Dagur - 16.02.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 16.02.1963, Blaðsíða 1
---------------------------- Mái.gagn Framsóknarmanna RnsrjÓRi: Erunguk Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstr.eti 90 Sími 1166. Sftningu og prenton ANNAST PrENTVERK OdDS Björnssonar h.f., Akdrevri Dagur XLIV. árg. — Akureyri, laugardaginn 16. febrúar 1963 — 9. tbl. ----------------------------------r> Al'GI.VSINGASTJÓRI |ón Sam- ÚF.LSSON . AkGÁNGURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjai.ddagi F.R 1. JÚI.Í ÖLAÐIÐ KEMUR L'T Á MIDVIKUDÖG- ( UM OC \ I.ÁUGARDÖGl'M, ÞEGAR ÁST.EÐA ÞVKIR TIL Er follmúrinn ókleifur? í FYRSTA hefti Fjánnálatíðinda í ár, er um það rætt, hvern- ig ástatt yrði, ef ísland yrði utan Efnaliagsbandalags Evrópu. Er þar reiknað út, að það kosti 188 milljónir að standa al- gerlega utan við EBE. Þetta sé sá tekjumissir, sem útflytj- endur sjávarafurða verði fyrir, vegna tollmúrs EBE — sam- anborið við það, að ísland gerðist fullur aðili bandalagsins. Er þá reiknað með 11% meðaltolli. En núverandi meðaltollur aðildarríkjanna er 6% á út- flutning okkar. Mismunurinn er því aðeins 5% og er því að- eins um að ræða um 83 milljónir, niiðað við árið 1960 — eða 1% af þjóðarframleiðslunni. Tollmúr EBE er því íslendingum vel kleifur, þótt við stæð- um utan við, þótt hins vegar væri hagkvæmara ef samning- ar tækjust á sviði tolla- og viðskiptamála — án afsals dýr- mætra réttinda. □ ÓÞEKKTFURDUSKEPNA Vopnafirði, 15 febr. Á miðviku- daginn lentu bræðurnir Ágúst og Sigurjón Jónssynir í ævin- týri, er þeir fóru að vitja um hákarlalínu, sem þeir lögðu nokkrum dögum áður. Þeir sáu furðuskepnu eina mikla nálægt Skálaskeri, ekki langt frá kaupstaðnum. Upp úr sjó komu á að giska um 5 m af skepnu þessari, sem var svört og með hvalshvelju. Tveir hnúð ar voru á baki, eða kambar. Skepnan renndi sér ekki upp á yfirborðið, er hún kom upp, heldur lyftist beint upp og eng- an sáu þeir hvalablástur. Bræðurnir ráku skepnuna á grunnsævi, en ekki svo grunnt að niðri tæki. Skepna þessi sást af og til í 15 mínútur og nokkru seinna lengra frá landi. □ Mánafoss kemur fil Ak. í dag EIMSKIPAFÉLAGINU var ný- lega afhent skip það, m. s. „Ketty Danielsen“, sem félagið festi áður kaup á í Danmörku. Fór afhendingin fram í Frede- rikshavn og var skipinu við það tækifæri gefið nafnið „Mána- foss“. Fyrsta affermingarhöfn m. s. „Mánafoss“ á íslandi er höfuð- staður Norðurlands. Þaðan er gert ráð fyrir að skipið fari til Lénharðiir Ilelgason og Friðrik Blöndal hjá nýja snjóbílnum. Léttur og traustur sni kominn til bæjarins (Ljósmynd: E. D.) nv- Dalvíkur og Ólafsfjarðar, og síð- an austur um land til Norðfjarð ar, Reyðarfjarðar, Vestmanna- eyja og Faxaflóahafna. Að affermingu skipsins lok- inni fermir það vörur í Reykja- vík til flutnings á vestur- og norðurlandshafnir. Ætlun Eim- skipafélagsins með þessu nýja skipi er, að auka og bæta þjón- ustuna við ströndina. Mánafoss kemur til Akureyr- ar árdegis í dag. □ SLYSAVARNADEILD kvenna á Akureyri, ýmsir hreppar, KEA, félagarnir Lénharður Helgason og Friðrik Blöndal o. fleiri keyptu áður sjúkra- snjóbíl fyrir forgöngu Slysa- varnadeildarinnar. Hann var seldur Kaupfélagi Héraðsbúa og nýr fenginn í staðinn. Nýi bíllinn er sænskur, frá A. B. Vesterásmaskiner. Innfl- ytjandi Globus hf. Sænska verk smiðjan sló 17 þús. ísl. krónum af verði bifreiðarinnar, svo sem Árni Gestsson forstj. Glóbus hf. tilkynnti nýlega. Sjúkra-snjó- bíllinn er aðeins 1300 kg. að þyngd og hvílir nær þrisvar sinnum minni þungi bílsins á hverri flatareiningu snjóbelt- anna en á þeim bíl er seldur var. Hann rúmar G farþega, auk farangurs. Sjúkrakörfu er ætl- aður staður og er verið að smíða hana hér á Akureyri. Þá fylgir talstöð og sérstök benzín- hitunartæki, sem mikið öryggi er að. Bíllinn kostar rúmar 200 þús. kr. Ennþá hefur enginn snjór komið og liggur því engin hæfn- isreynsla þins nýja bíls fyrir ennþá. En útlit er fyrir, að hér sé um mjög vandað farartæki að ræða, sem ómetanlegt er að hafa í héraði, ef vegir teppast af snjóum. Þeir Lénharður og Friðrik sjá um rekstur sjúkra-snjóbílsins, og er hann að sjálfsögðu til reiðu til fleiri nota en sjúkra- flutninga. □ Ekki til að hæla sér ðl Þess vörubíll valt út af veginum sunnan við Krossanesverksmiðjuna um dagmn. Ekki urðu slys á mönnum. (Ljósmynd: E. D.) Fjármálaráðherra hælir í Vísi ríkisstjórninni fyrir viðurkenn- ingu á samningsrétti opinberra starfsmanna, en um það hafi Framsókn og kommúnistar aldrei hirt. * Ráðherrann getur sparað sér hrósið því að hann og samráð- herrar hans voru hreinlega neyddir til þess. Hann getur líka sparað sér stóryrði um fyrri ríkisstjórnir í þessu efni, því að þær sveltu ekki opinbera starfs- menn. Mikið ber á milli. Stórir starfshópar höfðu hót- að að leggja niður vinnu vegna óviðunandi launa, svo sem kenn arar og læknar, og verkfræðing ar fhiðu land. Er svo var kom- ið, gat stjórnin ekkert annað gert en viðurkennt samnings- réttinn. Nú er hinsvegar eftir að sjá hvernig samningar ganga. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gerir kröfur til ca. 100% launahækkanna. Ríkisstjórnin hefur boðið 15—16%. Mikið ber því á milli og meira en nokkru sinni áður í kaupdeilu. Sýnir það í hvert óefni var komið um launamál hins opinbera, enda raunar allur launagrundvöllur brostinn í landinu vegna ringul reiðar í efnahagsmálum og skefjalausrar verðbólgu. MERK NÝJUNG í Grýtubakkahreppi Lómatjöm, 15. febrúar. Grýtu- bakkahreppur hefur ráðið fjöl- hæfan og duglegan mann til að- stoðar við búverk á þeim heim- ilum, sem þess kynnu að þurfa með. Mun þetta nýjung og mjög þörf, þar sem víða eru einyrkja- bændur og ekkert má út af bera með heilsu bóndans svo að hrein vandræði verði. Mað- ur þessi hefur nú starfað einn mánuð. Bátarnir, Sævar, Víðir, Brúni og Frosti fiska töluvert, og Ak- ureyringar sækja aflann hing- að úteftir. Tíðin er alveg dæmalaus, og hafa margir sparað svo mikil liey fyrir fé, að betur horfir um heybirgðir en áður. Sóknarpresturinn, séra Jón Bjarman, heldur reglulega fundi með unga fólkinu, og mæl ist þetta æskulýðsstarf mjög vel fyrir. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.