Dagur - 08.12.1962, Blaðsíða 5
4
Sök hinna eldri
ÞAÐ ER VÍÐAR en á fslandi, sem hinir
eldri ræða í alvöru um spillingu æsk-
unnar, og það er líka víðar en á íslandi,
að æskufólkinu finnst hegðun hinna full-
orðnu töluvert athugaverð. Fræg er sag-
an frá Florida, þar sem foreldrar sátu
fund til að ræða um vandamál hinnar
spilltu æsku, í sama húsi og á sama tíma
og unglingamir sátu líka fund og ræddu
um hina óskiljanlegu hegðun foreldr-
anna. Að fundum þessum loknum var
haldinn sameiginlegur fundur þessara
aðila. Þar komust unglingamir meðal
annars að þeirri niðurstöðu, að kannski
væru foreldrarnir mannlegir eftir allt
saman.
Hér á landi er sú staðreynd bundin
þéttbýlinu, að foreldrar og börn þeirra
lifa að mestu í tveim ólíkum heimum og
eiga undra fátt sameiginlegt, utan að
sofa undir sama þaki, eða svo finnst
þeim, sem bera saman lifnaðarhætti
dreifbýlis og þéttbýlis. f dreifbýlinu var
það naumast til, sem venjulega er kallað
vandamál æskunnar og mest er um rætt.
Því mun að mestu valda, að böm og ung-
lingar dreifbýlisins taka strax þátt í
mörgum störfum heimilanna, jafnskjótt
og þau geta fylgt foreldrum sínum, í
þrengstu merkingu þess orðs. Og það er
líka af þessari ástæðu, sem sveitaböm
þroskast á ýmsan hátt mun fyrr. Kemur
hvort tveggja til: sjálf störfin og ábyrgð
á þeim, og umgengni við fullorðið fólk,
ekki aðeins á matmálstíma og yfir blá-
nóttina, heldur alla daga, virka sem
helga, allt árið um kring.
En öllum ungmennum er það sameig-
inlegt, að eiga örlagastjörnuna í eigin
brjósti, og þótt hún sjaldnast í fyrstu
virðist umvafin nokkrum skuggum, er
stutt Ieið til lijartna hinna ungu, og fyrr
en varir slá fullorðnir menn á þá streng-
ina, sem sízt skyldi. Það eru ekki ung-
lingar, sem selja unglingum brennivín og
tóbak, lokka þá á svo lélegar skemmti-
samkomur að mannskemmd er í, bjóða
þeim að horfa á glæpamyndir, ota að
þeim klámblöðum og víni — allt gegn
gjaldi. — Nei, það gera hinir fullorðnu,
virðulegu borgarar og brosa breitt þótt
ungmennið beri óhrein fingraför þeirra,
kannski alla ævina. Unglingum, jafnt
sem fullorðnum, er linotgjamara nú en
áður vegna þess hve heimurinn hefur
snögglega breytzt og allt daglegt líf fólks-
ins, án þess að hinar nýju lífsvenjur hafi
fengið á sig fasta mynd og orðið vegvísir.
Unglingamir eru í raun og veru settir
á uppboð, strax á bamaskólaaldri, þar
sem t. d. áðumefndir aðilar keppast við
að bjóða. Jafnvel hin ýmsu félög, sem
hafa á sér menningarleg nöfn, bjóða líka
og láta hátt til sín heyra. Unglingar liafa
bókstaflega engan frið til að hugas, lesa
eða bara dunda sér til hvíldar frá erfiðu
námi, sem á þá er lagt. í þessu kapp-
hlaupi um bömin, peningana þeirra og
starfskrafta, flýta börain sér sjálf að
verða fullorðin. Því miður klæða þau oft
af sér bamafötin með því að brjóta boð
og bönn. En þau gera það með því móti
að samræma hegðun sína þeim, sem boð-
in og bönnin settu. Þannig eru liinir eldri
hin eilífa fyrirmynd og undan því verður
ekki komizt.
Sú lægð, sem nú er t. d. í áfengismál-
um meðal æskufólks og er mikið vanda-
mál, er eingöngu sök hinna eldri, og
þeim einum fært og skylt að bæta fyrir
brot sín á þeim vettvangi. □
V—----------------------------------j
Krisfján Jónsson bóndi
að Nesi í Fnjóskadal
HAUSTIÐ 1903 komum við 30
nýsveinar á bændaeskólann að
Hólum í Hjaltadal. Þar bar fund
um okkar Kristjáns fyrst sam-
an. Heustið eftir bættust tveir
við í hópinn, svo við urðum 32
sem burt skráðumst vorið 1905.
Haustið 1902 hafði Sigurður Sig
urðsson, síðar búnaðarmála-
stjóri, tekið við stjórn skólans,
og þá var skólanum breytt. Áð-
ur var búfræðinámið við skól-
ann bæði bóklegt og verklegt,
en nú var verklega námið við
skólann lagt niður, en skólan-
um gert að skyldu að útvega
þeim piltum er þess óskuðu
verklega kunnáttu í búfræði,
með því að koma þeim í verk-
legt nám hjá fyrirmyndar bænd
um, eða félögum, sem hefðu
með höndum framkvæmdir í
jarðrækt — nýrækt —. sem
framkvæmdar væru með ný-
tízku aðferðum og væru til fyr-
irmyndar. Sigurður var fram-
kvæmdastjóri hjá Ræktunar-
félagi Norðurlands, sem þá var
nýstofnað, og því fóru margir
piltar í verklegt nám til þess
vorið 1904, en þá hafði Ræktun-
arfélag Norðurlands fengið land
undir tilraunir félagsins innan
við Akureyri, sem síðan hefur
fengið nafnið Neðri Gróðrar-
stöðin. Þetta land var brotið,
og tekið til tilrauna vorið 1904.
Einn af þeim, sem þar var við
verklegt nám þá var Kristján.
Margir af þeim, sem þar voru
þá munu í fyrsta sinn safa séð
plóg þar, lært að nota hann, og
vanist nokkuð við jarðyrkju-
störf. Auk þes var unnið að
ræktun garðávaxta ýmis konar,
trjárækt og fleira, og varð sá
sex vikna tími sem þarna var
unnið, piltum mjög lærdóms-
rlkur. Milli Kristjáns og Sigurð-
ar myndaðist náin vinátta, og
varð hann síðan mörg ár hjálp-
armaður Sigurðar við vinnu í
Gróðrarstöðinni, og því betur
að sér í öllu verklegu er við-
kom jarðrækt en fjöldinn.
Kristján varð mælingamaður
jarðabóta í Þingeyjarsýslu —
og síðar trúnaðarmaður Búnað-
arfélags íslands — og fékk því
tækifæri til að leiðbeina bænd-
um þar. Tel ég víst að hann
hafi átt sinn þátt í því, að með-
al töðufall af hektara í túni,
var mun hærra þar um ? ???
en víðast annars staðar á land-
inu, taðan betur verkuð, og það
átti trúlega sinn þátt í því að
arður búanna var tiltölulega
mikill, miðað við tölu búfjárins,
enda áttu bændum víða annars
staðar erfitt með að skilja hvern
ig þingeyskir bændur gætu lif-
að á svona litlum búum sem
raun var á. Á Hólum hafði okk-
ur verið sagt að við ættum að
vera trúverðugir í öllum okkar
störfum, og að ekkert starf, sem
vert væri að vinna, væri svo
lítilfjörlegt, að ekki bæri að
Ieysa það vel af Iiendi. Jafn-
framt var mjög brýnt fyrir okk-
ur, hve nauðsynlegt hverjum
manni væri að hafa áhuga á
hverju sem hann tæki fyrir,
það væri skilyrði fyrir að verk-
ið færi vel úr hendi, og afköstin
yrðu mikil. Okkur voru stund-
um gefnar bækur, fyrir góða
frammistöðu, og skrifaði Sig-
urður oftast á þær, og æfinlega
voru það hvatningarorð í þessa
átt, eins og t. d. „Viljinn dregur
hálft hlass.“ „Ef ég ekki finn
veg, bý ég hann til.“ Þeim sem
lætur hugfallast, og bognar fyr-
ir vindinum, verður ekkert
ágegnt. Hinn sem vill sigra,
megnar allt.“ „Einbeittur vilji
sigrar alla erfiðleika,“ o. s. frv.
Þessar og þessu líkar áminning-
ar og heilræði bárum við með
okkur frá Hólum. Og þó okkur
bekkjarbræðrunum hafi sjálf-
sagt tekizt að lifa misjafnlega
eftir þeim, og gera þau að hluta
af okkur sjálfum, tókst Kristj-
áni það. Hann var mjög kapp-
samur að hverju sem hann gékk
og afkastaði því miklu lífsstarfi.
Faðir hans, Jón Árnason, var
frá Mýri í Bárðardal. Hann hóf
búskap að Nesi árið 1857, og
bjó þar þangað til Kristján tók
við jörðinni 1908. Nes var talið
kot. Árni Magnússon, sem lýsti
jörðum í Fnjóskadal 1712, telur
að jörðin beri þriggja kúa
þunga, og frá því, og til þess
tíma er Jón hóf þar búskap
mun hún lítið hafa breyzt.
Móðir Kristjáns hét Björg Jóns-
dóttir frá Belgsá, og var hún
seinni kona Jóns. Kristján var
yngstur af börnum þeirra hjóna,
fæddur 22. marz 1880. Öll ólust
þau systkini upp hjá foreldrum
sínum. Oft var þröngt í búi, og
snema voru börnin vanin við
vinnu, enda er það öllum hollt
að venjast vinnu, sem ekki vilja
verða annarra handbendi í líf-
inu. Hollt er að læra að skilja
þýðingu vinnunnar fyrir af-
komu einstaklingsins og þjóð-
félagsheildarinnar.
1905 var stofnað rjómabú í
'Fnjóskadal. Það var reist við
bæjarlækinn í Nesi og rekið
með vatnsoi-ku. Sem rjómabús-
stýra við það valdist Guðrún
Stefánsdóttir frá Keldum á
Rangárvöllum, og varð hún
kona Kristjáns. Giftust þau 17.
júlí 1909.
Skömmu eftir að þau hófu
búskap að Nesi kom kunningi
Kristjáns til þeirra. Hafði orð á
því við Kristján, að hann yrði
að fá sér betra jarðnæði, hann
væri svo duglegur, að honum
hæfði ekki þvílíkt kot. Kristján
svaraði þessu með eftirfarandi'
orðum: „Ekki þarf síður dug-
lega menn, til þess að vinna upp
kotin, og gera úr þeim góðar
jarðir." Þetta tilsvar lýsir
Kristjáni vel. Hann hafði þegar
þetta samtal fór fram, ásamt
konu sinni, ákveðið að gera úr
Nesi góða jörð, og að því marki
unnu þau lijónin markvisst og
NEFNIST ljóðabók, sem er í
þann veginn að koma út. Höf-
undurinn er Angantýr Jónsson
frá Marlandi.
Angantýr er húnvetnskrar og
skagfirzkrar ættar, sonur hjón-
anna Guðrúnar skáldkonu
samhent. Fyrstu sáðsléttuna í
túninu gerði hann 1913, og var
það fyrsta sáðsléttan í Dalnum.
Öll hús jarðarinnar hefur hann
endurbyggt. 1929 byggði hann
ráfstöð á jörð sinni og árlega
stækkaði túnið. Nú má fram-
fleyta meira en þriggja kúa
þunga í Nesi. Veturinn 1961 til
‘62 voru nautgripirnir í Nesi 13,
og voru þá synir Kristjáns að
mestu teknir við búinu. Kristj-
án var virkur þáttakandi í öll-
um félagsmálum í sveit sinni,
svo og sýslu, og kaupfélagsmál-
um, og alls staðar hvatamaður
allra framkvæmda, og alls þess
er horfði til menningarauka.
Hann var ákafa fjörmaður,
skildi vel að mestu skiptir að
vera mætur maður, og lifa svo
hér á jörð, að maður skapaði
sér aukins þroska á næsta til-
verustigi, og skildi eftir sig verk
hérnamegin, sem lieildin byggi
að, og bættu framtíðarlífskjör
niðjanna. Að þessu vann hann
með góðum árangri.
Með Kristjáni er helmingur
okkar gömlu bekkjarbræðranna
HINN þriðja dag desembermán-
aðar var Jón Kristjánsson, fram
kvæmdastjóri á Akureyri, til
moldar borinn, að viðstöddu
fjölmenni. Hann var 72 ára, er
hann lézt, fæddur 16. nóvember.
Með honum er hinn mætasti
maður genginn.
Jón lærði ungur söðlasmíði,
en í stað þess að stunda þá iðn,
Árnadóttur frá Lundi og Jóns
Þorfinnssonar trésmiðs, á Sauð
árkróki. Angantýr er maður
um fimmtugt.
Hann bjó um tíma á Marlandi
á Skaga og Fjalli í Húnavatns-
sýslu, en er nú búsettur í
Grindavík. Ungur byrjaði hann
að yrkja og hefur haldið því
síðan. Kvæði og stökur á hann
í Húnvetningaljóðum og einstök
kvæði hefur hann alloft birt í
blöðum. Angantýr er ljóðrænn
og vel hagorður. Hann hefur nú
ráðizt í það mikla fyrirtæki að
gefa út sýnishorn af andlegri
framleiðslu sinni Bókin verður
aðeins seld til áskrifenda. Hún
er 160 bls., og kostar kr. 150.00
í góðu bandi.
Þeir sem vildu eignast Geisla
og glæður nú fyrir jólin, gefi
frá Hólum komnir yfir fortjald-
ið sem skilur heimana. Við sem
eftir erum minnumst margs frá
samverustundunum á Hólum,
og við þökkum þeim öllum sam
veruna. Vegna lasleika míns í
sumar kemur þessi minning
mín um Kristján seint fyrir al-
menningssjónir, en ég vildi þó
ekki stinga henni að öllu undir
stól, því ég tel, að lífsstarf Krist
jáns megi vera til eftirbreytni
öðrum. Áhuginn sérstakur,
skilningur hans á nauðsyn þess
að gera kotin að góðum jörð-
um má vera til fyrirmyndar, og
eftir að hann varð blindur, —
en það var hann að síðustu, lét
hann barnabörnin sín leiða sig
um túnið á vorin, og gekk þá
stundum berfættur til þess að
finna sem bezt hvernig grasið
var, hve hátt og þétt. Og í fjósið
til að finna líðan kúnna, því
öllu lifandi vildi hann koma til
meiri þroska. Kristján lezt 27.
maí 1962. Megi þjóð okkar eign-
ast sem flesta menn honum líka.
21. nóvember 1862,
Páll Zóphóniasson.
tók hann snemma að fásti við
útgerð og síldarsöltun hér á Ak
ureyri. Þótti hann maður traust
ur í öllum viðskiptum og strang
heiðarlegur og aflaði það honum
þeirrar virðingar og vinsælda,
sem entust honum ævilangt.
Árið 1945 stofnaði hann
Bólstruð húsgögn h.f. og árið
1947 niðursuðuverksmiðjuna,
sem kennd er við Kr. Jónsson
og Co. Hið fyrrnefnda fyrii'tæki
seldi hann 1961, en við niður-
suðuna starfaði hann til dauða-
dags. Ekkja Jóns Kristjánsson-
ar er Lovísa Jónsdóttir, hin mæt
asta kona og börn þeirra eru:
Kristján og Mikael, sem báðir
vinna við niðursuðuverksmiðj-
una, Jón Árni, menntaskóla-
kennari og María, gift í Svíþjóð.
Jón Kristjánsson var bæ sín-
um góður þegn, hinn bezti heim
ilisfaðir og sjálfur sá hamingju-
maður, að eiga óskipt traust og
vináttu allra, sem að nokkru
ráði kynntust honum. □
sig fram við Bókaverzlunina
Eddu, Strandgötu 13, sími 1334.
FRAMTÍÐ MANNS
OG HEIMS
DR. BRODDI JÓHANNESSON
þýddi þessa bók Pierre Rous-
seau, en Almenna bókafélagið
gaf út.
Höfundurinn, sem er fransk-
ur vísindamaður og rithöfund-
ur, skrifar hér um niðurstöður
sínar um framtíð mannkynsins
og heimsins alls. Þær niðurstöð
ur eru byggðar á rannsóknum
um lögmál þau, er gilt hafa
lengi í sögu ma^nkyns. Bók
þessi skiptist í 6 meginkafla: 1.
Hrun menningar og dauði. 2.
ferill mannsins. 3. Maðurinn
hverfur, veröldin stendur. 4.
Framtíð jarðar. 5. Ragnarök. 6.
Tíminn hefur engar strendur.
Jón Kristjánsson
framkvæmdastjóri látinn
GEISLAR 0 G GLÆÐUR
Fimmfíu búsund bálkesfir
ÉG MUN hafa hreyft því oftar
en einu sinni í íslenzkum blöð-
um, að í Noregi beiti bændur
þeirri vörn gegn „fyrirmáls“-
frostnóttum í fjallasveitum og
frostnæmum stöðum að tendra
bálkesti umhverfis akra sina,
sérstaklega 'kartöflu- og rófna-
ekrur, svo að þykk reykjar-
ábreiða legist yfir þær og vai'ni
því, að kalda loftið bíti kálið.
Ekki er mér kunnugt, hvort
nokkur lifandi maður hefur
veitt þessum smápistlum mín-
um minnstu athygli, né
talið þá vera annað og
meira en „gamlar kerlinga-
bækur og kjaftæði, og hananú!“
— En þó rætist öðru hverju —
jafnvel á tækni- og atómöíd, að
„kerlingabækur“ breytast í
raunvísindi og sanna þannig í
dag, að „oft er það gott, sem
gamlir kveða“ og einnig hið
fornkveðna, að „oft ratast kjöft-
ugum satt á munn“, og mun
það sannast á mér!
Ég les nýlega í norsku blaði
frá 11. sept. sl. þessa smáfrétt,
sem jafnvel á „okkar öld“ var
talin athyglisverð:
„Bændur í nokkrum héruð-
um í suðausturhluta Heiðmerk-
urfylkis hafa nú hlaðið 50 þús-
und bálkesti til að kveikja í, ef
frostnætur sk^ldi bera brátt að
feftir þetta kalda og erfiða sum-
ar. Þetta er gamall siður og góð
ur og örugg vörn gegn fyrstu
næturfrostum (stundum í ágúst
—september), sem oftast koma
í alveg kyrru veðri. Liggur
þá reykurinn eins og þykk á-
breiða yfir kartöflu- og rófna-
ekrum, svo að kalda loftið nær
ekki til jarðar.
Bændur höfðu vonað um
hríð, að þeir gætu fengið aðvör
un veðurstofunnar um frost,
eins og hverjar aðrar útvarps-
fréttir. En úr því hefur ekki orð
ið til þessa. Telur veðurstofan
þetta ekki framkvæmanlegt,
svo að treystandi sé. Verða
norskir bændur því að spyrjast
fyrir símleiðis um frosthorfur á
frostnæmustu stöðum sveitar
sinnar. . Verður ekki kveikt í
bálköstunum, fyrr en komið er
niður fyrir frostmark á þessum
stöðum.“
Helgi Valtýsson.
HVERJIR ERU SEKIR?
Vesalings lömb, sem lékuð
ykkur fyrr. Lítil og frjáls í græn
um sumarhögum. Göngur, slát-
urtíð. Undarleg, andstæð orð.
Hið fyrra vekur eftirvænting og
tilhlökkun. Hið síðara ugg og
ömurleik. Ungur jafnt sem ald-
inn hlakkar til gangna og rétta,
sjá aftur lömbin glöðu frá í vor.
En hver er sá, sem ekki harmar
þau örlög sem þeirra bíða nú á
haustdögunum. Mín bíður vet-
ur, ykkar dauðans dyr. Þegar
ég las þessar línur í Verkamann
inum 21. september s.l. snertu
þau mig og mér varð hugsað eitt
hvað á þessa leið:
Hver er það, sem ekki harmar
þau örlög, sem bíða uppvaxandi
kynslóðar með vaxandi drykkju
skap og siðleysi. Ungviðin okk-
ar, börnin og unglingarnir, sem
standa okkur enn nær, þau eru
leidd inn í önnur hús, þar sem
drykkjutízkan virðist sitja í fyr
irrúmi. í upphafi voru þessi hús
byggð sem menningarmiðstöðv-
ar og nefnd félagsheimili, en ég
hygg að þau séu að glata þeirri
nafngift. Þar eru auglýstir dans
leikir um hverja helgi árið um
kring og þangað flykkjast börn-
in okkar og yfirfylla húsin. En
hverjir eru það, sem auglýsa
dansinn? Ungmennafélögin, er
stofnuð voru sem bindindisfé-
lög, kvenfélögin, sem flest hafa
líknar- og menningarmál á
stefnuskrá sinni, eru oftast þeir
aðilar, sem að dansleikjunum
standa.
Nú langar mig að spyrja og
sjálfsagt fleiri mæður þessa bæj
ar, hvar fá börn allt niður að
fermingaraldri keypt vín og
hverjir eru sekir um að selja
þeim það. Einnig langar mig í
beinu framhaldi að þeirri nauð-
synlegu og lofsverðu samþykkt
bæjarstjórnar okkar um lokun
á kvöldsölunum, að beina þeirri
ósk til þeirra aðila, er með sýslu
málin fara, hvort þeir sjái sér
ekki fært, að draga til muna úr
samkomuhaldi utan bæjarins,
eða að öðrum kosti auka að
miklum mun löggæzlu á dans-
stöðum. Mér finnst við í þess-
um bæ vera búin vel að gera,
að borga að miklu leyti niður
félagsheimilin í nágrenninu, en
það eru þó smámunir hjá því
siðferðilega niðurbroti, sem ung
lingarnir verða fyrir og sumir
jafnvel bíða þess aldrei bætur.
Á liðnum öldum þótti það
refsivert, þegar umkomulausar
vinnukonur eignuðust börn og
báru þau út vegná þess að þær
áttu ekki annars úrkosta sökum
fátæktar og fyrirlitningar sam-
tíðar sinnar. Sem betur fer eru
þeir tímar liðnir að útburður
ungbarna eigi sér stað, en erum
við samt alveg fríir að því.
Það er nú rétt um ár liðið
síðan ægilegt ölvunarslys varð
hér í nágrenninu. Sá atburður
ætti að vera mönnum í fersku
minni, en svo virðist sem furðu
fljótt hafi fennt yfir. Nú er mér
spurn. Getum við treyst því, að
slíkir atburðir endurtaki sig
ekki. Ég hygg að við séum alls
ekki óhult á meðan áfengi skip-
ar öndvegi á öllum samkomu-
stöðum. Mér finnast þessi mál
vera orðin svo alvarleg, að fé-
lögin hér í bæ ættu að láta þau
til sín taka, svo sem kvenfélög-
in og íþróttafélögin, og styðja
þá viðleitni, sem virðist fara vax
andi til úrbóta á ríkjandi á-
standi.
Að endingu vil ég fagna því,
sem menntamálaráðherra sagði
í útvarpsþættinum „Á blaða-
mannafundi“ fyrir skemmstu,
, að endurskoða þyrfti félagsheim
ilalöggjöfina frá því sem hún
er og eru það vissulega orð í
tíma töluð.
Með þökk fyrir birtinguna.
L.
FRUMVARP FRAMSÓKNARMANNA Á ALÞINGI
um ráðstafanir fil að stuðla að jafnvægi í byggð landsins
I. KAFLI
Um tilgang laganna og störf jafnvægisnefndar.
1. grein.
Tilgangur þessara laga er að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins með rannsóknarstörfuni, áætlanagerð og fjárhags-
Iegum stuðningi til framkvæmda og eflingar atvinnulífi í
þeim landshlutum, þar sem liein eða hlutfallsleg fólksfækk-
un hefur átt sér stað undanfarð eða er talin yfirvofandi.
2. grein.
Sameinað Alþingi kýs að loknum Alþingiskosningum
liverju sinni fimm manna jafnvægisnefnd og jafnmarga til
vara. Nefndin velur sér formann og ritara. Nefndinni er
heimilt að ráða menn í þjónustu sína, eftir því sem nauðsyn
krefur og ríkisstjórnin samþykkir. Kostnaður við nefndar-
störíin greiðist úr ríkissjóði.
3. grein.
! Jafnvægisnefnd heldur fundi a. m. k. einu sinni í mánuði
og oftar, ef þörf krefur.
4. grein.
Jafnvægisnefnd lætur gera áætlanir samkvæmt 7. gr. Hún
stjórnar jafnvægissjóði og ráðstafar eignum hans samkvæmt
II. kafla þcssara laga.
5. grein.
Jafnvægisnefnd safnar efni til skýrslugerðar og lætur ár-
lega gera skýrslur um þau atriði, sem þykja máli skipta í
sambandi við verksvið hennar.
6. grein.
Opinberar stofnanir skulu, ef jafnvægisnefnd óskar þess,
hver á sínu sviði, láta henni í té aðstoð og upplýsingar, sem
henni eru nauðsynlegar til skýrslugerðar samkv. 5. gr. og
áætlanagerðar samkv. 7. gr.
7. grein.
Jafnvægisnefnd lætur, þegar þörf þykir til þess, gera á-
ætlanir um framkvæmdir í einstökum byggðarlögum, enda
séu þær við það miðaðar, að með þeim sé stuðlað að jafnvægi
í byggð landsins. Áætlanir þessar skulu að jafnaði gerðar
í samráði við sýslunefnd, hæjarstjórn eða hreppsnefnd, eina
eða fleiri. Lán og framlög úr jafnvægissjóði, sbr. II. kafla,
skulu ákveðin með hliðsjón af slíkum áætlunum, séu þær
fyrir liendi.
II. KAFLI
Um jafnvægissjóð.
8. grein.
Stofna skal sjóð, er nefnist jafnvægissjóður, og sé liann
undir stjórn jafnvægisnefndar. Hlutverk jafnvægissjóðs er
að veita fjárhagslegan stuðning til framkvæmda og eflingar
atvinnulífi í samræmi við tilgang laganna samkvæmt 1. gr.
Framkvæmdabanki íslands annast dagleg afgreiðslustörf og
reikningshald sjóðsins eftir nánari fyrirmælum jafnvægis-
nefndar, gegn þóknun, sem ráðherra ákveður.
Endurskoðendur Framkvæmdabankans annast endurskoð-
un reikninga jafnvægissjóðs. Skulu reikningamir birtir ár-
lega í Stjórnartíðindum ásamt skrá um lántakendur og upp-
hæðir lána svo og um óafturkræf framlög á sama hátt.
9. grein.
Tekjur jafnvægissjóðs eru:
1. 1 '/2% af árlegum tekjum ríkissjóðs samkvæmt ríkis-
reikningi, í fyrsta sinn af tekjum ársins 1962.
2. Vaxtatekjur.
10. grein.
Ur jafnvægissjóði má veita lán til hvers konar fram-
kvæmda, sem að dómi sjóðsstjórnar (jafnvægisnefndar) eru
til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins samkv.
1. gr., þ. á. m. til kaupa á atvinnutækjum, enda séu aðrir
lánsmöguleikar fullnýttir. Skal áður leitað álits hlutaðeig-
andi sveitarstjómar, sé hún ekki sjálf umsækjandi. Veita
má sveitarfélögum lán til að koma upp íbúðum. Um trygg-
ingu fyrir láni, vexti og afborganaskilmála fer eftir ákvörð-
un sjóðsstjómar (jafnvægisnefndar) liverju sinni.
11 grein.
Oafturkræf framlög má veita, ef sérstaklega stendur á og
a. m k. fjórir nefndarmenn samþykkja.
12. gi'ein.
Sé sveitarfélögum veitt lán til íbúða, er jafnvægisnefnd
heimilt að afla sjóðnum lánsfjár í því skyni, ef hún telur
þess þörf, og endurlána það sjóðnum að skaðlausu, að því
er lánskjör varðar.
13. grein.
Nú ákveður hreppsnefnd, bæjarstjórn eða sýslunefnd, ein
eða fleiri saman, að konxa sér upp sérstökum jafnvægissjóði
til starfa í umdæmi sínu og leggja fram fé til þess, og getur
þá jafnvægisnefnd, ef stofnandi eða stofnendur óska, löggilt
slíkan sjóð sem jafnvægissjóð þess svæðis, sem um er að
ræða. Hafi sjóður fengið slík’a löggildingu, er jafnvægisnefnd
heimilt að veita honum lán, enda veiti hún þá yfirleitt ekki
önnur lán til framkvæmda á starfssvæði hans. Stjórn slíks
sjóðs ber að fylgjast með áætlunum jafnvægisnefndar um
framkvæmdir á hlutaðeigandi landssvæði, enda þarf, ef
nefndin hefur veitt lionunx lán, samþykki hennar til lánveit-
ingar úr honunx samkvæmt reglum, er hún setur.
14. grein.
Heimilt er jafnvægisnefnd, ef sérstaklega stendur á, að
gerast fyrir hönd sjóðsins meðeigandi í atvinnufyrirtæki, sem
hún telur nauðsynlegt að koma á fót í samræmi við tilgang
þessara laga, enda séu a. m. k. 4 nefndarmcnn því samþvkk-
ir og að þeirra dómi og hlutaðeigandi sveitarstjórnar ekki
unnt að koma fyrirtækinu á fót á annan hátt.
15. grein.
Lög þessi öðlast þegar gildi, og skal jafnvægisnefnd kosin
í fyrsta sinn á Alþingi því, er setur lögin.
iS555555555555455555555554555555554544$5555S5555554545S544445555554$54555555555555555555455555555555555545455545S555445$5445445S4555555$45555555<
Tilkynning frá sjúkra-
sjóði Verkamannafé-
lags Akureyrar-
kaupstaðar
AÐ marggefnu tilefni vill stjórn
Sjúkrasjóðs Verkamannafélags
Akureyrarkaupstaðar vekja at-
hygli verkamanna á því, að til
þess að eiga rétt til bóta úr
sjóðnum, þai'f umsækjandi að
hafa verið fullgildur félagi
Verkamannafélagsins, þegar
veikindin bar að höndum. Það
er ekki nóg að hafa unnið
verkamannavinnu án réttinda í
félaginu. Þegar um langvarandi
veikindi er að í'æða, nemur
styrkur sjóðsins nokkrum þús-
undum króna, og ætti verka-
mönnum því að vera ljóst, að
þeir hafa hér ekki svo lítilla
hagsmuna að gæta. Nokkur
brögð virðast vera að því, að
starfandi verkamenn séu ekkj
félagsmenn Vei-kamannafélags-
ins, heldur greiði því svonefnd
vinnui'éttindagjöld, sem veitir
þeim aðeins rétt til að stunda
verkamannavinnu óákveðinn
tíma en ekki rétt til bóta úr
sjúkrasjóði né heldur önnur fé-
lagsréttindi. Því vill stjói-n
sjóðsins eindi'egið hvetja verka-
menn til að koma á skrifstofu
félagsins og ganga úr skugga
um, að þeir séu fullgildir með-
limir Vei'kamannafélagsins, og
ef svo er ekki, að undirrita þá
inntökubeiðni. Skrifstofan er í
Strandgötu 7 og er opin frá kl.
4—7 síðdegis virka daga.
Akui'eyi'i, 22 .nóv. 1962.
Stjórn Sjúkrasjóðs
Vei'kamannafélags Akureyrar-
kaupstaðar.
Ingólfur Árnason. Stefán Eiríks-
son. Björn Einarsson.