Dagur - 20.03.1963, Blaðsíða 5

Dagur - 20.03.1963, Blaðsíða 5
4 5 ^...... ?’ Baguk ...... x j.. <wS:í j '■ *>' v^4^WM>feááÍWíSÍW<W>i'fc" Með öllu óþarft! ÞRÍR ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins- og Alþýðuflokksins, þeir Birgir Kjaran, Sigurður Ingimundarson og Jóhann Haf- stein, hafa nýlega lagt fram á Alþingi nefndarálit meirihluta fjárhagsnefndar neðri deildar um frumvarp það, er Fram sóknarmenn fluttu á öndverðu þingi, um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð Iandsins. Það er tillaga þessara þriggja stjórnar- og Reykjavíkurþing- manna, að Alþingi lýsi yfir, að samþykkt frumvarpsins beri að telja „MEÐ OLLIJ ÓÞARFA“, og vísi því frá með rök- studdri dagskrá. Þessa niðurstöðu byggðu þremenning- amir m. a. á því, að fyrr hafi verið sett lög um atvinnubótasjóð. í fmmvarpi Framsóknarmanna er raunar ekkert hróflað við þeim lögum, þótt þeir teldu þau á sínum tíma ófullnægjandi. Þótt frumvarp Framsóknarmanna yrði sam- þykkt, myndi atvinnubótasjóður starfa eftir sem áður. En sömu dagana, sem stjórnarmcirihlutinn í fjárhagsnefnd var að vísa á atvinnubótasjóð til að bæta úr framkvæmdaþörf landsbyggðarinnar, vissi stjóm sjóðsins ekki sitt rjúkandi ráð vegna þess, að sjóðurinn hafði, með þeim fjármunum, sem honum voru ætl- aðar, reynzt gjörsamlega ófær til að gegna lilutverki sínu á þessu ári. Það var sem sé komið í Ijós, að tekjur sjóðsins gerðu litlu betur en að hrökkva til þess að veita viðbótarlán, og þau ekki há, út á fiskibáta. Var þá allt annað eftir. Þess hefur orðið glögglega vart, að frumvarpi Framsóknarmanna liefur víða verið vel tekið og feginsamlega. Þar er gert ráð fyrir, að 1,5% af tekjum ríkis- sjóðs ár hvert verði lögð í jafnvægissjóð, og sérstakri jafnvægisstofnun komið á fót. Miðað við upphæð fjárlaga fyrir ár- ið 1963, væra tekjur sjóðsins 32 milljónir á yfirstandandi ári. Hér væri þá fetað í spor frænda vorra, Norðmanna, sem fyrir 10 árum settu löggjöf um Norður-Noregs áætlunina til eflingar atvinnulífi og fram kvæmdiun í þeim landshluta og hafa nú framlengt þá löggjöf á breiðum grand- velli til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. í framvarpi Framsóknarmanna era m. a. ákvæði, sem miða að sérstökum stuðn- ingi við byggingar íbúða í kauptúnum og kaupstöðum á landsbyggðinni og era það nýmæli. Ennfremur heimild fyrir byggð- ir og landshluta að koma sér upp sérstök- um jafnvægissjóðum með stuðningi hins almenna jafnvægissjóðs og heimafengnu fé. Hinir reykvísku stjómarþingmenn hafa sýnt mikla skammsýni í þessu máli. Höf- uðborgin mun ekki græða á því til lang- frama, að hlutur landsbyggðarinnar haldi áfram að rýma og að fólk haldi áfram að þyrpast að Faxaflóa. Og þeir fulltrúar landsbyggðarinnar, sem ekki fást til að sinna slíkto máli, geta varla komizt hjá því mjög lengi að horfast í augu við þetta mikla viðfangsefni. En það viðfangsefni að byggja landið, og hvemig það skuli gert, verður mál málanna á komandi ár- um. Eftir því sem lengur er gengið af leið, verður meiri erfiðleikum bundið að ná réttum áttum á ný — og byggja upp það, sem nú er vanrækt í þessu efni. iiiiiiiiiimimmiiniiiiiii JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: mmmmm immmmmmii::ii Þegar sigurpálmiiin fluttist vestur heiði (Niðurlag). Ég hefi í fyrri greinum mín- um sagt frá einni sigui'för Norð- lendinga undir forustu Akureyr armanna frá þessu grózkutíma- bili. Það er stofnun og starf- semi Kristnesshælis. Þarf ekki að endurtaka þá skemmtilegu íslendingasögu hér. Þar tóku höndum saman í göfugu bróð- erni, konur og karlar, kaupstað- armenn og sveitafólk, samvinnu menn og kaupmenn, ríkir menn og fátækir, blaðamenn, húsa- meistarar og læknar. Þetta var mikið átak, enda var sigurinn mikill. Hvíti dauðinn var að kalla má gerður útlægur úr fjórðungnum. En svo fljótt fenn- ir í sporin, að fáir menn norðan- lands munu hafa minnzt hinnar stórmannlegu forustu Ragnars kaupmanns Ólafssonar í þessu máli, þegar ég rifjaði hans þátt upp í bréfi mínu til Jónasar Rafnars. Hliðstætt dæmi um gleymsku á samvinnubænum var það, að þegar Jónas Þor- bergsson, ritstjóri Dags, fluttist suður yfir heiðar 1927, var ekki sýnilegt, að gott fólk nyrðra myndi eftir hans mikla þætti í sigri berklamálsins. En hvernig sem litið er á Kristnessmálið, þá er það varanleg fyrirmynd um áhrifamikið samstarf þrosk- aðra manna í frjálsu landi. Sigrar og ósigrar skiptast á í sögu héraða og þjóða. Krist- neshæli er sólskinsbarn Norð- lendinga. Húsmæðraskóli Akureyrar er sorgarbarn kaupstaðarins. Þeg- ar sá skóli var reistaur á Akur- eyri, unnu samvinnumenn í öðr um héruðum landsins með góð- um árangri að því að stofnsetja sjö prýðilega húsmæðraskóla. Nemendur þeirra skipta hundr- uðum hvert ár. Þar er stefnt markvisst fram til sigurs og mannfélagsumbóta. Sóknarbylgj an í hug fólksins minnir á loka- átakið við Kristnesshæli. Akur- eyrarskólinn var reistur mitt í skólahverfi bæjarins. Allt hið efniskennda, sem lýtur að þess- um skóla, er í fullkomnasta lagi. Guðjón Samúelsson var húsa- meistari. Rannveig Kristjáns- dóttir frá Dagverðareyri tækni- legur ráðunautur. Skólahúsið og allur viðbúnaður til húsmæðra- kennslu er í fullkomnasta lagi. En þessir góðu kostir komu að engu gagni. Stofnunin varð eins konar Bakkasel um sumarsól- stöður. Þetta góða hús var tómt og eyðlegt eins og alheimurinn, áður en forfeður mannkynsins fengu þar verksvið og lyklavöld. Ég hefi leitazt við að skýra bylgjuganginn í menningarsögu Þingeyinga. I sögu Akureyrar þykja mér tveir atburðir. táknrænir um hliðstæða mannlífsþróun í gró- andi mannfélagi. Annarsvegar er dvergþróun húsmæðraskól- ans. Hinsvegar töfrasigur Krist- nesshælis. Við báðar fram- kvæmdirnar voru að verki vask ir menn, konur og karlar. Með báðum fyrirtækjunum var stefnt að mannfélagsbótum, en snemma á vaxtarskeiðinu skildu leiðir. Stöðvun hús- mæðraskólans á Akureyri virð- ist stafa af andlegu ósamræmi og hugsjónaskorti sumra for- göngumannanna. — Blómgun Kristneshælis spratt af sam- ræmi hugar og handar við allt verkið. Hugsjónir, mannvit og raunhæf þekking sátu þar við stýrið. Hönd og fjármagn lilýddu þar boði andans. Saga Kristneshælis bregður birtu yf ir blómatíma Eyfirðinga. Saga Húsmæðraskólans gefur hins vegar glögga hugmynd um fé- lagsmálaframkvæmd, þar sem mistök efnishyggju og hlutafé- lagsgróðavonir gegnsýra and- rúmsloftið. Fyrr er frá því sagt í þessum greinarköflum, hvernig Þingey- ingar brugðu við til að tryggja á heppilegan hátt samskipti kyn slóðanna og heilbrigt menning- arlíf, þó að nú vaxi ekki lengur upp í héraðinu mörg skáld eða VETTV ANGUR 1 SAMVINNUNNAR KAUPFÉLÖGIN standa ÖUum opin, þannig að hver sem full- nægir vissum skilyrðum (vera fjárráða og reka ekki verzlun í samkeppni við kaupfélagið) er innganga heimil. Inntökugjöld era hverfandi lítil, eða kr. 30.00, sem renna í varasjóð félagsins. Engin önnur félög standa al- menningi opin á þennan hátt. Eigandi einkafyrirtækis er sjálfráður að því hvort hann býður nokkrum manni félags- eign við sig. Hlutafélög era lok- uð, en þeir sem inngöngu fá, verða að leggja fram hlutafé, eða kaupa hlutabréf, svo þar með má segja að peningar mannsins séu teknir í félagið, en ekki maðurinn sjálfur. Frelsið til þátttöku í kaupfé- lögum er grundvallaratriðið í lýðræðisskipan þeirra og gerir hvaða borgara, sem það viU, kleift að verða þátttakandi í starfi félaganna, og hafa áhrif á stjóm þess og stefnu. Fátækur maður hefur jafnan atkvæðisrétt og hinn ríki, innan kaupfélaganna. Þar era það ein staklingamir, en ekki fjármagn ið, sem málum ráða. S. J. lærðir félagshyggjumenn úr skóla Benedikts á Auðnum. Enn er of snemmt að spá miklu um það, hversu þessar aðgerðir lán- ast, en svo mikið má fullyrða, að Þingeyingar eru staðráðnir í því að hlynna betur að minn- ingu skálda sinna og kaupfélags forkólfa, heldur en Hollending- ar, sem gleymdu verðleikum Rembrants þar til gröf hans var nálega týnd. Enginn getur nú eða vill gera lítið úr fræðgarferli eyfirzkra skörunga frá tíma Matthíasar á Sigurhæðum og Kristinssona, sem gerðu eyfirzka samvinnu að þjóðtrú íslendinga. Afmælis- sýningin bregður birtu yfir efn- ishlið þessa máls. Allt sem laut að verklegum framkvæmdum samvinnumanna og kaupmanna á Akureyri var til fyrirmyndar, en ekki skýrt á heppilegan hátt, svo sem fyrr er að vikið. Um það efni þarf að bæta við litlum kapitula. Akureyri býr um framsýni í andlegum efnum nokkuð að vel vild annarra Norðlendinga, sem vilja unna kaupstaðnum varan- legrar forustu í fjórðungnum. Norðlenzkir áhugamenn hafa með ýmsu móti stutt að andlegu gengi og blómgun kaupstaðar- ins. Þessum mönnum var ljóst, að fækka myndi brautryðjend- um aldamótanna. Dánardægur og burtflutningur þýðingarmik- illa manna, skilja eftir skörð í fylkingunni og vei'ður ekki við því gert. En þessir menn tryggðu með framsýni, að nokkrum af efnilegustu skáld- um landsins væru boðin frjáls- mannleg starfsskilyrði við bóka vörzlu í helztu kaupstöðum landsins. Davíð Stefánsson gat horfið til átthaga sinna og setzt í stól Matthíasar á Akureyri, Hagalín fór til ísafjarðar og ríkti þar langa stund bæði í fé- lagsmálum og bókmenntum. Magnús Ásgeirsson gætti bóka- forðans í Hafnarfirði og gerðist þar athafnamikill þýðandi er- lendra ljóða. Menn í Reykjavík, sem hafa verið néfndir „Tíma- hringurinn“, stofnsettu með lög- gjöf og öðrum framkvæmdum hinn mikla Gagnfræðaskóla á Akureyri og unnu að endur- reisn Hólaskóla í höfuðstað Norðurlands. Víða þurfti með nokkur átök við þessar fram- kvæmdir, ekki sízt endurreisn menntaskólans, því að lærdóms- mönnum þjóðarinnar í Reykja- vík við hærri menntastofnanir þar töldu ósennilegt að unnt yrði að veita fullkomna mennta skólafræðslu utan Reykjavíkur. Þessi vantrú á Akureyri varð verkleg þegar fulltrúi kaupstað- arins á þingi, lagði hönd á flokksbróður sinn, Vestfirðing, á þingi, fyrir að hafa með at- kvæði sínu stutt menntaskóla- mál Akureyrar. Þessum áhrifa- mönnum tókst að tryggja Akur- eyri eftir fyrsta stríðið, forustu þriggja frábærra leiðtoga við skólaforustu á Akureyri. Snorri Sigfússon var fluttur vestan af landi, til að endurbæta bama- skóla Akureyrar, eftir erfiðleika tímabil. Þorsteinn M. Jónsson tók við gagnfræðaskóla bæjar- ins á æsku- og gelgjuskeiði og hóf hann til mikils þroska og vinsælda. Samtímis stóð Sigurð- ur Guðmundsson, helzti bók- menntafræðingur landsins og ó- venjulegur kennslumálaskörung ur fyrir endurfæðingu Hóla- skóla í nútíma mynd. Þessir þrír skólamálaleiðtogar voru hver á sínu sviði frábærir for- ustumenn. Hygg ég að langur tími muni líða, þar til svo sam- hentir leiðtogar stýra þrem menntastofnunum samtímis í einhverju af þéttbýlum lands- ins. Mest urðu átökin út af Menntaskólanum á Akureyri eft ir 1920, við fráfall Stefáns Stef- ánssonar skólameistara. Sigur eða ósigur í því máli var undir því kominn, að Sigurður Guð- mundsson yrði eftirmaður hins fyrsta skólameistara í nýjum sið. Jón Magnússon forsætisráð- herra hafði úrskurðarvaldið í þessum málum. Hann var vel greindur maður og varfærinn, en nálega kyrrstæður, ef um nýjungar var að ræða. Vitað var, að hann hafði engar mætur eða trú á Sigurði Guðmunds- syni. Honum hefði vex'ið Ijúfast að veita embættið sviplausum kyrrstöðumanni. En Jón Magn- ússon var hagsýnn leikmaður bæði í spilum og pólitík. Tíma- mönnum þótti vel við eiga að reyna að feta í kænskufótspor þessa íhaldsmanns. Þeim var ljóst, að ekkert gat knúið Jón Magnússon til að skipa áhuga- mesta skólamann samtíðarinnar til forstöðu á Akureyri, nema uggur um valdastólinn. Þeir sömdu tvö undirskriftai'skjöl út af þessari embættisveitingu og leituðu til allra norðlenzkra (Framhald á blaðsíðu 2). Eiður Krisfján Benedikfsson skipstjóri FÆDDUR 3. SEPT. 1878 - DÁINN 6. MARZ 1963 HINN 8. marz árið 1903 varð Tjörfa-strandið, sem síðan var á vöi-um sjómanna um land allt og annari'a, sem til þekktu. Þar kom við sögu ungur og óþekkt- ur ísfirðingur, búinn svo mikilli kai'lmennsku og hetjulund, að landfleygt varð. Er brotsjóir lömdu hið hrakta skip við stórgi-ýtta og mann- lausa strönd, og ekkert var sýnna en alger tortíming, gekk þessi ungi sjómaður fram og bauðst til þess að freista þess að fara með línu í land. Hann var ósyndur. Fyrsta tilraun bar ekki ái'angur og var maðurinn dreginn um borð litlu síðar. Mundu þá venjulegir menn full- saddir af slíkum glæfraleik. En þessum manni var ekki svo far- ið, heldur hætti hann til öðru sinni. Lét hann sig síga til botns við skipshliðina, notaði öldufall- ið til þess að nálgast land en hélt sér um steina í útsoginu. Sjómaður sá, er hér gat sér verðuga frægð, hét Eiður Krist ján Benediktsson, síðar kunnur skipstjóri á Akureyri. Tvo daga vantaði á sextugsafmæli framan skráðs atburðar þegar Eiður lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir skamma legu. Eiður er fæddur á ísafirði 3. september 1878, stundaði sjóinn svo að segja frá blautu barns- beini vestur þar, en flutti hing- að til Akui-eyrar árið 1899 og átti hér heima til dauðadags, og var sjómaður alla ævi. Eiður Benediktsson var skip- stjóri á Róbert 1908—1923 og sjómennsku stundaði hann fram undir síðustu ár. Til dæmis var hann á síldveiðum fimm sumur með dóttui'syni sínum, Benedikt/ Egilssyni á skipinu Brynjari frá Hólmavík, árin 1951—1958. En um fjölda ára, á meðan líf og heilsa entist, stundaði hann seglasaum á vetrum og var mik- ill hagleiksmaður á því sviði. Eiður var ókvæntur maður en átti eina dóttui', Hrafnhildi, sem er búsett á ís'afirði. Móður sína, Björgu Flóventsdóttur, tók hann til sín og héldu þau heim- ili hér í bæ þar til hún lézt árið 1927. Eiður var óhnýsinn um ann- arra málefni og dulur á eigin hag, en umgekkst þó samborg- arana með gamanyi'ði á vör. Hann var rúnum ristur af seltu og særoki langrar sjómanns- ævi. En undir hi'júfu yfirborði var hjartahlýr maður, sem ekki mátti aumt sjá. Stói'gjöfull var hann við fátæka, og munu þeir minnast hans með sérstöku þakklæti. Þótt sjómannsferli Eiðs lyki ekki fyrr en 1958, hætti hann skipstjórn miklu fyrr. Séi-stakt atvik er bundið því óhappi þeg- ar skip hans, Róbert, sem hann hafði stjórnað í 15 ár, fórst. Ró- bert strandaði í Hornvík árið 1923. Þá var ofsarok svo að fest- ar slitnuðu og skipið rak upp. Skipsmenn komust upp í fjöru, nema Eiður og unglingspiltur. Yfir flæðið komust þeir ekki fi'á borði. Eiður fór þá upp í vant- inn, náði taki á kósa, er hann kom þrem fingrum í gegn, hélt sér þar allan tímann og með hinni hendinni varði hann pilt- inn. Þegar lækkaði í sjó og þeir félagar komust í land, skar Eið- ur kósann af og stakk í vasa sinn. Síðar lét hann gylla hann og grafa á nafn skipsins og tíma- tal. Harm gaf Guðrúnu Haralds- dóttur kósann, að ég held í brúð argjöf. Guðrún er búsett í Nor- egi og þar mun þessi gripur nið- ur kominn. En Guðrún og Eið- ur voru vel til vina, allt frá barnæsku hennar. Eiður Benediktsson var jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju 14. marz s.l. og fylgdu lionum mai'gir til grafar. Hetja úr sjómannastétt hefur ýtt nýju fleyi úr vör. Megi hlýr hugur þeii-ra, sem eftir standa, fylla seg'lin ljúfum byi'. E. D. Fjármagnið streymir (Fi’amhald af blaðsíðu 8) legu stöi-fum bændanna og að- stöðu alli-i. Básafjósin ei'u úr sögunni, en í staðin eru hjarð- fjós, þó án gi-inda, en hálmur notaður til undii'burðar. Vot- heysgerð fer öx't vaxandi. Og mjög mikið af votheyinu er verk að á víðavangi eða í skux-ðgryfj- um, eins og bóndinn á Kleif hef- ur gert í mörg ár, með góðum árangri. Þá fæi'ist það mjög í vöxt, að láta nautgi'ipina, bæði mjólkurkýr og holdanaut taka fóðrið úr stálinu sjálfa, til að spara vinnu. Brezkur landbún- aður sérhæfir sig æ meir með hverju ári. Mjög algengt er að bændur eigi enga kú, en fram- léiði aðeins holdanaut Aðrir hafa svo aftur mjólkui'fram- leiðsluna. Bretar eru alltaf að kaupa og selja skepnur og flytja á milli. í hálendinu gera sauðfjárbænd- ur ærnar aðeins 3—4 vetra, en selja þær þá til bænda á lág- lendinu, kálfar eru keyptir til slátureldis, lömb til fitunar o. s. frv. Kynblendingsrækt er mikið notuð í kvikfjárræktinni og gef- ur það mjög góða raun, en krefst þekkingar í því efni. Allur fóðurbætir er gefinn í kögglum. Þui'X'hey er yfii-leitt bundið í bagga og geymt í þeim. Er notkun heysins mun auðveld ari á þann hátt, enda mikið gef- ið út. Sláttutætarar hafa breiðzt ört út. Heyið er kramið og er betra fóður en ella. í votheys- turnum sá ræðumaður þannig hey, sem tekið hafð vei'ið með 50% raka af túninu. Þetta hey var án íblöndunarefna, ornað, algerlega án smjörsýru og mjög lystugt. Sjálfvirk tæki, sem eru mjög vinnusparandi, ryðja sér til rúms á flestum sviðum búskap- arins, svo sem margs konar fóðrunartæki. Heppilegt áhald til mykju- og forardreifingar sá Kristján og lýsti fyrir fundarmönnum. Hann sagði einnig fi'á því, hversu brezkir bændur merktu fé sitt og lömb til að auðvelda hirð- ingu. En það er mjög á annan veg en hér er gert. Og ekki þekk ist, að fjármenn eða bændur stympist við fé í sundurdrætti, heldur eru útbúnir gangar og rennur til sundurgi-einingar þar sem féð er saman komið. Og fjár hundarnir spara bændunum hlaupin. Það færist í vöxt að fóðra sláturdýr algei'lega inni, og án teljandi heyfóðui's. Kram- ið korn kemur í þess stað til jórturs. í Bretlandi er engin sex- mannanefnd til að ákveða verð landbúnaðarvara, eins og hér á landi. Deildir háskólanna halda rekstursreikninga fyrir hópa bænda. Bændur senda þangað viku eða hálfsmánaðarlega, lista yfir tekjur og gjöld búa sinna, sem síðan er unnið úr og samræmt. Á þann hátt er fram- leiðslukostnaðurinn fundinn. Svo er það brezka bændafélagið og í-íkisvaldið, sem á hvei'ju ári setjast að samningaborðinu í fe- brúarmánuði og ákveða búvöru verðið. Það er gott, sagði ræðu- maður að lokum, að vera bóndi í Bretlandi, enda leitar fjár- magnið þangað í stríðum straum straumum, gagnstætt því sem hér er. Eggert Davíðsson stjórnaði fundi. Að erindi frummælanda loknu, hófust almennar umræð- ur, er stóðu fram yfir miðnætti. - Tvær myndir (Framhald af blaðsíðu 8) sögð í sjúki-ahúsi. Vörubíll stóð á götunni. Út á býlinn var verið að bera ýmisleg húsgögn. Út- burðarmaðurinn skaut höfði sínu bak við saumavélarkassa, til þess að komast hjá því, að myndasmiðurinn auglýsti hann sem þátttakanda í hermdarverki því, sem þarna fór fram: „Út- burði“ í höfuðborg fslands, sam kvæmt fógetaúrskurði! Ekki var blaðinu kunnugt um hvar þessum útburði var búinn næsti náttstaður eða hvort nokk urt slíkt afdrep var fyrir hendi. Þetta er smámynd úr höfuð- borginni. Bændafólk upp til sveita verð ur undrandi er það horfir á svona mynd. „Útburður“ var til hér áður, en nútíminn hefur haldið að slíkt heyrði fortíðinni til. Norður í Reykjahvei'fi bíða tvær góðjarðir hx-austi'a handa. Ágætis býli fyrir 4—5 nýbyggj- endur. Á næsta vori eiga að fara fram kosningar til Alþingis. Þeir frambjóðendui', sem telja sig til þess hæfa, öðrum frem- ui', að leiða þjóðina til réttx-ar áttar, hafa gott af því, að renna auga yfir þessar tvær litlu myndir, sem ég hefi lauslega dregið á þetta blað. 14. mai'z 1963. Baldur Baldvinsson. - Mikið starf F. A. (Framhald af blaðsíðu 1) því í'áði að leggja veginn um Sölvadal og Hólafjall og standa nú vonir til að lokið verði við þá vegagerð í sumar. Mun þá skáli ferðafélagsins við Laugar- fell verða hinn ákjósanlegasti gististaður fyrir þá, sem ferð- ast um hálendið, vestan við Skjálfandafljót. Á fundinum vottaði Fei'ðafélag Akureyrar Vegagerð ríkisins þakkir fyrir frámkvæmdirnar á Hólafjalli og hét félagið stuðningi sínum við þetta mál, hér eftir, sem hingað til. Einnig var samþykkt að verja fé til skálans að Laug- arfelli. Félagsmenn í F.F.A. eru nú 538 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fráfarandi formaður, Kári Sigurjónsson, gaf ekki kost á sér til stjórnarstarfa, og voru honum þökkuð ágæt störf á und anförnum árum Stjói-nina skipa nú: Tryggvi Þorsteinsson, formaður, Björn Þói'ðarson, ritari, Karl Hjalta- son, gjaldkeri, Jón Sigurgeii's- son, varaform. og Karl Magn- ússon, meðstjórnandi. Q SMÁTT OG STÓRT FLUTNINGUR ÞINGFRÉTT- ANNA. Þmgfréttaflutningur sá, er tek inn var upp í fréttatíma útvarps ins í fyrra og helzt enn, orkar mjög tvímælis. Fréttatímirm er svo stuttur, að engm leið er til þess fyrir fréttamann útvarps- ins að rekia ræður þingmanna yfirleitt að nokkra gagni. Virð- ist líka þeim, sem verið hafa á þingpöllunum, nokkuð handa- liófskennt, hvað rakið er í frétt- unum og hvað ekki. Og enginn, sem fylgzt Iiefur með, þarf að efast urn, að fréttastofan sé stjómholl í bezta lagi, svo ríf- legan Iilut, sem hún skammtar ráðherrum og stjómarflokkun- um í þessum fréttatíma. Þeir, sem ekki hlusta á umræð ur í þinghúsinu, geta hér auð- vitað ekki um dæmt, en vera má, að þeim þyki þingmenn stjómarandstöðunnar nokkuð fáorðir! Einkennilegt er það líka, að nota þennan takmark- aða fréttatíma til þess öðra hvoru, að rekja efni þingskjala, sem jafnframt eru rakin ítar- lega í hinum reglulega þing- fréttatíma, eins og t. d. frum- varp menntamálaráðherra uni rithöfundarétt, nú nýlega. FRIÐJÓN HÆTTUR VIÐ AD DRAGA SIG í HLÉ. Friðjón Skarphéðmsson er hættur við að afsala sér þing- mennsku fyrir kosningar, svo sem haim liafði ætlað sér. Orð- rómur gekk um það í vetur, að Magnús Jónsson ætlaði að flytja sig í vesturkjördæmið, þar sem átthagar lians era. En hann ætl- ar að taka „áhættuna“ og vera kyrr í sínu sæti, þótt hann sé nú 6. þingmaður kjördæmisins. Áhættan er raunar ekki mikil, því M. J. ætti að vera viss um uppbótarsæti fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, þótt hann næði ekki kosningu í kjördæminu. HLJÓÐIR MENN OG HUGSANDI. Það er farið að vekja athygli um land allt, að Alþýðubanda- lagið er eini þingflokkurinn, sem hvergi hefur birt framboðs- lista. „Unnendur rökréttrar hugsunar“ skýra þetta á þann veg, að beðið sé eftir því að fá eina „Iínu“ úr Austurheimi í stað tveggja. Þetta kvað þó vera vonlítið, því að Mao er nýbúinn að bjóða Krustjoff á kappræðu fund í Peking — og ekki ólík- legt að „mínum manni“ í Moskvu þyki nú skörin farin að færast upp í bekkinn. Yfir öllu þessu eru íslenzkir kommúnist- ar hljóðir og hugsandi. HVAÐ TEFUR JARÐRÆKT- ARLÖGIN? Á Alþingi var fyrir nokkrum dögum útbýtt mjög fyrirferðar- miklum skjölum frá ríkisstjóm- inni vun flugmál, almannatrygg- ingar, rithöfundarétt o. fl„ og er ekki nema gott um það að segja, að vinna hefur verið lögð í end- urskoðun þessara mála. Um sum þessara mála hefur þess verið getið, að þau komi óbreytt frá nefnd. Getur það líka verið gott, að stjórnin sé ekki að krukka í það, sem aðrir liafa vel unnið. En í sambandi við framkomu þessara rniklu þingskjala, verð- ur surnum að spyrja: Hverju sætir það, að jarðræktarlögin fá ekki sömu meðferð? Endurskoð un þeirra í milliþinganefnd, sem kjörin var á Búnaðarþingi á sínum tíma, er fyrir löngu lok ið, og frumvarpið afhent land- búnaðarráðherra. Ráðherra kvað hafa skipað nýja nefnd í málið fyrir jólin, til að endur- skoða endurskoðunina, undir forystu Péturs Gunnarssonar. Og þar við situr. Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var mikill áhugi fyrir að vita afdrif þessa máls og fá það til meðferðar að nýju, ef um breyt ingar væri að ræða. Hið þögla svar Ingólfs landbúnaðarráð- herra, fyrir munn stjórnarinn- arð þýðir: „Hafðu, bóndi minn, hægt um þig“. ( ÞEIR HURFU AF LISTANUM Eftirtekt hefur það vakið í sambandi við framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, að af list anum hafa horfið bændur og búlærðir menn. Ámi Jónsson tilraunastjóri, sem er kunnáttumaður í ahnenn um landbúnaðarmálum og á- hugamaður á þeim sviðum, var þurrkaður út af listanum. Sömu örlög hlutu bændurnir Jóhann- es Laxdal í Tungu og Baldur Jónsson fyrrv. bóndi í Garði. í stað þessara manna voru settir á listann menn með allt önnur sjónarmið. Þannig liefur Sjálfstæðisflokkurinn enn einu sinni sýnt Norðlendingum hug sinn til Iandbúnaðarmála — í verki. □ MIKILL VARALITUR! FRAMDEIÐSLU- og verzlunar- fyrirtæki eitt í Ameríku, er framleiðir snyrtivörur, auglýsti, að hver viðskiþtavinur fengi vax-alit að verðmæti 150 ísl. kr., sem kæmi í ákveðnar snyrti- vöruvei'zlanir — sem uppbót á önnur viðskipti. En þessi síðasta lína féll niður í prentun auglýs- ingarinnar, og kvenfólkið fékk sinn varalit," þótt það keypti ekki neitt — varalit upp á 2 millj. ísl. króna. En ætli sá, sem ábyrgð bar á prentuninni hafi fengið orð í eyra?! Q AUGLÝSINGIN f TIMES Á FYRSTU siðu Times hinn 6. marz birtist svohljóðandi auglýs ing, að því er Die Welt segir. Frjáls blaðamennska dáin 6. marz 1963 í efri málstofu brezka þingsins 191 ái's að aldri. Efri deildin hafði neitað áfi-ýjunar- beiðni tveggja blaðamanna, sem voru dæmdir í 3ja og 6 mánaða fangelsi fyrir að neita að gefa upp nöfn heimildax-manna sinna að þýðingai'miklum fréttum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.