Dagur - 05.06.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 05.06.1963, Blaðsíða 1
Málgagn Framsóknarmanna Ritst)óri: Erlincur Davíðsson ’.SkRusioi a í Hafnarstræti 90 SÍMI 1166. Sl'.TNINGU OG PRENTUN ANNAST PrENTVERK OdDS liJÖRNSSONAR H.F., AkUREYRI V_____________________■ XLVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 5. júní 1963. — 37. tölublað Auclýsing/\stjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ÁRCANGURINN KOSTAR kr. 120.00. Gjalddaci F.R 1. JÚL.Í Bladiu kemur út á miuvikudög- um oc á laúgardögum, ÞECAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TIL STAÐREYNDIR - til minnis við kjöiMið @ BJARTMAR OG RAFVÆÐINGIN. BJARTMAR GUÐMUNDSSON fékk, sem vænta mátti, það hlut- verk í útvarpsumræðunum, að lirósa „viðreisnarstjórninni“ fyrir framkvæmdir í rafvæðingarmálum dreifbýlisins. Staðreyndin í þessu efni, sem mestu máli skiptir, er þessi: Á árunum 1956—1958 var stofnkostnaður rafmagnsveitna ríkis- ins og héraðsrafmagnsveitna ríkisins við rafvæðingu samkvæmt 10 ára áætluninni að meðaltali 131,7 milljónir króna á ári. En á árunum 1959—1962 75,1 milljón kr. á ári, hvorttveggja reiknað á verðlagi framkvæmdakostnaðar á árinu 1962. • JÓNAS RAFNAR OG ÍBÚÐALÁNIN. Jónas Rafnar gerði mikið úr því í útvarpsumræðunum, og Frið- jón og Bragi tóku undir bað með honum, hve núverandi ríkisstjórn hefði látið sér umhugað um að efla íbúðalánastarfsemi í landinu, meðal annars með því að auka hámark einstakra íbúðalána úr 100 þús. upp í 150 þús. kr. í febrúar 1960 kostaði 330 rúmmetra íbúð, samkvæmt opinberum skýrslum, 406 þús. kr. Nú kostar sams konar íbúð, samkv. sömu skýrslum, kr. 556 þúsund. Hækkun bygg- ingakostnaðarins gleypir því ekki aðeins lánsfjárhækkunina, (50 þús.) heldur allt lánið, sem hægt er að gera sér vonir um að fá frá húsnæðismálastjórn. • SAMDRÁTTUR BYGGINGASTARFSEMI 1960—1961. Árið 1957 var hafin bygging á 1610 íbúðum í landinu, 1958 á 1462 og 1959 á 1597 íbúðum. Fyrsta „viðreisnarárið“ (1960) var hafin bygging 1013 íbúða og annað „viðreisnarárið“ (1961) 789 íbúða. Tölur ársins 1962 liggja enn ekki fyrir. @ DRÁTTARVÉLAVERÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA. f umræðum á Alþingi í vetur var það upplýst, að Ingólfur Jóns- son landbúnaðarráðherra hefði í vorkosningunum 1959 ráðlagt bændum á Suðurlandi að draga dráttarvélakaup þangað til búið væri að létta af þeirn „Framsóknarsköttunum“. Þá kostaði algeng Ferguson-dráttarvél kr. 59.597.00. Árið 1962, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn var búinn að stjórna í tvö ár, kostaði sams konar dráttarvél kr. 107.073.00. Vegna harðsnúinnar baráttu Framsóknarflokksins og bændasamtakanna, voru aðflutningsgjöld á dráttarvélum lækk- uð á s.I. vori. Þrátt fyrir það kostar dráttarvélin nú kr. 88.522.00, eða nálægt þriðjungi meira en hún kostaði 1958, þegar Ingólfur ætlaði að afnema „Framsóknarskattana“. Verst urðu þeir bændur þó úti, sem hlýddu ráði Ingólfs og fengu allt að 80% hækkun 1960—1962. 0 RfKISÚTGJÖLD OG ÁLÖGUR HÆKKUÐU UM 150%. Stjómarmenn í útvarpsumræðunum héldu áfram gamla söngn- um um lækkun skatta og tolla á „viðreisnartímanum“. Þar er falskt sungið og meira en það. Samkvæmt fjárlögum 1958 námu ríkis- útgjöldin og þær álögur, sem lagðar eru á þjóðina með alls konar tollum og sköttum, og einkasölugróða, 800—900 millj. kr. Samkv. fjárlögum, sem eru í gildi fyrir árið sem er að líða (1963), nema þessi sömu útgjöld og álögur um 2200 millj. kr., teljast sem sagt í milljörðum í stað milljóna fyrrum. Hækkun frá 1958 til 1963 er 1300—1400 milljónir króna, eða a. m. k. 150%. Það er rétt,. að beinir skattar voru lækkaðir 1960 og ýmsir tollar nú í vor, en niðurstaðan er samt þessi. Hér koma til greina. gengisfeliingamar tvær, sem hafa hækkað stórkostlega innflutningsverðið, sem tollar eru reikn- aðir af, svo og hinir miklu siiluskattar, sem lagðir hafa verið á í tíð núverandi stjómar. f þeirri miklu umsetningu, sem hér er um að ræða, er tolialækkunin s.I. vor ekki mikilvæg og þarf ekki mikla gengisbreytingu til að vinna hana upp aftur fyrir hönd ríkissjóðs. @ KAUPMÁTTUR TfMAKAUPSINS. f marzmánuði 1959 var fyrirvinna vísitölufjölskyldunnar (hjón með 2,2 böm) 2338 stundir að vinna fyrir ársþörfum fjölskyldunn- ar fyrir vörur og þjónustu. f marz 1963 var hann 2736 stundir, eða 398 stundum lengur, að vinna fyrir sömu þörfum. Síðan í marz hefur vísitala vara og þjónustu enn hækkað um 2 stig. Húsnæðis- kostnaður er hér ekki meðtalinn, enda verður húsnæðisvísitala Hagstofunnar nú varla skoðuð sem raunveruleg tala. ÁGENGNI REYKJAViKUR-lHALDSINS er „lævís og lipur“ eins og syndin AKUREYRINGUM brá í brún í fyrra, þegar það kom í ljós, að Reykjavíkurborg en ekki Akureyrarkaupstaður myndi á árinu 1962 fá allt útsvarið, sem verksmiðjur SfS á Akureyri greiddu það ár. En útsvar þetta átti að nema, samkvæmt niðurjöfnun hér í bæ, nál. 600 þúsundum króna. Það kom í Ijós, að þessi flutn- ingur Akureyrarútsvarsins suð- ur í bæjarsjóð Reykjavíkur staf- aði af lagabreytingu, sem kom- izt hafði inn í ný útsvarslög, sem sett voru ó Alþingi veturinn 1961—1962 fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar. Málið hafði verið undirbúið í nefnd, utanþings, og eins og vant er hafði enginn þingmaður stjórnarandstöðunn- ar fengið að taka þátt í nefndar- störfum þessum. En ágengni Reykjavíkur- íhaldsins er „lævís og lipur“ eins og syndin, og tekizt hafði við undirbúning málsins, þar sem höfuðborgin hafði greiðan aðgang, að hagræða ákvæðum lagagreina með þeim afleiðing- um fyrir Akureyrarkaupstað, sem kunnar eru. Af hálfu bæjaryfirvalda hér var gerð tilraun til að fá úr- skurð ríkisskattanefndar Akur- eyrarbæ í vil, þar sem hin nýju ákvæði útsvarslaga voru ekki talin ótvíræð. Sá úrskurður er nú fallinn og fékk Akureyri enga leiðréttingu sinna mála fyr ir árið 1962. Hinsvegar var á síðasta Al- þingi (19. apríl s.l.) sett svo- hljóðandi ákvæði inn í 30. gr. laganna um tekjustofna sveitar- félaga frá 28. apríl 1962: „2. Ef útsvarsgjaldandi rekur at vinnustöð utan lögheimilissveit- ar eða í fleiri en einu sveitarfé- lagi, skal skipta útsvari, sem lagt er á tekjur á milli hlutað- eigandi sveitarfélaga svo sem hér segir: Útsvörum skal skipt á milli sveitarfélaganna miðað við verðmæti framleiddrar vöru eða veittrar þjónustu, viðskipta- AÐ KVELDI annars hvítasunnu dags hófst verkfall flugmanna, sem starfa hjá Flugfélagi íslands og Loftleiðum, vegna kjaradeilu, sem óleyst var í gærkveldi, um það bil er blaðið fór í pressuna. Þar með er öll starfsemi þess- ara flugfélaga lögð niður, innan- lands a. m. k. Sáttasemjari ríkisins fékk mál þetta til meðferðar fyrir hátíð- ina. Samningaviðræður stóðu í fyrrinótt og setið var á samn- ingafundi síðdegis í gær. Flug- félögin sendu allar millilanda- flugvélar sínar úr landi í fyrra- dag. Gullfaxi var þó væntanleg- ur til Reykjavíkur í gærkveldi og mun stöðvast þar, ef ekki semst. Ollum má ljóst vera hvert ófremdarástand skapast í land- inu, ef verkfall Félags atvinnu- veltu, starfsmannafjölda, nýt- ingu fastafjármagns og annað, sem getur skipt máli. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um skiptingu útsvara skv. þessum tölulið.“ Þetta nýja ákvæði nægir vænt anlega til þess að rétta aftur hlut Akureyrar á árinu 1963 og framvegis, en útsvarið 1962 er tapað. □ flugmanna verður ekki leyst án tafar. Og í öðru lagi mun hin fjárhagslegi grundvöllur flug- félaganna tæpast þola langa stöðvun. □ ÓTRÚEEGT E3V SATT i ‘ NORÐLBNZKUR iðnnemi hef ;ur spurzt fyrir um það hjá ;; Degi, hvort' það sé satt, sem hann hafi heyrt á skotspónum ;! að sunnan, en þyki ótrúlegt, a'ð !! Jónas G. Rafnar alþingismað- !; ur hafi í ræðu á Alþingi í vor !; talað gegn því, að Tækniskóli ;; fslands yrði staðsettur á Ak- ;|ureyri í stað Reykjavíkur. ;! Svar: Það er satt, en fyrir- !! spyrjandi verður sjálfur að !; meta, hvort það sé ótrúlegt. — !; Ræðan var flutt í neðri deild !; Alþingis í aprílmánuði. □ i Mapís viss með uppbófarsæti |i ; „KÆMIST Hjörtur á þing á kostnað D-listans, sem virðist !| vera óskadraumur Framsóknar, felldi hann að vísu ekki !; Magnús Jónsson frá þingsetu, heldur þriðja mann D-listans.“ !; (íslendingur, blað Sjálfstæðismanna í Norðurlandskjör- j! !; dæmi eystra, 24. maí 1963, bls. 5.) !! VERKFALL FLUGMANNA HAFID

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.