var j settur 1. þ. m. Nemendur skól- í ans eru 120 í fjórum bekkjum, j en kennarar eru 13. Skólastjór- j inn er Jón Sigurgeirsson. Iðnskólinn á ekki neitt hús j og er því á hálfgerðum hrak- j hólum. Kennsla fer fram í j Gagnfræðaskólanum, og þó j einkum í Húsmæðraskólanum. j 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Z Frá v.: Jón, Steingrimur, Jakob, Skúli, Kári. Af þeim, sem um getur í meðfylgjandi grein, vantar Guðna á myndina, en hann lilaut einnig verðskuldað lof. | Glæsilegiir knattspymusigur {Akureyringar unnu Skagamenn í Bikarkeppninni í knattspyrnu með 8:1 í BIKARKEPPNI þeirri, sem nú stendur yfir í knattspyrnu, gerðust þau tíðindi á Melavell- inum í Reykjavík á sunnudag- inn, að Akureyringar unnu hina fræknu knattspyrnumenn frá | Akranesi með 8 : 1. Er þessi sig- | ur sérstaklega glæsilegur og : vakti mikla athygli knattspyrnu i unnenda um land allt. Þátttakendur í bikarkeppn- i inni eru öll fyrstudeildarliðin j og tvö önnur: Týr frá Vestm. j eyjum og Keflvíkingar. j íþróttafréttaritarar sunnan- j blaðanna ljúka miklu lofsorði á j leik Akureyringanna. Benda j þeir meðal annars á, að aldrei j áður á 17 ára ferli sínum, sem j meistaraflokkslið, hafi Akur- j nesingar verið leiknir svo grátt. j Akureyringar hafi leikið Skaga menn sundur og saman. Hraði, samleikur og sigurvilji hafi ylj- að áhorfendum o. s. frv. Einstak ir leikmenn frá Akureyri fá einnig hið mesta lof. Blaðið hitti fyrirliða Akureyr inganna, Jón Stefánsson, að máli éftir heimkomuna og lagði fyrir hann nokkrar spumingar. Hvað viltn segja um leikinn á sunnudaginn, Jón? Þetta er einn skemmtilegasti leikur liðsins síðan við unnum KR-ingana með 5:3 um árið. •Liðið hefur aldrei verið eins létt og skemmtilegt og samleikur- inn var á þá lund, að hver ein- asti maður var með. Okkur hef- ur aldrei tekizt að vinna Akur- nesinga áður. Kannski var að brjótast út margra ára löngun til að bæta fyrir alla ósigrana við hið sigursæla lið Skaga- manna. Gekk ykkur illa að komast suður? Jú, við vorum fjórir eftir, þeg ar flugmennirnir urðu veikir á sunnudaginn og flugið féll nið- ur, En við fengum Tryggva Helgason til að skjóta okkur, þegar öll sund virtust lokuð. En við mættum 40 mínútum of -se tnt, og við höfðum fataskipti á leiðinni á Melavöllinn, hlaup- andi í harðaspretti. Aðdragand- inn var því dálítið óvenjulegur ekkert síður en úrslitin. Voru áhorfendur ekki orðnir - öskuvendir? Síður en svo. Þeir skildu allar aðstæður og tóku okkur mjög vel. Þeir munu hafa verið yfir (Framhald á bls. 7.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.