Dagur - 16.02.1963, Blaðsíða 7

Dagur - 16.02.1963, Blaðsíða 7
7 Fraitikvæmdir og framkvæmdaás (Framhald af blaðsíðu 8) vörubúðinni Strandgötu 25 og þar opnuð kjörbúð 17. febrúar sl. 2. Lokið við innréttingu á tveimur íbuðum í verzlun- arhúsinu í Glerárhverfi og íbúðirnar leigðar frá 14. maí sl. 3. Lokið við nýbyggingu úti- búsins á Grenivík og sölu- búðin flutt 14. nóv. sl. 4. Haldið áfram byggingu verzlunar og vörugeymslu við Glerárgötu sunnan Tryggvagötu. 5. Lokið við byggingu hrað- frystihússins á Dalvík og það tekið í notkun 30. októ- ber sl. 6. Lokið við byggingu fisk- geymslu við hraðfrystihúsið í Hrísey. 7. Mjólkur- og brauðbúðinni við Eiðsvallagötu breytt í kjörbúð, sem opnuð var 23. júní sl. 8. Innréttuð matstofa í Hafn- arstræti 89 — „cafeteria" — næst norðan við kjötbúðina og stofan opnuð 28. júlí. Kjötbúðin rekur þessa cafe- teriu. 9. Fengin lóð og gengið frá uppdráttum að nýju útibúi á Suður-brekkunni. 10. Hafin viðbótarbygging við útibúið í Hlíðargötu og gert ráð fyrir að breyta verzlun- inni þar í kjörbúð á þessu ári. 11. Keypt húseignin Gránufé- lagsgata 57 B — „Litli póll- inn“ — til niðurrifs. 12. Ilafinn undirbúningur að innréttingu lítillar kjörbúð- ar á Dalvík í húsi félagsins, sem keypt var af Valdimar Oskarssyni. 13. Hafin bygging vörugeymslu- húss fyrir efnavei’ksmiðjuna Sjöfn. 14. Innréttað fyrir fjárrétt og gæru-geymslu, húsið sunn- an sláturhússins, sem áður var notað af Málmhúðun KEA og húsgagnaverkstæð- inu „Valbjörk“. 15. Hafin viðbótarbygging við vélaverkstæðið á Dalvík. 16. Unnið að undirbúningi við byggingu kjötvinnslustöðv- ar á Oddeyrartanga. 17. Unnið að undirbúningi að breytingu Vefnaðarvöru- deildar. 18. Keyptar nýjar vélar í mjólk ursamlagið og ýrnis útbún- aður, sem notast í væntan- legri nýrri mjólkurvinnslu- stöð. 19. Hafin viðbótarbygging við útibúið á Hauganesi 20. Hafin viðbótarbygging við útibúið í Grímsey. 21. Hafin endurbygging á verzl- unarhúsinu í Hrísey. Helztu framkvæmdir, sem ráð- gerðar eru á yfirstandandi ári. 1. Bygging kjötvinnslustöðvar. 2. Breyting á búðunum í Hafn arstfæti 91 og 93. 3. Bygging nýs útibús á Suð- ur-brekkunni. &?<<■> ■*s*^i*é*N**#' 0 Fjnrlægir fitn og mat- arleifar á augabragði. 0 Lcysir vandann við hreingcrningar. 0 Þvær'ull, nælon, bóm- ull, silki o.fl. með frá- bærum árangri. Er mjög ódýrt í notkun. ÚTSALA - ÚTSALA hefsl iiiáiuwiaginn 18. |>. m, á: KARLMANNAFÖTUM TVEEDJÖKKUM - KARLMANNABUXUM HERRAFRÖKKUM og ýmsu fleiru. SAUMASTOFA GEFJUNAR Ráðhústorgi 7. — Sími 1347. sflyn K. E. Á. 4. Haldið áfram framkvæmd- um við Byggingavörudeild- ina á Gleráreyrum. 5. Breyting á Hlíðargötu, úti- búi. 6. Breyting á Brekkugötu 47. 7. Ljúka við viðbótarbyggingu útibúsins á Hauganesi. 8. Ljúka við viðbótarbyggingu útibúsins í Grímsey. 9. Ljúka við viðbótarbyggingu útibúsins í Hrísey. 10. Hefja undirbúning að bygg- ingu nýrrar mjólkurvinnslu- stöðvar á Gleráreyrum. 11. Ljúka við vörugeymslu efnverksm. Sjafnar. 12. Innrétta viðbót við kjöt- reykhús á Oddeyrartanga. 13. Innrétting nýrrar kjörbúðar á Dalvík. 14. Ljúka við mjólkurafgreiðslu stöðina á Siglufirði. 15. Ljúka við stækkun bíla- verkstæðisins á Dalvík. í niðurlagi skýrslu sinnar sagði Jakob Frímannsson m. a.: „Það má sjálfsagt segja svip- að um árið 1962 eins og ég sagði í skýrslu minni til Félagsráðs- fundar, sem haldinn var í febrú- arbyrjun 1962, að árið hefði ver- ið með betri árum'hvað snertir framleiðslu til lands og sjávar. Aukning verzlunarinnar er, prósentvís, í krónum, svipuð og hún reyndist vera 1961, en að- gætandi er, að verðhækkanir hafa verið miklar á árinu og því vart hægt að gera ráð fyrir að selt vörumagn hafi nokkuð far- ið vaxandi.. Verzlunar-kostnaður hefur hækkað verulega, en álagning svo að segja staðið í stað og má því búast við, að heildarafkoma verzlunarinnar verði nokkuð lakari en árið 1961.“ - Barátta fyrir stækk- un landhelginnar (Fx-amhald af blaðsíðu 5). þess, að við höfum ekki mátt til þess að fylgja öðru fram. . . .“ Tillaga Framsóknarmanna var ekki samþykkt á þessu þingi. En skriður komst á mál- ið. Landhelgislögin voru sett 1948. Landhelgissamningum við Breta var sagt upp 1949. Reglu- gei-ðir um útfærslu í 4 mílur voru gefnar út 1950 og árið 1952. Árið 1958 var svo 12 mílna fiskveiðilandhelgin ákveðin af „vinstri stjórninni“, þar sem Hermann Jónasson, flutnings- maður og fi-amsögumaður þings ályktunartillögunnar frá 1946, var forsætisráðherra. Það var vissulega engin til- viljun, að sú ákvörðun var gerð, þegar Framsóknarflokkurinn fór með völd í landinu. □ japanir á íslandsmið? TALIÐ ER, samkvæmt fréttum frá Bergen, að Japanir, sem eru mesta fiskveiðiþjóð heims, muni verða meðal þeirra, er síldveiðar ætla að stunda á ís- landsmiðum næsta sumar hér fyrir norðan. BJÖRN ÁSGEIRSSON fyrrum ODDUR KRISTJÁNSSON frá kii-kjugarðsvöi'ður varð 75 Glæsibæ varð áttræður sl. ára á föstudaginn 15. þ. m. fimmtudag 14. febrúar. Flugfélag íslands kaupir Skymastervél FYRIR NOKKRU síðan festi Flugfélag íslands h.f .kaup á Skymasterflugvél, sem félagið hefur haft á leigu að undan- förnu og sem notuð hefur verið til flugfei'ða í Grænlandi. Flugvélin, sem ber einkennis- stafina TF—FID, hefur hlotið nafnið „Straumfaxi“. „Straumfaxi" er fjögurra hreyfla flugvél og hefur sæti fyrir 68 farþega. Gagngerð skoð un og endui'bætur hafa að und- anförnu verið framkvæmdar á flugvélinni og skipt verður um sæti í henni fyrir vorið. Flugvélin verður aðallega notuð á flugleiðum innanlands, svo og í leiguflugferðir. Eigin flugvélafloti Flugfélags fslands er nú átta flugvélar, þar af fimm fjögurra hreyfla og þrjár tveggja hreyfla, en auk þess hefur félagið eina Sky- mastei-flugvél á leigu, sem not- uð er til Grænlandsflugs. Alls geta þessar níu flugvélar flutt 464 farþega í einu. HELGÍÐAGSBROT í STUTTGART í Þýzkalandi var til meðferðar hjá dómstól- unum mól lögfræðings eins, er sló lóðarblettinn sinn 17. júní 1962. En sá dagur er helgur dag- ur þar í landi. Lögroglan lét hann greiða 30 möi'k fyrir helgi dagsbrot fyrir að vinna með rafmagnssláttuvél í 15 mínútur. Rétturinn komst að þeirri nið- ui-stöðu, að slík garðavinna bryti ekki í bága við helgi dags- ins. Fékk lögfræðingurinn sín 30 mörk endurgreidd og var tal- inn sýkn saka. LEIÐRÉTTING VEGNA fi'éttar í Degi um, að Þrym væri boðið til Noregs, vil ég taka eftir farandi fram. Karlakói-asambandi íslands var boðið að senda einn kór á norrænt karlakóramót, sem haldið verður í Noregi í sum- ar. Sambandið mun þá hafa skrifað öllum lcórum innan sinna vébanda og leitað fregna hjá þeim um möguleika til far- arinnai’. Ekki er líklegt að Karlakórinn Þrymur sjái sér fært að takast slíka fex'ð á hend- ur. Þormóður. Stjórn íðju á Akureyri endurkjörin FYRRA sunnudag var aðalfund ur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, haldinn. Stjórnin var endurkjöi'in. Hana skipa: Jón Ingimai'sson, form., Arn- finnur Arnfinnsson, varafoi'm., Páll Ólafsson, ritari, Ingibei'g Jóhannesson, gjaldkeri og Hall- grímur Jónsson, meðstjórnandi. Félagar eru 571. Hrem eign félagsins er rúml- 1 milljón króna, og nam eigna- aukningin á árinu 447 þús. kr. Árgjald karla var hækkað í kr. 300 og kvenna i 250 krónur. Q - Miklir flutningar FÍ (Framhald af blaðsíðu 4). voru 27,952 fax'þegar í áætlun- arflugi milli landa, en 24,520 ár- ið áður. Aukning er 14 af hundr aði. Fai-þegar í leiguflugi voru á sl. ári 8000 en voru 4992 árið 1961. Aukning 60,3%. □ (Fi'éttabréf fi'á F. í.) - Nýtt mjaltavélakerfi (Framhald af blaðsíðu 8). Þau eru nú komin í fjogur fjós á íslandi. Rör þau, sem flytja mjólkina Jrá kúnum, eru úr mjög sterku glæru gleri. Kælir- inn er settur njður í mjólkur- húsi og er sennilega ekki þörf að nota hann, þar sem lindar- vatn er fyrir hendi, með hita- stigið 4—5 gráður allt árið. En kæling mjólkurinnar er eitt af höfuðskilyrðum fyrir góðri mjólk og að kælingin fari strax fram. Gascoignes-rörmjaltakerfin eru framleidd í Bretlandi. Inn- flytjandi er Globus hf. í Reykja- vík og útskýrði forstjórinn, Árni Gestsson, hin nýju tæki fyrir fréttamönnum á mjalta- tíma. Gengu mjaltir vel og sýndist gott með hinum nýju vélum að vinna. En auðséð, að ekki henta þau fyrir smærri bú. En stærð búanna er yfii'leitt mjög vaxandi og líklegt að sú þróun haldist, vegna vélvæðing ar landbúnaðax-ins. □ LESIÐ ÞETTA: Lítiil íbúð óskast til leigu sem fyrst, Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. í Klettaborg 1. Sími 2146. ÍBÚÐ TIL SÖLU Þriggja berbergja íbúð, á góðum stað í bænum, er til söiu. Uppl. í síma 1021. HERBERGI, nálægt Memitaskólanum, óskast sem fyrst. — Til- boð merkt „Herbergi" leggist inn á afgr. blaðsins HERBERGI, helzt í miðbænum eða á eyrinni, óSkast í 2—3 mánuði. Uppl.. í -Norðurgötu 4.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.