Dagur - 08.12.1962, Blaðsíða 8

Dagur - 08.12.1962, Blaðsíða 8
8 ~n Jafnvel í Aberdeen þykir ekki fínt að vera í fiski ABERDEEN er meðal hinna stærri fiskveiðiborga í Bret- landi. Fiskveiðar og fiskiðnaður eru uppistaða atvinnulífs borg- arinnar. Þar hefur líka verið stofnaður skóli til að kenna unglingum rétt handbrögð við fiskinn. Skólabyggingin kostaði 1.3 millj. króna og er útbúin nýj ustu tækjum. Starfsemin hófst í janúar síðastliðnum. Um þetta er ekkert nema gott að segja og mun mörgum finnast að þessa framtakssemi ættu íslend- ingar að taka sér til fyrírmynd- ar. Ráðgert var að hafa 3ja mán aða námskeið með 30 nemend- um í hvert skipti. En á fyrsta námskeiðinu voru 6 nemendur og aðeins 3 sóttu hið næsta. Samt eru rúmlega 200 ungling- ar sem lokið hafa unglinganámi atvinnulausir. Fiskivinnan heill ar sem sé ekki unglingana í Aberdeen og einnig munu aber dínskir foreldrar þess lítt fýs- andi að láta börn sín í fisk- vinnu. Starfsemi skólans verð- ur því færð yfir á það svið að halda námskeið fyrir fólk sem þegar er í fiskvinnu og jafn- framt verða haldin sérstök nám skeið fyrir verkstjóraefni. Telja forstöðumenn skólans að þannig fái skólinn næg verkefni og starfræksla hans eigi eftir að verða til mikils gagns fyrir fiski iðnaðinn í Aberdeen. (Endur- sagt úr „The Fishing News“ 10. ágúst 1962). □ FRA MÆÐRASTYRKSNEFND AKUREYRAR MÆÐRASTYRKSNEFND Ak- ureyrar leitar hér með til yðar, og væntir þess, að þér veitið bágstöddum samborgurum að- stoð með því að láta nefndinni í té peninga eða fatnað, er hún mun úthluta fyrir jól. Æskilegt er að fatnaðurinn sé hreinn. Eins og að undanförnu munu - ———--------------> DÝR MAGAKVEISA Fjörutíu þús. kr. í skaðabætur FYRIR um tveimur árum bar það við, að yfirmatsveinn og starfsstúlka á matsöluhúsi í Bandaríkjunum settust til borðs og ætluðu að gæða sér á soð- inni Sambandsýsu í mayon- naise. Ekki fara neinar sögur af borðhaldinu um kvöldið, en staðreynd er það, að hjúin fengu um nóttina illkynjaða maga- kveisu og varð ekki svefns auð ið. Þau töluðu við lögfræðinga sína strax næsta dag, þótt af þeim væri dregið, og heimtuðu að framleiðanda ýsunnar væri stefnt fyrir að selja eitraðan fisk. Verjandi Iceland Products, sem var reyndur lögfræðingur tryggingarfélags þess, sem ann- aðist áhættutryggingu fyrir fé- lagið, hélt því fram, að það hefði verið mayonnaisið, sem skemmt var. Hafði Iceland Pro- ducts látið háskólarannsóknar- stofu athuga málið. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu rannsóknar innar, tapaðist málið, og Iceland Porducts var dæmt í $ 2D00.00 sekt og $ 400.00 í málskostnað. Þetta urðu þannig um 100.000.00 krónur, sem tryggingarfélagið mátti greiða vegna Iceland Pro- ducts. Þetta litla dæmi sýnir ljóslega, hve háar upphæðir eru í húfi, ef minnsti misbrestur verður á framleiðslu matvæl- anna. Hins vegar má segja, að næturlöng magakveisa sé vel borguð með rúmlega 40.000 kr., eða hvað finnst ykkur? Q skátarnir veita gjöfum yðar móttöku. Þeir munu heimsækja yður næstu kvöld. Með fyrir- fram þökk fyrir góðar undir- tektir. Þess er vænzt að þeir, sem óska eftir aðstoð nefndarinnar fyrir jólin láti nefndarkonur vita eða geri aðvart á skrifstof- unni fyrir 17. desember. Skrifstofa Mæðrastyrksnefnd- ar er í Verkalýðshúsinu, Strand götu 7. Hún er opin á þriðjudög- um kl. 5—7 og einnig verður hún opin sunnudaginn 16. des. kl. 2—6. Sími skrifstofunnar er 2717. Lokun sölubúða VERZLANIR bæjarins verða opnar sem hér segir, til jóla: Laugardaginn 8. des. til kl. 18 Laugardaginn 15 des. til kl. 22 Laugardaginn 22. des. til kl. 24 Þetta mun vera sama fyrir- komulag og gildir í Reykjavík. Þessi vill helzt ekki drekka nema beint úr krananum. Hún lærði líka að opna kranann — en því miður ekki að loka honum aftur. (Ljósmynd: K. S.) HÆSTA MEÐALVIGT DILKA Á SELFOSSI VAR 17.9 KÍLÓ HÆSTA meðalvigt einstaks bónda hjá Sláturfélagi Suður- lands á Selfossi var 17,9 kg. Það var Brynjólfur Guðmundsson á Galtarstöðum í Gaulverjabæjar hreppi, sem náði þessum frá- bæra árangri. Lagði hann 50 lömb inn í sláturhúsið, þar af aðeins 7 einlembinga. Brynjólfur á Galtarstöðum hafði síðastliðið vor lömb eftir 35 ær. Urðu 28 þeirra tví- lemdar, en 7 voru einlembar. Slátraði hann heima 5 lömbum, en 8 voru sett á vetur. Alls komu 65 lömb til nytja hjá Brynjólfi, og má gera ráð fyrir að ásetningsgimbrarnar og hrútsefnin séu ekki síðri en sláturlömbin. Eftir hverja ær fær því Brynj ólfur á Galtarstöðum 29 kg. af kjöti. Hefði innlegg hans í slát- urhúsið orðið um 1125 kr. ef öllum lömbum á Galtarstöðum hefði verið slátrað í haust. (Þjóðólfur 17. nóv. 1962) Sprunginn botnlangi reyndist vera dóttir ÞAÐ þykir ekki sæta tíðindum nú frékar en endranær, þegar ung hjón eignast sitt fyrsta af- kvæmi. Nýlega þótti slíkt þó í frásögur færandi úti á landi. í ónefndum dal hóf ungt par bú- skap nú í vor. Bólaði lengi vel ekki á erfingjanum, en unga konan mátti ekki vera að því að velta vöngum yfir slíku. Hún var trú manni sínum og dugleg við að hjálpa honum, enda myndarleg og vel á sig komin. Þegar kom að sláturtíð lét kon- an ekki sitt eftir liggja, en hjálp aði bónda sínum að reka í kaup staðinn. Þar dró hún í sundur og framvísaði og hélt síðan heim á dráttarvél. Daginn eftir tók konan sótt, og bóndinn, sem hélt að það væri botnlanginn, dreif konu sína í sjúkrahús í kaupstaðnum. Voru verkirnir orðnir svo mikl- ir, er þangað var komið, að botn langinn var talinn sprunginn. Bjó læknirinn sig þegar undir uppskurð, en ekki þarf að lýsa undrun viðstaddra, er hann breytti skyndilega ákvörðun sinni, kíminn á svip — og lét sækja ljósmóðurina. Fæddi kon an þarna í hvellinum 15 marka dóttur, fríska og fullburða. Það þarf víst ekki að lýsa undrun starfsfólks sláturhúss- ins, er það frétti að unga konan hefði orðið léttari daginn eftir að hún dró í sundur í sláturhús- inu. En konan er sáröfunduð af kynsystrum sínum. Það þykir ekki fært að ganga með barn og ala það með minni fyrirhöfn. (Þjóðólfur 20 okt 1962). STEINGRIMUR KÆRIR DUNGAL (Framhald af blaðsíðu 1) ar með því að höfða mál á hendur prófessor Níels Dung al og fleirum. Aðspurður um þetta sagði Steingríniur orðrétt: „Ég mun höfða mál gegn prófessor Níels Dungal og öðrum fyrir níðskrif og meið yrði um Láru, fyrir hennar hönd og hama hennar, og mun engum líðast það bóta- laust liér eftir, því að nú er mælirinn fullur. Mál þetta höfða ég með fullu samþykki eiginkonu minnar. Q Hundar og ketfir á Akureyri Á AKUREYRI þurfa hundaeig- endur að uppfylla nokkur skil- yrði til að mega hafa „óþarfa- hunda“, þ. e. hunda, sem ekki eru notaðir í þágu búskapar og fylgja þessum skilyrðum nokk- ur útgjöld. Hefur þetta orðið til þess, að menn hugsa sig um tvisvar, áður en óvitum er leyft að koma með hvolp inn á heim- ili. Öðru máli gegnir um ketti, Um þá gilda engar reglur. Áður voru mjög margir villi- eða úti- legukettir á Akureyri, en mun nú um það bil útrýmt. En það þurfa bæði börn og fullorðnir að hafa hugfast, ef einhver í fjölskyldunni hefur áhuga fyrir hvolpi eða kettling, að slíku hús dýrahaldi fylgir viss ábyrgð, sem enginn má skjóta sér und- an. Annars endar sagan oftast á þann hátt, að kötturinn leggst út, en meindýraeyðir styttir hon um aldur við tækifæri, og hvolp urinn verður óþolandi af því að hann er ekki „taminn“ og rúm- lega hálfvaxinn hefur hann fyr- irgert lífi sínu. Q •:u HlllllÍÍllBl Mest af síldinni farið Raufarhöfn, 6. des. í haust var farið til rjúpna í Kelduhverfi og víðar, en veiðin var lítil og hjá sumum engin. Af allri sumarsíldinni, sem var rúmlega 75 þús. tunnur, er aðeins eftir að taka 4 þúsund tunnur. En þær fara til Finn- lands og verða teknar í janúar. Hinsvegar er meiri hlutinn af lýsi og mjöli eftir. En í þessum mánuði verður þó tekið mikið af lýsinu. Jörð er auð og bílfært um all- ar jai'ðir, sem um sumardag. Q Nýr bæjarstjórnar- salur á Sauðárkróki Sauðárkróki, 7. des. í gamla barnaskólanum, sem er 54 ára gamalt hús, hefur verið innrétt- aður bæjarstjórnarsalur og bú- inn nýjum húsgögnum. Þar var fyrsti bæjarstjórnarfundurinn haldinn 6. nóvembei' sl. og er þetta hjnn vistlegasti staður. Skákmenn úr ungmennafélag inu Gretti og Tindastól hófu keppni á vegum U.M.S. Skaga- fjarðar. Tindastóll vann með 2y2 gegn iy2. Annan dag desembermánaðar var 70 ára afmæli Sauðárkróks- kirkju minnzt með hátíðarguðs- þjónustu, þar sem prófasturinn, séra Björn Björnsson á Hólum, prédikaði, en sóknarpresturinn, séra Þórir Stephensen, þjónaði fyrir altari. Um kvöldið var kirkjukvöld. Þar flutti m. a. séra Sigurður Haukur Guðjóns- son ræðu. Form. sóknarnefndar er Friðrik Margeirsson. Fiskur er fremur tregur og í'júpnaveiðar eru engar teljandi. Á morgun minnist kirkjukór- inn 20 ára afmælis síns með hófi. Leikfélagið mun hafa í byggju að halda hátíðlegt 70 ára starfsafmæli sitt síðar í vetur. Q Allir komnir út og suður - flestir suður Haganesvík, 7. des. Héðan er margt fólk farið. Menn fara út og suður og þó einkum suðui'. Margir Fljótamenn vinna nú við hitaveituframkvæmdir í höfuð- borginni. Víða liggur féð úti eða er haft við opið. Ofurlítið hefur verið farið til rjúpna, en talið er, að vegna þess hve snjólítið er, séu rjúpurnar uppi á háfjöllum. Nýlega er látinn, í Reykjavík Jón Sigmundsson, aldraður bóndi frá Illugastöðum. Hann var heilsulítill orðinn og flutti suður í haust. Q Fimm bátar róa Siglufirði, 7. des. Skarðið er op- ið, sæmilegt til umferðar. Við tunnuverksmiðjuna vinna 40 manns og yfir 20 við niður- lagningu síldar. Fimm 20—70 tonna bátar róa og afla 5—10 tonn í róðri. Þeir sækja bæði á Skagagrunn og Fljótamið.'Bátarnir leggja upp í •frystihúsinu ísafold og frysti- húsi S. R. í kvöld er aðalfundur Fram- sóknarfélagsins og mun form. kjördæmissambandsins, Guð- mundur Jónasson, bóndi í Ási, flytja erindi um stjómmálavið- horfið. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.