Dagur - 03.11.1962, Síða 2

Dagur - 03.11.1962, Síða 2
2 RITSTJÓRI „íslendings" er svo óheppinn að ræða um „viðreisn- ina“, sem einhverja blessun fyr- ir sparifjáreigendur landsins, svo, sem börn og gamalmenni. Segir að það hafi áður farið fram „óbeinn þjófnaður af spari fjáreign þessa fólks“, sem nú sé spornað við undir „viðreisn'1.^ „íslendingi“ til hrellingar, verður í þessu sambandi að minna á tvær gengisíellingar, síðan núverandi stjórn tók við. Þegar „viðreisnarstjórnin" tók við, var meðalgengi að meðtöld um gjaldeyrissköttum 65 kr. sterlingspundið, en er nú 120 kr. hvert sterlingspund. Þannig hefur stjórnin minnkað hverja krónu bams og gamalmennis um nálega helming. Hver mað- ur, sem þarf að kaupa nauð- synjavörur hefur fengið að kenna á þessari breytingu í hækkuðu vöruverði. Það er eins og núverandi stjórn hafi viljað koma sparifjáreigendum, sem „íslendingur“ telur vera börn og gamalmenni, á kné. Hafi stjórnarvöld áður þrengt kost þ'essa fólks svo mikið, að líkja hafi mátt við „óbeinan þjófnað“ er ekki vándséð hvaða nöfn má gefa verknaði þeim, sem síðar varð og sparifjáreig- endur súpa nú seiðið af. Sannleikurinn er sá, að geng- isfellingarnar tvær og núver- andi óðaverðbólga hefur fáa eða enga leikið jafn grátt í okkar þjóðfélagi og einmitt sparifjár- eigendurna. □ FALLEG GJÖF NLÝEGA barst Oddeyrarskól- anum að gjöf fallegur bikar til að keppa um í sundi, frá Snorra Sigfússyni, fyrrv. námsstjóra, sem mörgum er hér að góðu kunnur. Efst á bikarnum er kringlóttur skjöldur með mynd af sundmanni. Skólinn flytur gefandanum innilegar þakkir fyrir þessa ágætu gjöf og þá vinsemd sem í henni felst til æskunnar í bænum. Sýnir hún umhyggju þessa ágæta skólamanns fyrir skólunum hér, en eins og kunn- ugt er, var hann skólastjóri hér í bænum um langt skeið og sýndi í starfi sínu frábæran dugnað og breytti mörgu til betri vegar. Og enn er áhugi Snorra sá sami fyrir uppeldis- málum, þó að árin færist yfir. Hann er enn síhugsandi um þessi mál. Snorri Sigfússon hafði miklar mætur á sundíþróttinni og hef- ur hann valið gjöfina með til- liti til þess. Ég flyt gefandanum innilegar þakkir og beztu kveðjur frá mér og skólanum. Eiríkyr Sigurðsson. • ’V * -■ 4' W'i VV^ ► i I ' * :• V . * ■■■ Styðjio gott málefni! UM næstu helgi munu skátam- ir hér á Akureyri fara um bæ- inn og bjóða til kaups happ- drættismiða iyrir landssamtök- in til styrktar vangefnu fólki. Ástæða er til að vekja athygli bæjarbúa á þessari fjársöfnun og minna á, að hér er um mál efni þeirra að ræða, sem mest hafa verið vanræktir af öllum landsins börnum. Um 600 manns, meira og minn3Þ van- gefnir, þarfnast hælisvistar og sérstakrar hjálpar, en aðeins fjórði hluti þeirra rúmast á þeim hælum, sem nú eru til. Verkefnin á þessu sviði eru því bæði mikil og aðkallandi. Góð- ir Akureyringar! Takið vel á móti fulltrúum þessa mannúðar málefnis um næstu helgi. Minn- ist þess að margt smátt gerir eitt stórt. - Gefjun síóreykur framleiðsluna (Framhald af blaðsíðu 1). verksmiðjunni kemur, verður því mun betra en þekkst hefur til þessa. Um þessar mundir er „Merino Gi’ilon“-gí>m og „Gri- lon“-garh_ að, far£( jtíl' viðskipta- vinánna urri alít land. VEFDEILD. Þá hefur verið bætt við sex nýjum vefstólum og nýrri upp- hnýtingavél í Vefdeild verk- smiðjunnar, og er vinna hafin með öllum þessum vélum. FÁGUN ARDEILD. í Fágunardeild hefur verið bætt við tveim litunarvélum fyrir ull og garn, ennfremur nokkrum smærri vélum til að að auðvelda störf þessarar deild ar. Þá hafa í sumar verið byggð ir í sömu deild tveir nýir þurrk arar og verið að búa til þurrk- ara fyrir band, sem á að geta þurrkað 900 kg af bandi á hvorri vagt. Þrátt fyrir þessar auknu vél- ar hefur verksmiðjan ekki get- að sinnt verkefnum fyrir fólkið svo sem vera ber, en að því er unnið . AUKINN VÉLAKOSTUR — MEIRI VINNA. Þótt í verksmiðjunni vinni á þriðja hundrað manns, vantar fólk. Fólki hefur verið fjölgað að undanförnu . við hin • ýmsu störf, en ennþá vantar vinnuafl í vissar deildir.Það er svo um flestar nýju vélarnar, að þær kalla á meira starfslið, við alls konar vinnu, sem eykst með auknum afköstum vélanna. Eftirspurn eftir Gefjunarvör- um hefur aldrei verið eins mik- il og nú. Það var því vissulega mál til komið að auka og bæta vélakost verksmiðjunnar, en hér er að sjálfsögðu ekkert loka takmark stigið, því innan tíðar má búast við því, að bæta þurfi við nýjum vélum og þá senni- lega auknum hitsakosti um leið. Þannig mun Gefjun, eins og aðrar verksmiðjur SÍS, sem reknar eru hér á staðnum, halda áfram á þeirri braut, að efla starfsemi sína og stuðla að því að Akureyri verði hér eftir, sem hingað til, hlutfallslega mesti iðnaðarbær þjóðarinnar, sagði Arnþór Þorsteinsson að lokum. □ Guðbjöm Pétursson við nýja sjálfvirka vél, sem jafnar ull og styrktarþræði í Merino-Grilon prjónabandið alþekkta. Hallur Sveinsson er hér að starfi við nýju kembivélasam- stæðuna. (Ljósmyndir af Gefjunarvélunum tók Jón Ingólfss.) lillögur um húsriæðismál Samþykktir frá Húsnæðismálafimdi Framsókn- arfélaganna, sem haldinn var í Lóni sl. siinnud. FUNDUR Framsóknarfélag- anna á Akureyri um húsbygg- ingamál, haldinn 28. okt. 1962, telur knýjándi nauðsyn bera til þess, að stjórnarvöld landsins, Alþingi, ríkisstjórn og sveitar- félög, taki höndum saman um lausn þess mikla vanda, sem við er að stríða í húsnæðismálum. Segja má, að öllum almenn- ingi sé í raun ókleift að ráðast í byggingu íbúðarhúsnæðis eins og verðlagi og lánskjörum er nú komið, enda hefur þegar leitt til stórkostlegs samdráttar í íbúð- arbyggingum miðað við það, sem var fyrir fáum árum. Sem dæmi skal það nefnt, að árið 1957 var hafin smíði á 1610 í- búðum, en árið 1961 aðeins 789. Er sérstaklega eftirtektarvert að þetta gerist þrátt fyrir ó- venjulega aflasæld og góðæri undanfarin ár. Aðalvandamál húsbyggjenda hér á landi eru lánsfjárskortur- inn og óhóflegur byggingakostn aður. Til þes að finna frambúðar- lausn á vanda húsbyggjenda, er nauðsynlegt að taka íbúðarmál- in til heildar endurskoðunar og nýskipunar og. viðurkennd sú staðreýnd, að byggingarmálin eru meðal brýnustu þjóðfélags- mála, sem gera vérður ‘ráð fyr- ir í efnahagskerfinu til jafns við aðra þætti þjóðarbúskaparins. Fundurinn vill sérstaklega benda á, að framkvæmd hús- næðismálanna hér á landi er öll miklu ófullkomnari en tíðk- ast í nálægum löndum, og má þar sérstaklega nefna Norður- lönd. Fundurinn telur, að við end- urskipulagningu húsnæðismál- anna beri m. a. að hafa í huga þessi atriði: 1. Leitazt við að fullnægja þörf- um almennings fyrir gott húsnæði af hóflegri stærð. 2. Unnið verði að lækkun bygg- ingarkostnaðar og rannsókn nýrra byggingaraðferða. 3. Lánskjör bætt þannig, að húsbyggendur hafi mögu- leika til veðlána allt að % hlutum af heildarkostnaði, énda séu settar ákveðnar reglur um stærð og nýtingu íbúðarhúsnæðis. 4. Greitt verði fyrir rekstrar- lánum til byggingafyrirtækja s. s. til véla- og verkfæra- kaupa. 5. Lánað verði til endurbóta og kaupa á eldra húsnæði. Fundurinn leggur áherzlu á, að nú þegar verði gerðar ráð- stafanir til þess að útvega Bygg ingarsjóði ríkisins (Húsnæðis- málaskrifstofunni) viðunandi starfsfé, og verði við það mið- að, að allir umsækjendur fái lögleyft hámark eftir því sem byggingunni miðar áfram. í því sambandi bendir fund- urinn á eftirfarandi m. a.: 1. Byggingarsjóði sé séð fyrir árlegum tekjum, sem svara a. m. k. 150 milljónum króna. 2. Bönkum og tryggingarfélög- um sé gert að skyldu að kaupa skuldabréf Byggingar- sjóðs fyrir ákveðinn hluta ar sparifjáraukningu og aukn- ingu eigin fjár, þar með talinn árlegur rekstrarhagn- aður. Fundurinn fagnar þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Akur- eyrar að leita sérstakra úrræða í sambandi við húsnæðismáliii í bænum og væntir góðs árang- urs af starfi nefndar þeirrar, er vinnur að þessum verkefnum á vegum bæjarstjórnar. Sérstaklega skal því beint til nefndarinnar að atliuga, hvern- ig bæjarfélagið geti á hagkvæm astan hátt hagnýtt sér laga- ákvæði um útrýmingu heilsu- spillandi íbúða og lög um verka mannabústaði. Telur fundurinn, að það sé eitt hið mikilvægasta atriði fyr- ir fólksfjölgun og eðlilega þróun bæjarins, að ávallt sé fyrir hendi nægilegt íbúðarhúsnæði í bænum, að örðum kosti er hætta á, að fólk fýsi síður að setjast hér að og flytjist jafnvel Úr bænum. Q Ekki eiturlyfjaneyzla á Akureyri (Framhalr af blaðsíðu 1). ast læknar ekki alveg hjá því að ávísa deyfi- og örfandi lyfjum og í mörgum tilfellum róandi lyfjum, en ekki held ég að læknar hér ávísi meiru af þessum lyfjum nú, en gerðist á fyrstu læknisárum mínum fyrir 25 árum.“ Q - Kennslubók í mannasiðum (Framhald af bls. 1.) beiningum um umgengnishætti og almenna hegðun í daglegu lífi. Mun þörf á þeirri bók. Á þessum kennarafundi, sem náði yfir Norðurlandskjördæmi vestra, voru mættir 36 kennar- ar, ásamt Stefáni Jónssyni náms stjóra, sem flutti erindi um um- gengnisvenjur í skólum og skyld mál, og Skúla Þorsteins- syni, form. Samb. barnakenn- ara, sem flutti erindj um skipu- lags- og launamál kennara. Hinn 26. október sl. var hald- inn hér aðalfundur sambands ungra Framsóknarmanna. í sam bandinu eru 400 manns og fyrir fundinum lágu 53 inntökubeiðn ir. Samþykkt var að koma á stjórnmálanómsskeiði og rætt um stofun kjördæmasambands ungra Framsóknarmanna í kjör dæminu. í stjórn sambandsins eru: Gunnar Oddsson, Flatar- tungu, Stefán Guðmundsson, Sauðárkróki, Jón Óskarsson, Sauðárkróki, Magnús Sigurjóns son, Sauðárkróki og Björn Gunnlaugsson, Brimnesi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.