Dagur - 15.12.1962, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1962, Blaðsíða 1
I Mámíagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erunggr Davíosson Skrifstofa í Hafnarstræti !)0 Sími 1166. Setningu oc prentun annast Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri Dagur XLV. árg. — Akureyri, laugardaginn 15. desember 1962 — 66. tbl. Auclýsinga.stjóri Jón Sam- úf.lsson . Árgancurinn kostar KK. 120.00. CjALDDÁCI ER 1. JÚLÍ Blaðid kemur út á miovikudöc- OM OC Á LAUGARDÖGUM, ÞKGAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TIL Fáir reisa nýbýli í ár Séð norður Hafnarstræti, þar sem komið hefur verið upp ljósaskreytingum. (Ljósm. E. D.) |ii n iimiii iimiiimiiimmiiii 111111111111111 Útsvörin á næsta ári áætluð 33.8 millj. Hækkunin er 19.6%; skattstiginn hækkar ekki Fjárhagsáætlun brátt tekin til fyrri itiiiræðu Á FUNDI bæjarráðs sl. fimmtu dag var samþykkt fjárhagsáætl un Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1963. Sú fjárhagsáætlun kemur til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar, sem hald- inn verður á þriðjudaginn, 18. þ. m. Hækkun útsvara er 19,6% og áætluð nú 33,8 milljónir, en voru fyrir yfirstandandi ár 28,5 milljónir króna. Næstu tvö ár á undan hækkuðu útsvörin um 24% og 25%. Vegna fjölgunar gjaldenda, hærri tekna og aukinnar veltu fyrirtækja, má gera ráð fyrir, að útsvarsstiginn hækki ekki — ætti jafnvel að geta lækkað ör- lítið. í framangreindum tölum um áætlaða útsvarsupphæð í fjár- hagsáætluninni fyrir árið 1963, eru aðstöðugjöld meðtalin. í næsta blaði mun væntanlega hægt að segja eitthvað nánar af þessari áætlun í höfuðdrátt- um. □ I>ÓTT stjómarblöðin og einn og einn „trúaður“ stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar full- yrði að vel sé að landbúnaðin- um búið undir „viðreisn“, virð- ist svo komið, að nálega allir bændur landsins hafi samein- azt um harðorð mótmæli gegn aðgerðuin ríkisstjórnarinnar og í sumum félagasamtökum bænda liafa sjálfstæðismenn beinlínis haft forystu um vítur á hendur stjórninni og kröfur um úrbætur. NÝTT 125 LESTA ÍSLENZKT STÁLSKIP HINN 11. des. var nýtt stálskip, sem er íslenzk smíði, sjósett í Reykjavík. Skipið er byggt í Stálsmiðjunni og er 125 tonn að stærð, með 435 hestafla vél. Nafn þess er Arnarnes og á það að fara á vertíð eftir áramótin. Arnarnes er þriðja stálskipið, sem byggt er hér á landi. Hin eru dráttarbáturinn Magni og gæzluskipið Albert. Auk þess má nefna fiskibátinn á Sauðár- krók, sem áður var um getið hér í blaðinu. Hvað ætli verði langt þangað til Akureyringar, sem hafa ein- staklega góða aðstöðu til stál- skipasmíða, sjósetji fyrsta stál- skip sitt? □ Ilinn hraði flótti úr sveitun- um nú, er einnig harður dómur uni stjórnarstefnuna í málefn- um bænda. Bjartsýni sveitafólksins sjálfs og geta þess til nýbýlastofnunar er líka nokkur mælikvarði á landbúnaðarpólitík stjórnarhm- ar. Árið 1957 var sótt um styrki til stofunar 111 nýbýla. En í ár hefur verið sótt um styrki til aðeins 31 nýbýlis. Enginn stjórnmálaflokkur á íslandi hefur í verki sýnt næg- an skilning á mestu auðlegð landsins, gróðurmoldinni, og þýðingu landbúnaðarins fyrir þjóðarhcildina. En þó keyrir fyrst um þverbak, þegar Sjálfstæðisflokkurinn er einráður, svo sem nú er. Þá er sem dauð hönd leggist yfir landsbyggðina. □ BIÐJA UM MEIRA SKRAUT NOKKRIR bæjarbúar hafa hringt til blaðsins og beðið það að koma þeirri ósk á framfæri, að sett verði upp áþekkt ljósa- skraut norður Hafnarstræti og þegar er byrjað á. Er þessum óskum hér með komið á fram- færi við hlutaðeigandi. Að því yrði óvenjuleg og mikil prýði.Q Áfengisneyzla, skipsströnd og bifreiðaslys ÞEGAR bifreiðaslys verða, er þegar í stað rannsakað hvort á- fengisneyzlu ökumanns er um að kenna. Svo mikið þykir við liggja, að ökumenn neyti ekki víns við akstur, að þeir hafa hlotið dóm fyrir að aka hálfa bíllengd drukknir að húsabaki. Almenningsálitið og dómsvaldið hafa úrskurðað þá menn éhæfa við akstur bifreiða, sem víns ?ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ3ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ3ÍÍÍ3Í3ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ3ÍÍ^^ Við erum langt frá setfu marki ÞAÐ HEFUR LENGI verið talinn mælikvarði á góð lífskjör, að verkamaðurinn geti lifað sæmilegu lífi af 8 stunda vinnu- degi. Að þessu var lengi keppt — og takmarkið náðist. — En eftir hina breyttu stefnu í efnahagsmálum, sem upp var tek- in og nefnd „viðreisnarstefna“, höfum við með ári hverju fjarlægzt hið lengi þráða takmark. Eða hvaða fjölskylda getur nú lifað á kaupi verkamanns, miðað við 8 klst. vinnu- dag? Það mun sanni nær, að heimilisfeður verði að vinna 12 klst. á dag til að framfleyta fjölskyldu sinni sómasamlega, eða þriðjungi lengur á degi hverjum en áður. Sem betur fer er atvinna víðast hvar nægileg, svo að þetta er hægt. Afnám 8 stunda vinnudagsins er eitt af verkum núverandi stjórnar. Átta stunda vinnudagur ná ný, er eitt af því sem að verður keppt, þegar taumarnir verða dregnir úr höndum íhaldsins og hafin verður ný sókn í atvinnumálum og upp- byggingu, með þarfir fólks að leiðarljósi. □ neyta í starfi. Árangurinn af því er sá, að ölvunarbrot bif- reiðastjóranna heyra til undan- tekninga. Öllum kemur saman um, að þetta sé vel farið og flestir vilja að eftirlitið á þessu sviði sé enn aukið. Öðru máli gegnir þegar sjó- slys verða, þá er venjulega sleg ið striki yfir þann möguleika, að skipstjórnarmenn hafi verið ölvaðir. Allur almenningur í landinu veit, að á skipaflotan- um, sem annast strandferðir, millilandasiglingar og fleiri störf, er drukkið fast. Hundruð manna hafa horft á fullan skip- stjóra renna skipi sínu upp í Telpa var 100.ooo.oo farþegi F. í. HINN 10. desember sl. var far- þegatala Flugfélags íslands kom in í 100.000 og taldist farþegi sá, er þessa tölu fyllti, 7 ára telpa úr Vestmannaeyjum. í fyrra var farþegatalan 77.894 og árið 1960 var tala far- þega 81.500 allt árið. Mun hér vera sérstök aukn- ing á utanlandsfluginu, en einn ig innanlandsflugi. □ fjöru um hábjartan dag í blíð- skaparveðri. Ekki þótti dóms- valdinu nein ástæða til að láta ábyrga menn svara til saka fyr ir sjórétti út af þessum atburði. Hin fræga „strand“ferð Esju á dögunum varð einnig óvenju- tíðrædd. Sjóprófin fóru fram nokkrum dögum síðar, og komu þar fram svo furðulegar skýr- ingar á strandinu, að ætla mætti annað tveggja, að Esja hefði sjálf ráðið ferðinni og gert sig rangskreiða af ráðnum hrekkja hug eða að sá hafi um stjórn- völinn haldið, sem mörgum hef- ur komið á kaldan klaka og nefndur er Bakkus konungur. Þarf ekki að fjölyrða um, hvort trúlegra þykir. Skikkjuklæddir dómarar sjóréttarins í Hegning- arhúsinu í Reykjavík spurðust varlega fyrir um það á öðrum degi sjóprófanna hvort ógæti- legri meðferð áfengis hefði ver- ið til að dreifa. Þriðji stýrimað- ur kvaðst hafa drukkið eitt glas af vínblöndu nokkru áður en skipið lagði úr höfn. Ef sömu reglur giltu um þá, sem stjórna skipum og bifreið- um, hefði ástand ábyrgra manna á Esjunni, þar sem hún lá á Gásafjöru eftir strandið, þegar verið rannsakað á sama hátt og gert hefði verið um slys í bifreiðaakstri. Hefði þá hið sanna komið í ljós. Allsgáðir menn hefðu þá ekki legið undir hörðum dómi almennings. Hin- ir skikkjuklæddu dómarar hefðu þá ekki þurft, mörgum dögum eftir slysið og á þeim stað á landinu, sem er einna lengst frá strandstað og mögu- (Framhald á blaðsíðu 5). JÓLABLAÐ DAGS ER NÚ í PRENTUN. Það er 32 síður í venjulegu broti og í því er engin auglýsing. Höfunilar Jólablaðsins að þessu sinni eru: Einar Einars- son, djákni í Grímsey, Stefán Ág. Kristjánsson forstj., Hólm- geir Þorsteinsson frá Hrafna- gili, séra Sveinn Vikingur, Magnús Kristjánsson frá Sand- hólum, Ingólfur Davíðsson grasafræðingur, Gísli J. Ást- þórsson ritstjóri, Óskar Stefáns- son bóndi í Breiðuvík, Björn J. Blöndal rithöfundur í Laugar- holti, Jóhannes ÓIi Sæmunds- son námsstjóri, Eiríkur Sigurðs- son skólastjóri, Helgi Sæmunds son fonnaður Menntamálaráðs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.