Dagur - 17.10.1962, Blaðsíða 5
4
pnn'up’Pj
r-T^
5
í rétta átt
BARÁTTAN gegn áfengisbölinu virðist
vera farin að bera ofurlítinn árangur hér
á Akureyri. Fyrstu merki þess voru þau
að bannaðar voru í sumar, um verzlunar-
mannahelgina, samkomur á nokkrum
þeim stöðum, sem annálaðir eru fyrir
mikla náttúrufegurð og óviðráðanlegan
skríl um þessa helgi. Næstu batamerkin
voru vínlausar veizlur og lokun áfengis-
búðar á Akureyri, þegar 100 ára afmælis
kaupstaðarins var minnst. í þriðja lagi er
svo samþykkt bæjarráðs Akureyrar um
lokun sjoppanna í bænum. Allt hefur
þetta vakið athygli um land allt og er
höfuðstað Norðurlands til hins mesta
sóma.
AKUREYRINGAR hafa einnig gert sér
vel ljóst, að bönnin ein eru ekki einhlít.
Jafnhliða því að loka sjoppunum er unn-
ið að því, á vegum bæjarins, að veita ný-
stofnuðu æskulýðsráði viðunandi starfs-
skilyrði. Þessu ber að fagna, og mun all-
ur almenningur í bænum meta og styðja
hina nýju þróun. Að sjálfsögðu missir
einhver spón úr askinum sínum við lok-
un sjoppanna, og berja þeir lóminn ákaf-
lega, tala jafnvel um óhæfilega skerðingu
á einstaklingsfrelsi. Af sérstökum ástæð-
um er þunnt móðureyra íhaldsins í þessu
efni, enda greiddu fulltrúar þess atkvæði
gegn lokuninni i bæjarráði.
í MENNINGARLEGU tilliti eru sjopp-
umar álíka óþrifnaður í bænum og þau
snýkjudýr á mönnum, sem loks eru nú
að verða aldauða. Lúsin átti málsvara,
sem töldu hana hið mesta hreystimerki
og enn eru málsvarar komnir á vettvang
og hrópa um persónufrelsi. Auðvitað eru
flest lög og reglur eins konar skerðing
á persónufrelsi. Eða er það ekki skerðing
á persónufrelsi að mega ekki limlesta
náunga sinn eða stela frá honum? Er það
ekki skerðing á persónufrelsi að þurfa
að hlýta umferðarreglum o. s. frv? Von-
andi tekst Akureyringum að koma upp
hollu æskulýðsstarfi og verða fyrstir til
að komast af sjoppu stiginu. Þar geta
margir lagt gjörfa hönd að.
PN NÆSTA VIÐFANGSEFNI sem er
miklu stærra en sjoppumálið, og þolir
enga bið, er áfengismálið og skemmtana-
haldið í bæ og sveit. Nýlega er kominn
á skólabekk mikill fjöldi ungmenna hér
í bæ. Rýmilegir vasapeningar, æfintýra-
þrá, staðfestuleysi og óhollar venjur síð-
ustu ára lokka þetta fólk á skemmti-
staði, þar sem allt er fljótandi í víni
ekki gengið hart eftir að lagaákvæðum
um lágmarksaldur sé framfylgt og til-
litssamir menn við lægstu hvatir gæta
þess að lögum sé hlýtt og velsæmi virt.
SKÓLARNIR ættu að vera sjálfum sér
nægir hvað skemmtanir snertir, en virð-
ast ekki vera það. Líklegt er, að skóla-
menn telji sér skylt að fylgjast með
nemendum sínum á nefndum stöðum,
sannreyni háttvísi þeirra, sem dregin er
í efa og geri síðan þær ráðstafanir, sem
þeim þykir þurfa. Vonandi taki skólam-
ir þessari ábendingu með skilningi, og
sína í verki nokkra viðleitni í baráttunni
við áfengisbölið.
MUNU ÞESSI MÁL verða rædd hér í
blaðinu síðar, eftir því sem efni standa
tiL □
v___________________________________________J
- KOREUMAÐUR LEITAR A GLERARDAL
(Framhald af bls. 8)
Hvers konar verksmiðjurekst
ur er helztur?
Bómullarverksmiðjumar eiga
sér langa sögu að baki og ullar
verksmiðjur einnig, þá eru
áburðarverksmiðjur, efnaverk-
smiðjur, lyfjaverksmiðjur, sem-
ents- og stálverksmiðjur o. m.
fl. Þá eigum við þekktar hljóð-
færaverksmiðjur, verksmiðjur,
sem framleiða saumavélar, út-
varpstæki, bifreiðir o. s. frv.
Svo eigum við atomfræðimenn
og kjarnorkuver, sem notuð eru
í sambandi við læknavísindin
og ýmsar framfarir í landbúnað
inum.
Hvemig er klæðnaður fólks-
ins?
Karlar klæðast svipuðum föt-
um og Vesturlandabúar, en við-
hafnarbúningur kvenna er skó-
síður möttull, og jarðfræðingur
inn dregur mynd af kærustunni
sínni upp úr veskinu og sýnir
hvernig búningurinn lítur út.
Og svo sýnir hann mér stafróf-
ið, sem er samsett af 10 sam-
hljóðum og 10 sérhljóðum, sem
hver um sig táknar ákveðið
hljóð, en er ekki myndletur,
eins og í mörgum Austurlönd-
um. Þetta stafróf er 500 ára
gamalt.
Menntun fólksins?
Yfir 90% kann að lesa og
skrifa. Um 7 þúsund stúdentar
stunda háskólanám í öðrum
löndum, þar af um 600 í Banda-
ríkjunum.
Er það rétt, að elsti maður
fjölskyldunnar sé jafnframt
valdamesti maður hennar?
Já, Konfúsíusarkenningin er
enn í heiðri höfð, hvað þetta
snertir, um að bera virðingu
fyrir ellinni. Synirnir gera ekk-
ert nema með samþykki föðurs
ins. Ég mundi til dæmis ekki
taka neinar ákvarðanir, nema í
samráði við föður minn. Fjöl-
skyldan er númer eitt í öllu
tilliti. Þetta gengur svo langt,
að yngri bróðir verður að hlýða
eldri bróður og hann verður að
þéra hann en eldri bróðurinn
þúar þann yngri og getur skip-
an honum fyrir verkum. Þetta
sýnist ábyrgðarhluti og er það.
En þessi • yfirráð eru föðurleg
og auka ábyrgðartilfinninguna.
Það eru ekki nema 160 fjöl-
skyldunöfn í landinu. Af þeim
eru um 30% af Kim-ættinni.
Um 95% af öllu landsfólkinu
hefur aðeins 10 fjölskyldunöfn.
Þá hljóta menn að giftast
mjög innan sömu fjölskyldu?
Nei, yfirleitt er það ekki
gert. Kim má helzt ekki giftast
Kim. í þessu efni verður að
vera breitt bil milli manna og
dýra.
Hvenær mega karhnenn
kvænast?
Undir tvítugsaldri þurfa
menn að fá sérstakt leyfi til að
giftast og er það mjög torfengið.
Samkvæmt lögum má karlmað-
ur giftast 25 ára og konur 22
ára, án leyfis foreldranna. En
slíkt gerir bara enginn. Elsti
sonurinn verður að vera heima
og veita fjölskyldunni forsjá,
eða elsta dóttirin. Yfirleitt gift-
ast menn ekki fyrr en 27 ára og
konur 22—23 ára. Það er litið
upp til elsta bróður og elstu
systur. Einu sinni á ári kemur
fjölskyldan samna við fjöl-
skyldugrafreitinn, og er þar há-
tíð haldin. Elsti sonurinn sér
um þessa hátíð, sem er mjög
sérkennileg og gerð til virðing-
ar við hina látnu.
Hvernig biðja menn sér
stúlku austur þar?
Ekki eins og hér, segir jarð-
fræðingurinn hlægjandi. Við
getum ekki farið til stúlku for-
málalaust og beðið hennar. Um
60% allra hjónabanda í landinu
eru þannig til orðin, að foreldr-
arnir ráða giftingunni. Þetta
þykja harðir kostir. En reynzlan
hefur sýnt, að mikill meirihluti
þessara hjónabanda leiðir til
farsældar og eru hinum traust-
ari. Hinir eldri virðast betur
skynja hvernig ungt fólk beri
að velja saman, en ástarguð-
inn. Reynslunni er treyst í
þesu efni, eins og í svo mörgum
öðrum efnum. Vegna þess hvað
hver fjölskylda ber mikla
ábyrgð gagnvart öllum fjöl-
skyldumeðlimum, er giftingin
ekkert einkamál, heldur fjöl-
skyldumál, sem er yfirvegað
mjög rækilega.
Hvernig kynntist þú þinni
heittelskuðu?
Hún er skólasystir mín og
einnig jarðfræðingur. Okkar
kynning varð við námið en ekki
t. d. á dansstöðum. Stúlkurnar
fara ekki út að dansa með
hverjum sem er eða einar síns
liðs. Það þekkist ekki. Og yfir-
leitt er dansinn ekki mikið í
tízku, þótt hann sé nú algengari
en áður. Þangað fer engin sið-
prúð kona nema með sérstöku
leyfi og tæplega nema í fylgd
með ábyrgum manni innan fjöl-
skyldunnar. Hinsvegar er oft
farið í gönguferðir, í kvik-
myndahús, á íþróttaleikvangi
o. s. frv.
Já og þið kynntust við námið
og fenguð svo leyfi foreldr-
anna?
Já á endanum fékk ég leyfi
föður míns. En eftir því leyfi
þurfti ég að bíða í fjögur ár.
Menn hlaupa ekki í hjónaband-
ið alveg fyrirvaralaust. Jafnvel
á bíó fer stúlkan ekki, þótt
henni sé boðið það af karlmanni
nema með sérstöku leyfi. Það
leyfi er grandskoðað. Kannski
kemur svarið eftir viku eða
hálfan mánuð! Sjálfur fór ég
aldrei á dansleik í Kóreu og sá
dans aldrei nema á bíó. Ég hefi
aldrei dansað við unnustu mína.
Þegar ég kom til Þýskalands
tók ég 10 danstíma, lærði vals
og nokkra aðra dansa, til þess
að verða ekki of einmana eða
sérstakur.
Ég heyri að mikill strangleiki
ríkir í þessum efnum, á okkar
mælikvarða. En fæðast mörg
börn utan hjónabands?
Það er næstum óþekkt fyrir-
brigði og mikill blettur á allri
fjölskyldunni. Hjónaskilnaðir
eru því næst óþekktir líka og
þykir tæpast hæfa fyrir fólk að
giftast nema einu sinni, enda er
litið niður á slíkt.
Fæddust ekki hermannaböm
í styrjöldinni?
Jú, það fæddust 3—400 börn,
sem áttu Bandaríska hermenn
að feðrum. Það er ekki mikið,
þegar um er að ræða 3—4 millj.
hermanna. Flest þessi börn eru
nú komin til bandaríkjanna,
voru send þangað, eða fluttust
með mæðrum sínum, er giftust
hermönnum.
Hvenær komst þú liingað til
lands?
Hinn 30. september, dvaldi
fyrir sunnan nokkra daga, skoð
aði meðal annars Esjuna og
ferðaðist svo á þumalfingrinum.
Prófessorinn, sem kenndi mér,
lagði þessa íslandsferð fyrir mig
sem hluta af prófverkefni mínu
í jarðfræðinni. Áður hafði ég
ferðast nokkuð um Norðurlönd-
in og mig fýsti ekki hingað til
lands og kveið fyrir ferðinni.
En mér skjátlaðist alveg hrapa-
lega, það verð ég að segja. Hér
lifir fólk miklu betra lífi en ég
hafði látið mér detta í hug, og
það er vel menntað og gestrisið
í bezta lagi. Hvar sem ég kom,
var mér vel tekið og jafnvel
þótt ekki skyldist eitt orð af
því sem ég var að segja. Og bíl-
stjórarnir voru mér góðir. Á
íslandi er yfirleitt allt gott —-
nema vegirnir. Ég lenti í
árekstri á blindhæð einni. Bíl-
arnir. renndu saman og ónýtt-
ust. En fólkið slapp. Mér virð-
ast yfirvöldin mjög löt við að
láta merkja vegina, og svo
þurfa vegirnir að batna yfirleitt.
Ég sé ekki betur en landið bjóði
upp á mikla ræktunarmögu-
leika og er ég hissa á hvað
þeir möguleikar eru lítið
notaðir. Og fátt er fegurra en
íslenzku birkiskógarnir. Þeir
þurfa að vaxa og verða út-
breiddir, eins og sagt er að þeir
hafi verið til forna. Ég held að
jarðvegsrannsóknir og tilraunir
með nýjar frætegundir gætu
hjálpað tölvert til við ræktun-
ina í þessu stóra landi.
Að síðustu tekur jarðfræðing
urinn skýrt fram, að hann
þakki hinum mörgu bændum
fyrir gestrisni þeirra og alúð,
einnig bílstjórunum og svo
þýska ræðismanninum, Sonn-
enfeld og dóttur hans fyrir frá-
bærar viðtökur »og mikla og
góða fyrirgreiðslu.
Samtalinu er nú lokið og um
leið og blaðið þakkar svörin,
óskar það Do Jong Kim góðrar
ferðar. Það býður hann einnig
velkominn að ári, en þá ætlar
hann að koma aftur og þá
með konu sína og halda áfram
jarðfræðilegum athugunum sín-
um. □
*lllllltllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||||||l|||||||||flll»
f Úr bæ og byggð |
FfLADALFÍA, Lundargata 12.
Sunnudagaskóli hvern sunnu-
dag kl. 1,30 e. h. Öll börn
velkomin. Saumafundir fyrir
ungar stúlkur hefjast á mið-
vikudaginn (17. okt.) kl. 5,30
e. h. Allar telpur velkomnar.
Almenn samkoma hvern
sunnudag kl. 8,30 e. h. Allir
velkomnir.
BLAÐBURÐUR. Krakki eða
unglingur óskast til blaðburð
ar á Gleráreyrum. — Afgr-
eiðsla DAGS, sími 1167.
Leiðrétting frá Magnúsi E. Guðjónssyni
í RITSTJÓRNARGREIN f „DEGT', sem kom út í dag, fullyrðir
ritstjórinn, að ég (ásamt starfsbræðrum mínum) hafi fjallað um
frumvarp að lögum um tekjustofna sveitarfélaga, áður en það var
lagt fyrir Alþingi og gefur í skyn, að ég (ásamt tveimur lögfræð-
ingum og þingmönnum stjórnarflokkanna) virðist hafa hugsað
um annað meira en bæjarsjóð Akureyrar. Ennfremur skrifar rit-
stjórinn, að ég (ásamt bæjarfógeta) sé að taka út syndagjöldin
fyrir glópsku mína.
Ég verð að frábiðja mér þann
„heiður", sem mér er sýndur í
grein þessari. Mér er ókunnugt
um, hvaðan greinarhöfundi hef-
ur komið þessi „vitneskja" um
afskipti mín af lagasmíð þessari.
í fáum orðum sagt, er það
hreinn uppspuni, að ég hafi
fjallað um ofangreind lög, áður
en þau voru lögð fyrir Alþingi.
Frumvarp að lögum þessum
undirbjó sérstök nefnd undir
forsæti Hjálmars Vilhjálmsson-
ar, ráðuneytisstjóra. Frumvarp-
ið sá ég ekki fyrr en það var
lagt fram á Alþingi. Er ég hafði
kynnt mér frumvarpið, hafði ég
samband við formann Samtaka
kaupstaðanna á Vestur- Norð-
ur- og Austurlandi, Matthías
Bjarnason á ísafirði. Varð það
að ráði, að stjórn samtakanna
kæmi saman á skyndifund í
Reykjavík til að ræða frumvarp
ið og freista þess að koma á
framfæri tillögum til breytinga
og leiðréttinga frá sjónarmiði.
aðildarkaupstaðanna. Þótt ég
ætti ekki sæti í stjórninni sem
aðalmaður, var hér um svo stórt
mál að ræða, að ég fór til fund-
ar við stjórn kaupstaðasamtak-
anna í Reykjavík til að vinna
að þessu máli með henni. Gerði
stjórnin ítarlegar breytingartil-
lögur við frumvarpið, m. a. 30.
gr. b-lið (Það ákvæði sem nú
er umdeilt), og fékk stjórnin að
koma á fund þeirrar nefndar
neðri deildar Alþingis, sem um
málið fjallaði. Afhenti stjórnin
þingnefndinni fjölritaðar tillög-
ur sínar. Þess skal getið, að í
nefndinni áttu sæti þingmenn
allra flokka. Ennfremur sendi
stjórn kaupstaðasamtakanna öll
um þingmönnum í kjördæmum
á Vesftjörðum, Norðurlandi og
Austfjörðum afrit af breytingar
tillögum sínum. Ekki urðum við
varir við, að einstakir þingmenn
flyttu breytingartillögur við
frumvarpið, er stefndi að leið-
réttingu þessa atriðis, er hér um
ræðir. Það mun hafa verið sam-
þykkt athugasemdalaust í báð-
um deildum Alþingis. Hafa því
allir alþingismenn, hvar í flokki
sem þeir hafa staðið, stjórnar-
sinnar, jafnt sem stjórnarand-
stæðingar tekið þátt í „herför-
inni“ á hendur bæjarsjóði Akur
eyrar, sem ritstjórinn kallar.
Persónulega dettur mér ekki í
hug, að háttvirtir alþingismenn
hafi með þessu aðgerðarleysi
sínu verið að skera upp herör
gegn bæjarsjóði Akureyrar.
Sannleikurinn er líklega sá, að
þeir hafa alls ekki gert sér grein
fyrir hver áhrif þessa laga-
ákvæðis mundu verða, enda
segja frumvarpshöfundarnir í
greinargerð frv. að ekkert sveit
arfélag muni neins missa í af
tekjum við samþykkt þess.
Ég vil geta þess, af framan-
greindu tilefni, að á fundi kaup
staðasamtakanna, sem haldinn
var á Húsavík í síðast liðnum
mánuði, bar ég fram tillögu,
sem samþykkt var einróma, um
að skora á Alþingi að breyta
téðu lagaákvæði um útsvars-
álagningu á félög. Sams konar
tillögu bar ég fram á síðasta
bæjarstjórnarfundi. Ég hef ekki
fyrr orðið var við opinber mót-
mæli í þessa átt. Þykir mér því
eðlilega hart að vera brigslað
um glópsku fyrir að eiga þátt í
verki, sem ég hefi ekki unnið
og sem ég hef manna mest bar-
izt gegn, síðan ég fékk vitneskju
um tilveru þess.
Eigi þýðir að sakast um orð-
inn hlut. Við skulum vona, að
löggjafarvaldið bregði fljótt við
og leiðrétti mistök sín. Með
sama hætti vona ég, að ritstjóri
„Dags" leiðrétti tilhæfulausar
fullyrðingar og aðdróttanir, er
í blaði hans birtast.
Akureyri, 10. október 1962.
Magnús E. Guðjónsson.
.....................
i Skólar Sauðárkróks |
Sauðárkróki, 7. okt. ’62. Skól-
arnir hér í bænum hafa nú haf-
ið störf. Barnaskólinn var sett-
ur í gær en Gagnfræðaskólinn
í dag. í barnaskólanum verða
um 170 nemendur en í gagn-
fræðaskólanum 90—10. Skóla-
stjórarnir Björn Daníelsson og
Friðrik Margeirsson fluttu báð-
ir ræður er skólar þeirra hófu
störf og lögðu m. a. mikla á-
herzlu á það, hversu þáttur
heimilanna í uppeldi æskufólks
ins væri þýðingarmikill og nauð
syn þess að skólar og heimili
tækju sterklega höndum saman
um velferð barna og unglinga.
Kennaralið er lítið breytt frá
síðasta vetri. G. I.
HELLESENS
RAFHLÖÐUR
í útvarpstæki og vasaljós
NÝKOMNAR
VÉLA- OG
BÚSÁHALDADEILD
EKTA BÝFLUGNAHUNANG
H. P. SÓSA - FRUIT SALAD
OLIVUR í glösum
Súr og sætur PICKLES - MAYONAISE
KOKTEILBER, 2 tegundir
MARMELAÐE, margar tegundir
ASPARGUS, toppar og bitar
EPLASÓSA - CAPERS
BLANDAÐ GRÆNMETI í dósum, amerískt
SINNEP í glösum og plastbaukum
NÝLENDUVÖRUDEILD
Bovril súpukraftur
í glösum.
NÝLENDU VÖRUDEILD
NÝIR ÁVEXTIR
NÝKOMNIR:
AMERÍSK EPLI DELECIOUS
APPELSÍNUR OUTSPAN
CÍTRÓNUR
MELONUR
Fyrsta flokks vara
NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN
Allar tegundir af
ÞURRKIJÐUM OG NIÐURSOÐNUM
ÁVÖXTUM
NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚIIBÚIN
ÁVAXTASAFAR
Appelsínusafi - Cítrónusafi
Tómatsafi - Grape Fruit safi
Hollir og nærandi drykkir.
NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚIIBÚIN
Pelíkan-vörur!
Höfum fengið fjölbr. úrval af alls konar PELÍKAN-
VÖRUM svo íem:
SJÁLFBLEKUNGA - FYLLINGAR
KALKIPAPPÍR
RITVÉLABÖND, silki og nylon
LÍM í glösum og túbum
BLEK - STIMPILPÚÐA og BLEK, marga liti
PENSLA og LISTMÁLARALITI
KRÍTARLITI - VATNSLITI
og margt fleira.
ÚRVALIÐ HVERGI BETRA.
JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD
NÝKOMIÐ!
GREIÐSLU SLOPP AR
vatteraðir
frá kr. 485.00
LOPAPEYSUR
(fsl. sauðalitir)
ÚLPUR og BUXUR
SLÆÐUR og
HANZKAR
VIOLET-SOKKARNIR
komnir aftur.
KLÆÐAVERZLUN SIG.
GUÐMU NDSSON AR H.F.
Stúlkur óskast til ýmiss
konar starfa.
Hótel K.E.A.
Hótel Akureyri.
Uppl. í síma 2525
kl. 2 daglega.
ATVINNA!
Stúlka óskast hálfan dag-
inn í útibúið í Kringlu-
mýri 2.
NÝJA-KJÖTBÚÐIN
Sex tonna
OPINN VÉLBÁTUR
TIL SÖLU.
Uppl. í Slippstöðinni,
Akureyri.
Skafti Áskelsson.
TIL SÖLU:
Notaðjur miðstöðvaketill
(ca. 10 ferm.) ásamt
Gilbarco-olíubrennara.
Uppl. í sima 1532-
BIFREIÐIR!
Bifreiðin A—290, sem er
Ford Junior, er til sölu.
Er í mjög góðu lagi.
Enn fremur Willy’s jeppi
líka í góðu lagi.
Upplýsin'gar gefur
Frímann Guðmundsson,
sími 1721.
TVEIR BÍLAR
TIL SÖLU:
Willy’s jeppi, árg. 1955.
Dodge Weapon, nýrri
gerð, með 18 m. húsi og
nýiri dieselvél, alls konar
varahlutir fylgja.
Aðalsteinn Guðmundsson
Hiisavík.
ATVINNA!
Vantar heil- eða hálfs-
dags-stúlkur.
DÚ KAVERKSMIÐ JAN
Sími 1508
STARFSSTÚLKUR
ÓSKAST
að Fjórðungssjúkra-
húsinu. Upplýsingar hjá
yfirhjúkrunarkonu
milli kl. 1 og 2 e. h.
Sími 1923.
BÍLL TIL SÖLU
NÝR AUSTIN-GYPSI
TIL SÖLU.
Uppl. í síma 2880.
WILLY’S JÉPPI!
Til sölu er Willy’s jeppi,
árgerð 1917. Bíllinn er
vel með farinn og selst á
sanngjörnu verði.
Upplýsingar gefur
Vigfús Jónsson,
Laxamýri, S.-Þing.