Dagur - 30.05.1963, Blaðsíða 4

Dagur - 30.05.1963, Blaðsíða 4
4 Í Aukning sjávaraflans skapar peningaveltuna AF HÁLFU ríkisstjórnarinnar og fram- bjóðenda hennar í kosningunum, er því mjög lialdið að fólki, að aukning sú á peningaveltunni í landinu, sem orðið hef- ur síðustu 2—3 árin, sé „viðreisninni“ sælu að þakka. Þetta mætti kalla gaman- semi, ef það væri ekki á borð borið i þeim tilgangi að hafa alvarleg áhrif, sem sé að fá fólk til fylgis við stjórnarflokk- ana og stefnu þeirra á röngum forsend- um. Ástæðan til þeirrar peningaveltu, sem nú er í landinu á ekkert skylt við „við- reisnina“ heldur þvert á móti. Hún er til orðin vegna Iiins óvenjulega sjávar- afla, sem hér barst á land á árunum 1961—1962. Munar þar mest um síldar- aflann, ekki aðeins norðanlands og aust- an, heldur einnig Suðurlandssíldina. Til þess að gera sér grein fyrir þeirri gífurlegu aukningu, sem orðið hefur á sjávarafla íslendinga í seinni tíð, er vert að veita því athygli, að á áratugnum 1950—1959 komst ársaflinn niður í 376 þús. tonn, þegar allur afli er talinn upp úr sjó, eins og gert er í alþjóðaskýrslum, en komst upp í 820—830 þús. tonn á árinu 1962, ef reiknað er á sama hátt. Er seinni talan að vísu ekki alveg ná- kvæm, þar sem opinberar skýrslur um aflann 1962 liggja enn ekki endanlega fyr- ir. Ef miðað er við aflamagnið 1958, mun láta nærri, að aflamagnið 1962 sé ca. 50% ( meira en það var þá. Hver ög einn, sem sæmilegan kunnugleika hefur á atvinnu- og f jármálum, getur sagt sér það sjálfur, að áhrif slíkrar aflaaukningar á peninga- ' veltuna er mjög mikil, og hlaut að verða það, hvort sem „viðreisnar“stefna var ríkjandi í landinu eða ekki, og ekki að- eins hjá þeim, sem fiskveiðar stunda eða að þeim standa á einhvem hátt, held- ur á miklu breiðari grundvelli. Það væri fróðlegt fyrir þá, sem lesa stjómarblöðin og hlýða á „viðreisnar“- boðskap stjórnarframbjóðendanna, ef töluglöggir menn, sem án efa fyrirfinnast margir í forustuliði stjómarflokkanna, vildu leggja á sig það ómak að reikna út eða gera áætlun um, hvernig peninga- veltan og þjóðarbúskapurinn hefði kom- ið út á árunum 1961 og 1962 og á árinu, sem er að líða, ef aflamagnið s.l. ár hefði verið t. d. þriðjungi minna en það raun- verulega var og samsvarandi hundraðs- hluta minna en það var á árinu 1961. Þetta eiga hagfræðingar að geta gert, ef þeir vilja, en hingað til hafa þeir ekki gert það. Sannleikurinn er sá, að ef hér á landi hefði aðeins verið meðalafli eða minna, og viðreisnarráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar jafnframt í fullum gangi, eins og til þeirra var stofnað á árinu 1960, með til- heyrandi frystingu sparifjár, vaxtahækk- un og samdrætti, þá væri nú hér í land- inu ástand, sem mörgum mundi þykja hart við að búa, svo að ekki sé meira sagt. En hér hefur nú svo heppilega til tekizt, að viðreisn forsjónarinnar hefur J orðið til þess að draga blessunarlega úr hinum skaðlegu áhrifum, sem auðsætt var í öndverðu, að „viðreisn“ ríkisstjóm- arinnar hlaut að hafa að öðru óbreyttu. Væntanlega dettur engum í hug að halda því fram, jafnvel þótt kosningar séu í nánd, að ríkisstjórn sú, sem Ólafur Thors hefur veitt forstöðu, stjómi fiski- göngum eða kyrri vind og sjó. □ Unga HREINN ÞORMAR, iðnfræðingur, Akureyri: Hvað vilt þú segja um jafnvæg- ið í byggð landsins? Það er að mínum dómi höfuð- nauðsyn, að jafnvægi haldist í byggð landsins. Því miður er stefna núverandi stjórnarflokka að hlaða sem mest utan á Reykjavík og nágrenni, þótt það sé augljóslega óhagstætt fyrir þjóðfélagið. Þeir vilja koma upp stórvirkj- un á Suðurlandi, og miða allar rannsóknir við það. Virkjun Dettifoss má kannski nefna sem nr. tvö að þeirra dómi. Oll fram- haldsmenntun skal vera í Reykjavík, samanber tækniskól- ann. Nú segir efnahagsmálaráðu nauturinn að búið sé að ganga svo frá hnútum, að bændum stór fækki. Við eigum þá líklega að kaupa landbúnaðarafurðir af ERE, samtímis því, sem erlend- ir auðhringar fara að reka hér fiskiðjuver. Þeir eru með stöð- ug ónot um samvinnufélögin og starfsemi þeirra. En þau eru ein meginstoð landsbyggðarinnar. Sem 'betur fer, sér þó fjöldi manna nauðsyn þess að þau standi föstum fótum. Við á lands byggðinni höfum af því bitra reynslu, hvernig fjármagnið hef ur verið flutt frá okkur til Reykjavíkur, og nú undanfarið drjúgur hluti af sparifénu fryst- ur í Seðlabankanum. Það er svo sem skiljanlegt, að menn, sem komizt hafa yfir fjármagn, freist ist til þess að ávaxta það syðra, þegar hið opinbera ýtir undir að allar stærri framkvæmdir séu gerðar þar. Framsóknarflokkur- inn er eini flokkurinn, sem af öllum mætti hefur stutt sam- vinnufélögin og jafnvægið í byggð landsins, og hann forðast líka öfgarnar til hægri og vinstri. Hann vill líka viðhalda hinum grónu menningartengslum við nágrannaþjóðirnar. Sigur B-list- ans á að verða glæsilegur 9. júní. GUNNAR HALLDÓRS- SON, bóndi, Gunnarsst., Þistilfirði: Hvers vegna kýst þú Framsókn- arflokkinn? Framsóknarflokkurinn er milliflokkur. Hann forðast öfga- stefnur jafnt til hægri og vinstri. Framsóknarflokkurinn er mál svari samvinnustefnunnar, en samvinnufélögin eru fjöregg fólksins, sem að þeim stendur, ekki sízt í hinum dreifðu byggð- um þessa lands. Framsóknarflokkurinn er á móti landeyðingarstefnu núver- andi ríkisstjórnar. Núverandi stjórnarflokkar hafa með tveim- ur gengisfellingum, heftingu lánsfjár, sérstökum launaskatti á bændur og dærrialausu vaxta- okri kreppt svo að íslenzkum landbúnaði, að ógerlegt er nú, nema þá fyrir milljónera, að hefja búskap í sveit. En við, sem erum nýlega byrjaðir búskap, en eigum eftir að gera miklar umbætur á jörðum okkar, til þess að geta rekið á þeim ný- tízku búskap, svo sem þjóðfé- lagið krefst af okkur, höfum ó- tæpt fengið að bragða á „silfur- fatsréttum“ núverandi ríkis- stjórnar. Við stöndum nú í þeim sporum, að ef við viljum hætta búskap erum við öreigar, því jarðirnar eru óseljanlegar, en allt sem við eigum er bundið í húsum og ræktun á jörðunum. Viljum við aftur á móti klóra í bakkann, lengja enn daglegan vinnutíma okkar, halda áfram uppbyggingu jarðanna og auka framleiðsluna, rekum við okkur á lánsfjárskortinn og vaxtaokr- ið. Þegar Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, og því sterkari sem hann hefur verið, því betur hefur uppbyggingin gengið til sjávar og sveita. Und- ir hans forustu hafa verið sett öll merkustu lög um landbúnað á íelandi. Ungir bændur! Eflum Fram- sóknarflokkinn í kosningunum nú í vor. Gerum hann svo sterk- an, að hann hafi afl til þess að standa á verði um hagsmunamál unga fólksins og hrinda þeim í framkvæmd. Sendum fulltrúa úr okkar hópi á þing. Eina unga bóndann sem er í baráttusæti á lista hér í kjördæminu í næstu kosning- um, Hjört E. Þórarinsson. ÁSA MARIN- ’ ÓSDÓTTIR, Ijósmóðir og húsfreyja í Kálfskinni á Árskógsströnd: Hvað viltu segja um félagslíf kvenna í dreifbýlinu? Félagslífið í sveitum er óend- anlega mikilsvert fyrir okkur konumar. Húsmæður í kaup- stöðunum eiga dagleg samskifti, jafnvel í hvert sinn er þær fara í búðir. Þessu er annan veg hátt- að hjá okkur í sveitunum. Og yfir veturinn einangrumst við oft um of. En úr þessu má auð- veldlega bæta, þar sem strjál- býli er ekki því meira. Sauma- klúbbar, föndurvinna, dans- kennsla, leikfimi o. fl. gera okk- ur kleift að hafa vikulegt sam- band okkar í milli, sem er alveg nauðsynlegt. Það hefur reynzlan kennt okkur hér í sveitinni. í sambandi við danskennslu og dansinn yfirleitt, er það mín skoðun, að dans eigi að kenna liel ur oráiá strax í barnaskólum, af því hann er þjóðarskemmtun íslendinga. Yfir sumarið er þessu annan veg farið, enda vilja margar kaup- staðarkonur njóta sveitanna með okkur þann tíma. Um hinar almennu skemmti- samkomur er oft rætt. Þær eru tvennskonar: Innansveitar sam- komur, sem oftast eru hinar á- gætustu og svo fjáraflasamkom- ur fyrir alla. Af þeim fer ekki svo svo gott orð sem skyldi. Þær koma í staðinn fyrir þá fjár- öflunaraðferð ungmennafélag- anna áður fyrr, að heyja í sam- einingu og selja svo heyið næsta vetur. Öfluga lögreglu, helst einnig fangaklefa, útrýmingu leynivínsölu og almenna kröfu um meiri háttvísi, þarf til þess að hinar umtöluðu opnu dans- skemmtanir fái á sig menningar- blæ og verði öllum til ánægju. En í sambandi við allt félags- líf og öll félagsstörf bæði karla og kvenna, þarf byggðin fremur að þéttast en dragast saman, enda er þá allt tal um félagsskap a.m.k. kvenna út í hött, ef meira sígur á ógæfuhliðina. Margir vona einlæglega að nú verandi þjóðmálastefna taki bráðlega þeirri breytingu, að bjartara verði framundan fyrir sveitafólk en nú er. INGIMAR EYDAL, Akureyri: Hvað finnst þér um kcsninga- baráttuna? Kosningabarátta í lýðræðis- landi er vettvangur málefnalegs uppgjörs stjómarflokka og stjórnarandstöðu. Stjórnarflokk- ar verja gerðir sínar, en stjórn- arandstaðan gagnrýnir. Blöðin eru notuð til hins ýtrasta og stjórnmálaflokkarnir heýja nokkurskonar einvígi frammi fyrir alþjóð, þar sem eru út- varpsumræðurnar. Er þetta þá ekki allt eins og bezt verður á kosið? Nei, því miður mætti margt betur fara. Hin málefna- lega kosningabarátta er ekki nægilega drengileg. „Staðreynd- irnar“ ekki nógu sannar. Nú er ég ekki að væna þá sem í eldin- um standa um það, að fara vís- vitandi með rangt mál. En þegar eitt atriði er slitið úr samhengi langrar orsakakeðju og slegið upp sem „sensasjón", getur það verið villandi. Og hinn sameig- inlegi galli á málflutningi stjórn- ar og stjórnarandstöðu er: Of mikið fullyrt, of lítið rökstutt. Ef ég mætti gefa hinum almenna kjósanda heilræði, yrði það þetta: Vertu gagnrýninn á mál- flutning flokks þíns, jafnt and- stöðuflokkanna, láttu þér ekki nægja innantómar fullyrðingar. Og hafðu síðan það er sannara reynist. ÓLAFUR EGGERTSSON kennari, Laxárdal, Þistilfirði: Hvers vegna kýs ungt fólk Framsóknarflokkinn? Stefna hans er að jafna kjör manna á lýðræðis- og samvinnu grundvelli. Vernda sjálfstæði og rétt íslendinga til gæða lands síns og landgrunns. Gera ungu fólki fært að stofna heimili og sem flestum eiginn atvinnu- rekstur, með því að lækka vexti og auka lánsfé og aðstoð til býlamyndunar og íbúðabygg- inga. Stuðla að jafnvægi í byggð landsins með stóraukinni rækt- un og landgræðslu, vegagerð og rafmagni. Iðnaði í sveitum og sjávarþorpum. Bátaútgerð og fiskiðnaði víðar en við Faxaflóa. Dreifingu menntasetra og ýmsr- ar þjónustu um landsbyggðina. Framsóknarflokkurinn er mál svari sveita og dreifbýlis og sam ofinn samvinnustefnunni, enda þar til orðinn í fyrstu. Hann er flokkur lýðræðissinnaðra. fram- faramanna. Það er mikil þörf á slíkum milliflokk, sem vinnur á móti Öfgunum til vinstri og hægri. Margir álíta það einhverja hétjúdáð að vinna með 1 öfga- stefnum í þjóðmálum. Annars vegar haftalausri samkeppni, þar sem sá setn minna má sín efnalega verður að þoka fyrir þeim sterku í kapphlaupinu. Hinsvegar þeim sem eitt sinn höfðu það markmið að allir réðu öllu og hver átti þá að fá sinn deildan verð. En reyndin hefur orðið einræði og algjört ófrelsi alþýðumannsins. Stefna Framsóknarflokksins er, eins og áður er sagt, byggð á hófsemi, lýðræði og samvinnu. Ungir menn og konur. Við skulum sameina okkur um heil- brigða umbótastéfnu og öll kjósa lista Framsóknarflokksins. JÓHANN KRISTINSSON verkstjóri á Vélaverkstæði S. R., Raufar- höfn: Hvað segir þú um atvinnuhorí- ur og aðstöðu til náms i þínu fagi? Þar sem vélvæðing hefur mjög aukizt í landinu hin síð- ustu ár, hefur það kallað á auk- inn vinnukraft til viðgerðar- og viðhalds, svo atvinnuhorfur í minni stétt hljóta að vera góðar, enda er eftirspurn eftir járn- smiðum mikil, sem stafar af því að of fáir fagmenn eru starf- andi í faginu, sem stafar meðal annars af því, að kjör nema hafa verið mjög léleg. Mikil eft- Svörin frá unga fólkinu, sem blaðið leitaði eftir, streyma að. Enn eru mörg eftir og verða þau væntanlega birt á laugardaginn. Svör þau, er birtust í blaðinu í gær, hafa hvarvetna vakið mikla athygli og sýna vel, að unga fólkið fylkir sér undir merki Framsóknarflokksins. #########»##############»»#####»######################i irspurn eftir iðnaðarmönnum hefur að vísu bætt þau kjör í 1 bili. Nemendur fá oft mikla eft- irvinnu og fríðindi fram yfir það sem áður var. Aðstaða til bóklegs nám hef- ur stórbatnað í Reykjavík og Hafnarfirði, eða þar sem skól- arnir eru dagskólar, því kvöld- skólar að loknum vinnudegi leifa mjög litlum tíma til að lesa námsbækur. Annars tel ég það höfuðverkefni, sem fyrir liggur, að skipuleggja þessa atvinnu- grein betur, eins og að vísu flestar aðrar, því vinnuhagræð- ing þýðir betri afkomu fyrir alla. Þú ert Framsóknarmaður, þó störf þín og tekjur heyri undir verkamannastétt? Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið vörð um hag bænda- stéttarinnar og tel ég það ekki lastvert, síður en svo. Með breyttum búnaðarháttum, þar sem allflestir bændur eru nú einyrkjar, er hagur bóndans orð . inn sá sami og launþeganna, það er, að þeir fái vinnu sína það sæmilega greidda, að dugi til mannsæmandi lífs. Framsóknarflokkurinn hefur stutt með heilindum hóflegar kaupbækkanir og. átt í seinni tíð giftudrjúgan þótt í að vinnu- friður hefur haldizt í landinu, þótt ríkisvaldið hafa gert sitt til að ræna launþega öllum kjarabótum, sem kunnugt er. Svo í öðru lagi hefur Fram- sóknarflokkurinn verið höfuð- brjóstvörn samvinnufélaganna í landinu, en sá félagsskapur hef- ur fært hinum vinnandi manni hvað mestar kjarabætur, ekki eingöngu vegna þess að sam- vinnufélögin hafa bæði beint og óbeint haldið niðri vöruverði, heldur einnig vegna þess að sjóðir og fasteignir samvinnu- félaganna er arfur til framtíð- arinnar á þeim stað, sem þau eru starfrækt. En aðstaða og fasteignir einstaklinga ganga kaupum og sölum, svo hver kyn slóð getur þurft að greiða and- virði þeirra mörgum sinnum. Af andstæðingum Framsókn- arflokksins er honum oft talið það til lasts, að hann sé milli- flokkur. Ég tel það einmitt til kosta, — því öfgarnar eru alltaf það versta, hófið er það sem gildir í hverju tilfelli. þau lög, sem löggjafinn hefur sett og fari eftir þeim. Það má t. d. í flestum tilfellum koma í veg fyrir það með auknu eftirliti, að unglingar neyti áfengis á þeim stöðum, sem þeir sækja mest. Og það er mikil nauðsyn að slíkt sé gert — svo sem löggæzlu- og dómsvaldi ber skylda til. í öðru lagi þarf að koma í veg fyrir, að áfengisverzlunin af- greiði unglinga, innan lögaldurs, svo og þá, sem gerzt hafa brot- legir við áfengislögin. í þriðja lagi, og þar skírskota ég til skynsemi hvers andlega heilbrigðs manns, má enginn út- vega eða veita unglingum áfengi Slíkt varðar við lög og er engum heiðvirðum manni sæmandi. En því miður eru þeir margir, sem af óvarkárni, einnig af ásettu ráði og jafnvel í gróðaskyni, að- hafast slíkt. Það má vera kalt hjarta, sem slíkan verknað frem- ur — og slíka fjármuni notar til framfærslu eigin barna. Síðastíiðmri vetur urðu mikil blaðaskrif'úm neyzlu eiturlyfja, sem~ því 'miður virðist töluvert útbreidd: Oghið háa Alþingi lét einnig málið til sín taka. En hvað þá um áfengið? Ég vil að lokum bera fram þá ósk, að á- fengisböl og ofdrykkja fái slíkar viðtökur, því að eins og það er víða notað, er það hið háskaleg- asta eitur, sem leggur fjölda heimila í rústir. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, bílasmiður, Akureyri: Hvað ber að gera til að hindra áfengisneyzlu unglinga? I fyrsta lagi að þeir, sem halda eiga uppi lögum og rétti, virði núverandi ríkisstjórn, þótt öðru væri lofað. í þessum málum ríkir hreint ófremdarástand, jafnvel svo, að ungt fólk flýr bæinn. Það hlýtur að vera krafa alls ungs fólks, sem getur unnið, vill vinna og vinnur mikið, að þjóðfélagið geri því mögulegt að eignast þak yfír höfuðið. Núverandi ríkisstjórn virðir þessa kröfu að vettugi. Unga fólkið segir álit sitt 9. júní. JÓN ÁGÚSTSSON, húsasmiður, Akureyri: Hvernig finnst þér þjóðfélagið sinna skyldum sínum við unga íólkið? Eins og nú er, virðist mjög miklum erfiðleikum bundið að koma sér upp eigin íbúð. Sæmi- leg íbúð mun nú kosta 500-600 þús. krónur og hefur hækkað á síðustu árum um 150-200 þúsund krónur. En lán hjá Húsnæðis- málastjórn hafa hækkað úr 100 þúsund upp í 150 þúsund krón- ur, svo að allt lánið og meira til fer í hækkun byggingarkostnað- arins eina. Efnalitlir húsbyggendur þurfa að eiga aðgang að lánum, sem svara tveim þriðju hluta bygg- ingarkostnaðar og vextir mættu ekki vera hærri en 3-4%, til þess að nokkur von sé til þess að fólk geti staðið undir hús- næðiskostnaði eigin íbúða. En ef fólki er ekki gert þetta kleift, skapast fyrst mikil húsnæðis- vandræði, eins og raunar eru þegar orðin hér í bæ, og síðan verða ríkir menn eigendur hús- anna og leigja út fyrir „sann- gjarnt verð“. Þessa þróun styður HAUKUR ÁRNASON, byggingafræð- ingur, Akureyri: Hvemig gengur ungu fólki að byggja yfir sig? Til að auðvelt geti talizt fyrir ungt fólk að eignast eigið hús- næði, þarf það aðgang að hag- kvæmum lánum til langs tíma og sanngjörn laun vinnu sinnar. Eins og nú er háttað má telja einu möguleikana til lána vera 150 þúsund króna lán frá Hús- næðismálastofnun ríkisins, sem er hámarkslán. Þetta er þó að- eins 30% þess fjár er þarf til að geta eignazt íbúð, og nægir rétt til að greiða þá hækkun, sem orðið hefur á íbúðarverði frá 1958. Nokkuð af ungu fólki hefur auk þess aðgang að lífeyrissjóðs- lánum, sem verður því mikill styrkur. En meirihlutinn hefur ekki nokkra möguleika til út- vegunar viðbótarfjár, þar sem allar peningastofnanir eru harð- lokaðar fyrir útlánum til íbúða- bygginga. Ráðamenn þessarar þjóðar hafa ekki viðurkennt íbúðabygg ingar sem æskilegan og sjálf- sagðan þátt efnahagsuppbygging árinnar. Auk lánsfjártakmörkunar er því til staðfestingar hinir háu vextir, sem beinlínis eru settir til þess að draga úr bygginga- framkvæmdum, enda má full- yrða að mjög fáir hafi efni á að búa í eigin húsnæði. Sé reiknað með núgildandi vöxtum og í- búðarverði, verður húsaleigan yfir árið, þ. e. vextir, afborgan- ir og viðhald, ekki undir 70 þús. krónum af meðal íbúð. Og er þá víðast lítið eftir af launatekjum manna til annarra þarfa. Af þessu sést, að mjög erfitt verður að telja fyrir ungt fólk að eignast eigin íbúð. BBBB f í i?S§J| GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingismaður: | r r TEKIÐ í ÓKUNNA HÖND 1 (Frariih.) Lagt var til, að biskupsstóll yrði fluttur frá Reykjavík að Skálholti og stefnt að endur- reisn Hólastóls. Fleira mætti nefna. Nú má segja, að ekki sé niiklu til vegar komið, þó að nefndar- álit sé lagt fyrir ríkisstjórn, sem telur sig hafa öðru þarfara að sinna, og kemur því fyrir í skjalaskápum sínum. En þessi nefnd var þannig skipuð, eins og fyrr segir, að íulltrúar lands- fjórðunganna voru sérstaklega til kvaddir. Ég tel þar með fram komna, fyrir atburðanna rás, ó- tvíræða bendingu um það, hvernig að málum, sem þessum þurfi að vinna. Frumkvæðið í slíkum málum verður að koma frá landshlutum og byggðalög- um, því að það er þeirra fram- tíð, sem hér er um f jallað. Lands byggðin sjálf verður að tendra þann eld, stæla þann vilja, skapa þann andlega kraft, ef svo mætti að orði komast, sem get- ur orðið þess megnugur að móta ráðandi stefnu innan þjóðfélags- ins. Og nú vil ég nota tækifærið til að ræða fleira. Ég veit ekki, hvaða aðstöðu vinur minn „Austri“ hefur haft til að fylgj- ast með gangi mála á Alþingi, t. d. síðastliðinn vetur. En hvað, sem um það er, vil ég benda honum á að kynna sér írumvarp það til laga um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, sem við Framsóknar- menn fluttum á Alþingi því, sem nú heíur verið rofið. Þótt þar sé ekki sérstaklega fjallað um stað setningu skóla eða annarra rík- isstofnana, er þar nú með nýj- um hætti fjallað um sameigin- < legt áhugamál okkar. Mér skilst > á grein hans, að hann sé dálítið^ vantrúaður á góðan vilja a. m. k. sumra þeirra, sem bera sér orðið „jafnvægi“ í munn, sé hræddur um að þeir kunni ein- hverjir að „hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar". Eitthvað svip að sagði ég sjálfur á þingi í vet- ur um þá, sem felldu fyrir okk- ur þetta frumvarp cg gerðu þingssamþykkt um, að þáð væri „óþarft“. Á vegum þjóðfélagsins eru margar starfs-stofnanir, sem skipta með sér verkum með það fyrir augum, að hver þeirra sé sérfróð og ábyrg á sínu sviði. Ein sér um fræðslumál, önnur um póst og síma, þriðja um vega mál, fjórða um hafnir og vita, fimmta um strandferðir, sjötta um útvarp o. s. frv., en þær eru margar. Við lögðum til, að kom- ið yrði upp sérstakri byggða- jafnvægis- eða landsbyggðar- stofnun, sem ynni að því með rannsóknum, áætlunum og f jár- framlögum, einkum á sviði at- vinnumála en að nokkru leyti einnig á sviði húsnæðismála að vemda og efla byggð í einstök- um landshlutum. Við lögðum jafnframt til, að þessi stofnun fengi árlega til umráða fastá- kveðinn hundraðshluta af tekj- um ríkisins, þannig að ekki yrði um rýmun að ræða af völdum dýrtíðar. Við vildum einnig reyna aðra leið: Að einstökum landshlutum, sýslum eða bæjarfélögum, væri gert kleift að koma sjálf upp svona stcfnunum á sínum svæð- um, að leggja íram eða útvega fé til þess eftir getu og fá um leið stuðning allsherjarsjóðsins, enda væri um sameiginlegar á- ætlanir að ræða. Og nú kem ég að spumingu „Austra“ vinar míns: „Jafnvægi í byggð Iandsins, hvað er það?“ Honum finnst þetta stundum nokkuð óljóst hjó sumum, og það að vonum. En við, sem flutt um þetta mál, orðuðum það svo, að starfsemi landsbyggðarstofn- unarinnar ætti að taka til þeirra landshluta, þar sem „bein eða hlutfallsleg fólksfækkun hefur átt sér stað undanfarið eða er talin yfirvofandi." BEIN fólksfækkun er það, þeg ar fólkstalan lækkar. En hjá hraðvaxandi þjóð, er hver Iands hluti mjög illa staddur, þar sem fólkstalan stendur í stað, énda þótt hún lækki ekki. Og njeira en það: Landshluti eða lands- hlutar em ekki vel á vegi stádd- ir, þótt þar sé um einhverja fólksfjölgun að ræða, ef fólks- fjölgunin er þar miklu minni en landsins í heild. Þá er um HLUT FALLSLEGA fólksfækkun að ræða í þeim landshlutum. Blóð- gjöf er framkvæmd á kostnað þeirra. Áhrif þeirra á þjóðfélag- ið fara minnkandi. Þeir verða eins og bam, sem vex hægar en lífið krefst, og að því kemur, að vaxtartíminn er liðinn. Og nú er tækifærið fyrir okk- ur „Austra“ vin minn og aðra, sem hafa sömu áhyggjur og við, til að átta okkur á því sem skeð hefur. Á tímabilinu 1940—’61 fjölg- aði þjóðinni í heild um rúml. 48% eða 58—59 þús. Nál. 9/10 hlutar þessarar fjölgunar kom fram í Kjalarnesþingi einu, þ. e. í höfuðborginni og öðrum suð- urbyggðum Faxaflóa. Þar varð fjölgunin á 21 ári 112%. I öllum (Framhald á blaðsíðu 6). <-------------------------->- Sjálfboðaliðar! ALLIR þeir, sem vflja starfa fyrir B-listann að kosninga- undirbúningi og á kjördag, góðfúslega gefi sig fram við kosningaskrifstofuna í Hafn- arstræti 95. (Goðafoss). Sím- ar 1443 og 2962. ----------------------IdÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.