Dagur - 10.04.1963, Síða 8
8
Þeir gera hreint fyrir sínum dyrum aður en verzlunin byrjar: F. v. Guðmundur Ólafsson 1 Herra-
deildinni, Karl Sigfússon í Járn- og glervörudejld^g Paníd foistinssMi^Nýlen^uvö^dejld KEA^I:
„Vegirnir eru að detta niður”
SAMKVÆMT umsögn Guð-
mundar Benediktssonar yfir-
vegaverkstjóra í gæi', eru allir
vegir í Eyjafjarðarsýslu og S.-
Þingeyjarsýslu nú mjög veikir
og víða farnir að grafast upp. Og
])ungatakmörk vöruflutningabif-
reiga miðast við 5 tonna öxul-
þunga í Eyjafjarðarsýslu og 4
tonna öxulþunga í S.-Þingeyjar-
sýslu.
Ýmsir vegir eru alls ófærir
fólksbifreiðum, svo sem Dalvík-
urvegur og vegurinn frá Akur-
eyri til Húsavíkur.
Guðmundur tók sérstaklega
fram, að nauðsynlegt væri að
settum reglum um hámarks-
þunga bifreiða og vegabönnum
væri hlýtt og að allir þyrftu að
vera samtaka um að fresta þeim
þungaflutningum á landi, sem
mögulegt væri, þar til vegir
breyttust til hins betra — og
kemur blaðið þessum ábending-
um hans hér með á framfæri.
Nú, eins og ætíð á vorin tog-
Peir skjóta liákarlinn
með haglabyssu
Vopnafirði 9. apríl. Fimm bátar
leggja hákarlalínu og hafa feng-
ið sæmilega veiði, mest stór-
an hákarl. Lifrin er sett í tunn-
ur og fæst lítið verð fyrir hana.
En hákarlinn sjálfur er nú aðal-
verðmætið og er hann verkaður
að gömlum og góðum sið og fá
sjómenn 50—60 krónur fyrir
kílóið. Vænn hákarl leggur sig á
5—6 þúsund krónur, fyrir utan
lifrina. Sjómenn skjóta hákarl-
inn með haglabyssu, um leið og
.hann kemur upp á yfirborðið, er
línan er dregin, í stað þess að
nota hákarlaskálmina.
í byggingu er stór mjöl-
geymsla við síldarverksmiðjuna,
og töluverð byggingarvinna
önnur hér í þorpinu, svo sem
ný mjólkurstöð, sem væntan-
lega tekur til starfa í sumar og
er nú tilbúin undir tréverk.
Nokkrar trillur róa til fiskjar
með færi, en afla lítið ennþá.
ast flutningaþörfin á við vernd-
un veganna. Ýmsan flutning er
ekki hægt að stöðva, svo sem
mjólkurflutninga. Megn óá-
nægja hefur ríkt undanfarin ár
vegna þess hve slælegt eftirlit
hefur verið með því, að settum
reglum sé fylgt og sektai'ákvæði
hlægilega lág.
Hér er verkefni fyrir vegalög
regluna, og ætti hún að láta sjá
sig hér fyrir norðan á þeim árs-
tíma, sem nú fer í hönd. Það er
óþolandi ástand að settar regl-
ur séu þverbrotnar ár eftir ár
til stórkostlegs skaða fyrir heild
ina, svo sem verið hefur fyrir-
farandi í þessum málum. □
r
Sumaráætlun Flugíélags Islands
SVEINN SÆMUNDSSON, blaðafulltrúi F. hafði fund
með blaðamönnum á Akúreyri í gær og gaf upplýsingar um
ýmsar nýjungar í sumarstarfsemi F. í. í sambandi við utan-
landsflugáætlun, sem hefst 1. maí n. k.
Sumaráætlun innanlandsflugs
gengur í gildi um næstu mánaða
mót. í höfuðdráttum er ferðum
hagað með svipuðum hætti og
sl. sumar.
Það nýmæli er, að teknar
verða upp hringferðir, þ. e. frá
Reykjavík til ísafjarðar, Akur-
eyrar, Egilsstaða, Hornafjarðar,
Fagurhólsmýrar í Öræfum og
þaðan til Reykjavíkur. Frá 1.
júní til 1. sept. verður farmiði
allan hringinn fáanlegur fyrir
kr. 2000.00.
Þá verða hin vinsælu sumai'-
fargjöld, sem fyrst voru tekin
upp í fyrrasumar, til sölu á
nokkrum flugleiðum, þar sem
hægt er að nota stórar og af-
kastamiklar flugvélar að stað-
aldri. Sumarfargjöldin ganga í
gildi 1. júní og gilda til 30. sept.
á leiðunum Reykjavík — Akur-
Tilbúinn áburður
hækkar í verði
í BLÖÐUM hefur mátt sjá frétt
ir um verðlækkun tilbúins á-
burðar (Morgunbl. sl. miðviku-
dag). En þetta er því miður
röng frétt, því að í fréttatilkynn
ingu frá sjálfri Áburðarverk-
smiðjunni, segir að meginhluti
áburðarins, þ. e. allur köfnunar-
efnisáburðurinn, bæði innlend-
ur og útlendur, hækki um 160
krónur hver smálest, eða um
6%. □
eýri — Egilsstaðir og Akureyri
— Egilsstaðir.
Eftirtaldir viðkomustaðir
verða í sumaráætlun Flugfélags
íslands í sumar: Reykjavík, Ak-
ureyri, Kópasker, Þórshöfn,
Sauðárkr., Húsavík, ísafjörð-
(Framhald á blaðsíðu 2).
ROLLA sú hin mikla, sem
Verkamaðurinn birti 22. marz
sl. um stjórnmálaflokka hér á
landi, er athyglisverð fyrir sál-
fræðinga, og þó sérstaklega kafl
inn um „Alþýðubandalagið11.
Hér er um að ræða það, sem
kalla mætti „eintal sálarinnar",
og ritstjórinn er þar að reyna að
sannfæra sjálfan sig um það,
sem hann á erfitt með að trúa.
Honum er það að vonum mik-
ið áhyggj uefni, að „launþegar“
hafa, eins og hann segir orðrétt,
„ekki þorað að styðja Alþýðu-
bandalagið af því að þeir hafa
ekki þolað að heyra sjálfa sig
nefnda kommúnista“. En nú ætl
ar hann að reyna að hressa upp
á hugrekkið hjá „launþegum“
og hjá sjálfum sér um leið.
Rödd samvizkunnar.
Sálarstríð ritstjórans birtist
þarna í viðtali, sem hann lætur
eiga sér stað milli útlendings,
sem bersýnilega er rödd sam-
vizkunnar og Alþýðubandalags-
manns á íslandi, sem er hin sef-
andi rödd skyldunnar við flokks
línuna að sunnan. Þetta er ein-
kennileg og dálítið brosleg við-
ureign, þar sem höf. tekst með
erfiðismunum að láta samvizk-
una (útlendinginn) lúta í lægra
haldi.
Sýnishorn.
Sýnishorn: „....Næst spyr
hann (þ. e. útlendingurinn =
samvizkan) eftir kommúnistá-
flokknum. Ja, við höfum nú eig-
inlega engan kommúnistaflokk,
svarar heimamaður. Enn fær sá
útlendi (samvizkan) að heyra
fréttir. Hann hafði heyrt það
löngu áður en hann fór til ís-
lands, að þar væri mjög öflugur
kommúnistaflokkur, einhver sá
öflugasti vestan járntjalds. Og
svo segir sá útlenzki fræðari,
að hér sé engan kommúnista-
flokk að finna. Sá útlenzki (sam
vizkan) lætur í ljós efasemdir
Þeir ræðast við a bæjarhlaði.
(Ljosmynd: K. S.)
um, að rétt sé frá skýrt. Já, seg-
ir íslendingurinn. Kommúnista-
flokk höfum við engan, en samt
talsvert af kommúnistum, sem
styðja flokk, sem kallast Alþýðu
bandalag.“
Á milli línanna í framanskráð
um línum Verkamannsins læð-
ist sýnilega að ritstjóranum
sú grunsemd, að þetta sé raunar
ekki alveg svona, að það sé Al-
þýðubandalagið, sem styðji
kommúnistana, en ekki komm-
únistar, sem styðji Alþýðubanda
lagið! Hann veit um hlutfallið
7.5 : 2.5 í þingliði bandalagsins.
Hann veit, að Einar Olgeirsson,
form. Sósíalistaflokksins, sem
ræður bandalaginu og formaður
þingflokks „bandalagsins", Lúð-
vík Jósefsson, voru eitt sinn í
kjöri fyrir Kommúnistaflokk ís-
lands, eins og það var orðað í
verkalýðsblaðinu og hafa ekki
einu sinni afneitað Stalin enn-
þá(!) svo að kunnugt sé. Rit-
stjóri Verkamannsins veit líka,
að báðir ritstjórar Þjóðviljans
lúta boði Einars Olgeirssonar,
samanber vitnisburð Arnórs
Hannibalssonar o. s. frv. Og svo
hefur hann lesið það, sem Jó-
hannes úr Kötlum segir um Al-
þýðubandalagið og allt ástand á
þeim bæ, þar sem hver og einn
hótar „að kjósa sjálfan sig og
engan ella“, eins og skáldið
komst að orði.
Annað sýnishorn.
Svo er hér annað sýnishorn
úr Verkamannsgreininni: „. .. .
Útlendingurinn (áamvizkan)
dregur í efa, að það eigi sér stað
nokkurs staðar annars staðar á
jarðkúlunni, að kommúnistar og
sósíaldemókratar (þ. e. Hanni-
bal) séu í einum og sama flokki.
En sá íslenzki getur bent honum
á, að þetta eigi sér víðar stað og
bendir á Lýðveldisbandalagið í
Finnlandi. . ..“.
Það var lélegt haldreipi.
Já, það var ekki ónýtt að
benda á „Lýðræðisbandalagið“
í Finnlandi. Formaður þess er
Hertha Kuusinen, dóttir manns-
ins, sem sveik þjóð sína þegar
rússneski herinn, undir stjórn
Stalins, réðist á Finnland haust
ið 1939. Þetta góða „lýðveldis-
bandalag“ skortir víst ekki
stuðning frá yfirþjóðinni austan
við landamærin.
Rúsínan í pylsuendanum.
Svo er það rúsínan í pylsu-
endanum: Að Þjóðvarnarmenn
hafi fyrrum „afneitað kommún-
(Framhald á blaðsíðu 2).
Bjargfuglinn kominn
Grímsey 6. marz. Bjargfuglinn
er kominn fyrir nokkru og er
þá sem nýtt líf færist í köld og
veðruð björgin. Tún eru farin
að grænka og snjór er hvergi
sjáanlegur í eyjunni.
Fiskaflinn er misjafn, en þó
stundum mjög sæmilegur. Hér
hafa allir nóg að starfa og sjálf-
sagt vantar hingað fólk þegar
fram á sumarið kemur. □
SMÁTT OG STÓRT