Dagur - 13.03.1963, Blaðsíða 4
4
5
<." . . .....
Daguk
Af íslenzkri róf
FRAMSÓKNARFLOKKURINN kom
inn á svið sögunnar fyrir 46 árum, í morg
unsári fullveldisaldar á íslandi.
Þátttakan í stofnun fullveldisins 1918
var eitt af stærstu viðfangsefnum hans
í öndverðu. Starf hans og stefna var vígt
því hlutverki, að byggja upp hið nýja
íslenzka þjóðríki á þann hátt að ísland
framtíðarinnar mætti verða bömum sín-
um það „farsældar frón“, sem „listaskáld-
ið góða“ kvað um í árdagsljóma frelsis-
baráttunnar.
Þannig, eða því sem næst, er til orða
tekið í riti, sem út koin á vegum flokks-
ins fyrir einum áratug eða svo. Þar segir
ennfremur:
Sé tilkomu fullveldisins líkt við vorið,
má með sama liætti líkja Framsóknar-
flokknum við hinn fyrsta vorgróður. En
það skildi þennan vorgróður frá öðrum
um þessar mundir, að hann var eins og
kjami túngrasanna, AF ÍSLENZKRI
RÓT, nærður í jarðvegi landsins sjálfs,
og því þess umkominn að vera þjóðinni
brautryðjandi til þroska við hennar hæfi
í hinni miklu framsókn til betra lífs, sem
hefja varð og flokkurinn tók nafn sitt af.
Uppruna Framsóknarflokksins má rekja
til félagshreyfinga þeirra, er vaktar vom
i býggðum Iandsins á 19. öld og á fyrsta
tugi þessarar aldar. Með tilliti til þess er
sú staðreynd auðskilin, að flokkurinn
miðaði þegar í öndverðu starf sitt og
stefnu algerlega og eingöngu við íslenzka
staðhætti, íslenzkt þjóðfélagsástand og
sérþarfir þær til breytinga og framfara,
sem mótazt höfðu af sögu þjóðarinnar og
að hann jafnframt, vegna uppmna síns,
leit á viðfangsefni sín frá sjónarmiði al-
mennings í landinu.
Með stofnun Framsóknarflokksins var
í raun og veru terið að hefja starfsemi
hinna eldri þjóðfélagshreyfinga, sem
sprottin var af ríkri þjóðarþörf, eftir því
sem nauðsyn bar til, yfir vettvang stjóm-
málanna. En að sjálfsögðu hlaut sú starf-
semi að verða víðtækari er tímar liðu.
Að þessu leyti var Framsóknarflokk-
urinn mjög frábrugðinn hinum aðalflokk-
unum. Hann var alíslenzkur flokkur,
byggður á sögulegri félagsmálaþróun í
landinu. Hinir aðalflokkarnir voru, ef svo
mætti segja, skapaðir í erlendri mynd.
Stefna þeirra og lífsviðhorf var innflutt
írá stóriðnaðarþjóðfélögum annara landa,
þar sem atvinnurekenda- og múgvald
snauðra stórborgarbúa höfðu fyrir löngu
sett svip á flokksskipunina.
Með „hinum aðaIflokkunum“ er að
sjálfsögðu átt við Alþýðuflokkinn, sem
var stofnaður um sama leyti og Fram-
sóknarflokkurinn, en nú hefur týnt sjálf-
um sér, íhaldsflokkinn, sem stofnaður
var 1924, en skipti um nafn og heitir nú
Sjálfstæðisflokkur, og Kommúnistaflokk
inn, sem stofnaður var 1930 sem „deild
úr alþjóðasmabandi kommúnista“, en
breytti sér í „Sósíalistaflokk“ og síðan í
„Alþýðubandalag“. Um þá verður hér
ekki nánar rætt að þessu sinni.
Margt hefur breytzt og viðfangsefni
stjórnmálaflokkanna eru að ýmsu leyti
önnur nú en þau voru fyrir 4—5 áratug-
um. En eðli flokkanna og uppruni segir
til sín, nú sem fyrr, þegar vanda ber að
höndum eða er vaxandi. Þess vegna er
það nú t. d. að sjálfsögðu Framsóknar-
flokkurinn, sem öðrum flokkum fremur
gerir sér grein fyrir þeirri hættu, sem
(Framhald á bls. 7)
SJÖTUGUR:
Stefán Jónsson, námsstjóri
Áððlheiður frá Barká sjötug
— ÓTRÚLEGT, en satt — Ste-
fán Jónsson námsstjóri varð sjö
tugur sunnudaginn 10. þ. m. —
Stefán er Mýramaður að ætt,
fæddur að Snorrastöðum í Kol-
beinsstaðahreppi 10. marz árið
1893. Foreldrar hans voru þau
hjónin Jón bóndi í Mýrdal og á
Snorrastöðum og kona hans Sól
veig Magnúsdóttir, bónda í Mýr
dal. Stefán stundaði nám við A1
þýðuskólann á Hvítárbakka vet
urna 1911—13. En kennarapróf
tók hann vorið 1917. Hann hef-
ur oft farið til útlanda. M. a. fór
hann "námsferð til Danmei'kur,
Noregs og Svíþjóðar árin 1923
og aftur 1946. Eftir 1913 var
hann kennari á ýmsum stöðum
vestanlands, en haustið 1920
verður hann skólastjóri ung-
lingaskólans í Stykkishólmi, og
haustið 1920 verður hann einnig
skólastjóri barnaskólans þar.
Því starfi gegndi hann til ársins
1946.
Árin 1942—46 er hann náms-
stjóri í Austfirðingafjórðungi,
•en heldur samt stöðu sinni í
Stykkishólmi. En 1946 verður
hann námsstjóri í Vesturlands-
umdæmi, en hættir þá jafnframt
skólastjórn. Því starfi gegnir
hann til ársins 1954. En þá verð-
ur hann námsstjóri í Norðlend-
ingafjórðungi og tekur þar við
af Snorra Sigfússyni, sem þá
verður að hætta sökum aldurs.
Hefur hann þá alls verið námsr
stjóri í 21 ár.
Á meðan Stefán Jónsson var
búsettur í Stykkishólmi hlóðust
á hann ýmis trúnaðarstörf. Með
al annars var hann í stjórn
Kaupfélags Stykkishólms og for
maður þess um skeið. Seinna
skrifaði hann 25 ára minningar-
rit félagsins. Síðan hann fluttist
til Reykjavíkur hefur hann tek-
ið mikinn þátt í samtökum
Breiðfirðinga í höfuðborginni og
verið um skeið í stjórn Breið-
firðingafélagsins.
Stefán er ágætlega ritfær og
hefur skrifað allmikið í blöð og
tímarit. Þá hefur hann flutt all-
mörg útvarpserindi og séð um
fjölda barnatíma í útvarpinu.
Hann hefur þýtt margar bækur,
einkum barna- og unglingabæk-
ur eða 6 bækur alls. Hann hefur
verið ritstjóri æskulýðsþáttar
tímaritsins Heima er bezt frá
1956. Þá var hann ritstjóri Breið
firðings 1949—’52. Af þessu verð
ur séð, að Stefáni hefur verið
létt um að halda á penna. Hann
er einnig ræðumaður góður og
hefur haldið fjölda fyrirlestra
víða um land, einkum í sam-
bandi við ferðalög sín sem náms
stjóri. Stefán er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Guðrún
Þórðardóttir. Þau slitu samvist-
um 1943, Börn þeirra eru Bjarg-
hildur Sofíía, húsfreyja í
Reykjavík, og Davíð kennari.
Síðari kona Stefáns er Lovísa
Margrét Þorvaldsdóttir. Börn
þeirra eru Einar Páll og Sól-
veig.
Hér hefur verið drepið á ör-
fáa þætti úr lífi Stefáns, en
hvað er svo að segja um mann-
inn sjálfan? Hann er fyrst og
fremst góður drengur. Hið
mesta Ijúfmenni og prúðmenni
og glaður í viðmóti. Hann hefur
á sinni löngu námsstjóratíð not-
ið vinsælda allra, sem einhver
skipti hafa haft við hann. Hann
hefur aldrei barið að nokkrum
skóladyrum með valdsmanns-
svip, heldur þeirri vingjarnlegu
hæversku, sem einkennir alla
hans framkomu. Stefán hefur á
ferðalögum sínum um landið
kynnzt fjölda manna, ekki að-
eins kennurum og börnum held-
ur og mörgum öðrum, og eign-
azt vini bæði úr hópi fullorð-
inna og barna. Stefán er einn
af þeim mönnum, sem ákaflega
notalegt er að kynnast og hafa
í návist sinni. Ég sagði einhvern
tíma við Stefán, að það liti ekki
út fyrir að það væri erfitt verk
að vera námsstjóri, því að svo
hefur það verið hér á Norður-
landi að minnsta kosti, að þeir
eru ungir fram yfir sjötugt.
Ég óska Stefáni til hamingju
með þennan áfanga, sem er nú
að ljúka. Hann á enn mikla
starfskrafta eftir, sem hann get-
ur varið til hugðarefna. Og að
lokum þakka ég honum fyrir
ágæta og elskulega samvinnu
undanfarin ár, bæði fyrir mína
hönd og skóla míns. Ég á von á,
að hlýja strauma leggi til af-
mælisbarnsins norðan yfir fjöll-
in á þessum merku tímamótum
í lífi hans.
Innilegar hamingjuóskir með
sjötugsafmælið frá okkur öllum
hér fyrir norðan.
Hannes J. Magnússon.
- Viðvörunaratkvæði
greidd í bæjarstjórn
(Framhald af blaðsiðu 8)
isvaldið hefur nú þegar sýnt
nokkurn lit í þessu máli, en bet
ur má ef duga skal, bæði hér og
víða annars staoar á landinu.
Með línum þessum viljum við
að það komi skýrt fyrir almenn
ingssjónir, að hér er á ferðinni
það mál Akureyrarbæjar, sem
nú þegar hefur valdið bæjarfé-
laginu miklum erfiðleikum, og
allar líkur benda til að þeir erf
iðleikar fari fremur vaxandi en
minkandi.
Að lokum má geta þess, að
skipin okkar eru þegar farin að
eldast, og ný tækni í skipasmíði
flýtir fyrir aldri þeirra. Allt
þetta og margt fleira er vert að
hafa í huga þegar þessi mál eru
rædd.
Vissulega ber að vona, að mál
Útgerðarfélags Akureyringa hf.
leysist á hinn farsælasta hátt,
afli glæðist og ríkisvaldið rétti
togaraútgerðinni vaxandi hjálp-
arhönd, en hvað sem því líður,
má eigi fljóta sofandi að feigð-
arósi, og mótatkvæði okkar
voru viðvörunaratkvæði til bæj
arsíjórnar og Útgerðarfélags-
stjórnar um að taka öll mál Út-
gerðarfélagsins til rækilegrar
endurskoðunar, bæði í smáu og
stóru.
Haukur Ámason.
Amþór Þorsteinsson.
LENGI notuðust Öngulsstaða-
hreppsbúar við hina hrakleg-
ustu húskumbalda til funda- og
skemmtanahalds. Þar í sveit hef
ur þó um langan tíma verið
haldið uppi leikstarfsemi á
hverjum vetri. Um listagildi
sjónleikjanna skal ekkert sagt
og fólk getur farið nærri um að
stöðuna. Hinu er ekki að leyna,
að leikstarfsemin var hinn
mesti gleðigjafi og starfið sjálft
og stappið við að koma upp sjón
leikjum var mörgum mikils
virði.
Nú eru viðhorf breytt. Hið
glæsilegasta félagsheimili, Frey
vangur, leysti hin eldri sam-
komuhús af hólmi. Bygging
Freyvangs var mikið átak, en
vegna algerrar samstöðu og
góðrar forustu varð fram-
kvæmdin að ýmsu leyti til fyrir
myndar. En vandi fylgir veg-
semd hverri. Rekstur hússins
þurfti að bera sig og hefur gert
það. Og menningarlegu hlut-
verki átti húsið einnig að þjóna
í sinni sveit, og einnig það hef-
ur tekizt, þótt sá skuggi hvíli á,
eins og á öðrum félagsheimilum,
að of mikill þáttur rekstursins
er á of „lágu plani“. Um þann
þátt er mörgum tíðrætt, en hinu
oftast gleymt, sem vel er gert.
Á miðvikudaginn sýndu
hreppsbúar í Öngulsstaðahreppi
það ótvírætt, að þeir hafa ekki
alveg gleymt sér við „málmsins
hljóm“ og hinn umdeilda rekst-
ursþátt, því að þá frumsýndu
þeir þriggja klukkustunda sjón-
leik, sem lengi hefur verið í
undirbúningi.
Þar í sveit hafa allar hendur
mikil verk að vinna á degi hverj
um, jafnvel enn meiri en oft á
árum áður þegar heimilin voru
fjölmennari, og gildir það jafnt
um helgar sem virka daga.
Tímafrekar leikæfingar eru því
erfiðleikum bundnar, en að-
staða að öðru leyti hin ákjósan-
legasta í Freyvangi.
í Öngulsstaðahreppi er nýlega
stofnað leikfélag og stendur það
fyrir leiksýningum. Sem fyrr-
verandi hreppsbúi er ég inni-
lega þakklátur fyrir að sjá, hve
myndarlega er hér að unnið og
hreppsbúum til sóma.
Sjónleikurinn „Pétur kemur
heim“ er gamanleikur, léttur í
meðförum við fyrstu sýn, en þó
með nokkurn boðskap ef betur
er að gáð. Leiðbeinandi er Guð-
mundur Gunnarsson, kunnur
leikhúsmaður í höfuðstað Norð-
urlands. Flestir leikendur eru
nýliðar, að ég hygg, sem í þetta
sinn rak á fjörur leikstjórans.
Og án efa er þarna nokkuð góð
ur efniviður, en auðvitað ekki
fullkomlega úr honum unnið
eða með vissu vitað hvar kjör-
viður kann að leynast.
Fyrri hluti sjónleiksins var á
ýmsan hátt góður, en erfiðar
senur í síðari hlutanum, sem
gjarnan hefði mátt stytta, drógu
hann niður á frumsýningunni.
Leikfólk vill gjarnan sjá sín
að einhverju getið eftir frum-
sýningar. Gagnrýnendur, sem
hvorki hafa tíma né tækifæri
til að lesa leikritið, fylgjast.með
æfingum og leikfólkinu eða
kynna sér hinar ýmsu aðstæð-
ur, sem máli skipta, geta ekki
verið samvizka leiks eða listar
eins og þeir ættu að vera. En
þeir eru þá heldur ekki undir
áhrifum kunningsskaparins og
eru jafn opnir fyrir áhrifum
þess sem fyrir augu ber og
hverjir aðrir leikliúsgestir. En
þegar gagnrýnendur fylgjast
ekki með leikurum og öllu því
starfi, sem unnið er að tjalda-
baki, áður en tjaldinu er lyft á
frumsýningu, eru áhrifin fersk.
Frúrnar Rósa Árnadóttir
á Höskuldsstöðum og Ár-
veig Kristinsdóttir á Jódísar-
stöðum leika systurnar, Kötu
og Millu, sem bíða þess fullar
eftirvæntingar að Pétur komi
heim eftir 20 ára dvöl í Amer-
íku. En hann er fyrrverandi kær
asti Millu og hún er ólofuð enn
og Kata orðin ekkja. Frúrnar
gera hlutverkum sínum góð skil
og skemmtileg.
Stefán Árnason á Þórustöð-
um leikur Pétur og nær tölu-
vert góðum tökum á hlutverk-
inu í fyrri hluta leiksins, sérstak
lega í málblæ og framandlegum
hreyfingum og gerfið er gott.
Ungfrú Þuríður Baldursdóttir
á Syðra-Hóli leikur fósturdóttur
hin sheimkomna Péturs, mjög
frísklega og fumlaust.
Vignir Gunnarsson leikur
Jóa, son Kötu, uppkominn pilt,
sem farinn er að líta í kringum
sig og ekki árangurslaust. Hann
býður af sér góðan þokka, en
mætti vera röskari í fasi.
Ólöf Tryggvadóttir og Birgir
Þórðarson leika feðginin Dóru
og Kela, nágranna, sem koma
verulega við sögu. Þau gera
hlutverkum sínum góð skil.
Baldur Kristinsson leikur
Bessa, ómerkilegan blaðamann,
í fullu samræmi við leikritið.
Á frumsýningunni var Frey-
vangur fullsetinn af heimafólki
og skemmtu menn sér hið bezta.
Leikendum og leikstjóra var vel
fagnað að sýningu lokinni.
E. D.
- Stálskipasmíði á Ak.
(Framhald af bls. 1)
báta, sem fjölgar á Norður- og
Austurlandi. En einnig beinist
áhugi hluthafa að smíði stál-
skipa, sem er ný iðngrein á
Norðurlandi og mikil þörf fyr-
ir.
Slippstöðin hf. á Akureyri
tekur nær öll fiskiskip, 'allt frá
Vestfjörðum ‘ suður til Horna-
fjarðar í slipp hér, og að jafnaði
tvisvar á ári hvert þeirra. Skafti
Áskelsson hefur veitt fyrirtæk-
inu forstöðu frá byrjun.
Auk viðgerðanna á fiskiskipa
flotanum annast Slippstöðin hf.
nýsmíði fiskibáta, allt upp í 90
tonn. Verður 27. báturinn sjó-
settur í lok þessa mánaðar en
sá 26. í röðinni var sjósettur
síðasta laugardag.
Til þess að byggja skip, þarf
iðnaðarmenn af ýmsu tagi, svo
sem trésmiði, vélsmiði, járn-
smiði, rafvirkja, húsgagnasmiði,
málara og seglasaumara, auk
manna, sem hafa verkfræðilega
kunnáttu. Smíði stálskipa krefst
að vísu fleiri járniðnaðarmanna
en tréskipasmíði, og þeirra er
vant þegar stálskipasmíðar hefj
ast. í öðrum iðngreinum eru Ak
ureyringar mjög vel settir með
sína mörgu og viðurkenndu iðn
aðarmenn.
FLÝJA SÆLURÍKIÐ
í frosthörkunum í vetur lagði
Havel-fljótið vestan við Berlín,
á mörkum A.-Þýzkalands og V.-
Berlínar. Þar var því örlítil
undankomuleið fyrir þá, sem
flýja vildu úr sæluríki komm-
únista. En yfirvöld A.-Þýzka-
lands brutu þá undankomuleið,
þ. e. brutu ísinn jafnharðan. □
HINN 7. marz sl. varð Aðalheið-
ur Jónsdóttir ljósmóðir frá Bark
á í Hörgárdal sjötug. Hún er
fædd og uppalin í Oxnadal en
var starfandi ljósmóðir í Skriðu
hreppi frá 1915—1950.
Aðalheiður var heppin ljós-
móðir og kjarkmikil kona í
margs konar erfiðleikum bú-
skapar og ljósmóðurstarfa. Hún
giftist árið 1923, Manasesi Guð-
jónssyni og bjuggu þau góðu
búi að Barká í Hörgárdal, unz
hann lézt árið 1938. Eftir það
bjó Aðalheiður áfram með börn-
um þeirra hjóna, allt til ársins
1950, að hún fluttist þaðan og
síðar til Akureyrar, og býr nú
í Eyrarlandsvegi 14.
Böm þeirra Aðalheiðar og
Manasesar voru tvö: Stefán,
iðnverkamaður á Akureyri og
Sigríður, húsfreyja í Glæsibæ.
Þótt Aðalheiður yfix-gæfi jörð
og síðar sveit sína, hefur hún
látið fornar slóðir njóta stai-fs-
krafta sinna. Og verkin hennar
(Framhald af blaðsíðu 8).
sneiú snarlega frá, en sá maður-
inn, sem veiðibráðari var, lét
þá ekki sjóinn aftra sér og stökk
út í, á eftir minknum. Var þá
skemmst milli manns og dýrs.
En þá sneri dýrið sér við eins
og örskot og sókn mannanna
snerist í vörn. Varð það allt jafn
snemma, að maðurinn gaf frá
sér hljóð nokkurt, sem félaga
hans þótti með fádæmum mik-
ið, sami maður hljóp í loft upp,
svo sá í iljar hans, en minkurinn
stökk milli fóta hans og skauzt
á þurrt land.
Eftir þessi þáttaskil orrust-
unnar, sem hafði nú tekið rúm-
ar 15 mínútur, að sjófei-ð og töf
um beinharðs bai-daga meðtöld-
um, hófst aðgangur mikill í fjör
unni. Enginn varð ennþá sár eða
marinn, utan mennirnir, við það
að steyta fótum hart við fjöru-
steina. Annar var þó orðinn
gleraugnalaus en hinn sjóblaut-
ur.
Minkurinn komst í urðar- eða
klettasmugu ofan við fjöruna.
Þar varð ekki að komizt og ekki
grjóti kastað á þann veg, að hitt
gæti beina stefnu. Ekki varð
heldur með spi'ekum eða út-
skotsmerki Vegagerðarinnar
potað að gagni vegna þess að
smugan, síðasta vígi minksins,
var óbein.
Af herkænsku sinni, sem
mörgum er meðfædd og eflist
hjá flestum í raun, sáu ferða-
menn, að ef grjóti væri fast
skotið, myndi úr því geta kvarn
ast og drepið kvikindið. Þetta
var rétt reiknað og leiddi tím-
inn það í ljós. Hófst enn skot-
hríð grjóts, mikil og látlaus í
allt að 15 mínútur. Þeir félagar
töldu nú dýrið dautt orðið og
gættu náið að. Brá þeim í brún
er djöfsi, í líki þessa harðsvír-
aða minks, kom á móti þeim
með hávaðaöskrum og blástri,
sem gekk þeim gegnum merg
og bein. Var nú lokasprettux-inn
svíkja engan, og ekki eru þau
unnin í ábataskyni.
Við, sveitakonumar, sendum
henni hlýjar kveðjur og árnað-
aróskir í tilefni af sjötugsafmæl-
inu, og þökkum greiðasemi
hennar og glaðværðina — og,
hve góð hún var við börnin okk-
ar. G. B.
eftir. Hann fólst í því að kasta
enn meira grjóti um stund, og
það dugði. Frækilegur sigur var
unninn. Uppi stóðu að síðustu
tveir þreyttir menn. Annar
þeirra gat ekki lyft kaffibolla,
er hann litlu síðar fékk sér til
hressingar. Hinn hefur rokið
upp við minkaöskrin í draum-
um. Útskotsmerkið settu þeir á
sinn stað, óbrotið. Skottinu fram
vísuðu þeir félagar réttum yfir-
völdum og hirtu verðlaun sín.
Skrifað eftir frásögn minka-
bananna, sem lýstu viðureign-
inni á mjög sannfærandi hátt,
með viðeigandi stökkum, sveifl-
um og öskrum, þar sem annar
lék mink en hinn mann, af
diúpri innlifun. □
- Sjóðandi hiti
(Framh. af bls. 1).
borað í bæjarlandinu, þar sem
yfirborðshiti væri enginn. Hann
taldi n(inni hita«i jörðu hér á
Akureyri en berglög harðari og
hagstæðari en á Húsavík.
Blaðið hringdi einnig til
fréttaritara síns á Húsavík, Þar-
móðs Jónssonar. Sagði hann eitt
hvað á þessa leið:
Þegar búið var að bora um
stund, tóku vísur að heyrast um
þetta verk og teikningar voru
gerðar. Áttu starfsmenn Norð-
urlandsborsins sinn þátt í þess-
ari gamansemi. Á einni teikn-
ingunni gefur að líta bæjar-
stjóra Húsavíkur, Áskel Einars-
son, sem ávarpar Húsavíkur-
Jón og heitir á hann að duga
Húsvíkingum og láta þá hafa
heitt vatn. Möi'gum bei'glögum
neðar sézt hvar Húsavíkui'-Jón
tekur um odd borsins og sveigir
hann frá feikna miklum potti.
í pottinum sýður vatn. Húsavík
ur-Jón er hinn þverasti og tím-
ir ekki að sjá af nokkrum dropa
til Húsvíkinga, enda er hann
Strandamaður en ekki Þingey-
ingur. □
Siðasta minkasagan
SMÁTT OG STÓRT
ÞEGAR FORSÆTISRÁÐ-
HERRANN NÁÐI EKKI
FLUGTAKINU
„Þau hin miklu mál, sem rík-
isstjórnin hefur verið að fjalla
um að undanfömu, þ. e. a. s.
efnahagsleg viðreisn þjóðarinn-
ar, hafa gripið svo hug minn all
ann og liggja mér svo þungt á
hjarta, að ég GET EKKI NÁÐ
FLUGTAKINU, ekki lyft mér
yfir þau og valið mér annað ef
til vill ýmsum hugþekkara um-
ræðuefni á þessari hátíðlegu
stund.“
Þetta er upphaf ræðu, sem
flutt var í ríkisútvarpinu fyrir
nál. 3 árum og 3 mánuðuni. Hin
„hátíðlega stund“ var gamlárs-
kvöld 1959. Ræðumaður, Ólafur
Thors, þá nýbakaður forsætis-
ráðherra í fyrstu ríkisstjórninni,
sem mynduð var eftir kjördæma
byltinguna.
59 SPARNAÐARFYRIRHEIT
Þarna var um tímamót að
ræða á fleiri sviðum en einu. í
Arnarhvoli sat um þessar mund
ir nýr fjármálaráðherra, önnum
kafinn við að undirbúa þá „þjóð
lífsbreytingu“, sem hann boðaði
opinberlega þennan sama vet-
ur. Þá og síðar komu svo 59
fyrirheit um sparnað á ríkisfé
o. fl. Þau voru eins og þar segir:
Stutt gaman og skemmíilegt, og
efndir eins og til stóð.
HETJUTENORINN
Það leyndi sér ekki, að for-
sætisráðherrann, sem talaði í út-
varpið á gamlárskvöld 1959, var
rnikið niðri fyrir. Og það var
svo sem ekkert undarlegt um
sjálfan hetjutenorinn í liinni
nýju þjóðlífsbreytingaróperu. Á
hyggjurnar út af þjóðarhag
voru svo yfirþyrmandi, að sál
hans, svo léttfleyg sem hún ann
ars átti að vera, náði ekki „flug-
takinu“ og varð að halda sig
við jörðina.
„..DÝPRA OG DÝPRA I
FEIGÐARFENIГ
Áhyggjum sínum lýsti for-
sætisráðherrann m. a. á þessa
leið: „Undanfarin 5 ár hafa ís-
lendingar eytt 1000 millj. króna
meira en þeir öfluðu og greitt
þennan halla á búskapnum með
erlendum lánum . . . .“ Vextir
og afborganir af erl. lánum eru
„meir en tvöfalt við það há-
mark, sem Ieyfilegt þykir ....
Af þeim leiðir, að engin þeirra
lánastofnana, sem gegna því höf
uðhlutverki að lána þjóðum eins
og okkur þegar örðugleikar
steðja að . . . er ekki lengur
heimilt að lána íslendingum,
hvorki til langs eða skemmri
tíma, nema við komum efnahags
málum okkar á annan og traust
ari grundvöll, þ. e. breytiun um
stefnu . . . Mun á næsta ári
verða lxalli á ríkis- og útflutn-
ingssjóði, sem nemur livorki
meira né minna en 250 millj.
kr. . . . Verði ekki breytt urn
stefnu, verður okkur sá einn
kostur nauðugur að afla þess
fjár með nýjum álögum á al-
menning . . . .“
Stórfé „höfum við notað til
kaupa á Iiátollavörum, sem
mest eru hreinn óþarfi — lux-
us . . . .“ Ef áfram verður hald-
ið „án stefnubreytingar“,
HÆKKA SKATTAR OG VÍSI-
TALA „OG SÉR ÞÓ EKKI
FYRIR ENDA ÓGÆFUNNAR
IIELDUR SÖKKVUM VIÐ
DÝPRA OG DÝPRA í FEIGÐ-
ARFENIГ. Þetta mælti hann
o. fl. af sama tagi.
ÁHRIFARÍK SVIÐSETNING
í fyrsta Reykjavíkurbréfi
ðlorgunbk, sem út kom eftir
umrædd áramót, var svo haldið
áfram að sctja hina tilvonandi
„viðreisn“ á svið. Til þess að
gera þá sviðsetningu áhrifaríka,
var þar birt æviágrip stjórn-
málasögu Winstons Churcliills
frá stríðsárunum. Vitnað var í
hin frægu orð lians, er hann
mælti til þjóðarinnar í upphafi
orrustunnar um England: Ég
hef ekkert. að bjóða annað en
erfiði og svita, blóð og tár.
íslenzku þjóðinni var ætlað
að skilja, að einnig hún hefði
nú eignazt sinn sigursæla leið-
toga á hættunnar stund!
En sá er munurinn, að blóðið
og tárin, sem Churchill talaði
um, voru raunveruleg og Bret-
land í lífshættu. En hættumerk-
in, sem Ólafur Thors setti upp
á gamlárskvöld 1959, áttu litla
stoð í veruleikanum. Þar var
farið með ýkjur í áróðursskyni.
Það kom fram siðar, að ekki
vantaði 250 millj. kr. í ríkissjóð
og útflutningssjóð, heldur lægri
uppliæð, en þó svo liefði verið,
sýnist víst engum það miklar
álögur nú, cftir tvöfalda gengis
fellingu og hækkun fjárlaga um
meira en milljarð í stað við-
reisnar.
FRAMKVÆMDALÁN
Fjámiálaráðherrann frá 1958
hefur lýst því yfir opinberlega,
að þá hafi ísland haft góða
möguleika til að taka lán er-
lendis, og ólíklegt er að Emils-
stjórnin hafi eyðilagt þá mögu-
leika á því eina ári, sem hún
var við völd.
Það var fjarstæða að kalla
erlendu lánin, sem tekin höfðu
verið undanfarin ár, „eyðslu“.
Þetta voru framkvæmdalán, er
tekin voru til að virkja Sogið,
byggja Sementsverksmiðjuna,
kaupa skip og flugvélar o. s. frv.
Það vita menn líka, að verð-
bólguvandamálið, eins og það
var í árslok 1958, lireyttist til
muna á Emils-árinu, þegar tekin
var til baka mikill hluti þeirrar
kauphækkunar, sem andstæð-
ingar vinstri stjómarinnar
beittu sér fyrir, rétt ofan í liina
lögboðnu kauphækkun vorið
1958.
Það er rétt, að hátollavörur
voru keyptar inn í landið fyrir
viðreisn. En ekki liefur innflutn
ingur þeirra minnkað síðan.
„Feigðarfenið“, sem Ólafur
Thors þóttist .sjá framundan,
var heilaspuni, til þess fram sett
ur að sætta menn við ráðagerð-
ir ríkisstjórnarinnar.
Það er hægt að gera sér í liug-
(Framhald á bls. 7)