Dagur - 15.12.1962, Blaðsíða 5

Dagur - 15.12.1962, Blaðsíða 5
"" JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: Dagub - Gömul lygasaga SÍÐAN Áki Jakobsson Ijóstraði því upp í blaðaviðtali við Morgunblaðið, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði, árið 1944 boðið kommúnistum embætti dóms- og lög- reglumála, hafa allir séð það enn betur en áður hve áróður Sjálfstæðismanna gegn kommúnistum er marklaus. Eftir uppljóstrunina, sem mikla athygli vakti, hefur Morgunblaðið verið í eins konar úlfakreppu. Þá greip það til gamallar lygasögu um, að Frainsókn og konunún- istar hafi myndað með sér eins konar þjóðfylkingu. Saga þessi á að koma í staðinn fyrir yfirlýsingu Ólafs Thors að hann hefði aldrei boðið konunúnistum dómsmálastjórnina á íslandi. En sú yfir- lýsing er ókomin ennþá. Um þetta segir Tíminn: „Það er annars ekki neitt nýtt, að í- haldsblöðin hampi þessari lygasögu. Þessi tilbúningur þeirra á hvorki meira né minna en 25 ára afmæli á þessu ári. Fyrir þingkosningamar 1937, var megin- áróður Sjálfstæðisflokksins byggður á svipaðri lygasögu. Til staðfestingar á henni, var birt falsbréf í Mbl. og ísafold, eignað ónafngreindum, háttsettum manni í Framsóknarflokknum. Það myndi ekki koma á óvart, þótt einhver sh'k falsgögn ættu eftir að koma til sög- unnar nú. Uppruni lygasögunnar fyrir 25 árum, leyndi sér heldur ekki. Hér var um að ræða nákvæmlega sömu aðferðina og Hitler beitti mcðan hann var að komast til valda í Þýzkalandi. Hann ásakaði and stæðinga sína fyrir samstarf og undir- lægjuhátt við kommúnista og „sannaði“ þetta með alls konar falsgögnum. Á sama tíma hafði hann svo sjálfur meira og minna náið samstarf við kommúnista á þessum árum um að grafa grunninn und an Veimarlýðveldinu, alveg eins og Sjálf stæðisflokkurinn hér hefur haft meira og nánara samstarf við kommúnista en nokkur flokkur annar. Sjálfstæðisflokkurinn greip til um- ræddrar lygasögu í kosningunum 1937, þegar hann fann sig standa höllum fæti. Hann hefur jafnan reynt að beita henni síðan, þegar eins hefur staðið á fyrir honum og hann hefur þurft að draga at- hyglina frá stefnu sinni og störfum. Því er það skiljanlegt, að hann grípur til hennar nú, því að aldrei hefur málefna- leg aðstaða hans verið eins slæm og nú. Eftir fjögurra ára „viðreisnarstjórn“ hans og Alþýðuflokksins blasir það nú betur við en nokkru sinni fyrr, að hann er flokkur hinna fáu ríku, því að aldrei hef ur verið stefnt að þvílíkri misskiptingu þjóðarteknanna sem á þessum tíma síðan fslendingar fengu sjálfstjórn í hendur sínar. Aldrei hefur flokkur heldur verið staðinn að meiri svikum við kjóscndur en Sjálfstæðisflokkurinn nú, þar sem hann sagði fyrir seinustu kosningar, að „leiðin til bættra Iífskjara“ væri að kjósa hann, en þetta hefur verið efnt þannig, að þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur og mikið góðæri, er afkoma alls fjöldans nú lakari en hún var fyrir fjórum árum. Þess vegna grípur Sjálfstæðisflokkur- inn nú, einu sinni enn, til hinnar 25 ára gömlu lygasögu, sem þá var innflutt frá Þýzkalandi. Þess vegna á að endurtaka hana svo hátt og lengi, að allt annað gleymist. En það mun misheppnast nú, alveg eins og 1937.“ ^--------------------------------J Fjórða bréf fðl Jónasar G. Rafnars ÉG VAR hræddur um, þegar lokið var þriðja bréfi mínu, að ég væri orðinn of langorður um afmælishátíð hins norðlenzka höfuðstaðar, en þá varð ég þess var, að sumir fyrir norðan vildu fá meira að heyra af þessu bréfi. Mig grunaði að mönnum hafi líkað vel gamlar Austrasögur, þar sem sögunum lýkur með sælum friði og sátt eftir marga erfiðleika. Ég lét mig þess vegna dreyma um, að þannig ætti fjórða bréf mitt að vera til þín og ljúka þar með þessum bréfa- skiptum. Tilgangur minn með þessum skrifum var hvorki sá að hrella þig né gleðja sérstaklega með hrósi eða gagnrýni, heldur að leiða hugi Akureyrarbúa að nokkrum atriðum, sem snerta sókn þeirra eftir forustu í and- legum og efnalegum málefnum Norðurlands. Sagnfræði ykkar Gísla Svarfdælings snertir ykk- ur að vísu persónulega, en líka samtíð, sem sækir fram eftir norðlenzkri forustu. Ég vil nú hefja mál mitt að nýju með því að benda á furðu- legan bylgjugang í andlegu lífi og athöfnum fólks, bæði í stór- um héruðum og kaupstöðum. Það gekk mikil hitabylgja yfir Eyjafjörð í sambandi við frelsis tökuna 1874. Þá stofnsettu Ey- firðingar Laugaland með al- mennum samskotum karla og kvenna í héraðinu. Mest mun- aði í það sinn um móður og bróður Hannesar Hafsteins, og mundi skólinn varla hafa kom- izt á legg án mikilsverðrar hjálp ar Kristjönu amtmannsekkju frá Möðruvöllum og hins gáf- aða fésýslumanns Eggerts Gunn arssonar. Gamli Laugalandsskól inn lifði við sæmileg kjör ná- lega 20 ár, en þá var komin ein- hvers konar tregðusýki í Ey- firðinga og Þingeyinga. Lauga- landsskólinn var lagður niður. Hjölur hans voru seldar og and virði þeirra geymt hjá sýslu- manni Eyfirðinga á Akureyri. En nú kom,langt hvíldartíma- bil í kvennaskólamálum þjóðar innar, en um 1930 varð vart nýrrar vakningar í þessum efn- um. Þá voru á nokkrum árum reistir húsmæðraskólar á Hall- ormsstað, Laugum í Þingeyjar- sýslu, Laugalandi í Eyjafirði, Löngumýri í Skagafirði, Laug- arvatni, Varmalæk í Borgar- firði og Staðarfelli í Dölum. Við þessar skólastofnffnir lögðu konur fram bróðurpart- inn af áhuganum og fjármagn- inu, en karlmenn studdu málið. Um alla þessa skóla má segja, að þeir voru reistir af áhuga- fólki í andlegum og félagslegum efnum. Einn þessara skóla, Laugarvatn, er að sumarlagi orðinn víðfrægur hvíldarstaður fyrir húsmæður, sem nota hér orlofstíma sinn til gleði og hress ingar. Þegar þessir húsmæðraskólar voru reistir víða um land, var mikil grózkubylgja í fram- kvæmdalífi Akureyrar. Voru Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri og Guðjón Samúelsson mjög riðnir við miklar húsabygging- ar. Samvinna þeirra var hin bezta um þvílík málefni. Enginn kaupstaður á íslandi á jafn margar byggingar í almanna- þágu, sem eru gerðar með list- rænni forsjón, eins og þá voru reistar á Akureyri. Má þar nefna Pósthúsið, Landsbank- ann, Barnaskólann við Eyrar- landsveg, Kirkjuna, Gagnfræða skólann, Kvennaskólann, Sjúkrahúsið og hin viðamiklu heimavistarhús Mennaskólans. Þá var þar reistur húsmæðra- skóli. Er byggingin öll hin prýðilegasta, enda eftir Guðjón Samúelsson, og öll innri tilhög- un gerð í samræmi við tillögur mjög þroskaðrar konu í hús- mæðrafræðslu. En einhver und arlegur tómleikablær hefur frá upphafi hvílt yfir þessari snotru og velgerðu skólabyggingu. Nemendur vilja ekki þangað fara. Akureyringar verða að horfa ár eftir ár á sinn hús- mæðraskóla eins og ung- menni, sem fallið hefur frá í blóma aldurs. Sorgarsaga húsmæðraskólans á Akureyri er eftirtektarvert reynsludæmi í sögu íslenzkra nútímaskóla. Gamla Laugaland fékk sína blómaöld í 20 ár, og húsmæðraskólarnir frá 1930 blómgast ár frá ári. Hitabylgj- an frá 1930 hefur fram að þessu orðið þeim til lífvæns framdrátt ar, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Vafalaust verður ein- hvern tíma ráðin sú gáta, hvers vegan húsmæðraskóli Akureyr- ar gat ekki dafnað. Mun ég ef til vill víkja að því atriði ein- hvern tíma síðar. Nú er mér hugstæðari önnur framkvæmd á Akureyri. Milli styrjaldanna hófu norð- lenzkar konur fjársöfnun. — Berklaveikin herjaði þá á land- ið allt og ekki sízt hinn sólríka Eyjafjörð. Oftsinnis lágu hel- sjúkir menn í sömu baðstofu og heilbrigt fólk. Þær vildu reisa berklahæli, helzt í Eyjafirði. Sennilega hafa þær konur, sem hér lögðu fram fé og vinnu, skippt hundruðum, en mér eru ekki persónulega kunnar nema tvær þeirra, Kristbjörg Jóna- tansdóttir, kennslukona á Ak- ureyri, og Laufey Pálsdóttir kaupkona. Norðlenzkum konum varð vel ágengt með fjársöfnun þessa. Fjárráð voru rúm á heim ilunum síðustu misseri fyrri styrjaldartímans. Söfnunin mun á þeim tíma hafa náð 100 þús- und krónum, en það var fimmt- ungur þess fjár, sem þurfti í nýja hælisbyggingu. En þegar kreppan gekk í garð um byggð og bæ 1920, hurfu allir sam- skotamöguleikar, bæði vegna berklahæla og annarra mann- úðar-fyrirtækja. Hvert heimili hafði þá meir en nóg viðfangs- efni að afla daglegs brauðs handa fjölskyldunum. Norðlenzkar konur geymdu nú um stund hælis-hugsjón sína og sjóðinn góða. Liðu þannig nokkur misseri. Þá var Jónas Þorbergsson ritstjóri Dags á Akureyri. Honum tókst með hugsjóna-auði sínum og rit- snilld að gera blað sitt Dag að áhrifablaði langt út fyrir fjórð- unginn. Þegar batnaði í ári að nýju, taldi Jónas Þorbergsson mál að taka upp aftur berkla- hælismál Norðlendinga. Ritaði hann þá í Dag hverja greinina annarri sjallari og þróttmeiri um nauðsyn málsins. Hins veg- ar minntu berklarnir á sig, hvar sem var í fjórðungnum, svo að mönnum var með hverjum degi augljósari þörfin fyrir nýjar að gerðir í berklamálum. Ritgerðir Dags-ritstjórans voru vissulega orð í tíma töluð. Þær endurvöktu hugsjón kvenna í fjórðungnum, einmitt þeirra, sem höfðu verið næst eldi sjúkdómshættunnar og fundið bezt varnarleysi sitt eins og málum var þá háttað í land- inu. Nú létu margir á sér skilja, að þeir væru fúsir til að safna fé í sjóð hinna framsýnu kvenna. Ritstjóra Dags var ljóst, að ekki var nóg, þótt skrif að væri vel um málið í blaðið, það þurfti sterka og samhenta stjórn kvenna og karla til að afla nýrra fjármuna og standa fyrir framkvæmdum. Jónas Þor bergsson taldi bezt henta að bæta þremur áhrifamönnum úr athafnalífi Akureyrar í þá nefnd, sem áður var til á veg- um kvenna. Hann valdi sjálfur þá menn sem hann taldi álitleg- asta til forustu og sneri sér til þeirra persónulega. Máli Jónas- ar ritstjóra var vel tekið. Hann kvaddi þar til starfa Böðvar Bjarkan, hinn skarpgáfaða og fjölhæfa lögfræðing, Ragnar Ó1 afsson kaupmann, sem var at- hafnamestur maður við fram- kvæmdir í liði samkeppnis- manna og að lokum Vilhjálm Þór, sem sýnt hafði í verki mikla hæfileika til að standa fyrir vandasömum bygginga- framkvæmdum. Ragnar Olafs- son lét ekki standa fyrir góðu máli, þó nokkur skoðanamunur hefði áður verið um landsmál- in milli hans og Dags-ritstjóra, og var Ragnar nú kosinn for- maður nefndarinnar. Samstarf var nú hið bezta í nefndinni bæði milli fulltrúa kvenna og karla. Peningarnir streymdu hvaðanæfa að í hendur nefndar- innar. Ragnar kaupmaður gaf 20 þúsund krónur, en það mun jafngilda 500 þúsundum í nú- verandi mynt. Eru slíkar stór- gjafir sjaldgæfar hér á landi, jafnvel eftir að peningaráð urðu meiri heldur en var á þeirri tíð. Skuggalaus góðhugur lyfti þess um heilsuhælis-framkvæmdum á hátt og göfugt stig. Enn voru nýir menn kvaddir til samhjálp ar, Guðmundur landlæknir, fað ir Vífilsstaðahælis og Guðjón Samúelsson húsameistari komu norður til ráðagerðar við áhuga lið hælis-málsins. Nefndin og ráðuneyti hennar völdu Krist- S VELFARNAÐARMINNI ESJU Sveimar upp frá Esjunni sótlitað ský sunnangolan leikur um farþega á dekkinu. Tapparnir úr flöskunum teknir á ný til þess keypt er vínið að dreypa á því. Svalbarðseyrarvitinn hann sendir frá sér blikk siglt er beint í vestur, en þá fær Esjan hnykk. Vaðlaheiði og Gæseyri sveipast hvítum kristalsskrúða hvað er þá fallegra en eimskip í Oxnadal. Hvað er þetta? Esja er komin í strand klifrað ofan stiga og niður í bátana. Farþegar með töskurnar fluttir í land friðsæl mynnist báran við pússningasand. Akureyrarbílarnir bruna þarna að, og bændasynir líka, sem erfa þennan stað. Vaðlaheiði og Gæseyri sveipast hvítum kristalsskrúða hvað er þá fallegra en eimskip í Oxnadal. Leiftra yfir Gæseyri ljósanna fjöld, leikur báran svefnljóð við kyrrláta Esjuna. Nú má ekki hátta þó komið sé kvöld knúð skal Esjan landveg á tækninnar öld. Botnfjalirnar eru sem bárujáx-n á skúr brotnar eru vonir að fara í jólatúr. Vaðlaheiði og Gæseyri sveipast hvítum kristalsskrúða hvað er þá íallegra en eimskip í Öxnadal. , Risi. nes með heitum lindum. Krist- nes var prýðilega staðsett í hér- aðinu. Þar var skýlt og fagurt útsýni yfir Eyjafjarðardalinn. Brátt var byx-jað að byggja húsið. Vilhjálmur Þór stóð mjög að framkvæmdum við bygging- una. Samvinna hans við Guð- jón Samúelsson í byggingamál- inu stóð lengi, og fór vel á þeii-ra framkvæmdum. Kristján Kristjánsson, stærsti bifreiða- eigandi norðanlands, lét vagna sína flytja byggingavörur til hælisins með sérlega hagstæð- um kjörum. Ragnar Ólafsson formaður hælisnefndarinnar á- kvað nú að hei-ja á Alþingi og ríkisstjói-n. Jón Þox-láksson og flokksbræður hans gættu þá sjóðs ríkisins. Hann var talinn varfærinn maður. Ragnar brá sér til Reykjavíkur og skýrði málið ýtax-lega fyrir ráðherrum, þingmönnum og öðrum mönn- um, sem vildu sinna berklavör- um með áhuga. Að lokum hélt Ragnar glæsilega veizlu á sinn kostnað í stærstu salai-kynnum höfuðstaðarins á Hótel ísland. Þar voru meðal gesta helming- ur þingsins og margir aðrir á- hrifamenn. Vín var fram borið í veizlunni, en þess gætt að það væri til gleðiauka en ekki til sorgar. Áróður Ragnars Ólafs- sonar í þessari Reykjavíkur- ferð hafði mikil áhrif á gang málsins. Heilsuhælismál Norð- •lendinga var þá komið yfir örð- ugasta hjallann. Kristneshæli var fullbyggt á ótrúlega skömm um tíma. Byggingin er fögui-, en einföld svo að af ber. Húsið vai-ð auk þess fui-ðulega ódýrt, enda byggt á starfi framsýnna foi-ystumanna. Og enn kom til sögunnar í Kristnesmálinu góð- frægur Eyfirðingur, Jón Rögn- valdsson. Hann stóð fyrir trjá- rækt og blómrækt við Kristnes hæli, og er sá þáttur fram- kvæmdai-innar að ágætum í samræmi við hinar fyrri sem sagt er frá. Framh. „Það skal koma fram, sem fram horfir meðan rétt horfir“ ÁN ÞESS að „klaga“ nokkuð í þetta skiptið, vil ég geta þess hér, að „Svar við svari“, frá „Einum af möi-gum“, í „íslend- ingi“, 30. nóv. sL, telst ekki svara vert. Og fyrst enginn af „þeim mörgu“ í hópi „sjoppu“- eigenda vill koma fx-am og benda á nauðsyn og blessunar- rík áhrif þessara fyrirtækja fyr- ir börn og unglinga, og viður- kenni oi-ð sín með undirrituðu nafni sínu, tel ég ummæli mín í greinunum í „Degi‘‘ óhrakin og bíð bara rólegur eftir meið- yi'ða-málsókninni. Þá verður vandalaust að tína fleii'a til. Svo fagna ég því, að víðar og víðar er nú hugur í fólki að láta loka „sjoppu“-holunum á kvöld in. Því fyrr, því víðar, því betra. Jónas frá Brekknakoti. BÓKASÝNING JÓHANN VALDIMARSSON bóksali á Akureyri efndi til bókasýningar um síðustu helgi í Gildaskála KEA, og var að- sókn að henni góð. í dag og á morgun verður framhald þessarar kynningar á sama stað, og hefst hún kl. 1 í dag og stendur til kl. 10 e .h., og á morgun á sama tíma. Jóhann sýnir þarna allar nýj- ar bækui-, sem út hafa komið á árinu. Tilgangurinn með bóka- sýningunni er sá, að gefa fólki tækifæri á að kynnast bókun- um ofurlítið, undir handleiðslu þeirra manna, sem tekið hafa að sér leiðbeiningar. Með þessu móti eiga viðskipti í bókabúð- unum einnig að ganga auðveld- legar. Bókasýning Jóhanns er bóka- kynning en ekki bóksala, en hins vegar er hægt að panta bækur á sýningunni. □ Ólafur Thorarensen fyrrv. bankastjóri sjötugur ÁRIÐ 1908 gekk 16 ái-a piltux-, Ólafur að nafni, sonur Þórðar gullsmiðs Thorarensens á Ak- ureyri og Önnu Jóhannesdóttur konu hans, í þjónustu Lands- banka íslands og hóf starf í úti búinu hér á Akureyri. Hann átti eftir að vinna 53 ár sam- fleytt við þessa stofnun og þar af bankastjóri Utibús Lands- bankans á Akui-eyi'i frá 1931 og allt til þess er hann lét af störf- um samkvæmt eigin ósk fyrir um það bil hálfu öðru ári. Ævistarf Ólafs Thorarensen var hljóðlega unnið en af svo mikilli trúmennsku og öryggi, að orð hans þóttu jafngildi vott- festra undirskrifta, og nafn hans hinum gullna málmi betra. Með ríkum skilningi á at- vinnuháttum bæja og byggða á Norðurlandi mætti hann óskum viðskiptavinanna og átti drjúg- an þátt í farsælu samstarfi banka og þeirra aðila, er leita þurfa til peningastofnana vegna nauðsynlegra framfaramála. Sá þáttur verður seint að fullu metinn. Þótt Ólafur væri algert borg- arbarn að uppruna jafnt sem uppvexti, var hann skilnings- ríkur á þarfir og þýðingu land- búnaðarins og mikill unnandi hinnar gróandi jarðar. Til dæm is um það rná nefna hið stór- myndarlega framlag hans til Vaðlaskógar, sem vel dafnar og ber þeim fegurst vitni á löngum ókomnum tímum, sem trúðu moldinni fyrir fjármunum. - Áfengisneyzla . . . (Fi-amhald af blaðsíðu 1) leiki var á, að spyx-ja þriðja stýrimann hvort hann hefði ver ið fullur. Hér verður sú breyting að koma til fi-amkvæmda, að herða á eftirliti skipstjórnarmanna í sambandi við notkun áfengra drykkja í starfi, á líkan hátt og framfylgt hefur verið gagnvart bifreiðastjói-um, með góðum ár angri. □ jSSg sss ALLS KONAR SMÁPRENTUN Síml VALPRENT HF | mSm uuiuuiuiiiifloiHimiuiiul Hér er engin ævisaga sögð, þess aðeins minnzt, að hæglát- ur drengskapai-maður, sem um áratugi stjórnaði stærstu pen- ingastofnun á Norðurlandi, er sjötugur ox-ðinn, hættur störfum í þágu fjöldans — en er ekki gleymdur —. E. D. HEIMILISTÆKI með afborgunum: HRÆRIVÉLAR 3 tegundir KÆLISKÁPAR ÞVOTTAVÉLAR 2 tegundir RYKSUGUR 3 tegundir PRJÓNAVÉLAR SAUMAVÉLAR 3 tegundir ELDAVÉLAR 2 tegundir <^> VÉLA- 0G BÚSÁHALDADEILD NÝ SENDING AF rERYLENE-PILSUM MARGAR GERÐIR AF GJAFAKÖSSUM VERZLUNIN SKEMMAN Simi 1504 verð kr. 250.00. TIL JÓLAGJAFA: ELDHÚSSLOPPAR verð kr. 158.00. BLÚSSUR nýjar gerðir. hanzkar, slæður TREFLAR HERÐASJÖL, ullar NÁTTJAKKAR, ullar o. m. fl. MARKAÐURINN Sími 1261 Jón Ólafsson forstöðum. Bifreiðaeftirlitsins - MINNING ÞANN 4. des. sl. andaðist Jón Ólafsson, fyx-rv. forstöðumaður Bifreiðaeftii-litsins. í dag, 12. des., fer útför hans fram frá Laugai-neskirkju, en hann átti sjálfur manna mestan þátt í því að sú kirkja reis af grunni. Jón var Eyfirðingur og hélt alla ævi tx-yggð við heimabyggð sína og gamla vini. Mér finnst því rétt og skylt, að hans sé einn ig minnzt í blaði, sem gefið er út hér á Akureyi'i, en sunnan- blöðin ekki látin ein um það. Jón Ólafsson var fæddur 11. maí 1892 að Stóra-Dunhaga í Hörgárdal. Þar bjuggu þá for- eldrar hans Anna Jónsdóttir frá Skriðu í sömu sveit og Ólafur Tryggvi Jónsson. Síðar fluttu þau að Dagverðartungu í Hörg- áx-dal og þar ólst Jón síðan upp. Skriða í Hörgárdal hefur lengi verið hið mesta menningai-heim ili, en Anna móðir Jóns var elzt hinna möi-gu og kunnu Skriðu- systkina. Ólafúr faðir Jóns var greindur maður og vel að sér. Fékkst hann á yngri árum tölu- vert við barna og unglinga- kennslu og þótti fara það vel úr hendi. Ég efa því ekki að Jón Ólafsson hefur fengið hið bezta uppeldi og notið meifi fræðslu heldur en þá var títt (áður en fræðslulögin voru sett), enda bar hann það með sér. Það var eins og prúðmennska væri hon- um jafnan í blóð borin. Ekki var auður á æskuheimili Jóns. Hann fór því ungur að heiman til að vinna fyrir sér. Haustið 1909 réðst hann t. d. til föður míns að Þverá í Öxna- dal sem vetrarmaður. Hann var þá aðeins 17 ára gamall, en þó full vaxinn. Foreldrum mínum líkaði mæta vel við hann, enda vann hann störf sín af trú- mennsku og sá var háttur hans alla ævi. Jón var rúmlega þrem árum yngri en ég, en þennan vetur á Þverá tókst með okkur vinátta, sem síðan hélzt. Var ég þó ekki heima nema til ára- móta. Um tvítugsaldur lá leið Jóns til Akureyrar. Gekk hann þar í þjónustu ökumanns og fékkst um tíma við að aka hestvögn- um, bæði með fólki og vörum. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þá var bílaöldin að hefjast. Jón lærði þar að aka bíl og kynnti sér auk þess gerð þessa nýja samgöngutækis. Fljótt réðist hann í að kaupa bíl og gerðist bílstjóri í Reykjavík. Mátti hann heita einn af brautryðj- endum þeirrar stéttar. Vann hann allmörg ár á Bifreiðastöð Reykjavíkur og var meðeigandi stöðvarinnar. Þegar bifreiðaeftirlit var sett á stofn 1928, varð Jón Ólafsson bifreiðaeftirlitsmaður og munu þá fáir, eða jafnvel enginn í landinu, hafa vei-ið jafn vel til þess starfs fallinn. Þegar svo bifi-eiðaeftirlitið var sett á stofn sem sérstök stofnun, varð Jón foi-stöðumaður hennar og gegndi því stai-fi svo að segja til dauðadags. Hygg ég að þar lxafi vei-ið réttur maður á réttum stað. Starf þetta var ekki leikur einn, sízt í byrjun. Því fylgdi m. a. að veita forstöðu námskeið um bifreiðarstjóra og vera pi-óf- dómari við meira próf þeirra. í annan stað var það, að á fyrri árum bifreiðaeftii-litsins var rík ið ekki enn farið að leggja ráð- herrum til bíla og bílstjóra. Gripu ráðherrarnir þá oft til þess að láta bifreiðaeftirlits- mennina aka sér og öðrum, voru þeir m. a. stundum sendir með þingmenn t. d. heim af þingi. Var ég stundum sjálfur í slíkum ferðum með Jóni Ól- afssyni. Þegar ég kom í fyx-sta sinn til þings árið 1924, rifjuðust þegar upp fyrri kynni okkar Jóns Ól- afssonar. Var ég oft gestur á heimili hans og Guðrúnar fyrri konu hans og naut þar gestrisni og alúðar. Þau hjón voru bai-n- laus, en ólu upp fósturson. Guð rún andaðist árið 1928 eða 29 (man ekki hvort heldur). Jón giftist í annað sinn frú Herþrúði Hermannsdóttur og áttu þau þi-jú börn og síðar barnabörn. Jón var áreiðanlega hinn bezti heimilisfaðir. Eg fyrir mitt leyti naut þar jafnan gestrisni og al- úðar hans og beggja eigin- kvenna hans. Svo mun og hafa vei'ið um marga aðra héðan að norðan — og auðvitað fleiri. Jón Ólafsson vann mikið starf fyrir Laugai-nesssöfnuð að kirkjubyggingu þar o. fl. Þau störf þekki ég þó lítið pei-sónu- lega. Hitt veit ég, að hann vann hvert starf af fyllstu samvizku- semi og trúmennsku, allt frá æskuárum og til endalokanna. Hann var prúðmenni í allri framgöngu og drengur hinn bezti. Við hjónin sendum frú Hei-- þrúði ekkju Jóns og öllum ást- vinum hans okkar hjartanleg- ustu samúðarkveðju. Bemharð Stefánsson. 12 manna KAFFISTELL frá kr. 730.00 12 manna MATARSTELL frá kr. 997.00 MATARSTELL 6 manna frá kr. 430.00 BOLLAPÖR frá kr. 18.00, 10 teg. BOLLAPÖR m. diski, 5 tegundir DISKAR frá kr. 19.50 2 tegundir VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.