Dagur - 03.11.1962, Síða 1
Dagur
XLV. árg. — Akureyri, laugardaginn 3. nóvember 1962 — 56. tbl.
Kennslubók í mannasiSum
Samþykkt á kennarafundi á Sauðárkróki
SJÚKRAHÚSLÆKNAR, 31
að tölu, lögðu niður vinnu
liinn 1. þ. ni. í sjúkrahúsum
Reykjavíkur, Landsspítalan-
um, Bæjarspítalanum og
Hvítabandinu. Hjá þessum
stofnunum unnu 55 læknar.
Má því búast við miklum
vandræðum þar syðra í
þessu efni. Brottför lækn-
anna stafar af deilu um kaup
og starfsskilyrði, sem þeir
telja óviðunandi og ekki hef-
ur um samizt. □
'
Mái.oagn Framsóknarmanna
Ritstjóri : F.rungur Davíosson
Skru-stofa í Hai narstr.t.ti 90
SÍMI 1160. Sf.TNINGU OG I’RF.NTUN
ANNAST PrENTVERK OuDS
BjÖRNSSONAR H.F., AkUREYRI
V____________________________/
*..... " ■ ■
AUGI.ÝSINGÁSTJÓRI JÓN SAM-
ÚF.LSSON . ARGANGURINN KOSTAR
KR. 120.00. CijALDDAGI ER 1. JÚí.Í
Bladio kemur út á midvikudog-
U.M OC Á I.AUGARUÖGUM,
ÞEGAR ÁST.EÐA ÞYKIR TIL
-
Sauðárkróki 1. nóv. Hér er
komið 15 stiga frost, snjóföl á
jörð og stillt veður, reglulegt
vetrarveður.
Kaupfélag Skagfirðinga tók á
móti 35200 fjár til slátrunar í
haust, þar af 2535 fullorðið. Með
Verðlaunabikar til keppni í
sundi. (Sjá grein á bls 2).
alþungi dilka varð 13,66 kg, og
er það fjórðungi úr kílói betra
en í fyrra.
Þyngstu dilkar komu frá Ey-
hildarholti, 16,5 kg. til jafnaðar
á 338 sláturlömbum. Þyngstan
dilksskrokk átti Búi Agnarsson,
Heiði í Gönguskörðum, 25 kg.
Hjá Verzlunarfélaginu var
lógað 9510 kindum. Meðalvigt
dilka varð þar heldur minni,
eða 13.5 kg.
Kennarafundur, sem hér var
haldinn 20. október, samþykkti
að beina þéirri áskorun til Rík-
isútgáfu námsbóka og yfirstjórn
menntamála, að láta semja og
gefa út kennslubók rrieð leið-
(Framhald á 2. síðu.)
«itiiiiiiiii(iitiiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiia,,,
| ,VITA ÞÓ ALLIR .. |
að tollar af mörgum vörum
voru lækkaðir en hvergi hækk-
aðir“, segir íslendingur í gær.
Hann gleymir því, að núverandi
stjórn lagði 3% söluskatt á sölu
allra vara og þjónustu og inn-
flutningsskattur var hækkaður
um meira en helming.
Heildarupphæð tolla og skatta
hefur hækkað hvorki meira né
minna en um rúml. 1000 milljón
ir króna, miðað við 1959 og nýja
fjárlagafrumvarpið. □
Ein hinna nýju véla í Kambgamsdeild Gefjunar. Starfsstúlkan heitir Rósa Guðbrandsdóttir.
GEFJUN STÓREYKUR
•NÚ FRAMLEIDSLU SÍNA
Á þriðja himdrað manns vinnur þar, m. a. að
frainleiðslu teppa fyrir erlendan markað
ÖÐRIJ HVERJU fara allstórar sendingar frá Ullarverksmiðjunni
Gefjunni á Akureyri, álciðis til Sovétríkjanna. Það eru liin frægu
ullarteppi, sem í vaxandi mæli, eru seld austur fyrir „járntjaldið“.
Er talið að Rússar kunni vel við sig undir hinum íslenzku værð-
arvoðum og séu viðmælandi um kaup á þeim, og Heklupeysum,
fyrir 4—5 milljónatugi íslenzkra króna til viðbótar því, sem þegar
er um saniið.
Blaðamaður hitti að máli Arn
þór Þorsteinsson verksmiðjustj-
óra Gefjunnar um nýja véla-
kostinn og framleiðsluna, gekk
um nokkra verksmiðjusali fyr-
irtækisins og fékk ýmsar upp-
lýsingar, í framhaldi af því, sem
áður var frá skýrt hér í blað-
inu, og sagt var frá í umræðum
fyrir kosningar s. 1. vor. En þá
var einhver að minnast á kosn-
ingavélarnar hans Arnþórs!
Þessar vélar hafa nú verið sett-
ar niður, flestar, og er gaman
að sjá hvernig þær vinna, og að
þær eru ekki nein pólitísk hrig-
arsmíð, heldur raunverulegar
og mjög fullkomnar vinnuvélar
til að auka og bæta afköst verk-
smiðjunnar til stórra muna.
Verksmiðjustjórinn gaf eftir-
farandi upplýsingar um nýju
vélarnar og framleiðsluna:
LOÐBANDSDEILD.
Nýju vélarnar eru
flestar
Búið er að taka allt fé á hús
Bændur eiga takmarkaðri fóðurbirgðir í vetrarbyr jun en í fyrra
Á NORÐURLANDI er nú víðast hvar búið
að taka fé á hús, þótt ekki sé það á fullri
gjöf. Þykir bændum það að vonum snemmt,
enda mánuði fyrr en í fyrrahaust. En ekki
urðu fjárskaðar í fyrstu snjóum hér norðan-
lands nú, eins og aft áður. Bændur eiga yfir-
leitt minni byrgðir heyja að þessu sinni í
vetrarbyrjun en oft áður. Jafnvel þeir, sem
sæmilega heyjuðu í sumar, því fyrningar eru
litlar sem engar, víðast hvar.
Mjög vaxandi meirihluti íslenzkra sauð-
fjárræktarmanna hefur aðhyllzt hámarksaf-
urðastefnuna í sauðfjárræktinni og miða því
fjárræktina við tryggan heyásetning og
fóðurbæti að auki, í stað þess að setja á guð
og gaddinn og horfa upp á hordauða öðru
hverju eins og búnaðarsagan segir frá.
Einstakar jarðir, og jafnvel heilar sveitir,
sem hafa sérstöðu um góð beitarlönd á vetr-
um og litla fóðureyðslu, munu hinsvegar
ennþá fylgja fóðursparnaðarstefnunni, með
nllmikil hey þó „í bakhöndinni“.
En hvorri stefnunni, sem fylgt er, bera
bændur ábyrgðina á ásetningnum og gera
það af aukinni ábyrgðartilfinningu og meira
raunsæi en áður var mjög algengt, enda bús-
afurðir meiri og tryggari en áður var og af-
koma bænda stórum betri síðan fellivetrum
lauk hér á landi. □
komnar í notkun. I Loðbands-
deild er búið að setja niður
lopakembivél, spunavél og
þrinningarvél. Allar þessar vél-
ar eiga það sameiginlegt að stór
auka loðbandsspuna verksmiðj-
unnar.
KAMBGARNSDEILD.
í Kambgarnsdeild eru tvær
nýjar vélar, sem leystu af hólmi
12 eldri vélar, sem seldar voru
til Bretlands fyrir sæmilegt
verð. Þessar tvær nýju vélar
valda byltingu hjá okkur í
framleiðslu kambgarns. Þær
vinna alla undirbúningsvinnu
að framleiðslu kambgarns mun
betur en eldri vélarnar gerðu
og eru auk þess afkastameiri.
Allt kambgarnsband, sem frá
(Framhald á bls. 2.)
Ekki eiiurlyfja-
neyzla á Ak.
j SIGURÐUR M. Helgason sett
É ur bæjarfógeti og Jóhann Þor
j kelsson liéraðslæknir, svara
É spurningunni: Fer neyzla eit-
í urlyfja vaxandi á Akureyri?
| SVAR BÆJARFÓGETA:
1 „Sem svar við þessu, vil ég
É segja það að þess munu naum-
É ast dænii, að á vegi lögregl-
É unnar hér hafi orðið menn, er
É reynst liafi undir annarlegum
j áhrifum af öðru en áfengi og
É ekki er okkur kunnugt eftir
I öðrum leiðum, að hér fari
É fram óleyfileg deyfilyfjasala
É eða eiturlyfjaneyzla eða sala.
i Að svo stöddu myndi ég telja
É að ekki séu líkur til að hér í
[ bæ séu veruleg brögð að of-
É neyzlu deyfilyfja eða nautna-
É lyfja, því þótt Akureyri teljist
i stærsti bær landsins, þá er
É bærinn samfélag yfirleitt
É reglusamra og starfsamra
i manna, en óreiðufólk, hvort
É heldur að einkalífi eða at-
I vinnuháttum, virðist illa þríf-
É ast hér, og liygg ég að nautna-
É lyfjaneyzla og önnur áþekk
i vandaniál skapist trauðlega,
| nema þar sem slíkt fólk safn-
i ast fyrir. “
| SVAl HÉRAÐSLÆKNIS:
i „Ritstjóri Dags hefir spurzt
1 fyrir um það hjá mér, í tilefni
i if skrifum sunnanblaðanna
É um deyfilyfjaneyzlu og neyzlu
j örfandi og róandi lyfja, hvort
É ég telji að læknar hér ávísi
j nú meiru af slíkum lyfjum en
i áður gerðist.
j Þessari spurningu held ég
j að sé óhætt að svara algerlega
i neitandi. Að sjálfsögðu kom-
I (Framhald á bls. 2)