Dagur - 30.05.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 30.05.1963, Blaðsíða 8
8 .... Nokkrir bátar í Slippstöðinni h£. á Ak., en þangað leitar f jöldi báta til viðgerða. (Ljósm. E. D.). FRÁ BÆJARSTJÓRN Hællur a5 skilja, segir fyrrv. frambjóðandi Þjóðvarnarmanna BLAÐTÐ Þjóðólfur á Selfossi liirt ir 18. maí s.l. langt viðtal við Hrólf Ingólfsson fyrrv. bæjarfull- trúa í Vestmannaeyjum, sem nú hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Seyðisfirði. Hrólfur er kunnur maður á Suðtir- og Austurlándi og yíðar, og iiefur, eins og hann seg- ir sjálfur í viðtalinu, haft „all- mikil kynni af stjórnmálum" und anfarna áratugi, var m. a. Þjóð- varnarmaður og þrisvar sinnum í framboði fyrir Þjóðvarnarflokk- inn í Vestmannaeyjum. Hér fer á eftir kafli úr viðtalinu við Hrólf Ingólfsson og hefst, er ritstjóri Þjóðólfs spyr, hvenær hann hafi gengið í Þjóðvarnar- flokk íslands. „Ætli það hafi ekki verið um það bil tveimur árum eftir að ég var rekinn úr Alþýðuflokknum, að cg gekk í Þjóðvarnarflokkinn og var í þingframboði um sumar- ið 1953. Þjóðvarnarflokkurinn fór vel af stað og mér fannst hann hæfa mér vel: frjálslyndur vinstri flokkur, móti hersetu, afturhaldi og kommúnistum. I þessum kosn- ingum fékk ég um 160 atkvæði og þótti það góð byrjun. í bæjar- stjórnarkosningunum 195'! feng- r Utvarpsumræðor tvö næstn kvöM FIMMTUD AGSKV ÖLD og föstudagskvöld verður út- varpað frá Endurvarpsstöð- inni í Skjaldarvík stjórnmála umræðum á vegum þeirra fjögurra framboðslista, sem í kjöri eru í Norðurlandskjör- dæmi eysira. □ ÞRYMUK SÖNG NÝLEGA lét Þrymur á Húsavik til sín heyra undir stjórn Sig- urðar Sigurjónssonar. Söng- skemmtunin fór fram í sam- komuhúsinu á Húsavík, sem nú er búið að endurbæta svo mjög, að vart er þekkjanlegt. Húsið var þéttskipað og söngn um frábærlega tekið, svo að syngja þurfti mörg aukalög. Ein söngvari var Eysteinn Sigurjóns son og undirleik annaðist Ingi- björg Steingrímsdóttir. □ Hrólfur Ingólfsson. um við 210 atkvæði, en Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkur inn 196 atkv. hvor, svo við vor- um hærri en þessir gömlu flokkar með öll sín sambönd. Svo var það í þingkosningunum 1956, að allt saman hrundi og flokkuritin beið hið mesta afhroð í Reykjavík og tapaði báðum þingsætunum, sem hann hafði unnið 1953. Hér í Eyjum héldum við samt nokkurn veginn okkar atkvæðum, ég man ekki hvort þau voru tveimur færri en 1953. — Hvernig varð svo viðskilnað- ur þinn við Þjóðvarnarflokkinn? — Eiginlega finnst mér þessi spurning þín ekki rétt orðuð, því ég veit ekki hyort rétt er að segja, að ég liafi beinlínis skilið við þjóð varnarflpkkinn. . M.iklu réttara væri að líkja þessum viðskilnaði við það, þegar bátur sekkur und- an manni. Mín skoðun er nefni- lega sú, að Þjóðvarnarflokkurinn háfi í raun og veru látið lífið, þ. e. sokkið, í þingkosningtínum 1956, enda hefur það sýnt sig æ síðan, að þeim fækkaði ár frá ári, sem kusu flokkinn, þ. e. viður- kenndu tilyeru hans. Þannig léil ég nt'i á þéssi mál og sjálfsagt margir fleiri, enda neitaði ég afdráttarlaust að vera í framboði fyrir flokkinn í bæjar- stjórnarkosningunum 1958, sagúi sem satt var, að fyrst yrðu þeir í Reykjavík að sýna eitthvert lífs- merki, hvað þeim tókst ekki og hefur ekki tekizt ennþá. — En var ekki Þjóðvarnarflokkþ urinn að gera bandalag við Al- þýðubandalagið? — Þér finnst kannske að ég sé að fara með öfgar og um það má sjálfsagt deila eins og allt annað. Það md kannske segja, að sokkið skip sc lika skip og fámennur flokkur sé samt flokkur. En svo mikið er víst, að þegar Alþýðu- bandalagið var myndað, var mik- ið reynt til þess að fá Þjóðvamar- menn til liðs við bandalagið. Ör- fáir einstaklingar urðu við þessari liðsbón kommanna, en flokkurinn sem slikur neitaði öllum afskipl- um af Alþýðubandalaginu. Ég er persónulega kunnugur ýmsum af hinum fámenna hópi rnanna, sem ennþá kallar sig Þjóð varnarflokk íslands. Margir þeirra eru ágætismenn, en ég er hættur að skilja hvað fyrir þeim vakir. Kommúnistar eru að vísu á móti vestrænum her og Atlantshafs- (Framhald á blaðsíðu 7). ÞRIÐJUDAGINN 14. þ. m. var fundur hjá bæjarstjórninni, Verður hér á eftir getið nokk- urra mála, sem þar voru til um- ræðu og afgreiðslu. I. Skipting fjár til gatnagerðar. Fyrir lá tillaga bæjarráðs um ráðstöfun þess fjár, sem á gild- andi fjárlögum bæjarins er ætl- að til nýbyggingar gatna. Engar breytingartillögur komu fram, en nokkrar umræður urðu um ástandið í þessum efnum. Kom þá fram, að lengd allra gatna á Akureyri er samanlögð 40 km, en af þeim aðeins 3 km malbik- aðar götur. Miðað við þá fjár- veitingu, sem nú er til slíkra framkv., en hún er 3Vé millj. kr., tæki það heilan mannsaldur (ca. 70 ár) að fullgera þessa 37 km, þó að engar nýjar götur bættust við! Má af þessu sjá, hvílíkt feiknaátak það er að fullgera göturnar í bænum og hversu fjarri það er þörfinni að ætla til þessa aðeins fáeinar milljónir á ári. Einnig mætti þetta vera vísbending um að þenja bæinn varlega út, en byggja betur upp þau svæði, sem byrjað er á, en þar eru víða stórar eyður í. Til fróðleiks birtir blaðið nú, orð- rétt upp úr tillögu bæjarráðs, listann yfir skiptingu þessarar fjárveitingar á yfirstandandi ári, en hún var samþykkt á fundin- um, mótatkvæðalaust. kr. í þús. Langholt (framh.) 190 Einholt (framh.) 105 Furuvellir (framh.) 150 Hjalteyrargata (framh.) 470 Norðurg. vest. Hjalteyrarg. 30 Þingvallastræti (framh.) 75 Kaupvangsstræti 315 Laugarg. (neðan íþr.húss) 135 Suðurbyggð 420 Skarðshlíð og Áshlíð, Glerárhverfi (hluti) 300 Mýrarvegur (framh.) 240 Nýlagning malbiks: Hafnarstr. (neðan samk.h.) 585 Geislagata (hluti) 145 Kaupvangsstræti að Sjöfn 405 Bifr.stæði gegnt Nýja-Bíó 35 Samtals 3600 Það hefur vakið athygli, að á þessari skrá er ekki minnzt á Glerárgötu, sem í fyrra var á- kveðið að taka fyrir allt að Gler árbrú. Ástæðan mun þó vera eðlileg, því að fyrir liggur gagn- gerð breyting á þeirri götu alla leið inn að Strandgötu og er það mál allt í deiglunni, enda mörg „ljón á veginum“ þar, sökum þrengsla af gömlum húsum. II. Lokaumræða fór nú fram um hina nýju hafnarreglugerð og var frumvarpið samþykkt án breytinga. Nokkrar umræður urðu um tillögu, er fram kom út af framkvæmd 37. greinar, en hún er óbreytt, frá því sem í gildi var undanfarinn langan tíma. Þetta ákvæði er um inn- heimtu vörugjalda, sem gerð er kostnaðarsamari, en til mun ætl azt. Tillagan fól í sér kröfu um að innheimta þessara gjalda yrði gerð ódýrari og fram- kvæmd hennar hagað sam- (Framhald á blaðsíðu 7). HEKLA, Sambandi norðlenzkra karlakóra, efnir til söngmóts dag ana 7. og 8. júní n.k. Mótið hefst á Akureyri föstu- dag 7. júní og verður sungið sam tímis í Akureyrarkirkju og sam komuhúsi bæjarins um kvöldið. Seinni daginn verður farið að Blönduósi og Húnaveri. Samsöngur að félagsheimilinu að Blönduósi kl. 5 e. h. og Húna- veri kl. 8.30 um kvöldið. Þetta er 9. söngmót Sambands ins frá því það var stofnað 1934. Fyrsta söngmótið var háð á Ak- ureyri 1935. Síðan hafa söngmót- in flutzt til um sambandssvæðið, en þa ðnær yfir fjórar sýslur Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjafjarð arsýslu, Skagafjarðarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu. Þetta er í fyrsta skipti að söngmót Sambandsins er háð í Austur- Húnavatnssýslu og verður að sjálfsögðu talinn mikill viðburð- ur þar um slóðir. Nú eru 10 kórar í Samband- inu og 9 af þeim taka þátt í mót- inu, alls á fjórða hundrað söng- menn, sem syngja nokkur lög sameiginlega, og hver kór út af fyrir sig. — (Fréttatilkynning).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.