Dagur - 11.05.1963, Síða 2

Dagur - 11.05.1963, Síða 2
2 HINN 24. apríl s.l. lézt í Reykja- vík Kjartan Sæmundsson kaup- félagsstjóri Kron. Hann varð bráðkvaddur á leið til vinnu sinnar, aðeins 52 ára gamall. Kjartan Sæmundsson var fæddur í Ólafsfirði 6. apríl árið 1911. Foreldrar hans voru hjón- in Sæmundur Steinsson og Magnea Magnúsdóttir, sem bjuggu þar þá og allt til 1920, er fjölskyldan flutti til Akureyr- ar. Aðeins 16 ára gamall réðist Kjartan í þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga og síðar varð hann deildarstjóri Járn- og glervörud. og hafði það starf til ársins 1924. En þá leitaði Sambandið eftir hæfum manni til vandasamra starfa á skrifstofu félagsins í New York. Varð Kjartan fyrir valinu og starfaði vestra næstu 4 árin. Eftir heimkomuna tók hann við deildarstjórastarfi hjá SÍS í Innflutningsdeild, frá 1947 —1957. Enn urðu tímamót í starfs- ferli Kjartans Sæmundssonar því árið 1957 tók hann að sér að veita KRON forstöðu og hafði það starf á hendi til dauðadags. GENGUR MJÖG Á HEYJAFORÐANN Lómatjörn 9. maí. Sauðburður er rétt í byrjun, þó eru 40 ær bornar á einum bæ í sveitinni. Alltaf er verið að róa og afl- inn sæmilega góður. Fiskurinn er fluttur til Akureyrar á bif- reiðum. I vor verður unnið við Fnjósk órbrúna í Dalsmynni, sem byrj- að var á í fyrra. En ekki verður það þó fyrr en Vaðlaheiðarveg- urinn er orðinn vel fær, svo ekki verði alger umferðarstöðv- un. Það gengur óðum á heyforð- ann hjá bændum, og þótt mikið sparaðist í vetur, þola ekki allir langar innistöður hér eftir. I gærkvöldi héldu Alþýðu- bandalagsmenn stjórnmálafund á Grenivík. Þar mættu tveir efstu menn listans og liðlega 20 manns. □ - Þjóðvarnar-upp- reisn í Kópavogi (Framh. af bls. 1). taka það fram, að við munum ekki styðja framboðslista Al- þýðubandalagsins í þessum kosn ingum. Við teljum, að þetta sam starf við Alþýðubandalagið gangi í berhögg við allar fyrri yfirlýsingar og stefnu Þjóðvarn- arflokks íslands. Jafet Sigurðsson, formaður, Bjarni Sigurðsson, ritari, Hannés Alfonsson, gjaldkeri, Ragna' Kristj ánsdóttir." Kvæntur var hann Ástu Bjarna dóttur frá Húsavík og eignuðust þau 5 myndarleg börn. Hér hafa nú verið dregnir stærstu drættirnir að hinni ytri umgjörð í lífi og starfi hins látna kaupfélagsstjóra. Þeir segja söguna ekki alla. En samstarfsmenn Kjartans hér á Akureyri og hinum fjölmörgu (Framhald af blaðsíðu 8). an ýmsum snúningum í þágu fé- laga og sveitar. Þú munt búa á minnsíu jörð hreppsins? Það mun vera, ef jörð skyldi annars kalla. Þeir, sem um land búnað skrifa, kalla svona lagað „skæklabúskaþ“, ólífvænlegan með öllu. Ég hef núna 8—9 ha. tún til slægna og beitar, 70 hesta engjaspildu, 1 Vi ha. undir kart- öflur og venjulega einhvern skika fýrir grænfóður. Bústofn- inn er oftast 11—12 kýr, 6 kálf- ar og kvígur, 8 ær og 1 hestur. Hve lengi hefur þú veriS odd- viti? Ég tók að mestu. við oddvita- störfum í janúar 1960, sem vara- maður Garðars heitins Halldórs- sonar, og hef haft þau á hendi síðan. Miklar framkvæmdir á vegum sv eitarf élagsins? Nei, enda voru útsvörin lækk uð um 67% frá hinum almenna útsvarsstiga sl. ár. Verið er að endurbyggja sundlaug á Lauga- landi, á vegum barnaskóla, hús- mæðraskóla og ungmennafé- laga. Framlag hreppsins til þeirrar byggingar vegna barna- skóláns og 'sefn bráðabifgðaláti er orðið 280 þús.'krónur. '* Til Freyvangs hefur verið greitt meira og minna á hverju ári síðustu 9 árin, upp í stofn- kostnað, alls kr. 735.000.00. Þá hefur dálítið verið Iagt fram til þess að endurbyggja verstu kafl ana á Laugalandsvegi, á móti framlagi frá ríkinu, sem ekki hefur fengizt á annan hátt. Elztu akvegirnir hafa orðið mjög útundan. Þótt reynt sé að halda þeim við með ofaníburði, eru þeir blátt áfram að síga í jörð undan vaxandi þunga um- ferðarinnar. Það segir lítið þó ætlaðar hafi verið 800 þús. kr. á fjárlögum til endurbygginga þjóðvega á öllu landinu. Hvemig er afkoman almennt í lireppnum? Skattskrá hefur ekki verið lögð fram ennþá, en mér virðist góð afkoma hjá þeim, sem búnir eru að koma sér vel fyrir og skulda ekki mikið. En sumir viðskiptavinum við deild hans fyrr á árum, mun þó annað ofar í huga en ártöl og starfsframi. Þeir minnast ungs atorkumanns, sem leysti hvert starf á þann veg, að trauðla varð á betra kosið. Ekki lagði Kjartan þó stund á þá mýkt í máli, sem nú er talið fyrsta boðorðið í skóla nútíma verzlunarþjónustu. En hann vakti traust við fyrstu kynni — og hann brást aldrei því trausti. Þetta var gæfa hans, og dreng skapurinn var hans aðalsmerki. Norðlenzkir samvinnumenn þakka mikil störf og góð og senda ástvinum hins látna inni- legar samúðarkveðjur. □ vinna meira en Kklegt er að þeir þoli til lengdar. Þeir, sem mest skulda, virðast hins vegar berj- ast vonlausri baráttu, að óbreytt um aðstæðum. Miðað við netto- tekjur, held ég að bilið fari vax- andi milli þeirra, sem bezta að- stöðu hafa skapað sér og hinna, sem erfiðara eiga af einhverjum ástæðum. Enda hlýtur svo að fara þegar hlutur fjármagnsins er aukinn en vinnunnar minnk- aður. ' ' Flytur fólk mikið burtu? Allmikil brögð eru að því, en það eru áraskipti að því og stundum kemur eitthvað í stáð- inn. íbúatalan hefur haldizt lít- ið breytt og íbúar hreppsins eru nú 380 talsins. Síðastliðið ár fluttu 30 manns brott og 2 komu í staðinn, en þó fækkaði ekki nema um 10. Svo er frjóseminni fyrir að þakka, þótt afköst á því sviði séu misjöfn, eins og á öðr- um sviðum. Er mikið um byggingafram- kvæmdir? Árið 1954 var byrjað að skrá allar byggingaframkvæmdir í á- framhaldandi töluröð. Frá þeim tíma hafa verið tilkynntar rúm- léga 100 byggingar, smáar og stórar, þar af 11 íbúðarhús og af. þeim ,7..nýbýJL ...... En enginn he.fur lag( ,í að byggja ibúðafhús síðástliðin 2 ár, en alltaf er eitthvað um smærri byggingar. Má taka mynd af þér snöggv- ast? Ætli það svari fyrirhöfn. Það eru nærri 30 ár síðan ég lét mynda mig. Þá mynd hef ég í ökuskírteini mínu. Það hefur raunar komið fyrir, að vegalög- reglan hefur lýst vandlega og ekki grimlaus framan í mig og gert samanburð á mér og mynd- inni. Þetta hefur samt dugað, segir Kristinn að lokum og þakk ar blaðið svörin. Og myndavél- in hefur þegar komið í veg fyr- ir, að viðtalinu fylgi hin aldna mynd, sem hrellir yfirvöldin á vegum úti. — Blaðið þakkar greinargóð svör. □ Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. Bóndinn á Arnarhóli HELGA GUNNLAUGSDOTTIR frá Hjalteyri Mér finnst ég vera fátækari í dag, er fortjald hnígur milli lífs og dauða. Nú klukkur óma síðsta sorgarlag, með sama hljómi yfir ríka og snanða. Þú leiddir með þér birtu í bæinn minn og batzt mér krans úr minninganna sjóði. Það er sem finni’ ég ennþá ylinn þinn, er omaði frá sögnum bæði og ljóði. Þín trú var mikil alla æfistund, þú áttir hjarta er sló í sorg og gleði. Á akri Drottins ávaxtaðir pund þín innri birta gerðum þínum réði. Þú breiddir arma um barnahópinn þinn og bænir last, er á þau vildu hlýða, og vermdir hönd og straukst um kalda kinn. Sú kærleiksfórn mun góða móður prýða. Og móðurástin margan sigur vann á myrkum stundum, ótal vökunætur. Þú sefur vina, sátt við guð og mann og sérð á himnum eiginmann og dætur. Þú berð í faðmi barnið, sem að dó, þitt blys var ætíð móðurelskan sanna. Vor drottinn gefi dánum frið og ró og dreifi smyrsli á sárin ástvinanna. Þig kveður mildur drottins blíði blær og bjartir geislar legstað þínum yfir. Og ástvinirnir allir fjær og nær þeir ávallt geyma minningu, sem lifir. Mér er skylt að þakka allt og allt. Árin liðnu koma ei til baka. Hið góða ei bugar grafarhúmið svalt, því guð er sá, er yfir þér mun vaka. Halldór Jónssbn. - SjONLEIKURÍNN „MYS OG MENN“ (Framhald af blaðsíðu 8) grímur skilur hlutverk sitt til hlítar og skilar því af mestu prýði. Stefán Þórarinsson, Borg, leik ur bústjórann, fremur lítið hlut- verk, enda vel borgið í höndum Stefáns. Ásmundur Kristjánsson frá Stöng leikur Curley, son bústjór ans, uppskafning og slagsmála- hund. Framsögn Ásmundar var tæpast nógu skír á köflum, en að öðru leyti var leikur hans í fullu samræmi við persónuna. Björg Dagbjartsdóttir frá ■ Álftagerði fór með hlutverk ■ konu C.urleys. Það má deilg um það hvort rétt er að sýna þessa stúlku á þann hátt sem Björg gerði. Candy gamli segir að vísu að hún sé flenna, en mér finnst ýmislegt benda til þess, að hún sé aðeins einmana sál, sem þrá- ir mannlegan félagsskap. En hvað um það, Björg sýndi þarna prýðisgóðan leik og í fullu sam- ræmi við það, hvernig hún skil- ur þessa persónu. Þráinn Þórisson, skólastjóri að Skjólbrékku, lék ökuþórinn Slim af miklu öryggi og festu eins og hæfir þessari persónu, og Karlson var vel borgið í höndum Baldurs Þórissonar frá Baldursheimi. ívar Stefánsson frá Haganesi fór með hlutverk Whit. Hlut- verkið er lítið og gefur leikaran- um ekki mikil tækifæri, en ég hygg að ívar hafi skilað því eins og efni stóðu tiL ÓIi Kristjánsson, Skútustöð- um, lék svertingjann Crooks. Þetta er undirokaður vesaling- ur, sem aldrei hefur séð glaðan dag frá því að hann fór úr föðúr- húsum. í samtalinu við Lenna á ekki að koma fram nein grimmd, heldur sársauki yfir ömurlegum kjörum og einmana leik. Hann gleðst í hjarta sínu yfir heimsókninni, sem hann fær í kompuna sína og á bak við setninguna „hér er að verða bölvuð örtröð‘‘, er geislandi fögnuður. Ég hef hér að framan einkum reynt að benda á þá vankanta, sem mér þóttu á þessari sýn- ingu, ef þáð gieti o'rðið leikurun- um til leiðbeiningar, því þeir munu eiga eftir að sýna þennan ágæta leik nokkrum sinnum enn. Hitt er ótalið og er miklu þyngra á metunum sem vel er gert. Leiksviðsútbúnað hefur Árni Gíslason frá Laxárbakka annazt, en leiktjöld eru máluð af Jóhannesi Gíslasyni á Gríms- stöðum og hefur hann unnið verk sitt af alúð og smekkvísi. Kynnir á sýningunni var Arn- þór Björnsson frá Reynihlíð. — Leikstjóri var fröken Ragnhild- ur Steingx-ímsdóttir. Formaður Ungmennafélags Mývetninga er Jón Illugason frá Reykjahlíð. Hefur félagið haft 3 sýningar í Skjólbrekku, 1 í Skúlagarði og eina í Freyvangi, og mun nú fella niður sýningar um sinn, en síðar í vor er fyrir- hugað að leikurinn verði sýndur nokkrum sinnum til viðbótar. Að lokum óska ég leikflokknum til hamingju með unninn sigur og þakka góða skemmtun. G. G.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.