Dagur - 23.03.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 23.03.1963, Blaðsíða 8
8 v■'•■ h„ ———‘vrThum i r : ' Þessi laglega trilla frá Bátaverkstæði Jóns Gíslasonar á Akureyri var nýlega aflient eigend- um sínum á Dalvík. (Ljósm. E. D.). Mörg mál rædd á Búnaðarþingi Undirbúningur Sæluvikunnar GETIÐ skal hér nokkurra mála er hlutu afgreiðslu síðustu daga Búnaðarþings. Fjárhagsáætlun B. í. fyrir ár- ið 1963 var samþykkt eins og fjárhagsnefnd þingsins hafði gengið frá henni. Er það jafnan nokkrum erfiðleikum háð að fá gjöldin til að stemma við tekj- urnar, sem að jafnaði eru skorn ar við nögl. Ríkisjóður leggur B. í til starfsfé, sem er ákveðin upphæð á fjárlögum hvers árs. Stjórn B. í. gerir árlega áætlun til ríkisstjórnarinnar um hversu mikið fjármagn þurfi að nota til starfsins hverju sinni, en ríkis- stjórn og Alþingi hefur mjög ríka tilhneigingu til að lækka þá áætlun allverulega. Lögð var fram skýrsla um skiptingu Búnaðarmálasjóðs ár- ið 1962, af framleiðslu ársins 1961. í hlut Búnaðarsambands Eyjafjarðar komu kr. 240.612.61. Tillaga til þingsályktunar um fræðslumál: Búnaðarþing skorar á mennta málaráðherra að beita sér fyrir því, að fullnægt verði ákvæðum fræðslulaga um skyldunám ung linga hvar sem er á landinu. Til þess að svo geti orðið, er nauðsynlegt að gera skipulegt átak í byggingu skólahúsa, þar sem þau vantar. Jafnframt leggur Búnaðar- þing áherzlu á, að unglingum úr Stjórnmálakynning í Menntaskólanmn SÚ NÝBREYTNI er upp tekin í Menntaskólanum á Akureyri, að einn maður frá hverjum stjórnmálaflokki flytur þar er- indi og kynnir markmið og leið- ir. Þegar hafa flutt erindi þeir Hannibal Valdimarsson fyrir Alþýðubandalagið og Helgi Sæmundsson fyrir Alþýðuflokk inn. Ræðumenn frá hinum stjórnmálaflokkunum eru vænt- anlegir innan skamms. Nemendur hafa mikinn áhuga á þessum málum, og er þeim gefinn kostur á að bera fi-am fyrirspurnir. Fyrr í vetur var hliðstæð kynning í Menntaskólanum í Reykjavík. □ sveitum verði tryggð betri að- staða en nú er, til að sækja fram haldsskóla, meðal annars með því að fella niður húsaleigu í heimavist og námsgjöld við framhaldsskólana. Samþykkt með 22 samhljóða atkvæðum. Tillaga til þingsályktunar um brunatryggingar á heyjum. Flutt af fjárhagsnefnd. Búnaðarþing felur stjói-n B. f. að vinna hið fyrsta að því, að bændur eigi þess jafnan kost, að brunatryggja heyforða sinn á hagkvæman hátt. Þegar athugun þessari er lok- ið, skal bændum gefinn kostur á að kynnast fyrirkomulagi hey- brunatrygginga. Samþ. með 22 samhlj. atkv. Tillaga til þingályktunar um stofnlánaskatt. Flutt af allsherj- arnefnd. Með því að Alþingi tók í engu atriði tillit til ályktunar síðasta Búnaðarþings varðandi lagasetn ingu um stofnlánadeild landbún aðarins, þá lýsir það mótmæl- um gegn þeim ákvæðum lag- anna, þar sem bændur eru sér- skattaðir til sjóðsins um 1% á brúttóframleiðslu sína, með ó- afturkræfu og vaxtalausu fjár- framlagi. Telur þingið fjáröflun þessa valda áviðunandi misrétti milli þegna þjóðfélagsins, auk. þess sem það orkar tvímælis að margra dómi, að ákvæði þetta samræmist stjórnarskrá ríkis- ins. Ályktun þessi var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 18 atkv. gegn 4. Þrír voru fjarver- andi — veikir. Út af frumvarpi Björns Páls- sonar, tillaga um breyting á lög- um um Framleiðsluráð landbún- aðarins o. fl., var samþ. svo- hljóðandi ályktun: Búnaðarþ. telur brýna nauð- syn bera til að breyting verði gerð á Framleiðsluráðslögunum, sem tryggi þann megintilgang þeirra, að bændur fái sambæri- legar tekjur við aðrar vinnandi stéttir. Reynsla undanfarinna ára sýnir, að svo hefur ekki orð- ið. Búnaðarþ. telur að frumvarp þetta fjalli um mjög þýðingar- mikinn þátt verðlagsmálanna, og stefni í rétta átt, þó ýms önnur atriði þurfi jafnframt breytinga við. Nú hafa lögin ver ið í endurskoðun hjá stjórn Stéttarsamb. bænda og nefnd, sem Búnaðarþ. kaus til þeirra hluta. Þýðingarmikið er að til- lögur til breytinga á lögunum séu vel undirbúnar og njóti (Framhald á blaðsíðu 2). Sauðárkróki 17. marz. Verka- mannafélagið Fram á Sauðár- króki minntist 60 ára starfsaf- mælis síns í Bifröst 9. marz sl. Félagið er eitt af fjórum elztu verkalýðsfélögum landsins og Sveinn Sölvason. hefur starf þess gengið furðu bláþráðalaust öll þessi ár. Oftast hafa verið starfandi innan þess nógu margir félagslega sinnaðir menn til að halda því lifandi og starfandi, enda starf þess oft borið góðan árangur fyrir verka fólk staðarins. I hófinu röktu þeir Friðvin G. Þorsteinsson, Sveinn Sölvason og Friðrik Sig- urðsson sögu félagsins í stórum dráttum. Karlakór, skipaður söngkröftum úr röðum félags- manna, söng undir stjórn Ög- mundar Svavarssonar. Forseti Alþýðusambands ísl., Hannibal . Frostastöðum, 10. marz. Það má með sanni segja að veðurfarið leiki við menn og málleysingja þessa Góudaga. Raunar hefur veturinn allur verið með ágæt- um að þessu leyti, en síðustu dagar bera þó af. Myndu menn oft þykjast góðu bættir að fá slíkt blíðviðri í maí hvað þá í öndverðum marzmánuði. Hvar sem tveir eða fleiri finnast, stinga þeir saman nefjum um hvort nokkur muni þvílíka dýrð ardaga. Mun niðurstaðan af þeirri athugun helzt vera sú, að til samjafnaðar komi þá frekast veturinn 1928—1929. Þá slepptu margir sauðfé á Góu og tóku það ekki úr því. Karlakórinn Heimir er nú bú- inn að slíta barnsskónum. Hann varð 35 ára í vetur og minntist þess með miklu hófi í félags- heimilinu Bifróst á Sauðárkróki þann 23. f. m. Þá bar svo við, að söngstjóri kórsins, Jón Björns- son, bóndi á Hafsteinsstöðum, varð 60 ára þennan drottins dag, og þótti fara vel á því, að slá saman afmælunum. Hefur Jón stjórnað kórnum með mikilli at- orku og ódrepandi áhuga í meir en 30 ár og er hvorttveggja jafn erfitt orðið að hugsa sér Heimi Valdimarsson, flutti ávarp og heillaóskir, aðkomnir eldri fé- lagar, Albert Sölvason og Pétur Laxdal fluttu félaginu kveðjur, form. Verkakvennafél. Aldan, Hólmfríður Jónasdóttir flutti fé- laginu ljóð og fundarhamar að gjöf frá félagi sínu, forseti bæj- arstj., Guðjón Sigurðsson, til- kynnti 10 þúsund króna gjöf frá bænum í sjúkrasjóð félagsins og fleiri gjafir bárust því. Formað- ur félagsins er Friðrik Sigurðs- son, en veizlustjóri var Sveinn Sölvason. Kórinn söng að sjálfsögðu mörg lög við þetta tækifæri og var meira en helmingur þeirra eftir söngstjórann sjálfan og var (Framh. á bls. 2) Jónslausan og Jón Heimislaus- an. Hófið sátu um 200 manns og var glatt á hjalla. Séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ, núverandi formaður kórsins, var veizlu- stjóri. Halldór Benediktsson bóndi á Fjalli, rakti í stórum dráttum sögu kórsins, en frum- drög að félagsskapnum voru lögð á dansleik í Húsey í Vall- hólmi, 28. des. 1927. Mun aðal- hvatamaður málsins hafa verið Benedikt Sigurðsson bóndi á Fjalli, einn helzti máttarstólpi bændakórsins gamla og einhver mesti og fegursti bassi, sem heyrzt hefur á landi hér. Ekki var það nú fjölmennur hópur, sem stóð að Heimi í önd- verðu, einir 10 menn, en þeim mun betur samtaka. Fyrsti söng stjórinn var Gísli Magnússon í Eyhildarholti, þá Pétur heitinn Sigurðsson á GeiiTnundarstöð- um. Þvínæst tók Jón Björnsson við stjórninni og hefur haft hana á hendi síðan. Fyrst söng kórinn opinberlega árið 1929 og síðan meira og minna á hverju ári, en alls eru söngskemmtanir hans orðnar 144. Kórinn er nú skipaður 40 mönnum en söng- menn á þessu 35 ára tímabili. eru oi'ðnir 140. Einsöngvarar nú eru Steinbjörn Jónsson á Haf- steinsstöðum, Stefán Haraldsson í Víðidal, Pétur Sigfússon í Álftagerði og Steingrímur Felix son í Sunnuhlíð. Af þeim 10 mönnum, sem stofnuðu kórinn, starfa 4 ennþá. Eru það söng- stjórinn, Halldór Benediktsson á Fjalli, Björn Ólafsson, Krithóli og Björn Gíslason, Reykjahlíð. Voru þeir nú við þetta tækifæri sæmdir sérstöku heiðursmerki: silfurnælu með nafni kórsins. Söngstjórinn var og sæmdur ýmsum góðum gjöfum. í hófinu fluttu þeir ávörp: Áskell Jóns- son, söngstjóri á Akureyri, Her- mann Stefánsson, íþróttakenn- ari, Akureyri og Guðmundur Halldórsson á Bergsstöðum í Svartárdal, formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps en Ingi- mar Bogason á Sauðárkróki flutti kórnum frumort kvæði. (Framhald á blaðsíðu 4). ÚR AFREKASKRÁ „VIÐREISNARINNAR“ ÓÐAVERÐBÓLGA. Alþjóðlegar skýrslur sýna, að dýrtíð hefur hvergi vaxið liraðar í Evrópu undanfarin misseri en á íslandi. VINNUÞRÆLKUN. Vegna hinnar miklu dýrtíðar og óða- verðbólgu, lifa vinnustéttimar ekki lengur sæmilegu lífi á því kaupi, sem fæst fyrir venjulcgan vinnudag, heldur þurfa að vinna eftirvinnu og helgidagavinnu í um 1000 klst. á ári, ef launin eiga að hrökkva fyrir nauðþurftum. VAXTAOKUR. Alþjóðlegar skýrslur sýna, að vextir eru nú hvergi hærri í Evrópu en á íslandi. f flestum löndum Evrópu eru forvextir nær þrisvar sinnum lægri en hér. LÁNSFJÁRHÖFT. Sparifé landsmanna er fryst í stórum stíl í Seðlabankanum, en á sama tíma eru bankarnir látnir neita mönnum um lán til nauðsynlegustu framkvæmda. KJARASKERÐINGAR. Komið hefur verið í veg fyrir, að hóflegar kauphækkanir, er hafa byggzt á aukinni þjóðar- framleiðslu, kæmu launþegum að notum, með því að ógilda þíer jafnóðum með gengisfellingum eða öðrum slíkum ráð- stöfunum. Dauft um atvinnu á Sauðárkróki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.