Dagur - 27.03.1963, Page 8

Dagur - 27.03.1963, Page 8
8 r Þessa brúðhjónamynd ó ekki að taka alvarlega, nema klæðnaðinn. Myndin er frá tízkusýningunni um helgina. (Ljósmynd: J. S.) Á SUNNUDAGINN var í Ólafs firði háð framhalds-svigkeppnin, sem áður hófst á Akureyri og þá var frá sagt. Akureyringar, 90 að tölu, und ir fararstjórn Hermanns Sig- tryggssonar æskulýðsfulltrúa og kennara sjóvinnunámskeiðs- ins þeirra Þorsteins Stefánsson- ar og Björns Baldvinssonar, fengu póstskipið Drang til farar innar, og var lagt frá bryggju kl. 8 árdegis og komið til Ólafs- fjarðar eftir rúmlega 3 klst. — Æskulýðsráð og Skíðaráð geng- ust fyrir ferðinni. íþróttafélagið Leiftur tók á móti ferðafólkinu og bauð til há degisverðar áður en keppni var hafin, en nemendur sjóvinnu- námskeiðsins héldu á miðin og fengust við fiskidrátt og annað,, er að sjómennsku lýtur. Úrslit mótsins, en því stjórn- aði Ármann Þórðarson, fara hér á eftir. Keppnin gekk mjög vel, en að henni lokinni sátu skíða- menn öðru sinni boð heima- manna. Fór það fram í félags- heimilinu Tjarnarborg. Þar voru ræður fluttar og ávarp. Meðal annarra töluðu Björn Stefánsson form. íþróttabanda- lags Ólafsfjarðar og Hermann Sigtryggsson þakkaði hinar frá- bæru viðtökur Ólafsfirðinga, sem voru mjög rómaðar af ferðafólkinu. Þegar Akureyringar lögðu frá bryggju í Ólafsfirði um kvöld- ið, kváðu við húrrahróp og kveðjuköll. En nokkrir ungir drengir stóðu sér á bryggju- hausnum og var þeirra kveðja á þessa leið: „Lengi lifi Víðir II.“ Mun þeim ekki hafa blöskr- að aflamagnið hjá sjóvinnupilt- unum, og vakti þetta mikla kátínu um borð. GAMALT og virðulegt hús í miðbænum hefur orðið fyrir tveim árásum með stuttu milli- bili. Eru það bifreiðir bæjar- manna sem árásirnar gera. Var önnur stjórnlaus, en hin bæði mannlaus og stjórnlaus, og var að því leyti verri hinni fyrri, að hún braut upp læstar verzlun- ardyr. Q Úrslit svigkeppninnar. Magnús Ingólfsson Ak. 43.0 44.7 Samanl. 87.7 sek. Svanberg Þórðarson Ól. 41.5 47.3. Samanl. 88.8 sek. Otto Tulinius Ak. 43.7 46.1. Sam anl, 89.8 sek. Viðar Garðarsson Ak. 46.4 46.5. Samanl. 92.9 sek. ívar Sigmundsson Ak. 46.2 46.9. Samanl. 93.1 sek. Eggert Eggertsson Ak. 47.3 50.2. Samanl. 97.5 sek. Brautarlengd 300 m. Fallhæð 130 m. Hlið 45. Samtals tóku 17 keppendur þát í mótinu, 6 Ólafsfirðingar og 11 frá Akureyri. Samanlagður tími fjögurra fyrstu manna frá hvorum aðila: Ólafsfjörður: Svanberg Þói-ðarson 88.8 sek .Guðbjörn Jakobsson 99.1 — Björn Guðmundsson 119.5 —• Sigvaldi Einarsson T45.8 — Samanlagt 453.2 sek DRUKKINN KNAPI Á VEITINGAHÚSI einu hér í bæ, bar það. við 16. þ. m. að einn af hestamönnum bæjarins reið þar inn á hesti sínum, drukkinn. Einn af nærstöddum teymdi hestinn sömu leið til baka og sleppti honum utan dyra. Eigandinn sat þá enn á baki. Q Borinn er þrjálíu bílhlöss SJÖTUGUR GÍSLI MAGNÚSSON í Eyhild- arholti varð sjötugur sl. mánu- dag. Hann er frá Frostastöðum en hefur búið í Eyhildarholti í fjóra áratugi, ágætu búi. En auk þess hefur hann tekið mikinn þátt í félagsmálum, enda mál- snjall maður og ritfær. Kona hans er Guðrún Sveinsdóttir og eignuðust þau 11 börn, sem flest eða öll eru búsett í Skagafirði. Dagur sendir afmælisbarninu beztu hamingjuóskir. var frosin er flutningurinn stóð yfir. Nú er verið að setja bor- inn niður í Bjarnarflagi. Þykkur ís er á Mývatni og fara jeppar daglega um vatnið. Hingað er komin inflúenza og varð af þeim sökum að fresta frumsýningu á sjónleiknum Mýs og menn, sem átti að verða síðasta laugadag. Það var ung- mennafélagið Mývetningur, sem æfði leikinn. Q Akureyri: Magnús Ingólfsson 87.7 sek Ottó Tuliníus 89.8 — Viðar Garðarsson 92.9 — ívar Sigmundsson 93.1 —• Samanlagt 363.6 sek Reynihlíð 26. marz. Skógarþröst sá ég í morgun og finnst mér það góðs viti. Nú er Norðurlandsborinn hingað kominn. Hann er 30 bíl- hlöss og var heppilegt að jörð Gil í Svartárdal brann AÐ KVELDI hins 24. marz sl. bx-ann bærinn Gil í Svartárdal til ösku á skammri stund. Fólk bjargaðist. Þar búa tvenn hjón, Bjöi-n Jónsson og Sigþrúður Friðriksdóttir og sonur þeirra Friðrik og hans kona, Erla Haf- steinsdóttir, ásamt þrem ungum börnum. Bærinn var mjög gamall, elzti hluti hans frá 1825—1830 og þótti fágætlega vel byggður. Einhverju af innanstokksmun- um tókst að bjarga. Q TVÆR ARASIR SMATT OG STÓRT FOLKSFLUTNIN G ARNIR. Hinn 14. marz sl. hófst í neðri deild Alþingis 2. umræða um frumvarp það um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, sem Framsóknarmenn flytja á Alþingi og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Nefnd sú, er um frumvarpið fjallaði, hafði klofnað í málinu, og vildu þrír reykvískir stjómarfulltrúar í nefndinni láta Alþingi lýsa yf- ir því, að samþykktin væri „með öllu óþörf.“ Út af þessu spunnust umræð- ur og varð ekki lokið þann dag. Af hálfu Framsóknarmanna var þá m. a. gerð grein fyrir hinum miklu fólksflutningum suður að Faxaflóa. Var það þá nefnt til dæmis, að á sama tíma (1940— 1961) sem fólksfjölgun í landinu var rúml. 48%, í Kjalamesþingi 112%, hafði FÆKKAT) á Vest- fjörðum um 18%. HEILIR HREPPAR LEGGJ- AST í AUÐN. Stjórnarþingmenn Vestfjarða sátu gneipir undir þessum um- ræðum, og leyndi sér ekki á- hyggjusvipur á andlitum þeirra. Máttu þeir og vel minnast þess, sem orðið er, að tveir lieilir hreppar í Norður-ísafjarðar- sýslu eru í eyði fallnir, og að nokkrir aðrir hafa ekki nema svo sem 20% af þeirri íbúatölu, sem þar var fyrir nokkrum ára- tugum. Brá nú svo við, að einn dag (15. marz), fluttu Vest- fjarðaþingmenn Sjálfstæðis- flokkins, þeir Gísli Jónsson og Kjartan Jóhannsson, í samein- uðu þingi tillögu um„ „að skora á ríkisstjómina“ að fela Fram- kvæmdabanka íslands að semja fimm ára framkvæmdaáætlun til „stöðvunar fólksflóttanum úr Vestfjörðum". ÞRIÐJI ÞÁTTURINN GERÐ- IST Á ÍSAFIRÐI. Viku síðar, að kvöldi fimmtu- dagsins 21. marz, gerðist svo þriðji þáttur þessa máls vestur á ísafirði. Á fundi Sjálfstæðis- flokksmanna þar, að viðstödd- um erindreka flokksstjórnarinn ar í Reykjavík, var ákveðið að bæði Gísli Jónsson og Kjartan Jóhannsson skyldu víkja úr þeim sætum, sem þeir áður hafa liaft á framboðslista flokksins í Hafnargarðurinn smálengist Hrísey 25. marz. Hafnargarður- inn smálengist og virðist verkið sækjast fi-emur vel. í dag er verið að skipa út 100 tonnum ag beinamjöli. Afli er mjög lítill, næstum ör- deyða bæði í net og á færi. Snæ fell hefur losað hér 20 tonn af fiski. Nokkrir eru að undirbúa grásleppuveiðar, en rauðmaginn er lítið eftirsóttur. Brim hafa ekki komið það sem af er vetri og -veður jafnan mjög stillt. Hingað er inflúenzan komin og er í nokkrum húsum. Margir létu sprauta sig. En það kemur ekki að fullu gagni. Vestfjarðakjördæmi. Þar með verður þingmennsku þeirra lok ið á komandi vox-i. Ákveðið er að setja Sigurð Bjamason rit- stjóra Morgunblaðsins í efsta sætið og Þorvald Garðar Krist- jánsson framkvæmdastjóra flokksins í annað sætið. HEKLA BEIÐ Á MEÐAN. Strandferðaskipið Hekla beið í 7 klukkustundir á ísafirði eft- ir því, að dómurinn yfir þeim Gísla og Kjartani væri upp kveðinn. í lokin var um það glímt, hvor vera skyldi í öðru sæti, Þorvaldur Garðar eða Matthías Bjarnason á ísafirði. Hlaut Þorvaldur sætið, en Matt hías þriðja sætið. Er sagt, að litlu hafi munað við atkvæða- greiðslu. Hafi Þorvaldur fengið 22 atkvæði en Matthías 21. Hef- ur staða hins fyrrnefnda hjá flokksstjórninni trúlega riðið baggamuninn. TILLAGAN VARÐ ÞEIM EKK TIL FRAMDRÁTTAR. Enn er tillaga þeirra Gísla og Kjartans um franxkvæmdaáætl- un Vestfjarða ekki komin til um ræðu á Alþingi. Sennilega telur Sjálfstæðisflokkurinn sig ekki geta hjá því komizt að veita henni brautargengi. En tillögu- mönnum sjálfum hefur hún ekki orðið til framdráttar, svo að varlega sé mælt. Eftirmönn- um þeirra kann þá að vera ætl- að, eins og segir í Fróðárhirð- inni: „að eiga sér bráð sem af öðrum var felld.“ 1 VIKULOKIN. í lok síðustu viku stóðu mál þannig á Alþingi, að tollskráin var ókomin fram, stjómin í þann veginn að gefast upp við að ljúka þingi fyrir páska og allt i óvissu um kjördaginn. Sagt er, að Alþýðuflokkurinn og Reykja víkurílialdið muni vilja 9. júní, sem kosningadag. En það þýðir, að framboðsfundir yrðu að fara fram á sauðburði, þegar sveita- fólkið á illa heimangengt, vegir oft illfærir, skaflar á fjallvegum og raunar allra veðra von, eins og nýleg dæmi sanna. BLÁA SKJÓNA. Framkvæmdaáætlunin marg- boðaða, sem nefnd hefur verið Bláa Skjóna, er enn í burðar- liðnum, og mun héðan af verða skoðuð sem hvert annað kosn- ingaáróðursplagg, ef hún þá lít- ur dagsins ljós á þessu vori. Síð ustu fréttir af Bláu Skjónu era þær, að hún eigi aðeins að gilda (Framhald á blaðsíðu 7). Mannekla við skipin SKIPAKOMUR eru tíðar á Ak- ureyri þessa dagana. En illa hef ur gengið að fá menn í skipa- vinnu í bænum, og hefur þurft að leita til bænda í nágranna- sveitum til að koma dýi'mætum vörum í land. Inflúenzan mun að einhverju leyti völd að mann eklunni. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.