Dagur - 11.05.1963, Page 1

Dagur - 11.05.1963, Page 1
Málcagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlinc.tr Davíðsson SkRifstoi a í Hafnarstræti 90 SÍMI 1 166. S.F.TNINGU OG VRENTLÍN ANNAST PRENTVERK OdUS Björnssonar h.f., Akureyri Dagur XLVI. árg. — Akureyri, laugardaginn 11. maí 1963. — 29. tölublað Auclýsinca>tjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ÁRGANC.URINN KOSTAR KR. 120.00. GjALDDAGI ER 1. JÚLÍ Bl.ADIU KEMUR L'T Á MIDVIKUDÖÖ- UM OG Á LALGARDÖGVM, I.FGAR ÁST.EÐA ÞYKIR TIL Verðlag á Akureyri FYRIR OG EFTIR VIÐREISN 1. apríl 1959 1. maí 1983 Hækkun% Rúgmjöl kg. kr. 3.15 kr. 6.40 103 Hveiti kg. — 3.70 — 7.50 103 Hafragrjón kg. — 3.80 — 7.60 100 Strásykur kg. — 4.95 —10.00 102 Hrisgrjón kg. — 7.00 —14.00 100 Þörf á sfórfelldum kjarabófum FJÓRÐA þingi Landssambands íslenzkra verzlunarmanna lauk á Sauðárkróki um kl. 16.00 á sunnudag, og var þá lokið af- NÝIR FÉLAGAR f ÓLAFSFIRÐI Ólafsfirði 9. maí. Sauðburður er að hefjast og þykir bændum illt útlit, því öðru hvoru snjóar og hvergi er kominn gróðurnál. Vegir eru ófærir að heita má. : Aflinn er mjög tregur og vegna ógæfta er sjaldan hægt að sækja. langt. Á sunudaginn var aðalfundur Framsóknarfélags Ólafsfjarðar. Þar gengu 11 menn í félagið og virðist vaxandi skilningur á stefnu flokksins. Formaður, BjÖrn Stefánsson, var éndurkjör inn, varaformaður Stefán Ólafs- son, Ármann Þórðarson vor kos- inn ritari og ívar Jónsson gjald- keri. Meðstjórnandi er Skíðdal Gunnlaugsson. □ greiðslu þeirra mála sem fyrir þinginu lágu, sem aðallega voru kjaramál og skipulagsmál lands- sambandsins, m. a. reglugerð fyrir stjórn L. í. V. um það hvernig haga skyldi kosningu fulltrúa LÍV á þing Alþýðusam- bands íslands. Formaður LÍV var endurkjör inn Sverrir Hermannsson við- skiptafræðingur. í kjaramálun- um var samþykkt ályktun um að þingið áliti kaup- og kjara- samninga þá sem í gildi eru hjá hinum einstöku sambandsfé- lögum, óraunhæfa og algjörlega óviðunandi, og bendir þingið á iiauðsyn þess að verzlunar- og skrifstofufólk fái stórfelldar kjarabætur hú þegar. Var kosin fimm manna nefnd til að vinna að þessum, málum með stjórn L.Í.V., og skal þeim undirbúningi lokið fyrir 30. júní n.k. Rétt er að geta þess, að stjórn arsinnar voru í meirihluta á þingi þessu. □ Búvinnukynning fyrir sumarleyfin UM MIÐJAN MAÍ, eða nánar til tekið miðvikudaginn 15. maí kl. 8 e. h. hefst á vegum Æsku- lýðsráðs Akureyrar búvinnu- kynning, og verður fyrsti tím- inn í íþróttavallarhúsinu. Er fólki ráðlagt að kynna sér þetta sem bezt. Nú þegar skólum er að ljúka og unglingar farnir að hugsa til sumarvinnunnar, er búvinnu- kynning sú, sem Æskulýðsráð efnir til, ágætur undirbúningur fyrir þá, sem ætla sér að fara í sveit og þá sérstaklega þau börn, sem nú fara þangað í fyrsta sinni. Námskeið eða kynning sem þessi hefur ekki verið hér fyrr, en þetta verður fræðsla um al- menn sveitastörf og landbúnað og dvöl unglinga í sveit. Kynn- ingiri fer fram bæði á verklegan hátt svo og með fyrirlestrum, kvikmyndum og ráðgert er að heimsækja sveitabýli í nágrenni Akureyrar. Búnaðarsamband Eyjafjarðar mun aðstoða við framkvæmd þessarar búvinnu- kynningar. Gjaldi fyrir þátttakendur er stillt mjög í hóf, en það er kr. 50.00 á mann fyrir allt nám- skeiðið. Úpplýsingar og innrit- un er í síma 2722 á skrifstofu Æskulýðsfulltrúa milli kl. 5 og 7 alla virka daga nema laugar- daga. Þjóðvarnar-uppreisn í Kópavogi Maður týnist af opnum báti ENN HEFUR hörmulegt slys orðið á sjó. Matthías Jónsson Hamarstíg 10 á Akureyri, sem fór í róður á trillubát sínum um kl. 3 síðdegis á þriðjudag, hefur ekki komið fram, en bátur hans fannst mannlaus á miðvikudags- morgun. Matthías lagði línu sína fram af Gæsum, stutt frá landi og sást síðast til hans þar um kl. 8 á þriðjudagskvöld. Veður var þá gott og kyrrt í sjó. Snemma næsta morgun fann Sigurður Bergsson, Norðurgötu 50, Ak., ungur maður, bát Matt- híasar í miðjum ál vestur af Svalbarðseyri, svipaðist árang- urslaust eftir manninum, dró bátinn síðan til Akureyrar og til kynnti yfirvöldunum atburðinn. Töluvert mikill fiskur var í bátnum, sem er lítill, og nokkur sjór. Við hann hékk nokkurra metra línustubbur. Vélin var ekki í gangi. Lögreglumaður o. fl. leituðu svo línunnar, sem ódregin var, fundu hana og uppistöður, en urðu ekki annars vísari. Talið er að Matthías hafi fall- ið fyrir borð og drukknað. Hann var tæpl. fimmtugur og lætur eftir sig konu og 4 börn, það yngsta á fermingaraldri. Matthí- as var tæplega fimmtugur að aldri, duglegur sjómaður og mesti sómamaður. □ FJÓRIR af fimm stjórnarmönn- um í Þjóðvarnarfélagi Kópa- vogs, þeirra á meðal fv. fram- kvæmdastjóri Frjálsrar þjóðar, Jafet Sigurðsson, sem er formað ur félagsins, hafa í „Ingólfi", blaði Framsóknarmanna þar í bænum, birt yfirlýsingu þess efnis, að þeir muni ekki styðja lista Alþýðubandalagsins í Reykjanesskjördæmi í kosning- unum, sem í hönd fara. En Gils Guðmundsson er efsti maður á Dalvíkingar kaupa fvo mótorbáta Barna- og unglingaskólanum var nýlega slitið Dalvík 9. maí. Hingað er kom- inn nýr 7 tonna bátur, og hefur þegar farið nokkra róðra. Bátur- inn heitir Búi EA 100 og eigandi hans er Stefán Stefánsson út- gerðarmaður á Dlvík. Búi er smíðaður hjá Nökkva í Arnar- vogi. Þá er hingað kominn annar bátur, keyptur frá Hofsósi, 22 tonn og stærð. Hann heitir Sæ- björg EA 55. Eigendur eru: Gylfi Bjömsson, Ingimar Lárus- son, Jón Pálsson og Kristján Sig urðsson. Sæbjörg kom fyrir nokkrum dögum. Afli er tregur og gæftir stop- ular. Björgvin og Björgúlfur hafa lítið fiskað um skeið, en þeir hafa verið á togveiðum. Alls munu komin á land um 1273 tonn af fiski frá áramótum. Nýlega er komið hingað tölu- (Framhald á blaðsíðu 7). þeim lista, og var ætlað að kom- ast þar að í stað Finnboga R. Valdimarssonar, með atbeina kommúnista, gegn því, að reynt yrði að fá þjóðvarnarmenn í öðr um kjördæmum til að láta kommúnistum i té uppbótarat- kvæði, sem kynnu að geta kom- ið einhverjum kommúnista syðra á þing. Yfirlýsing þjóð- varnarmanna í Kópavogi hljóð- ar svo: „Vegna þess að Þjóðviljinn og Frjáls þjóð hafa lýst því yfir, að Alþýðubandalagið og Þjóðvarn- arflokkur íslands standi sameig inlega að framboðslistum við al- þ-ingiskosningarnar, sem fram eiga að fara 9. júní n.k., viljum við undirritaðir stjórnarmeðlim- ir í Þjóðvarnarfélagi Kópavogs (Framhald á blaðsíðu 2). _ Fyrsta íþróttamótið HIÐ árlega maíboðhlaup fer fram á íþróttavellinum á sunnu daginn kl. 11 árdegis. Tíu manna sveitir keppa. íþróttafélag MA sér um keppnina. Þetta er fyrsta íþrótamót ársins á íþróttavell- inum. MUNIÐ FUNDINN, sem Framsóknarmenn liafa boðað til og hefst kl. 2 í dag í BORGARBÍÓI. -i AÐALRÆÐUMAÐUR: Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins. - 5 aðrir ræðumenn.i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.