Dagur


Dagur - 06.12.1962, Qupperneq 8

Dagur - 06.12.1962, Qupperneq 8
8 FRÁ LIÐNU, CÓÐU SÍLDAR-SUMRI ] Fjölmennur bændðklúbbsfundur á Ak. < • >*« " ~ «.... '*mwk 'n^ Þorgerður Þórðardóttir, formaður Verkakvennafélags Húsavíkur, er hér í síld. Hún handleikur hnífinn traust- uni höndum, og stundum gripur hún pennan, svo sem margir munu kannast við. (Ljósm.stofa Péturs, Húsav.) EYFIRZKI bændaklúbburinn hélt einn af sínum fundum mánudaginn 3. des. s.l. að Hótel Kea. Að þessu sinni sóttu fund- inn 100 manns. Verður sífellt meira áberandi hversu margir ungir menn, þó ekki séu bænd- ur, en sem eru við bústörf, sækja þessa fundi af miklum áhuga. Að þessu sinni voru tvö mál tekin til umræðu: 1. Mjaltir og mjaltavélar. 2. Steinefna- og bætiefnaþörf búpeningsins. Jóhannes Eiríksson búnaðar- kandidat og aðstoðarráðunaut- ur í nautgriparækt hjá Búnað- arfélagi íslands flutti erindi um bæði þessi dagskrárefni fund- arins. Sýndi hann margar skuggamyndir og lit-skugga- myndir til skýringa. í erindi sínu benti hann á hversu mjalta starfið er vandasamt og ábyrgð- armikið ,en til þess að það sé framkvæmt rétt og vel er mjög æskilegt, að sá, sem það gerir hafi nokkra þekkingu í líffæra- fræði og sérstaklega hafi nokkra þekkingu um byggingu og starf kýrjúgursins, meðferð þess og heilbrigði. Áður fyrr voru kýrnar handmjólkaðar og fylgdist þá mjaltamaður jafnan betur með öllu hér að lútandi. Nú eru mjaltavélarnar komnar til sögunnar allvíða og notkun þeirra er mjög vandasöm. Þess vegna þarf góða þekkingu á byggingu vélanna, starfi þeirra og afköstum. Þá er og hitt eigi síður mikilvægt, að sjá um hirð- ingu þeirra, hreingerningu og viðhald. Þetta má telja sérstaka fræðigrein, sem allflestir eiga að geta lært á tiltölulega stutt- um tíma, en góð fraeðsla um þetta efni er höfuðnauðsyn. Van ræksla á þessu sviði véltækn- innar er mjög hættuleg fyrir heilbrigði kúnna svo og fyrir efnahag mjólkurframleiðanda. Þetta mál hefur áður verið rætt á bændafundum í Eyja- firði. Má þar minna á leiðbein- ingaför J. C. Christensen ráðu- nauts frá ÁrósUm, sem ferðað- ist hér um allt héraðið sumarið 1961. Hafði hann fjölmörg smá námskeið varðandi meðferð mjaltavéla og mjaltir, en hafði síðan einn allsherjarfund fyrir bændur og starfslið þeirra til leiðbeininga um þetta atriði, en slíka fræðslu og hvatningu er nauðsyn að endurtaka annað slagið. Jóhannes Eiríksson flutti síð- an annað erindi á fundinum um X 0. mma „Duflað“ í danshúsum Ófeigsstöðum, 5. des. Hér er veiið að baða sauðfé. Frétt- næmt þykir það kannski, eink- um eftir blaðafregnir um að í sumum sveitum eða héröðum sé allt morandi í færilús, að hér á' sláturhúsinu og á sláturhúsi KÞ á Húsavík, sáust slík óþrif ekki. Ekkjan Guðrún Marteinsdótt- ir frá Hrafnsstöðum í Kinn varð níræð 2. desember. Hún dvelst hjá Flosa syni sínum, útibús- stjóra á Fosshóli. Var þar gest- kvæmt á afmælisdaginn. Guð- rún er merkiskona mikil, og enn vel ern. Maður hennar, Sigurð- ur Jónsson búfræðingur er dá- inn fyrir allmörgum árum, hinn mætasti maður. Fé er víðast hýst, en fullorðnu fé er nær ekkert búið að gefa ennþá. Dansleikir eru um allar helg- ar í héraðinu. Þar mun eitthvað „duflað“, eins og gengur, en ekki þó eins mikið og íslenzkar kvikmyndir sýna í íslenzkum kvikmyndahúsum. □ Of fii.ar vinnandi hendur í Grímsey Grímsey 5. des. Síðan óveðrið geysaði á dögunum, hefur ekk- . ert markverí til tíðmda borið hér í Grímsey. Veðrið lægði jafn skyndilega og það skall yf- ir. Áður mátti kalla mjög góð- an afla eða allt upp í 1800 pund á dag, miðað við tvo menn á bát. Eftir óveðrið er mjög sæmi legur afli, en dagarnir eru orðn ir stuttir og sjórinn því ekki sóttur eins fast. í landi er nóg að gera og hér vantar raunar alltaf vinnandi hendur. Verið er að byggja tvö íbúðarhús, sem komin eru und- ir þak, auk þess er fiskhús í byggingu og stækkun á verzlun arhúsi KEA. Hér er með öllu snjólaust og gott veður dag eftir dag . Lénharður fógeti Dalvík, 5. des. Leikfélagið á Dal vík er að æfa sjónleikinn Lén- harð fógeta, undir leikstjórn Steingríms Þorsteinssonar. Gert er ráð fyrir, að frumsýningin verði um jólaleytið. Gæftir eru heldur stopular og aflinn fremur lítill. □ Raímagn í Mývatns- sveit Reynihlíð 5. des. Almennt er verið að taka fé á hús, en það hefur farið mjög vel með sig til þessa, enda tíð góð og snjó- laust að kalla. Vinnu er fyrir nokkru hætt við Dettifoss. En þar var unnið að tilraunaborunum í sumar. Rafmagn er komið í 29 íbúð- arhús, kirkjur, samkomuhús og hótelin. Bæir og byggingar sunnan Mývatns, frá Reykja- hlíð að Álftagerði og Græna- vatni, njóta þessa, en eftir eru í sveitinni 27 íbúðarhús, sem þessi framkvæmd nær ekki til. Búið er að steypa nauðsyn- legar undirstöður undir Norð- landsborinn og eru þær í Bjarn- arflagi. Veiði í vatninu er betri en í fyrra. En aðeins er aflað til heimilisnota og má enginn hafa lengri net en 60 metra og að- eins leggja þeim á vissum stöð- um, með tilliti til hrygningar- stöðva, sem ekki má spilla. Nýi barnaskólinn tekur til starfa upp úr áramótum. Kennsl an bíður þangað til. Yfirsmiður er Sigurpáll fsfjörð, sem tók við af Þórði Friðbjarnarsyni. Tvö ungmenni hrotn- uðu i skóla Lómatjörn 5. des. Á heimilis- skóla prestsins í Laufási vildi það til fyrir skömmu, að ung- lingspiltur, er var að hlaupa niður ofurlitla brekku, fótbrotn aði. Sama dag handleggsbrotn- aði telpa í sama skóla. Dekkbátarnir Frosti, Víðir og Brúni fiska mjög sæmilega, ennfremur 4 trillubátar. Mótor- báturinn Brúni var keyptur frá Akureyri. Eigandi er Svavar Gunnlaugsson, Lundi. Og ein af trillunum er einnig frá Akur- eyri. Eigandi er Hannes Stein- grímsson, Sæbakka. Fé hefur mjög lítið verið gef ið ennþá og kemur það sér mjög vel. Stórbýlið Svalbarð á Svalbarðsströnd hefur verið selt. Kaupandinn er Bjarni Hólmgrímsson bóndi ‘ á Grýtu- bakka, en fyrri eigandi jarðar- innar er Stefán Stefánsson, há- aldraður orðinn. Kindur drápust Stórutungu í desember. Tíð er fremur óstillt. Jörð má heita auð og þó að snjói öðru hvoru, tekur það fljótt upp. Bílfært er til fremstu bæja og til fjalla ef einhvern fýsti. Það líður að því að fé verði tekið til hýsingar, þar sem það hefur enn gengið úti, sem er hér framantil í daln- um, en sumstaðar hefur fé ver- ið hýst. Það vildi til eftir ormalyfs- inngjöf á Jarlsstöðum hér í sveit, að ær veiktust, og dráp- ust 8. Ekki er vitað um orsök þessa og ekki ber á þessu ann- ars staðar við svipaðar aðstæð- ur. Þ. J. steinefna- og bætiefnaþörf bú- penings og sérstaklega mjólkur kúa. — Nútímarannsóknir hafa leitt í ljós, að það er ekki hægt að fullnægja næringarþörf bú- penings með því einu að sjá honum fyrir nægilega mörgum fóðui-einingum daglega, sem innihalda tiltekið magn af eggja hvítuefnum, kolvetnum og fitu. í fóðrinu þarf einnig að vera allmikið af steinefnum svo og af hinum svokölluðu snefilefn- um. Allt þetta þarf að vera til staðar í fóðrinu ef dýrið á að þrífast og skila afurðum. Við þetta bætist nú einnig þörf bú- peningsins fyrir bætiefnum eða vitaminum, sem nefnd hafa ver ið A, B, C. D, o .s. frv. Bætiefna skortur í fóðrinu orsakar jafn- an sjúkdóma og stórfellt afurða tap á öllum sviðum Með allt þetta í huga, þá verð ur það auðsætt, að bóndinn þarf að vera mjög vel menntur í sínu fjölbreytilega og vanda- sama starfi. Hann þarf mörgum öðrum fremur að tileinka sér nýjungar og hinar vísindalegu staðreyndir, sem fást fyrir hið þrotlausa tilraunastarf, sem framkvæmt er nú víða um heim, ef starf hans á að verða árangursríkt. Jóhann Eiríksson flutti fræðsluerindi sín með miklum ágætum, og hann svaraði fjöl- mörgum fyrirspurnum mjög greiðlega, enda hefur hann yfir að ráða staðgóðri þekkingu, víðtækri skólamenntun og góðri starfsreynslu á þessu sviði búvísinda. Fundarmenn virtust fylgjast, nú eins og jafnan áður, vel með öllu því, sem fram fór á fund- inum. Þeir gerðu fjölmargar fyr irspurnir og athugasemdir í sam bandi við umræðuefni fundar- ins og voru jafnan gefin greið svör við fyrirspurnunum, bæði af frummælandi og einnig Ólafi Jónssyni ráðunaut S. N. E. Fundarstjóri var Sigurjón Sveinsson, bústjóri í Lundi. f fundarlok þakkaði hann frum- mælanda fyrir hans fróðlegu er- indi. Hann þakkaði fundarmönn um og öllum þeim, sem af á- huga hafa sótt bændafundina á árinu, sem senn er að ljúka. Að því búnu sleit hann fundi með óskum um gæfu og gengi til allra, fjær og nær. □ SMÁTT OG STÓRT MORGUNBLAÐIÐ segir frá því í fréttum sínum fyrra sunnu dag, 18. þ. m., að sjávaraflinn 8 fyrstu mánuði ársins (í ágúst- lok) hafi orðið eitt hundrað og sextán þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Aukningin er 23% frá 1961, sem þó var ágætt aflaár. Alla daga aðra í þessum mán- uði hefur því verið haldið fram í sama blaði, að aukning spari- fjár og vaxandi gjaldeyrisöflun á þessu ári, sé að þakka ríkis- stjórninni og „viðreisn11 hennar. Já, mikil er sú viðreisn, sem stjórnar fiskigöngum og kyrrir vind og sjó. Hinn 10. ágúst 1961 sagði Morgunblaðið í forystugrein: „. ... Verðum við íslendingar að vinda að því bráðan bug að sækja um upptöku í sameigin- lega markaðinn (Efnahags- bandalagið), svo að við getum frá upphafi gætt þar sérhags- muna okkar.“ Á flokksfundum Sjálfstæðismanna voru þá sam- þykktar ályktanir í sömu átt. (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.