Dagur - 17.10.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 17.10.1962, Blaðsíða 1
málgagn framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davídsson Skrífstofa í Hafnarstræti 90 Sími 1166. Sktningu og vrentun annast prentverk odds Björnssonar h.f., Akureyri Daguk XLV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 17. október 1962 — 52. tbl. Auglýsingastjóri Jón Sam- ÚELSSON . ÁRGANGURINN KOSTAR kr. 120.00. GjALDDAGl ER 1. JÚLÍ Bladid kemiik út á MIDVIKUDÖG- UM OG Á LAUGARDÖGUM, þegar ÁSTÆDA ÞYKIR TIL >¦ ........... . SJOPPU Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI Akureyrarkaupstaðar í gær, var samþykkt með atkvæðum Framsóknarmanna og Alþýðu- bandalags gegn atkvæði Jóns Þorvaldssonar, að sjoppunum í bænum skuli loka kl. 6 e. h. frá næstu áramótum til maíloka og síðan kl. 10 e. h. til 1. október. Hjá sátu aðrir íhaldsmenn og Bragi. Undanþegnar hinum nýju reglum eru benzín- og olíusölur. Breyting á götunöfnum. Bæjarráð hefur lagt til, að framvegis skuli Kaupvangs- stræti heita Grófargil og Lækj- argata skuli heita Búðargil, sam kvæmt örnefnum. Kaupfélögin kepptu um Ióðina. Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag verkamanna sóttu bæði um verzlunarlóð á Syðri- Brekkunni, er áður var frá sagt. KEA hreppti lóðina. Tvær lausar stöður. Rafveitustjórnin hefur á- kveðið að auglýsa stöður raf- veitustjóra og skrifstofustjóra, í stað Knuts Otterstedt og Bjarna Halldórssonar, sem báðir hafa látið af störfum vegna aldurs. Húsmæðrahjálp. Samþykkt hefur verið í bæjr arstjórn og bæjarráði tillaga um húsmæðrahjálp á vegum bæjar- ins. Nefnd til að skila áliti um framkvæmd húsmæðrahjálpar skipa Gísli Jónsson, Jón Ingi- marsson og Soffía Thorarensen. Afhenti fagurt málverk. Áskell Einarsson bæjarstjóri (Framhald á bls. 8) i Fimm tonna trilla, sem nýlega fór á flot á Akureyri, smíðuð undir verndarvæng Nóa báta- [ smiðs. Trillan er nú komin út á Grenivík og mun verða gerð út þaðan. (Ljósmynd E. D.) Framsóknarfélögin hef ja störf Landhelgisflugvélin nýja til Ak. Flaug með slysavarnarkonur og fleiri gesti Stjórnmálanámskeið, skemmtikvöld o. fl. Ævar Ólafsson og Haukur Árna Á FÖSTUDAGINN var kom til Akureyrar hin nýja flugvél Landhelgisgæzlunnar, TF—SIF og með. henni Pétur Sigurðsson sjóliðsforingi og yfirmaður ís- lenzku landhelgisgæzlunnar. Þessa daga er flugvélin, ásamt varðskipunum, á eins konar heræfingu. Landhelgisgæzlan hafði boð inni og bauð sérstaklega stjórn Slysavarnadeildar kvenna á Ak ureyri, og nokkrum öðrum gest um. Frk. Sesselja Eldjárn hafði orð fyrir heimamönnum, bauð hinn nýja farkost velkominn, ásamt áhöfn og bað drottinn blessa björgunar- og gæzlustörf in. Pétur Sigurðsson lýsti vél- inni og væntanlegum störfum hennar á meðan setið var við kaffidrykkju um borð. Síðan var flogið norður Eyja- fjörð og allt norður til Gríms- eyjar. Sex manna áhöfn verður á vélinni. Flugstjóri Guðjón Jóns- son og skipherra Garðar Páls- SIF getur með góðu móti flutt 20—30 farþega. Meðalflug- hraði er 180 sjómílur á klst. og flugþol allt að 18 klst. ? AÐALFUNDUR F.U.F. FÉLAG ungra Framsóknar- manna á Akureyri hélt nýlega aðalfund sinn. Þar var ákveðið að halda þrjú „bingo-kvöld" fyr ir áramót, en þau voru mjög fjölsótt í fyrravetur. Stjórnina skipa: Kristján Helgi Sveinsson formaður, Ingólfur Þormóðsson ritari, Páll Jónsson gjaldkeri, Dægravillt þjóð, sem býr við efnahagslegt öryggi en siðlegt öryggisleysi í ÁVARPI Þórarins Björns- sonar, skólameistara Mennta skólans á Akureyri, á sam- komu í Varðborg á sunnu- daginn, sem helguð var hin- um almenna bindindisdegi, komst hann efnislega svo að örði m. a.: STARF HINNA ELDRI. Framsóknarf élagið á Akur- eyri, þ. e. hinna eldri, er einnig að hefja vetrarstarfið. Ingólfur Gunnarsson hefur verið ráðinn til að veita Framsóknarskrifstof unni forstöðu til áramóta. STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ. Innan skamms verður haldið stjórnmálanámskeið, sem Magn ús Gíslason bóndi á Frostastöð- um stjórnar. Þá mun húsnæðis- málafundur verða 28. þ. m. með Hannes Pálsson, Hauk Árna- son o. fl. ræðumenn, sem frum- mælendur. Klúbbfundirnir á skrifstofu flokksins hefjast á morgun og verða vikulega, á fimmtudagskvöldum, eins og síðasta vetur.' Bæjarfulltrúar flokksins verða frummælendur fyrsta klúbbfundarins. AF FULLUM KRAFTI. Stuðningsfólk Framsóknar- flokksins í kjördæminu er vel- komið á fundina og er kvatt til að hafa samband við skrifstof- una. Flokksskrifstofan er í Hafnarstræti 95 og síminn er 1443. Það er ánægjulegt að vetrar- starfið mun hefjast af fullum krafti nú þegar. ? Þríkrækja gærunni Á SLÁTURHÚSI Svalbárðseyr- ar urðu menn dálítið hissa, þeg- ar þríkrækja fannst í einni gær- unni. Kom í ljós, að kind þessi, sem var frá Erlingi bónda á Þverá í Dalsmynni, S.-Þing., mun hafa gengið á Flateyjardal í sumar. Þar munu veiðimenn koma öðru hverju, hversu sem atvik hafa að því legið að kind þessi fór með þríkrækjuna af þeim fundi. ? ÞAÐ ÞARF ENGA karlmennsku til að hella í sig brenni- víni. Til þess þarf hvorki afl né hreysti. Til þess þarf hvorki drengskap eða vitsmuni. Til þess þarf ekkert annað en ofur- lítið að ræfildómi. ÍSLENDINGAR ganga seint til náða, sem er alveg á móti eðli náttúrunnar, því að svefninn gefur mesta hvíld og nær- ingu að kveldi og framan af nóttu. t Frakklandi er máltæki, sem hljóðar á þá leið, að miðnæturstund sé stund glæpsins, því að í svartasta myrkrinu sækja myrkar hugsanir að. Það virðist ekki mikil þrekraun að koma sér í rúmið á sæmi- legum háttatíma, en svo virðist, að það sé mörgum um megn. Og auðvitað er enn erfiðara að komast á fætur. Það er eins og þjóðin sé að verða dægravillt, vilji vaka á nóttunni en sofa á daginn. Staðreynd er það engu að síður, að hinir vinn- andi borgarbúar, sem velferð fólksins byggist á, fara snemma að sofa en rísa árla úr rekkju. Það er hvers konar lausingja- lýður borganna, sem vakir fram á nætur og of margir til- einka sér þennan sið og veita sér ekki nauðsynlega hvíld. Nærtækt dæmi um það, hve íslendingar eru seinir .til, eru dansleikirnir. Menn eru tregir að hefja dansinn. En það er jafn erfilt að fá þá til að hætta að dansa. Þeir vilja helzt aldrei hætta. Það varð meira að segja að gefa út sérstaka stjórnskipan um, að dansleikjum yrði að vera lokið á viss- um tíma. VIÐ BUUM VIÐ vaxandi efnahagslegt öryggi síðustu ára- tugina, svo það hefur aldrei verið eins mikið hér á landi, sagði skólameistarinn. En við búum nú við meira siðlegt öryggisleysi, en nokkru sinni fyrr. ? Seldar 220 þús. tn. frystrar síldar En ekkert samkomulag er um kaup sjómanna SÖLUMLÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur gengið frá sölu á 220 þús. tunnum af hraðfrystri síld og er þar um að ræða stór- síld og smásíld, auk síldarflaka. Taldar eru góðar horfur á að hægt sé að selja mun meira magn. En hart er eftir því geng ið að þetta síldarmagn sé tilbú- ið til afgreiðslu fyrir næstu ára- mót. Þetta eru nú góðar fréttir, og saltsíldarmarkaðurinn virðist einnig rúmur, ef marka má þær fréttir frá Siglufirði, að þar gangi sænskir um og vilji kaupa gallaða síld og allt sem til f ellur. En veiðiflotinn hefur ekki lát- ið úr höfn. Ekkert samkomulag hafði um helgina náðst um síld- arverð í verðlagsráði sjávaraf- urða og ekkert hafði þokað í rétta átt í deilu sjómanna og út- gerðarmanna í hinni nýju síld- veiðideilu. Málið er komið í hendur sáttasemjara. Deilur þessar geta orðið til þess, að mjög þýðingarmiklir markaðir tapist. ? Brauzt inn til konu UNG KONA var í haust fengin til að gæta bús og barna í nýju og gluggastóru húsi einu á Ak- ureyri á meðan húsráðendur brugðu sér til Reykjavíkur. En ölóður maður, sem þarna þekkti til og vissi um fjarveru fólksins, brauzt þar inn að næt- urlagi, gegnum tvöfalda, mjög stóra rúðu, sem næstum náði frá gólfi til lofts. Konan varð mjög hrædd og komst hún út úr húsinu og innan stundar var lögreglan komin á staðinn og tók innárásarmanninn, sem var dálítið skorinn og mjög blóð ugur, og setti í „Steininn". ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.