Dagur - 17.10.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 17.10.1962, Blaðsíða 8
ÞÆTTIR UM ÞJOÐMAL SAMA DAG og greinin um „hlutfallslegan samdrátt ríkis- framlaga til verklegra fram- kvæmda og atvinnuveganna“ birtist í Degi, var Alþingi sett og nýju fjárlagafrumvarpi frá ríkisstjórninni útbýtt meðal þingmanna, þ. e. frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1963. Margir, sem fengu þetta plagg í hendur, ráku upp stór augu og eru þó ýmsu vanir. Þarna er sem sé gert ráð fyrir, að útborganir rík issjóðs og þar með álögur á þjóð ina verði 2 milljarðar og rúml. 100 milljónum betur á næsta ári, og er þó auðsætt af gögn- um, að þær verða meiri en það er lýkur. Hækkun útborgana frá því, sem talið var í fjárlög- um fyrir árið 1958 er sem næst 1231 millj. kr. eða 138%. Hækk- unin frá gildandi fjárlögum þessa árs er HÁTT Á FJÓRÐA HUNDRAÐ MILLJÓNA. Þegar ég sá þessar stórhækk- andi niðurstöðutölur, varð mér fyrst fyrir að athuga, hvort hækkunin stafaði ekki að ein- hverju leyti af því, að gerðar væru tillögur um hlutfallslega hækkun framlaganna til verk- legra framkvæmda og atvinnu- mála, sbr. það, sem áður hefur verið sagt um það mál — hvort nú væri e. t. v. verið að hækka þessi franilög um 138% eins og fjárlögin í heild frá því sem þau voru árið 1958. Svörin við þessari spurningu hefi ég reiknað út lauslega, og mér virðast þau m. a. vera þessi: Til samgöngumála í heild samkv. 13. gr. er í fruiíivarpinu ætlaðar ca. 190 millj. kr. Með 138% hækkun frá 1958 ætti upp hæðin að vera ca. 273 millj. kr. Til atvinnuniála samkv. 16. gr. eru í frv. ætlaðar 169 millj. kr. (talið á sania hátt og 1958). Með 138% hækkun frá 1958 ætti sú upphæð að vera ca. 272 millj. kr. Til vegamála í heild eru í frv. ætlaðar ca. 114 millj. kr. Með 138% hækkun frá 1958 ætti sú upphæð að vera ca. 169 millj. kr. | Nýtt skólaliúsnæði I UM SÍÐUSTU HELGI var tek- in í notkun neðsta hæðin í við- bótarbyggingu Oddeyrarskól- ans. Eru það fjórar stofur. Veiða þar í vetur 5 bekkjar- deildir, söngkennsla og handa- vinnukennsla stúlkna. Hitakerfi skólans er enn ekki komið í lag og verður þessi hæð hituð upp með rafmagni. Ekki er enn komið samband milli skólahús- anna, en gangur á að tengja byggingarnar saman. Áætlað er að ljúka viðbótar- byggingu Oddeyrarskólans fyr- ir næsta haust, og bætist þá tals- vei t við af skólahúsnæði í bæn- um. □ Kóreumaður leitar á Glerárdal ÍSLAND hefur lengi þótt forvitnilegt rannsóknarefni jarðfræðinga, og á allra síðustu árum hefur fjöldi þeirra manna lagt leið sína um landið til að lesa „hin opnu bók jarðfræðinnar", sem hér þykir vera. Um helgina var hér á Akureyri ungur maður frá Kóreu, jarðfræðingur að menntun, og er að afla sér gagna í doktorsrit- gerð, er hann vinnur að. Á laugardaginn lagði hann land undir fót, hélt fram Glerárdal og leitaði steingerfinga, ennfremur hefur hann farið til Mývatnssveitar og víðar. Hann heitir Do Jong Kim, er fremur lágur maður vexti, snarlegur og býður af sér góðan þokka. Fæddur er hann i Norður-Kóreu en flúði til Suður-Kóreu með föður sínum og bróður, stundaði nám í höfuðborginni Seol, en hefur stundað jarðfræðinám í Bonn í Þýskalandi síðan 1960. Kórea var í hvers manns munni um árabil vegna stríðsins þar. Getur því verið að sumum þyki forvitnilegt að sjá, hvað Kóreu- maður hefur að segja um land og þjóð, þótt aðeins sé í stuttu blaðaviðtali. Asíumaðurinn með hinn austræna svip, er klæddur kuldaúlpu og í skjól- góðri ullarpeysu innanundir. Hann er í bláum nankinsbuxum, hefur góða fjallaskó á fótum og hlýja ullar- sokka. Og svo bregðum við okkur austur til Kóreu, litla skagans, sem heimur- inn stóð á öndinni út af, þegar hernað- arátökin voru þar í algleymingi, skag- ans milli Gula hafsins og Kínahafs og gefum Do Jong Kim orðið: Kórea er 200 þús. km 2 að flatarmúli og er skipt í Norður- og Suður-Kóreu.Höfuðborg Suður-Kóreu er Seul með 2,5 milljónir íbúa, en alls eru íbúar landsins 35 milljónir. Um 65% þjóðarinnar stundar landbúnað en 35% býr í borgum. Á Kóreu eru engin eldfjöll og engir jöklar, og þar þekkjast ekki jarðskjálftar. Á sumr- in er heitt en frosthart á vetrum. Hitamismunur er ákaflega mikill. Monsúvindarnir og hitabeltisloftslagið í júní, júlí og ágúst með allt að 35 stiga hita, þroska lirísgrjónin, hveitið og alla ávext- ina, sem eru þýðingarmesti afrakstur jarðarinnar.. Úrkomur geta komizt upp í 1300 mm á ári og 300 mm á einum sólarhring, en eftir slíkar rigningar eru dásamleg veður. Á vetrum getur frostið komizt niður í 30 eða jafnvel 35 stig og er þá nístandi kalt. Og svo leggjum við nolckrar spurningar fyrir Asíumanninn: Til byggingar þjóðvega eru í frv. ætlaðar ca. 2014 millj. kr. Með 138% hækkun frá 1958 ætti uppliæðin að vera ca. 38 millj. kr. Til brúagerða eru í frv. ætl- aðar ca. 11.3 millj. kr. Með 138% hækkun frá 1958 ætti upphæðin að vera ca. 23.3 millj. kr. Til endurbyggingar gamalla brúa eru í frv. ætlaðar 1425 þús. kr. Með 138% hækkun frá 1958 ætti upphæðin að vera 3570 þús. kr. Til sýsluvegasjóða eru í frv. ætlaðar 2875 þús. kr. Með 138% hækkun frá 1958 ætti upphæðin að vera rúml. 614 millj. kr. - Til hafnarmannvirkja og lend ingabóta eru í frv. ætlaðar 17 millj. kr. Með 138% hækkun frá 1958 ætti upphæðin að vera rúml. 25(4 millj. kr. Til raforkumála samkv. 16. gr. eru í frv. ætlaðar nál. 32 millj. kr. Með 138% hækkun frá 1958 ætti úpphæðin að vera ca. 71 millj. kr. Fjárlaga frumvarp það, sem hér er um að ræða, verður nú tekið til meðferðar í fjárveit- inganefnd Alþingis og síðan í þin'ginu. Á því verða sjálfsagt gerðar margar breytingar áður en það verður að fjárlögum fyr- ir árið 1963. Ef að vanda lætur, verður samsetning þeirra í lieild talsvert liærri en gert er ráð fyrir í frumvarpinu, og það þó að ekkert verði áætlað fyrir þeirri útgjaldahækkun, sem kjarasamningar við opinbera starfsmenn munu hafa í för með sér á næsta ári. Um þá hækkun er enn ekkert með vissu kunnugt, og ekkert ætlað fyrir þeim í frumvarpi stjórnar- innar, en kjararáð opinberra starfsmanna hefur lagt þessar tillögur fram eða kröfur og birt þær opinberlega. En þegar á allt er litið, ætti það ekki að koma á óvart, þótt þingmenn geri. á. þessu þingi tilraun til þess að rétt hlut uppbyggingar- innar í landinu. G. G. Stundið þið ekki kvikfjár- rækt? Jú, einkum nautgriparækt og borðum nokkuð mikið af nauta kjöti. En eiginlegar mjólkurkýr eru að heita má engar og lítið um kindur. Ég hafði ekki drukk ið nema örfáa lítra af mjólk, á æfinni, þar til ég fór úr landi, og aðeins nokkur pund af osti og smjöri. Aðalfæðan er hrís- grjón. Og borðið þið með prjónum? Já, í eldhúsinu er allt skorið niður í hæfilega bita. Maturinn er svo borinn fram ásamt prjón um og skeiðum. Og sitjið þið á gólfinu eða eru stólarnir komnir í tízku? Allir sitja á gólfinu, segir gesturinn, stendur upp og sezt flötum beinum á gólfið með þeirri mýkt, sem vaninn einn gefur, og krossleggur fæturna og er þegar kominn í hvíldar- stöðu, þótt óvönum þyki slíkt fráleit hvíld. Undantekningar frá reglunni eru sárafáar, þótt til sé auðvitað fólk, sem laðast hefur að siðum vesturlanda í þessu efni. Hvernig er upphitun liúsa? Það er hvergi ofn og þaðan af síður miðstöð. En frá eldhúsinu ei' reykurinn leiddur undir gólf- in í næstu herbergjum og reyk- háfurinn er á gagnstæðri hlið. Með þessu móti verða gólfin hlý. Það er notalegt að taka af sér skóna þegar komið er inn úr kuldanum og ganga á hlýj- um gólfunum. Það er sofið á gólfinu en ekki í upphækkuð- um rúmum, eins og á V'estur- löndum. Þess vegna er kuldinn þolanlegri á volgu gólfinu. Eru ekki fiskveiðar stundað- ar? Jú, fiskur er mikið veiddur og er þýðingarmikil fæða. Síld- in er einna dýrasta fisktegund- in.. Mikið er um lax. Annars eru svipaðar fisktegundir hjá okkur og eru við meginland Evrópu. Sérstaklega mikið er borðað af söltuðum og þurrk- uðum fiski. Svo má nefna hvala tegund eina, sem er skutluð og gefur mikla fæðu, þegar hún veiðist. (Framhald á bls. 4) ±IHHHHHHHHHH|MHHHHHHHHMIHHHHHHHHHHHI ! Uppsögn sanminga i DAGSBRÚN hefur sagt upp 1 gildandi samningum við at- I vinnurekendur, einnig Hlíf í | Hafnarfirði. É Á Akureyri hafa Verka- e mannafélag Akureyrarkaup- I staðar, Verkakvennafélagið og : Iðja, félag verksmiðjufólks, ; einnig sagt upp samningum. Í Orsökin fyrir uppsögn sanin- | inganna er hækkun verðlags í ; landinu. □ *I>IIUIIIIIIIIIIIIUIIIIIII II111111111IIUUUUMMUMUIUMMII - Frá bæjarstjórn (Framhald af bls. 1.) á Húsavík afhenti á bæjarstjórn arfundinum stóra og fagra mynd af Húsavík með áletruð- um silfurskildi, til minningar um 100 ára afmæli Akureyrar- kaupstaðar. FRÁ LÖGREGLUNNI LÖGREGLAN hefur oft þurft að sinna kvörtunum fólks í Inn bænum vegna margs konar skrílsláta unglinga. Lögreglan hefur nýlega komizt að því hverjir eru valdir að gálaus- legri meðferð heimatilbúinna sprengja og munu piltar þeir teknir fyrir rétt einhvern næsta dag. MIKIL HÆTTA. Foreldrar ættu tafarlaust að lúta lögregluna vita, ef grunur leikur á slíku athæfi unglinga, en mikil hætta getur af því staf að. ÖLVUN VIÐ AKSTUR OG ÞJÓFNAÐUR. Um helgina var bílstjóri tek- inn fyrir meinta ölvun við akst- ur, og stolið var nokkrum hundruðum króna í Þvottahús- inu Mjöll. □ IDagukI kemur næst úr laugardaginn 20. október.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.