Dagur - 16.02.1963, Blaðsíða 2

Dagur - 16.02.1963, Blaðsíða 2
2 Frumvarp um Síofn!ánadeild ÐRAUMASKIP SJÓMANNSINS HINN 6. fcbrúar sl. var útbýtt á Aljúngi frumvarpi frá Fram- sóknarflokknum um breytingar á lögum um Stofnlánadcild land- búnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Páll Þor- steinsson er fyrsti flutningsmaður og framsögumaður þessa máls. í greinargerð segir svo: „Byggingarsjóður sveitabæja og Ræktunarsjóður íslands gegndu mikilvægu hlutverki, allt frá því að Framsóknarflokkur- inn kom því til leiðar, að þeir vóru stofnaðir. Sjóðir þessir hafa um rúmlega þrjátíu ára skcið veitt lán mcð hagkvæmum kjörum til bygginga og ræktunar í sveitum. Starfscmi þessara sjóða fór vaxandi samhliða því, að fram- kvæmdir jukust í sveitum. Á árunum 1950—1958 var sjóðum þcim, scnt hcr um ræðir, aflað fjár til lánveitinga — til viðbótar eigin fé þeirra — eftir ýmsum leiðum. Á þessu tímabili varð oft vcrulcgur.greiðslu- afgangur hjá ríkissjóði, og ráðstafaði Alþingi honum með scr- stökum lögum. Af því fé fengu þcssir sjóðir 52 millj. kr. Rækt- unarsjóði var tryggt allmikið fjármagn árlega af fé mótvirðis- sjóðs. Enn fremur voru af hálfu ríkisins tekin crlcnd lán til að endurlána þessum sjóðum Búnaðarbankans. Til þess að cfla þessa sjóði var sumum þcirra lána, sent sjóð- irnir höfðu fengið af ríkisfé, brcytt í óafturkræf framlög, enda var hrein cign jtcssara lánasjóða í árslok 1958 samtals 105 millj. kr. Við o-eno'isbrcvtiiwar þær, scm oerðar hafa vcrið að undan- förnu, hækkuðu svo stórkostlcga í íslenzkum krónum hin er- lcndu lán, cr tekin höfðu verið vcgna Bvggingarsjóðs og Ræjkt- unarsjóðs og árlegar greiðslur af þcint, að fjárhagsgrundvöllur sjóðanna raskaðist. Það var talinn tilgangurinn mcð lögum nr. 75/1962, um Stofn- lánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun oo byggingar í sveit- um, að vinna það upp aftur, sem tapazt hafði við gengisfelling- arnar, og efla sjóðina að nýju. Var sú leið farin að afja Stofnlána- deiid landbúnaðarins fjár ntcð sérstökum skatti á bændastétt landsins gegn jafnháu framlagi ríkissjóðs og mcð sérstöku álagi á útsöluverð landbúnaðarafurða. Skatturinn,- scm lagður er á bændur í þessu skyiíi, nemur 1 % af verði landbúnaðarafurða og Samsvarar 2% kauplækkun hjá bónda á meðalbúi. Ríkisvaldið ákvað binar miklu gcngisfcllingar, sent röskuðu fjárhagsgrundvelli stofnlánasjóða landbúnaðarins. En samkvæmt lagaákvæðum þeim, sem hér um ræðir, eru bændur nú skattlagð- ir m. a. til að standa straunt af tapi, sem gengisfellingarnar ollu, hjá Bvggingarsjpði og Ræktunarsjóði. Aleð frv. þessu er s'tefnt að því, að á þessu vcrði gerð breyting, þannig að Stofníánadeild landbúnaðarins fái árlcga til starfscmi sinnar hluta af því fjármagni, sem til útlána er í þjóðféíaginu á hverjum tíma, og með þe'im kjörum, að ríkissjóður leggi fram nægilega háa fjárhæð árlega til að greiða vaxtamun af því fé, sem þannig er fengið til stofnlána í landbúnaði. Hér er lagt til, að árlegt framlag ríkissjóðs til Stofnlánadcildar landbúnaðarins nemi 30 millj. kr. Mikið er af því látið um þessar mundir, hvc sparifjáraukning hafi orðið mikil að undanförnu. Umráðafé hankanna vex að sama skapi. Landbúnaðurinn er einn af aðlatvinnuvegum þjóðar- innar. Réttmætt er, að hann njóti góðs af því veltufé, sem til umráða er, og fái þannig fjármagn til stofnlána. í 2. gr. frv. er kveðið svo á, að ríkissjóður eða Ríkisábyrgða- sjóður skuli grciða hækkun þá, seni orðið hefur vegna breytjrar skráningar íslenzkrar krónu cftir 1. janúar 1960 á þeim erlendu lánum, scm hvíla á Stofnlán^deild landbúnafiafins. Hinir háu vextir, sem nú eru í gildi, eru þung byrði á atvinnu- vegunum. Landbúnaðurinn gctur, |>egar sómasamlega er að hon- um búið, veitt þeim, er við hann starfa, sæmilega trygga afkomu, en ekki skjótfenginn gróða. Mcð ræktun og byggingum í sveit- urn er verið að bæta landið og búa í haginn fyrir þá, sem það erfa, jafnframt því að þeir, cr framkvæmdirnar gera, bæta að- stöðu sína. Það er því livorki réttmætt né fært að láta landbún- áðinn bera þunga vaxtabyrði af stofnlánum. Þjóðfélagið erfir að aílmiklu leyti, handa seinni kynslóðnm, framkvæmdir, sem bændastéttin gerir til umbóta og uppbvggingar í landinu, og er þess vegna skylt að taka þátt í þeim á hverri liðandi stund m. a. með því að sjá bændum fvrir vaxtalágum og löngum stofnlán- um. í frv. þessu segir, að vextir af lánum úr Stofnlánadeild skuli vera 3/2—4%, cn það er eins og vextir stofnlánasjóðanna voru, áður en lög nr. 4/1960, urn efnáhagsmál tóku gildi. Þá er lagt til, að niður falli það lagaákvæði, að erlent lánsfé Stofnlánadeildar megi ekki endurlána til vinnslustöðva og véla- kaupa, ncma með gengisákvæði. Því meiri framkvæmdir scm gerðar cru í sveitum, þeim mun meira fjármagn er bundið í fasteignum og búi hvers bónda. Þró- un atvinnuvegarins að þessu leyti er óhjákvæmileg og má ekki stöðvast, en hún torveldar eðlileg eigendaskipti á jörðum, ncma tryggt sé, að lánsstofnun hlaupi undir bagga, þannig að unga kynslóðin gcti án þess að reisa sér hurðarós um öxl cignazt jarðir og hafið atvinnurekstur, þcgar hinir eldri verða að hætta búskap fyrir aldurs sakir, eða af öðrum ástæðum og vilja sclja fasteignir. ATeðdeild Búnaðarbankans á að gegna því hlutverki að veita lán vegna jarðakáupa og grciða þannig fyrir slíkum viðskiptum. En um langt skeið hefur Veðdeildina skort mjög tilfinnanlega fjármagn til þessarar starfsemi. í frv. þessu er kveðið á um að auka fjármagn Veðdeildarinnar vcrulega frá því, sem nú er. Gera á Seðlabanka íslands skvlt, cf ríkisstjórn óskar þcss, að lána ATeðdcild Búnaðarbankans allt að 50 millj. kr. Samkvæmt frv. skal Veðdeildinni cnn fremur heirn- ilt að gefa út nýjan flokk bankayaxtabréfa og séu bréfin ein- göngu notuð til lánveitinga vcgna jarðakaupa, .þannig að nokkur hluti lánsfjárhæðarinnar sé grciddur í bankavaxtarbréfunum. Samkvæmt lögunt um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum ber að skipa fimm manna nefnd, cr hafi það verkefni í samvinnu við Teiknistofu landbtinaðarins að gefa scnt ákvcðnastar lciðbeiitingar um hagkvæmustu gcrð bygginga á svcitabýlum, sérstaklega peningshúsa. 1 il þessarar starfsemi hefur ckki verið vcitt fé í fjárlögum, svo sem þörf krefur. Hér cr lagt til, að lögfest verði fast framlag í þessu skyni, eigi minna en 350 þús. kr. á ári.“ □ ÞANN 26. janúar sl. var stonaö í Reykjavík félag, sem nefnist Fuglaverndarfélag ís- lands. Ens og nafnið greinir, eru það samtök áhugamanna um fuglavernd. Aðalverkefni -félags ins er að hindra að fuglategund- ir deyi út hér á landi af manna- völdum. Einkum er hér um að ræða íslenzka örninn, sem er kominn ískyggilega nærri því, að verða útdauður. Samtökin munu reyna að annast eftirlit með þeim fáu varpstöðum, sem eftir eru. Þau munu reyna að standa undir kostnaði, sem slíku eftirliti fylgir, og stuðla að því, að bændur sem verða fyrir tjóni a£ völdum arnarins, fái það bætt og jafnvel að veita verð- laun fyrir hvern þann arnar- unga sem upp kemst. Samtökin hafa í hyggju að reyna að fá breytt lögum um eyðingu refa og minnka, þar sem lögboðið er að bera út sírychnin. Það er vitað að ei.tr- ið er aðalóyinur arnarins og mun gjöreyða honum sé það ekki bannað. Á sl. ári er vitað um 3 erni, sem dóu af eitri og vitað er um 2 aðra, en það er um 12% af stofninum. Stjórn félagsins álítur einnig að viður- styggilegt sé að deyða aýr með strychnini, þ^r ,eð dauðdaginn af þess’ völdum, er kvalafyllri en nokkur annar dauðdagi. Það er einkennilegt að almenningur skuli geta keypt stryehnineitur í kílóavís, þar sem annars þarf recept upp á sama eitur í grammatali, sem afgreitt er í lyfjabúðum. Að þeirra áliti hæf- ir það-ekki siðuðu þjóðfélagi að leyfa að bera út eitur, hvað þá heldur að lögbjóða það. Auk arnarins eru nokkrar aðrar fuglategundir, sem vaka þarf yfir að ekki verði útrýmt. Er hér um að ræða nokkrar teg undir, sem hafa verið efíir- sóttar af eggjasöfnurum, bæði innlendum og erlpndum. Sam- tökin munu leitast við að hafa eftirlitsmenn og trúnaðarmenn á vissum stöðum, og munu þá gera nauðsynlegar ráðstafanir í því sambandi. Aliir geta orðið meðlimir félagsins 21 árs eða eldri, árgjaldið er kr. 250,00. Stjórnina skipa: Úlfar Þórð- arson, læknir, rormaður, Svav- ar Pálsson gjaldkeri, Hákon Guðmundsson ritari. í með- stjórn og varastjórn eru Birgir Kjaran, Agnar Koefod Hansen, Björn Þorsteinson, Broddi Jó- hannesson, Björn Guðbrands- son og Dagur Jónasson. (Fréttatilkynning). HRADSKREIÐASTA SKIP heimsins er í Bandaríkjunum, heitir H. S. Denison, og fer með 60 hnúta hraða og er fyrsta skip sinnar tegundar, en fleiri eru í smíðum. Denison er 31 m á lengd. Á fullri ferð er skips- skrokkurinn sjálfur ofan við vatnsborðið, en uggar eða væng ir standa niöur úr bolnum og skutnum, og kljúfa vatnið. Þyngd skipsins er 90 onn. Tveir þotuhreyflar undir skrokknum knýja skipið áfram. Auk þeirra er ein venjuleg skipsskrúfa, sem knýr skipið á hægri ferð. Skip þetta, sem er eins konar draumaskip sjómannsins, er mjög stöðugt, mótstaða þess í vatninu hverfandi lítil, og í því er jafnvægistæki, sem kemur í veg fyrir velting. Því er spáð, að marga fýsi að ferðast með skipum af þessari gerð, þegar þau verða tekin í notknn til farþegaflutninga. í mörg ár hafa eins konar vængjaskip verið í notkun í Evrópu, og Rússar eiga eitt 300 farþega skip af slíkri gerð. En eklsert þeirra skipa henta út- á að gera. □ Magnús Ingólfsson, K.A., yarð sigiirvegari STÓRHRÍÐARMÓT Akureyrar í svigi fór fram í Hlíðarfjalli við Strompinn sl. surmud. 10. þ. m. Keppt var í A, B, og C flokki svo og drengjaflokkum 13—15 ára og 12 ára og yngri. Veður var hið ákjósanlegasta og fór keppnin vel fram. Keppendur voru alls 34. Skíðaráð Akureyr- ar sá um mótið. Margt manna var í fjallinu, en söknuðu þess að geta ekki feng- ið kaffisopa í skíðaskálanum. Ástæðan fyrir því er sú að nú er verið að vinna að innréttingu eldhúss skálans ásamt fleiru og verðui' því verki vart lokið fyrr en eftir einn til tvo niánuði. Þó mun, réjmí'íj&'jÉS&nja. upp.bráðá- bh'gð'á áðs’töðú'-tíí’ííes's: að veit- ingasala geti farið fram. Úrslit Stórhríðarmctsins: A flckkur. sek. 1. Magnús Ingólfsson KA 86,7 2. Guðm. Tuliníus KA 90,7 3. Ottó Tuliníus KA 91,8 B flokkur. 1. Viðar Garðarsson KA 104,1 Keppendur voru samtals 6 í B flokki, en aðeins einn lauk keppni. C flokkur. 1. Sigurður Jakobsson KA 89,1 Drengir 13—15 ára. 1. Heiðar Jóhannsson Þór 49,9 Drenglr 12 ára og yngri. 1 Árni Óðinsson KA 41,2 Braut A flokks' var 250 rri löng, 130 m fallhæð og hlið 40. &• ' ‘•'ö'- Braut B flokks var 230 m löng, 120 m fallhæð og hlið 38. Braut C flokkð' vár-200 tn löng, 110 m fallhæð og hlið 34. TVÍBURAR í EKSTRABLADET í Stokk- hólmi segir nýlega, að frú ein þar í borg hafi fætt óvenjulega tvíbura. Var annar þeirra svart ur en hinn hvítur. Frú þessi skildi síðar við mann sinn og: var hann dæmdur til að greiða meö börnunum. En nú er spurn- ingin þessi: Getur hann verið faðir svarta barnsjns, og ef ekki, getur hann þá e. t;. v. ver- ið faðir þess hvítá. Hvað ífúna' snertir, segir hún, að eigin- manni sínum fyrrverandi berl að greiða með báðum börnun- um þótt annað sé af öðrum kyn þætti. Ekki dregur hún dul á, að hafa haft mök við svartan mann, er gæti verið faðir a m. k. öðru barni hennar. Læknavísindin telja útilokað að fyrrv. eiginmaður eigi svarta barnið, en hvort hann geti átt það hvíta eru þeir ekki jafn vissir um- Þa'ð er nú talið fræðilega mögulegt að tveir geti verið feður tvíbura. Blóðrannsókn á eftir að leiða í Ijós, hvort möguleiki er á því, að svarti faðirinn geti verið faðir beggja tvíburanna. Ef ekki, er ekki um að villast, að feðurnir eru raunverulega tveir. Tvíburarnir eru nokkurra ára gamlir, dafna vel, en hafa valdið miklum héilabrotum bæði almenriings 'og vvísihda- manna. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.