Dagur - 03.11.1962, Qupperneq 8
Hólaskóli tekinn til staría
Nemendur 19 í yngri deild og 3-4 í eldri deild
HÓLASKÓLI var settur 15.
Miklar tekjur af ferðamönnum
Nauðsyn fyrir Akureyringa að gefa ])ví gaum
orkóber s. 1. Hófst setningarat-
höfnin í Hóladómkirkju. Að
henni lokinni flutti skólastjór-
inn, Árni G. Pétursson, skóla-
setningarræðuna í skólahúsinu.
Nemendur eru 19 í yngri
deild skólans og 3—4 nemendur
verða í eldri deild og eru það
piltar þeir, sem í fyrravetur yf-
irgáfu skólann á miðjum vetri
og eru þeir ókomnir ennþá.
Dalvík 1. nóv. Snjórinn er ekki
svo mikill að umferðatruflun
valdi hér um slóðir, þótt hann
tefji eitthvað för.
Björgvin kom í gærkveldi og
var vel fagnað.
Alls staðar er búið að taka fé
á hús og gjöf. Álíka margt sauð
fé mun sett á í vetur og síðast-
liðið haust. Septembermánuður
greiddi svo úr heyskap bænda,
að þetta varð mögulegt.
Dálítill fiskreitingur var á
dekkbátana fyrir helgina, en
síðan hafa ógæftir verið. Ennþá
er atvinna næg. □
Fólkið í atvinnuleit
Haganesvík, 2. nóv. Margt fólk
er farið héðan í atvinnuleit og
fleira fer um áramótin. Búin
eru of lítil til að framfleyta
mörgu fólki.
Þótt ekki sé kominn mikill
snjór, er mjög erfitt fyrir bíla
að komast um Austur-Fljót.
Gísli á Sleitustöðum hefur 2
áætlunarferðir í viku milli
Haganesvíkur og Sauðárkróks
og er það mjög til bóta.
Ekki hefur verið farið til
rjúpna að neinu ráði ennþá, og
lítið er um sjósóknina.
Kennarar við Hólaskóla eru,
auk skólastjórans: H. J. Hólm-
járn, nýr kennari, Vigfús Helga-
son, Jón Friðriksson og stunda-
kennai’arnir Páll Sigurðsson frá
Hofi (íþróttir), séra Björn
Björnsson, Guðný Ágústsdóttir
og Sigurður Haraldsson ráðs-
maður, sem kennir búsmíðar og
hrossatamningar.
Áherzla er lögð á verklegt
nám, bæði margs konar smíðar,
viðgerðir og hirðingu véla og
hiiðingu búfjár og búfjárdóma.
Dag hvern stunda nemendur
tvær og hálfa klukkustund verk
legt nám og æfingar.
Á skólabúinu er rúmlega 500
fjár, um 70 nautgripir og 50
hross. í byggingu er nýtt mjólk-
urhús og verið er að breyta raf-
lögnum með hliðsjón af nýrri
héraðsrafveitu næsta ár. Vatns-
aflstöðin á Hólum mun tekin í
notkun eftir helgina, endur-
bætt. □
Á ALÞINGI var nýlega upplýst
af menntamálaráðherra, að á
árinu 1961 hefðu 13513 erlendir
ferðamenn komið til landsins
og skilið eftir 114 milljónir kr.
Gert er ráð fyrir allt að 140
milljón króna tekjum af ferða-
fólki á yfirstandandi ári. Er því
mjög að vonum að margir velti
fyrir sér spurningunni um það,
hversu hægt sé að auka og hag-
nýta ferðamannastrauminn.
Ferðamenn eru tekjustofn fyr
ir þjóðarbúið. En hinir einstöku
staðir geta miklu um það ráðið,
margir hverjir, hvort móttaka
og margvísleg fyrirgreiðsla
ferðamanna skuli gerð að at-
vinnugrein eða ekki.
Rétt er að benda á, að um
tíma í sumar var nær hver
kvöldflugvél, sem fór frá Akur-
eyri til Reykjavíkur að yfir-
gnæfandi meirihluta hlaðin er-
lendum ferðamönnum, sem
voru að koma frá Mývatnssveit
eða lengra að austan. Þetta
ferðafólk hafði litla viðdvöl á
Akureyri eða enga á norður og
suðui'leið. Hér á Akureyri er
viðkomustaður flests þess ferða
fólks, sem til norðurlands kem-
ýms þau störf, sem áður var að-
eins trölla meðfæri.
Folaldaslátrun hófst í gær og
stendur í hálfan mánuð. Folöld
in munu vera 1000—1200 króna
virði hvert, eftir vænleika.
Vegna lítilla heyja var miklu
af nautgripum slátrað.
í barna- og unglingaskólan-
um eru 150 börn. Notaðar eru
þrjár stofur í nýja félagsheim-
ilinu, sem kennslustofur.
Mokafli upp við land
Hofsósi, 2. nóv. Hér var' lógað
8 þús. fjár. Meðalvigt var 13,7
kg. og er það aðeins betri vigt
en í fyrra.
(Framhald á bls. 7.)
ur. En Akureyringar hafa ekki
raunverulega tekið á móti þessu
fólki og látið svo sem sér kæmi
það ekki við. En hvað væri
hægt að gera? Er ekki kominn
tími til að opna augun fyrir
þeim möguleika í alvöru, að
ferðamannastraumurinn getur
haft mikla fjárhagslega þýðingu
í höfuðstað Norðurlands?
tlillllll tlllllllllllll illilimini
Miklu minni kartöflu-
uppskera á Svalbarðs-
strönd en í fvrrahaust
Leifshúsum, 29. okt. Sauðfjár-
slátrun lauk á Svalbai'ðseyri
þann 19. þ. m. Alls var slátrað
þar 14.200 kindum, þar af til
innleggs 13.639, og er það að-
eins færra heldur en haustið
1961. Af sláturfénu voru 12.208
dilkar lagðir inn hjá Kaupfélagi
Svalbarðseyrar, og var meðal
fallþungi þeirra 14,415 kg., eða
örlítið minni en haustið áður.
En þá var meðalfallþungi þeirra
dilka, sem þá var slátrað 14,42
kg. Stórgripaslátrun stendur nú
yfir á Svalbarðseyri og er áætl-
að að þar verði slátrað 130—150
nautgripum. Hrossaslátrun er
sáralítil.
Kartöfluuppskera hér í sveit
var undir meðallagi í heild, en
mjög misjöfn eins og venjulega.
Frost spilltu ekki uppskerunni
í haust.
Samkvæmt lauslegri áætlun
má gera ráð fyrir að Kaupfélag
Svalbarðseyrar fái Vá — Vz
minna kartöflumagn til sölumeð
ferðar nú, heldur en haustið
1961, eða í mesta lagi 6 þúsund
tunnur.
Byggingai-framkvæmdir eru
heldur með minna móti hér í
sveitinni á þessu ári.
Búið er að ýta upp í nýjan
veg til Svalbarðseyrar, og nú er
unnið að því að bera ofan í
hann.
Mikill hluti af unglingum
sveitarinnar er farinn í skól-
ana. S. V.
mmmm
Féð komið á gjöf
Rafmagn til Eyja
SÁ STÓRVIÐBURDUR gerðist um síðustu helgi, að í notkun
var tckinn rafstrengur sá, sem la.gður hafði verið til Vestmanna-
eyja, og rafmagni frá Soginu hleypt á.
Opnun sæstrengsins fór fram með viðhöfn.
Vitaskipið Árvekur lagði strenginn milli lands og eyja. □
Meðalvigt sláturdilka varð
14,07 kg., án nýrnamörs, og er
það 7% meira en í fyrx-a.
Mjólkui-flutningum til Sauðár
kx-óks fer að Ijúka, en þeir hefj-
ast á ný upp úr áramótun-
□
um.
Góðæri spáð í Kinn
Ófeigsstöðum 1. nóv. Á laugar-
daginn vérður Jónas Friðmunds
son á Ófeigsstöðum jarðsettur.
En hann lézt af slysförum, 65
ára að aldri.
Nokkuð vantar enn af fé og
liggja til þess þær orsakir helzt
ar, að leitai-menn fengu hið
versta veður í Náttfaravíkum,
en þar er seint gengið. En síðan
hefur verið ófæi't þangað vegna
sjógangs, þar til nú. En fara
þarf um fjöi'ur út þangað. Og
vafasamt er, hvort unnt muni
að sækja féð vegna snjóa, þótt
brim lægi.
Fátt er orðið um forustufé og
fylgdi lítið vestfirzka stofnin-
um, sem hingað var fluttur, en
menn hafa verið að reyna að
bæta úr því eftir ki'ókaleiðum.
Þó skal þess getið, að hingað
kom maður einn til að sækja
kind. Leiddi hann með sér for-
ustusauð, vitran og vel taminn.
Lítið er sett á af lömbum. Við
erum nú farnir að hlusta á þing
fréttirnar og hér um slóðir er
pólitísku góðæri vegna væntan
legra viðbui'ða og bi-eytinga á
næsta vori — í sambandi við al
þingiskosningai’nar — spáð.
Rjúpan á 50 krónur
Húsavík, 1. nóv. Fært er, en
þungfært um sveitir og ófært í
Bárðardal. Ekki hefur gefið á
sjó undanfai'ið, þar til í dag.
Leikfélag Húsavíkur mun
hefja sýningar á Gildrunni um
helgina.
Enginn hefur fai’ið til
rjúpna undanfarið, enda veður
hin verstu. Rjúpur voru seldar
í haust á 35—50 krónur, en veið
in var ekki mikil.
Hræringar eru ennþá fremur
litlar á sviði félagsmálanna en
munu vaxa innan tíðar, ef að
vanda lætur. • □
Trölla-meðfæri
Blönduósi 1. nóv. Hér snjóaði
lítið og eru allir vegir vel færir
í héraðinu. Vei’ið er að taka fé
í hús þessa dagana. Ekkert mun
hafa farizt eða hrakizt að þessu
sinni.
Verið er að rífa gömlu
Blöndubi’úna. Verður hún los-
uð og henni síðan lyft upp á
nýju brúna og síðan di’egin yf-
ir á annanhvoi-n ái’bakkann til
geymslu í vetur. Næsta vor
verður hún svo væntanlega not
uð í héraðinu, því enn er bi’úa
þörf hér og þar. Vei'ður hún
flutt í heilu lagi á ákvörðunar-
stað og engin tormerki talin
vera á slíkum flutningi. Tækn-
in og vélaaflið vinna léttilega
•iiiiiimimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*
| Skíðalæri og skaufasvell |
| Vetraríþróttirnar í undirbúningi í bænum |
f MEÐ KOMU VETRARINS vaknaði áhugi fyrir skautasvelli I
I og skíðabrekkum hér í bænum. Mun í athugun að búa til jj
j skautasvell hið allra fyrsta, og lýsa hina vinsælu skíða- f
f brekku austan Brekkugötu. En fyrirfarandi vetur hafa þess- f
j ir staðir verið fjölsóttastir allra skemmtistaða á Akureyri, i
f þegar þeir hafa verið starfræktir. f
Kominn er góður skíðasnjór í Hlíðarfjalli. Framkvæmdir |
f við Skíðahótelið hafa legið niðri í sumar, nema vegurinn f
: var endurbættur. Margir hafa áhuga fyrir því, að fram- 3
j kvæmdum verði hraðað þar, og að þar verði skíðakennsla j
f í vetur. f
í dag er ráðgerður fundur hinna nýstofnuðu „ráða“ hér á 3
f Akureyri, íþróttaráðs og Æskulýðsráðs. Án efa verða þessi j
3 mál og nýjar greinar æskulýðsstarfsemi í bænum ræddar 3
j þar ítarlega. Mun blaðið leita fregna af þessum málum og j
f skýra frá fréttnæmum ákvörðunum, sem þar kunna að verða f
j teknar og „ráðin“ veita upplýsingar um. ' □ j
•••iiiuiiiiiiuiiiilillniiiimimiiiiiiiiiimimiiiiiiiimiiiiiiDiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimimiiiiiiniiiiiiiinimiiiii"