Dagur - 11.05.1963, Síða 5

Dagur - 11.05.1963, Síða 5
4 S Bagur Við eigum aí iá þaðf sem okkur ber KOSNINGAR OG VEGAMÁL A ÞINGMANNAFUNDI Norðurlands- kjördæmis eystra 20. apríl, gerðu fulltrú- ar Framsóknarflokksins það að tillögu sinni, að haldnir yrðu sameiginlegir fram boðsfundir í kjördæminu (t. d. á 12 stöð- um), og að þar mættu til rökræðna full- trúar frá öllum framboðslistunum. Þing- menn hinna flokkanna, sem jafnframt eru efstu menn á hlutaðeigandi listum, vildu ekki á þetta fallast. Þeir færðu það m. a. fram, að tími væri of naumur til slíkra fundahalda, og annríki mikið. Hvort tveggja er satt, þótt ekki séu það fullnægjandi rök, úr því að flokkar boða nú til funda hver fyrir sig. En þingmenn stjómarflokkanna a. m. k. geta sjálfum sér um kennt eða álirifaleysi sínu, ef þeir kjósa það fremur. Ríkisstjórnin ákvað að nauðsynjalausu kjördag 9. júní, þrem vikum fyrr en lög gera ráð fyrir. Aður en hún gerði það, hlýtur hún að hafa rætt málið við stuðn- ingsmenn sína á Alþingi og gefið þeim tækifæri til að segja álit sitt og rök- styðja það. Jónas Rafnar, Magnús Jóns- son, Friðjón Skarphéðinsson og Bjart- mar Guðmundsson (ef til vill einn- ig Bjöm Þórarinssort, sem sat á þingi um tíma undir þinglok) verða því að teljast ábyrgir fyrir kjördagsvalinu, enda hafa þeir ekki mótmælt því svo að kunnugt sé. Það er þeirra sök, að tíminn til funda- halda er svo „naumur" og að fundi verð- ur að halda á mesta annatima sveitanna, ef þeir eiga að haldast á annað borð, á þeim tíma, þegar flest verkfært fólk í sveitum verður að leggja nótt með degi við störf sín. Þessir menn bera líka á- byrgð á því, að hátíðisdagur sjómanna er af þeim tekinn og gerður að kjördegi. Almennt er talið, og raunar fullvíst, að stjómin ákvað kjördag svo snemma, til að reyna að bjarga sjálfri sér í sambandi við launamál, þótt eigi sé sú ástæða við- urkennd, enda óframbærileg. í sambandi við þau fundahöld, sem rædd hafa verið, og önnur, sem fyrirhug- uð eru, gerist nú og mun gerast ýmislegt í ferðum manna, sem minnir á það áþreif anlega enn á ný, hvemig ástatt er í vega- málum hér norðanlands og raunar víðar. Erfitt er að komast hjá því hér, að ástand vega verði eitthvað misjafnt eftir árstíð- um, en hér er um annað og meira að ræða. Umferð á vegum hefur aukizt svo hröðum skrefum í seinni tíð, samtímis því sem komin eru til sögunnar miklu þyngri ökutæki en fyrr, að ekki verður undan því vikizt, að koma vegakerfinu í fram- tíðarhorf. Þetta er sameiginlegt og aðkall- andi nauðsynjamál allra, hvort sem þeir eiga heima í bæ eða sveit, í þéttbýli eða strjálbýli, sem eiga eða nota ökutæki eða þurfa á þjónustu þeirra að halda. Og tæknin, sem nú er að ryðja sér til rúms, hefur skapað nýja og áður óþekkta mögu leika til framkvæmda á þessu sviði. Framsóknarflokkurinn hefur gert það að stefnu sinni í þessum máliun og þing- menn hans flutt um það tillögur á Al- þingi, að vegagerðinni verði afhentir sér- stakir tekjustofnar til starfsemi sinnar á komandi árum. Þær tillögur byggjast á þeirri skoðun, að eðlilegt sé og sann- gjamt, að tekjum, sem hið opinbera get- ur aflað sér af umferðinni, sé varið til að bæta umferðarskilyrðin. Og þegar rík- ið útvegar stór lán til vegagerðar, telja Framsóknarmenn, að allir landshlutar eigi að sitja við sama borð. Ræða Sigurðar Jóhannessonar á útisamkom- unni á Ráðhústorgi á Akureyri 1. maí Á ÞVÍ ÁRI sem liðið er síðan við stóðum hér síðast, til að halda hátíðlegan 1. maí, hefur ýmislegt gerzt í málum okkar launþega, sem fróðlegt væri að taka til athugunar. Eining á Akureyri. Hér á Akureyri hafa launþeg- ar átt því láni að fagna, að þeir hafa getað starfað sameiginlega og samhent að hagsmunamálum sínum. Það er kannske að ein- hverju leyti þess vegna, að fé- lögin hér hafa á undanförnum árum verið hinn leiðandi kraft- ur í kjarabaráttunni hér á landi. Hér vinna félög verkamanna og verkakvenna, iðnverkafólks, iðnaðarmanna og verzlunar- og skrifstofufólks sameiginlega að hagsmunamálum sínum. Meðan félögin hér á Akureyri vinna í eindx-ægni að málum launþega, þá hefur sömu félög- um ekki tekizt að vinna saman í Reykjavík, og hefur þar hver höndin verið upp á móti ann- arri. Sundrung fyrir sunnan. Það er leitt til þess að vita, að meðan verzlunarfólk á Akur- eyri starfar heils hugar að hags munamálum launþega í sam- vinnu við önnur launþegafélög hér í þæ, skuli heildarsamtök verzlunarfólks, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, hafa fundið sig knúð til að leita til æðstu dómstóla landsins, til að fá aðild að Alþýðusambandi ís- lands. Það er leitt, að innan sam taka íslenzkra launþega, skuli stór hópur hafa einblint svo á sína eigin valdaaðstöðu þar, að þeir neyttu allra ráða til að úti- loka verzlunarfólk, sem óumdeil anlega á að tilheyra samtökum launþega, frá þeim sjálfsagða rétti, að fá að vera innan sam- taka Alþýðusambands íslands. Meiri hluti ráði. Eins er það, að ekki er hægt að segja, að það beri félags- hyggjn og samstarfsvilja gott vitni, þegar slíkt á sér stað sem gerðist í vor hjá fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, þegar nokkur hluti félag- anna innan fulltrúaráðsins, og telja sig komin þar í minni- hluta, geta ekki unnt öðrum að hafa meirihlutavald, og kljúfa því fulltrúaráðið frekar en hlýta gerðum meirihlutans. Að þetta skuli geta skeð, og slíkt er því miður alltof títt inn- an samtaka launþega, er einn þeirra hættulegasti óvinur. Það er stundum hægt að greina á um leiðir, sem fara á til bættra lífskjara, en sú aðferð að minni- hlutinn telji meirihlutann óal- andi og óferjandi, og öfugt, er alls staðar til ills, hvar sem er. Því eins og ég sagði áðan, það eru til fleiri en ein leið að sama marki, og. þær geta allar átt ein- hvem rétt á sér. Eins er það, að þótt forsjármenn launþegafélag- anna, þeir sem kosnir hafa verið til að veita forstöðu málum þeirra, greini stundum á um leiðir, þá eru þeir undir flestum kringumstæðum yfirleitt að reyna að efla og bæta kjör sinna félagsmanna. Kjarasamningarnir 1961 og 1962. Vonandi verður einnig í fram- tíðinni hægt að halda því góða og árangursríka samstarfi, sem launþegafélögin hér á Akureyri hafa haft sín á milli, og því styrkara sem það samstarf er, því aflmeiri eru samtök vor í þeirri kjarabaráttu sem fram- undan er. Aftur urðu það verkalýðsfé- lögin á Akureyri, sem forgöngu höfðu um leiðréttingu á kjara- samningum í júnímánuði í fyrra Síðan ríkisstjórn sú sem ennþá situr beitti sér fyrir gengislækk- un nr. 2 í valdatíð sinni, í ágúst 1961 höfðu lífskjör hinna vinn- andi stétta stöðugt farið versn- andi, og valdhafar ríkisins höfðu engan vilja sýnt til úrbóta, eng- an vilja sýnt til lækkunar á vöruverði eða öðru, sem verða mætti til að auðvelda lífsbaráttu íslenzkra launþega. Þeir samn- ingar, sem gerðir voru í júní- mánuði 1962, þar sem samið var upp á 9% kauphækkun, eða 5% til viðbotar við fjögurra prósent hækkunina sem samningurinn frá í júní 1961 hljóðaði upp á, voru aðeins upp í hluta af þeirri lifskjaraskerðingu sem þeir sem lægra eru launaðir hafa þurft að taka á sig á undanförnum árum, á meðan uppgripaafli hefur ver- ið úr sjó, og þjóðartekjur vaxið gífurlega. „Hungurmorða“ með 8 stunda vinnu, segir Alþýðublaðið. íslenzkir launþegar eru sein- þreyttir til baráttu, þó að á lífs- kjör þeirra sé ráðist. En þegar lífskjör þeirra, sem lægst eru launaðir eru skert úr því að vera þau beztu í Evrópu, eins og þau voru 1958, niður í það að þeir verði „hungurmorða" ef að- eins væri unnið í 8 klukkustund ir daglega, svo notuð séu um- mæli ritstjóra eins af aðalstuðn- ingsblöðum kjaraskerðingar- stjórnarinnar, þá er mælirinn fullur, og launþegar verða að leita nýrra leiða í baráttu sinni fyrir þvi að ná sínum hluta, — sínum rétta hluta af tekjum þjóðarbúsins. Það er útilokað að sjá fjöl- skyldu sinni farborða af 8 klst. vinnu daglega, hvort sem um verkafólk, iðnaðarfólk eða verzl unarfólk er að ræða. Hver og einn þarf að verða sér úti um meiri eða minni aukavinnu, svo að endarnir nái saman. Eftirvinna og næturvinna. Samkvæmt upplýsingum sem birtust í vetur, var talið að fyrir Sigurður Jóhannesson. vinna vísitölufjölskyldunnar þyrfti að vinna rúmlega eitt þús und eftir- og næturvinnutíma á ári, ef fjölskyldan byggi í nýrri 300 rúmmetra íbúð, og ætti að hafa nokkurn möguleika á að halda íbúðinni, auk þess að eiga í sig og á. I þeim útreikningi var þó ekki reiknað með afborgun- um af lánum sem hann hafði fengið til íbúðarbyggingarinnar. Og enn vitnar Alþýðublaðið! í þessu sambandi væri fróð- legt að lesa leiðara sem birtist í Alþýðublaðinu fyrir jól í vetur og bar yfirskriftina Vinnuþrælk un, en í honum sagði meðal ann- ars: „Þessi þróun er geigvænleg. Því eru takmörk sett hve lengi verkamaður getur unnið, án þess að hann skaði heilsu sína, eyðileggi getu sína til að hafa nokkra teljandi ánægju af líf- inu og jafnvel skemmi sitt eigið heimilislíf, er hann dettur út af örmagna við heimkomuna að kvöldi .... Það hlýtur að verða næsta verkefni þjóðarinnar að bæta lífskjör sín með því að koma á skaplegum vinnutíma, sem ekki gengur á höfuðstól heilsunnar eða skemmir heil- brigt félags- og fjölskyldulíf .... Margar stéttir hafa hvergi nærri viðunandi kaup fyrir eðlilegan vinnudag og verða að leggja á sig mikla eftirvinnu." Þetta seg- ir í leiðara Alþýðublaðsins, og sýnir að það eru fleiri en forsjár menn verkalýðsfélaganna, sem sjá að umbóta er þörf í kjara- málunum. Nýja tollskráin. Við athugun á tollalögum þeim, sem gildi tóku í morgun, sá ég að tollur á búsáhöldum á að lækka úr 107% niður í 100%, eða um 7%. Búsáhöld er liður, sem tekinn er inn í útreikning- inn hjá vísitölufjölskyldunni. Ekki hefur þó þessi lækkun eða aðrar sem ríkisstjórnin miklast af, að í þessum tollalögum sé að finna, aðra og meiri lækkun í för með sér fyrir vísitölufjöl- skylduna en svo að breytingin á vísitölunni nemur broti úr stigi til lækkunar, svo breyting á vísitölunni verður engin. Fyrir tollbreytinguna greidd- um við 40.00 krónur í tolla og söluskatta af hverjum 100.00 kr. sem við keyptum búsáhöld fyrir, en eftir tollbreytinguna munum við greiða 38.65 af hverjum hundrað krónum. Ef bráða- birgðasöluskatturinn, sem fjár- málaráðherra sveikst um að fella niður um áramótin 1960— ’61, eins og hann hafði lofað, hefði verið felldur niður, mundi skattalækkunin hafa numið tæp um þrem krónum, í þessu sama tilfelli og ég nefndi áðan þó að aðrar tollabreytingar hefði ekki til komið. En þetta er þó lækkun, og ber að virða það, enda var ekki seinna vænna að byrja að lækka vöruverð, þó í smáum stíl sé, á þessu tímabili hækkana og óðaverðbólgu. Heimiliskostnaðarhækkun meiri en launahækkun. Til fróðleiks athugaði ég það fyrir nokkrum dögum, að á miðju ári 1959 keypti ég lítið stykki til heimilisins, eldhús- áhald, sem kostaði þá 45.00. Ef þetta stykki væri keypt í dag, með hinum nýju og lækkuðu tollum, mundi það kosta 75.00, og er þá ekki reiknað með neinni verðhækkun á því erlend is frá. Hækkunin nemur 67%. Þetta er að vísu aðeins dæmi, en ef að þú, launþegi góður, bæt ir við laun þín, eins og þau voru á miðju ári 1959 öllum þeim launahækkunum sem síðan hafa orðið, og bætir að auki við fjöl- skyldubótum og skattalækkun- um, sem þú hefur fengið, munt þú aldrei fá út samsvarandi hækkun á laununum, og orðið hefur á heimiliskostnaði þínum, á þessum tíma. Þetta verðum við að fá leið- rétt. Óbilgjörn afstaða ríkistjórnar- innar. Ef samningar þeir, sem laun- þegafélögin hér á Akureyri gerðu við samvinnufélögin vor- ið 1961, hefðu fengið að vera í friði fyrir ríkisstjórninni, hefði verið brotið blað í sögu kjara- baráttunnar hér á landi. í þeim samningi vav farið inn á þá braut að semja til lengri tíma en áður var gert. Samningarnir áttu að gilda í tvö ár, miðað við óbreytt verðlag, og laun áttu að hækka einu sinni á tímabilinu um 4%, sem er um það bil sú lífskjarabót sem þjóðfélagið átti að geta staðið undir. Ef ríkisstjórnin hefði getað útilokað hina óbilgjörnu’afstöðu sína í garð launþeganna. og við- semjanda þeirra, samvinnuhreyf ingarinnar, á þessum tíma, gæti verið að aðstaða ríkisstjórnar- innar væri önnur og betri í al- þingiskosningum þeim, sem fram eiga að fara nú í vor. Samstarf við bændasamtökin. En fyrir launþegasamtökin í heild hlýtur það að vera um- hugsunarvert, að hafa samstarf við bændasamtökin, um leiðir til kjarabóta, því svo er lífsaf- koma þessara tveggja aðila orð- in samtvinnuð, þar sem afurða- verð til bænda er reiknað út eftir launum verkamanna eins og þau eru á hverjum tíma. Og þessi samtök eiga síðan sameig- inlegá að nota sér úrræði og leiðir samvinnustefnunnar til bóta á lífsafkomu sinni. Hagfræðistofnun launþega. Launþegasamtökin verða að (Framhald á bls. 7.) TVENNIR TÍMAR Á r SMÁTT OG STÓRT Rætt við Pétur á Oddsstöðom om æðarvarp, sel- og silongsveiði, bjarndýradráp o. fl. PÉTUR SIGGEIRSSON frá Oddsstöðum á Sléttu var hér ný lega á ferð og leit þá inn á skrif- stofur blaðsins einhverra erinda. Hann kom að sunnan af for- mannafundi kaupfélaganna, sem haldinn var í Rvík., og hafði komið við í bakaleið á Hólum í Hjaltadal hjá syni sínum, sem þar er skólastjóri. Pétur er þekktur maður langt út fyrir sitt heimahérað, er for- maður félagsstjórnar Kaupfé- lags N..Þingeyinga á Kópaskeri, var oddviti Presthólahrepps 26 ár og sýslunefndarmaður um hríð, skrifstofustjóri um nær 3 áratugi við Síldarverksmiðjur ríkisins á Raufarhöfn og hefur raunar átt fé á Oddsstöðum fram á síðasta ár, þótt starfs- vettvangurinn hafi fyrir nokkru horfið á önnur svið. Á yngri ár- um var hann áhugasamur ung- mennafélagi og góður glímumað ur. Pétur Siggeirsson var hér í skóla ásamt mörgum kunnum Eyfirðingum og Þingeyingum og kann ýmislegt frá þeim ár- um að segja. Hann kunni bezt við Eyfirðingana af sínum skóla félögum, segir hann. Þingeying- ar hafi verið fátækir flestir en Vestfirðingar hefðu alltaf haft nokkur auraráð. Meðal skólafé- laga Péturs frá gamla Möðru- vallaskóla, sem þá var fluttur til Akureyrar, nefndi hann sér- staklega þá Bernharð Stefáns- son, Pálma í Núpufelli, Hall- grímssynina alkunnu, bræðurna frá Hlöðum, Helga á Þórustöð- um, Jón í Hólum, Aðalstein Magnússon, Þórarinn á Tjörn og Hólmgeir á Hrafnagili, en þann síðastnefnda taldi Pétur hafa verið mestan mælskumann í skóla, en Jónas frá Hriflu hefði þó oft haldið langar ræður og snjallar. Síðar varð Pétur sjálfur snjall ræðumaður, þótt ekki bæri í tal við þetta tækifæri, bæði mælskur og skörulegur í ræðustól. Segðu mér eitthvað að austan, Pétur? f fyrri daga var talin mörg matarholan á Sléttu. Það er rétt og svo er það enn, þótt margt hafi breytingum tekið. Yfirleitt má segja, að þessi norðlæga byggð sé skjóllítil, snjólétt jafn- an við sjóinn, strjálbýl og jarð- irnar ýmsum þeim hlunnindum búnar, sem jafnan verða talin mikils verð, á meðan einhver fæst við að nýta þau. Til hlunnindanna má telja sel veiði, æðarvarp, reka, útbeit og silungsveiði. Hins vegar eru engjar víða litlar og blautar og tún voru lítil, enda lifði féð að miklu leyti á útigangi. Þrátt fyrir öll hlunnindin fækkar fólki á Sléttu. Raufar- höfn, með sínu mikla athafna- lífi mörg undanfarin ár, dregur til sín fólkið og þar hefur það fengið vinnu sína vel borgaða. Yfirleitt leitar fólkið þangað, sem léttast er að lifa, og þá verða aðrir staðir en Slétta fyrir valinu. Sléttungar voru frekar á eftir með ræktun, eða hvað? Já, staðhættir réðu því fyrr á árum. Menn komust oft af með lítil hey og beitin var notuð til hins ítrasta, bæði land og fjara. Á austurhluta Sléttunnar skiptast á flóar og grjót og er Pétur Siggeirsson. þar afleitt til ræktunar, þótt þar sé beitar- og afréttarland ekki síðra en annars staðar. En nú hafa bændurnir á þeim hluta tekið sama hátt upp og Mývetn- ingar, að leita ræktunarlanda að heiman. Þeir rækta mikið í Leirhöfn og telja það margborga sig, miðað við það að rækta grýtta jörð og forarflóa. Það er oft talað um hina af- bragðsgóðu fjörubeit þarna eystra? Já, fjörubeitin var auðvitað mikils virði og féð lifði stundum vikum saman á þara og þangi, þegar jarðbönn voru. Svo var það t. d. frostaveturinn 1918. Þá lifði féð 8—10 vikur á þaranúm en náði tæpast eða ekki í strá á landi. Nú er reynslan sú, eftir að farið var að gefa fénu meira og einnig betra fóður, að það sækir ekki mikið í fjörur. En í sambandi við sauðfjárrækt á Sléttu er það mikils virði að naumast þarf nokkuð fyrir fénu að hafa frá réttum og til jóla eða áramóta og þann tíma hleð- ur það á sig holdum. Stundum hafa bjamdýr geng- ið á land á Sléttu? Ég veit um 8 bjarndýr, sem unnin hafa verið þar. Þrjú dýr voru skotin á Blikalóni um 1880, í hvamminum framan við bæinn og veturinn 1918 voru þrjú bjarndýr skotin á vatninu rétt framan við bæinn Núpskötlu. Það var birna með tvo húna. Þá var bjarndýr elt á hestum í heiðinni ofan við Raufarhöfn og skotið eftir mikla viðureign og hjá Grjótnesi var enn eitt dýr skotið. Það komst út á sjó og var þá búið að særa það með skotum. En það var elt á bát- um og skotið á jaka, er það skreið upp á. Það eru til allítar- legar sögur um viðureignina við bjarndýrin á Sléttu. Á síðari árum hefur hvorki ís eða bjarn- dýr heimsótt bæi austur þar. Það er gott fyrir N.-Þingeyinga, því að þeir hafa aldrei miklir bardagamenn verið. Eyfirðingar og Skagfirðingar áttu vígfima menn og orrustugarpa til forna, en N.-Þingeyingar ekki. Síðar var barizt með öðrum vopnum og þá reyndust Þingeyingar eng- ir skussar, því að meðal þeirra voru fyrir 100 árum t. d. og síð- ar, mestu gáfumenn og menn- ingarfrömuðir, sem þjóðin átti á þeim tíma. 1 því sambandi hefur þú e. t. v. stofnun kaupfélaganna í huga? Já, meðal annars. Ég man eft- ir vorsultinum í mínum upp- vexti. Og ég man líka eftir stofn un Kaupfélags Norður-Þingey- inga. Það var mikill reynslu- skóli, sem ekki máist úr huga þótt tímarnir breytist. Vara- sjóður kaupfélagsins var í raun inni trygging gegn sulti, og allir skildu hvers virði það var. Nú heimta allir peningana á borð- ið, til að eyða þeim. Að vísu er til sú afsökun fyrir eyðslu, að peningarnir rýrni að verðgildi við geymsluna, og má til sanns vegar færa. En því miður er mjög margt, sem keypt er fyrir þá, ennþá forgengilegra. Þeir menn, sem á sínum tíma stofnuðu fyrstu kaupfélögin, höfðu ótrúlega mikla skipulags- gáfu og voru framsýnir í félags- málum. Það hefur reynslan sýnt. Skuldasöfnun þekktist naumast fyrr én eftir 1909. Þá var farið að veita sér miklu meira en áður. Hvar var mesta æðarvarpið á Melrakkasléttu, Pétur? Á Grjótnesi var mikið og skemmtilegt æðarvarp. Þar feng ust mest 70 kg á ári. Varpið er í nesi, sem gengur út úr túninu og er mjög þétt, og því þægilegt að' hirða það. Eftir 1920 fór varpið minnkandi og hefur aldr ei náð fyrri frægð. Á Oddsstöð- um var um 40 kg dúntekja fram undir 1920, en síðan fór það minnkandi. Varpið er mjög dreift. Æðarfugl er ekki skotinn á Sléttu, en á stríðsárunum drapst fuglinn í hrönnum í olíu. ,Á Raufarhöfn var þriðja mesta varpið og var það í hólma rétt við höfnina. En fuglinn vék und an, þegar byggð óx og færði sig í Ásmundarstaði. Nú er Raufar- hafnarvarpið ekki lengur til og er að því sjónarsviptir fyrir fólk á Raufarhöfn. Skinnalón var mikil varpjörð og gekk næst Grjótnesi. Var ekki mikið starf að hirða varp og dún? Jú, en eftir því sem betur var hlynnt að varpinu, og það má gera með ýmsu móti, varð varp ið meira. Það er hægt að venja fuglinn svo ótrúlega mikið. Eji (Framh. á bls. 7.) GYLFI JÁTAR LÍKA. Blöð stjórnarsinna hér á Ak- ureyri, og þó einkum Alþýðu- maðurinn, kcpptust í vor við að mótmæla því, sem Dagur skýrði frá í apríl, að skuldir fslands er- lendis, að írádregnum inni- eignum, hefðu í árslok 1962 ver- ið HÆRRI en þær voru í árs- Jok 1958 um þær mundir sem vinstri stjórnin lét af störfum. En rétt um það leyti sem stjórn- armenn hér nyrðra mótmæltu sem ákafast, skeði það, að Morg unblaðið í Reykjavík játaði með tölum að niðurstaða Dags væri rétt. Nú hefur það enn gerzt í þessu máli, að Gylfi Þ. Gíslason hefur skrifað grein pm þessi efni, sem er endurprentuð í AI- þýðumanninum 7. maí. Þar ját- ar hann enn glögglega það sem Morgunblaðið hafði áður játað, en virðist vilja fá fólk til að fall- ast á, að skuldimar í árslok 1962 séu betri skuldir(!) en skuldirnar frá 1958. Þótt ráðherr ann sé greindur maður, er þessi áróðursröksemd Iians bæði ó- skýr og vandræðaleg, enda höf- undurinn í vanda staddur. A PAKKHÚSLOFTI SKULDANNA. Það sem ráðherrann er að reyna að segja, virðist vera þetta: Skuldaupphæðirnar í heild, 1958 og 1962, skiptast hver fyrir sig í margar skuldir, sum- ar fastar, sumar lausar, og með mismunandi kjörum. Skulda- súpan er eins og pakkhús, þar sem geymdir eru hveitipokar, hrísgrjónapokar, sykurpokar o. s. frv. En Dagur hefur aldrei lagt neinn dóm á það, hvaða skuldum mætti jafna til sykur- poka og hverjum til hrísgrjóna- poka, heldur tilgreint heildar- verðmæti þeirra eins og gert er í niðurstöðu vörutalningar. Jafn vel þótt þarna fyndist púður- sykur, stendur skuldasaman- burður Dags jafn óhaggaður fyrir því, eins og játað er af Morgunblaðinu og Gylfa. GETA ÞEIR EKKI KOMIÐ SÉR SAMAN? A LANDSFUNDI Sjálfstæðis- manna sagði Ólafur Thors, að Framsóknarmenn mjmdu vinna með kommúnistum, þegar stjóm in væri fallin. Bjami Benedikts- son sagði á sama fundi að Fram sóknarmenn ætluðu að vinna með Sjálfstæðismönnum. Báðir töldu sig nokkuð vissa í sinni sök, að því er virtist. En hverju áttu fundarmenn að trúa? HOLSTEINN SKELFUR! Landsmálafélagið Yörður er nýbúið að halda fund í Sjálf- stæðishúsinu í Rvík., sem einu sinni tíðkaðist að kalla „Hol- stein“, vegna byggingarefnis, er kaupsýslumaður einn í borginni gaf flokknum. Jóhann Hafstein bankastjóri var frummælandi. Umræðuefni, auglýst „hlut- Iaust“ í útvarpinu: „Kosninga- áróður Framsóknarflokksins"! Margir, sem heyrðu þessa fundarauglýsingu, urðu undr- andi og spurðu: Hvers vegna talar maðurinn ekki um kosn- ingaáróðurinn hjá sínum eigin ílokki, sem sjálfsagt er ærið vandamál á þeim veítvangi? En skýringin kom með ferða- mönnum að sunnan í gær og fyrradag. Þeir sögðu, að framá- menn Sjálfstæðisflokksins í höf- uðborginni virtust nú vera bók- staflega skjálfandi á beinunum af ótta við að tapa fylgi þar til Framsóknarflokksins og gætu ekki um annáð talað en þessa yfirvoíandi hættu! Alþýðubanda lagið nefnir enginn, sögðu þeir. EF FLÓTTI BRESTUR? Þetta sálarástand Sjálfstæðis- forkólfanna í Reykjavík er raunar skiljanlegt, ef þeir óttast nú, að tileínið sé fyrir hcndi. Þeir vita sem sé vel, að ef flótti brestur í liði þeirra í höfuð- borginni, getur fylgi þeirra í ýmsum öðrum kjördæmum orð- ið hætt, en það hafa þeir raunar lengi óttazt, að þar kynni að koma fyrr eða síðar, að sá flótti brysti. En Sjálfstæðisflokkur- inn hefur haft í Reykjavík miklu meira íylgi en hliðstæðir flokkar hafa í höfuðborgum annarra Norðurlanda, og við því hafa þeir búizt, að hér yrði ein- hvern tíma breyting á. Nú ótt- ast þeir, að Framsóknarmönn- um takist það, sem hinum klofnu „sósíalistisku“ stjórn- málasamtökum hefur ekki tek- izL „PÚÐURSKOTA-RÁÐHERR- ANN.“ Mikil ólga er sögð í Kvík út af Milwood-málinu. Margir eru gramir út af því að „flaggskip“ landhelgisgæzlunnar skuli hafa látið sýna sér óvirðingu og hrífa úr höndum sér mann, sem var undir íslenzkri lögsögu fyrir meint landhelgisbrot og átti að svara til saka fyrir islenzkum dómi. En ábyrgðin á þeim mis- tökum, sem hér hafa átt sér stað, ber auðvitað dóms- og land helgismálaráðherrann. Blöð í Reykjavik eru farin að kalla hann „púðurskota-ráðherrann“, og ekki í gamni einu, því að menn óttast, að það geti dregið dilk á eftir sér, ef útlendir ætla, að íslenzk varðskip neyti ekki aflsmunar, þótt þau hafi til þess fullan rétt að alþjóðalögum, og íyrirmæli þeirra eða aðvaranir hafi verið að engu hafðar. ENN VILJA ÞEIR AÐILD. I stjómmálaályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins,, er hófst í Reykjavík á sumardag- inn fyrsta, er nú lýst yfir því, að eitt „veigamesta“ atriði á- framhaldandi „viðreisnar“ verði (orðrétt): „Aðild íslands að efnahags- samstarfi, eftir því sem hags- munir þjóðarinnar krefjast og án þess að undirgangast nokkur samningsákvæði, sem hér geta með engu móti átt við.“ Það eru orðin „aðild“ og „með engu móti“, sem allir reka augun í. — Hitt eru almenn orð, sem túlka má á ýmsa vegu. (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.