Dagur - 05.06.1963, Blaðsíða 5

Dagur - 05.06.1963, Blaðsíða 5
4 Baguk Úlvarpsumræðurnar á Akureyri ÞAÐ mun mega <elja aðaleinkenni út- varpsumræðnanna, sem íram íóru á Ak- ureyri í vikunni sem leið, að ræðumenn stjórnarflokkanna, sem þama töluðu sem einn flokkur væri, virtust helzt engan andstæðing sjá nema Framsóknarflokk- inn. Um hann einan virtust áhyggjur þeirra snúast, en um Alþýðubandalagið voru þeir furðu fáorðir. Þetta sannar enn það, sem margir segja um þessar mundir, að kosningabaráltan sé meira og meira að færast í það horf, að verða ein- vígi milli Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisfl. Hitt vekur ekki almennan áhuga í landinu, eins og á stendur, hvað af atkvæðum stjórnarliðsins fellur á Sjálf- stæðisflokkinn og hvað á Alþýðuflokkinn, sem er aukapersóna í stjómarsamstarf- inu. Samtimis reyndu Bjöm Jónsson og hans menn, að gera frambjóðendur Fram- sóknarflokksins hér tortryggilega í aug- um stjómarandstæðinga. Þetta er illt verk og óþörf taugaveiklun hjá þeim, því að Björn nær kosningu, en hinsvegar dettur víst engum lengur í hug, að Amór verði kosinn. Vel færi á því, að Alþýðu- bandalagsmenn hefðu sig hæga gagnvart Framsóknarflokknum, því að Framsókn- armenn eru nú að reyna að sameina það, sem kommúnistar og Alþýðuflokksmenn hafa verið að bítast um og sundra und- anfarna áratugi. Jónas Rafnar er maður löglærður. Ræða hans á fimmtudagskvöldið var að miklu leyti hófsöm vamarræða mála- færslumanns, sem er að reyna að færa fram málsbætur til að fá sektardóm mild- aðan. Aðferð málafærslumanna í slikum tilfellum, þegar þeir Vita að skjólstæð- ingar þeirra verða sekir fundnir fyrir dómstólum, er oft að sýna fram á, að þessum skjólstæðingum hafi, þrátt fyrir allt, ekki verið alls varnað og hafi látið eitthvað gott af sér leiða, sem eigi að verða til þess að draga úr refsingunni, þótt hún verði ekki umflúin. Ýms þarfleg Iög hafa verið sett á þessu kjörtimabili, og flestir verið því sammála, og J. R. taldi þau fram af mikilli samvizkusemi. Mörg fjárframlög hafa að sjálfsögðu verið hækkuð vegna „viðreisnar“-dýrtíðarinn- ar, og hann taldi þau líka fram. En saman burðimi, mælikvarðann, vantaði. Fjárlög- in í heild hafa hækkað um a. m. k. 150%. Fjárframlög til einstakra framkvæmda ber að meta með hliðsjón af því. Þús- undir verkamanna hafa fengið ca. 20% hækkun á timakaupi. Ætli það sanni mik- ið, þó að Jónas Rafnar eða einhver annar læsi nöfn þeirra í útvarpi! Aðalatriðið er, að „viðreisnar“-dýrtíðin hefur hækk- að útgjöld allra þessara verkamanna miklu meira. Margt annað kom líka fram í þessum umræðum, sem ástæða væri til að minn- ast á og vekja athygli á, ef rúm leyfði. Bragi Sigurjónsson las t. d. upp nokkrar tölur, sem hann sagði vera úr áætlun „Emils Jónssonar“ um fjármagn til hafnargerða í Norðurlandskjördæmi eystra, á þessu sumri. Ekki gat hann þess, hver hefði afhent honum þessar tölur, en þær hafa ekki áður verið birtar opin- berlega, svo að Dagur hafi orðið þess var. Þessar hafnir eiga auðvitað að fá sinn hlut af enska láninu, sem ríkisstjórnin tók, og kallað hefur verið kosningalán. □ Húsnæðismálastefna Framsóknarf 1. Steinunn Sigurðardóftir i. FLOKKSÞINGIÐ telur, að Framsóknarflokkurinn eigi hér eftir sem hingað til að vinna að því eftir ítrasta megni, að sem flestir eignist gott húsnæði yfir sig og fjölskyldu sína. En þar sem erfitt mun reynast að koma því til leiðar að allir þeir, sem íbúðar þarfnast, eignist eigið hús næði, þá telur flokksþingið að vinna beri að því, þar sem skort- ur er á húsnæði, að sveitarfélög in með tilstyrk ríkisins, byggi leiguhúsnæði. Verði það hús- næði leigt út með góðum kjör- um. Sérstök áherzla sé lögð á byggingu leiguhúsnæðis fyrir barnafjölskyldur. II. Flokksþingið vekur athygli þjóðarinnar á því, að á valda- tíma núverandi stjórnarflokka hefur verð á meðal íbúð (það er ca. 120 m2) hækkað um 150—180 þús. kr.; auk þessa hafa vextir verið hækkaðir af byggingalán- um. Hins vegar hafa lán frá Byggingarsjóði ríkisins aðeins hækkað um 50 þúsund krónur á sama tíma, og heildarlán því lægri en verðhækkuninni nem- ur. Ennfremur vekur flokksþing- ið athygli á þeim samdrætti, sem orðið hefur á íbúðarhúsabygg- jngum á þessu tímabili, þar sem á árunum 1956—1958 var byrjað á 1616 íbúðum að meðaltali á ári, en 1961 var aðeins hafin bygging á 789 íbúðum. Þessi samdráttur hefur leitt til mik- illa húsnæðisvandræða. ra. Eins og að framan er lýst mun Framsóknarflokkurinn beita sér fyrir því af alefli, að auka mögu leika fólksins til að eignast eig- in íbúðir. Að þessu vill flokkur- inn vinna á eftirfarandi hátt: 1. Að auka lánveitingar til bygginga nýrra íbúða, svo unnt verði að lána til hverrar íbúðar af hóflegri stærð, hvar sem er á landinu %hluta af byggingár- kostnaði. Til þess að svo megi verða, bendir flokksþingið á eft- irfarandi leiðir: a. Að efla Byggingarsjóð rík- isins svo, að árlegar tekjur hans verði a. m. k. 150 millj. kr. á ári. b. Að vinna að því, að ákveðn um hluta af sparifjáraukningu hvers árs verði varið til kaupa á verðbréfum Byggingarsjóðs ríkisins. 2. Að lögð sé áherzla á það, að starfsemi byggingasamvinnu- félaga og byggingarfélaga verka manna verði efld með því, að ráðstafanir verði gerðar til þess að opinberir sjóðir og trygging- arfélög kaupi hin ríkistryggðu skuldabréf byggingasamvinnufé laga fyrir vissan hluta af sjóðs- aukningu sinni. 3. Flokksþingið telur nauðsyn legt, að lánstími fasteignaveð- lána sé lengdur og vextir lækk- aðir af þeim frá því, sem nú er. 4. Flokksþingið telur ennfrem ur rétt að ívílna þeim, sem í fyrsta sinn byggja sér íbúð eða kaupa íbúð með því, að þeir þurfi ekki að greiða þinglestur né stimpilgjöld af skuldabréf- um vegna íbúðarinnar, svo og vinna að því, að húsbyggjendur fái ívilnanir í útsvari og skatti það ár, sem þeir í fyrsta sinn flytja í eigin íbúð. IV. Flokksþingið leggur áherzlu á það, að unnið verði markvisst að því að lækka byggingarkostn að í landinu, m. a. með þvi að vanda til teikninga og skipulags bygginganna, svb að grunnflöt- ur hússins verði hagnýttur sem bezt. Ennfremur með stóraukn- um rannsóknum á nýjum bygg- ingaraðferðum, tæknilegum nýj ungum og byggingariðnaði og til raunum með byggingu húsa og húsahluta í fjöldaframleiðslu. □ húsfreyja í Skógum ÞANN 27. max sl. andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu hér á Ak- ureyri Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja á Skógum í Fnjóska- dal. Hún var ein af fyrstu nem- endum mínum, er ég gerðist kennari tæplega tvítugur, sveit- ungi minn í æsku og kær vin- kona konu minnar allt frá æsku- árum þeirra. Þegar ég man fyrst eftir mér, bjuggu foreldrar Steinunnar, Sig- urður Jónasson og María Arna- dóttir, á Steinsstöðum í Oxnadal, næsta bæ við heimili mitt, en fluttú að Bakka í sörriu sveit ár- ið 1896 og bjuggu þar til dauða- dags. Þau hjónin eignuðust 6 böm, 5 stúlkur og einn dreng, sem dó um fermingu. Sigurður á Bakka var hinn merkasti maður. Hann hafði ekki gengið í neinn opinberan skóla, en var þó mjög vel að sér. Hann var framámað- Gunnar Eyjólfsson leikur aðalhlutverkið í Andorra. Andorra út á land ÞAÐ HEFUR VERIÐ venja hjá Þjóðleikhúsinu allt frá stofnun þess að senda einhverja af beztu sýningum hvers leikárs í leik- för út á land. Margir leikhús- gestir úti á landi munu minnast með mikilli ánægju sýninga eins og t. d. Tópaz, Horft af brúnni og Horfðu reiður um öxl, svo eitthvað sé nefnt. Þjóðleikhúsið sendir að þessu sinni leikritið Andorra í leikför út á land. Þessi leiksýning hlaut beztu leikdómana af öllum leik- sýningum Þjóðleikhússins á þessu leikári og er talin ein sú bezt heppnaða og vandaðasta, sem leikhúsið hefur sýnt frá upphafi. Gunnar Eyjólfsson leik ur aðalhlutverkið og hlaut hann silfurlampann fyrir frábæra túlkun á þessu vandasama hlut- verki og einnig fyrir, Pétur Gaut. Andorra er nútímaleikrit og fjallar um vandamál, sem öllum hugsandi mönnum liggur mjög á hjarta. Lagt verður af stað til Norð- urlands þann 18. júní n.k. og sýnt þann dag á Sauðárkróki, (Framh. á bls. 7) ur í sveitinni, hreppsnefndarodd- viti um skeið og sýslunefndar- maður. Hann hafði og afskipti af stjórnmálum, skrifaði greinar um þau í blöð og eitt sinn bauð hann sig fram á þing, en náði ekki kosningu. Góður og dug- mikill bóndi var hann og varð vel efnaður, eftir þeirra tíma mælikvarða. María móðir Stein- unnar var dótturdóttir Stefáns Jónssonar alþingismanns á Steinsstöðum og erfingi hans að einum þriðja hluta. Hún var á- gæt kona, góðum hæfileikum bú- in og hafði fengið meiri mennt- un heldur en þá var títt um kon- ur, skörungur bæði í framgöngu og bústjórn og hin mesta rausn- arkona. Steinunn sál. var mjög lík henni í sjón og einnig að mannkostum. Steinunn í Skógum var fædd 3. júlí 1895 að Steinsstöðum í Oxnadal, en fluttist með fcreldr- um sínum að Bakka tæplega árs- gömul. Þar ólst hún síðan upp þar til hún missti foreldra sína, en það varð fyrr en nokkurn varði. Bakkaheimilið stóð í mikl- um blóma á meðan foreldra Steinunnar naut við. En ung var hún þegar að syrti. Sigurður fað- ir hennar sat sýslufund Eyja- fjarðarsýslu á útmánuðum 1905. Hann kom veikur heim af þeim fundi og lá lengst af eftir það. Kom fljótlega í ljós, að hann ' hafði lungnaberkla. Sú veiki var þá að breiðast út í sveitinni og lagði marga í gröfina. Svo var það þetta sama vor, að María móðir Steinunnar lagðist í lungnabólgu og andaðist eftir fáa daga. Menn geta hugsað sér ástæður þessa heimilis, þegar húsfreyjan var horfin og hús- bóndinn beið dauðans helsjúkur. Sú barátta stóð nærri 2 ár. Sig- urður andaðist vorið 1907. Arni, eini bróðir Steinunnar, andaðist svo þetta haust, einnig úr berkl- um. Búinu var haldið saman eitt ár eftir lát Sigurðar. En vorið 1908 fóru þær systur allar til móðurbróður síns, Stefáns Árna- sonar á Steinsstöðum. Þar voru þær þó aðeins eitt ár og fóru þá sín í hverja áttina. Steinunn fór að Skriðu í Hörgárdal. Ég efast ekki um að hin mikla sorg og sára reynsla, sem þær Bakkasystur urðu fyrir svo að segja á barnsaldri, hefur mótað þær á ýmsan veg til frambúðar. Sjálfsagt líka eflt þroska þeirra. Eftir að Steinunn fór burt úr heimasveit minni, vissi ég lítið um hana í allmörg ár. Hún mun hafa átt heima hér á Akureyri um tíma. Gengið síðan í Ljós- mæðraskólann í Reykjavík og gerst að námi loknu ljósmóðir í Hálshreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Þar giftist hún 16. júlí 1917 Indriða Þorsteinssyni frá Lundi, hinum mætasta manni. Þau hjónin bjuggu allmörg ár á Birningsstöðum í Ljósavatns- skarði og eitthvað á öðrum bæj- um í grenndinni. En árið 1933 fluttu þau að Skógum í Fnjóska- Steinunn Sigurðardóttir. dal og áttu þar heima til ævi- loka. Þau hjónin eignuðust 6 börn, 3 syni og 3 dætur. Ein dóttirin er látin, en hin lifa og er Þorsteinn sonur þeirra nú bóndi í Skógum. Indriði andaðist árið 1961. Það var fyrst eftir að Stein- unn kom að Skógum að ég fór aftur að kynnast henni að ráði. Sem kunnugt er eru Skógar í þjóðbraut, enda var þar gesta- gangur mikill cg er sjálfsagt enn. Við hjónin komum þar á hverju ári og jafnvel oft á ári. Stundum dvöldum við þar yfir helgar á sumrin. Hvernig sem á stóð og hvað oft sem við komum tók Steinunn okkur ágæta vel, svo að betra varð ekki á kosið. Sama er og að segja um mann hennar. Ég var að vísu gamall kennari Steinunnar og kona mín æsku- vinkona hennar. Okunnugir gætu því ef til vill haldið, að hinar góðu viðtökur og öll sú gestrisni sem við mættum í Skógum hafi verið af þeim sökum. En oft þegar ég var staddur þar, sá ég að þar var stöðugur straumur gesta og ég sá að allir sem að garði bar fengu hinar beztu við- tökur. Gestrisni var þeim Skóga- hjónunum áreiðanlega í blóð borin. Fyrir skömmu var ég spurður, hvað ég áliti að hefði einkennt Steinunni í Skógum mest. Ég svaraði íórnailund og ég get bætt við skyldurækni. Mér finnst hún hafa verið ein hin bezta kona, sem ég hef þekkt. Hún hugsaði lítið um sjálfa sig, sjálfsagt of lítið, en því meira um annarra velferð. Steinunn gekk ekki heil til skógar mörg hin síðari ár. Hún þjáðist af' erfiðum sjúkdómi og gat lítið sem ekki hreyft sig síð- ustu árin. En hún kvartaði ekki og gekk að verkum sínum á með- an mögulegt var. T. d. hafði hún símavörzluna við Landssímastöð- ina í Skógum á hendi til hins síðasta og var það oft mikið starf og þreytandi. Að lokum var hún flutt svo að segja beint frá símaborðinu á sjúkrahúsið, þar sem hún svo andaðist daginn eftir. Steinunn í Skógum verður lögð til hinztu hvíldar á morgun, mið- vikudag 5. þ. m. — Við hjónin kveðjum hana með þökk fyrir öll kynni okkar af henni, sem voru með ágætum. Börnum henn- ar, systrum og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðju. Akureyri, 4. júní 1963. BernharS Stefánsson. GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingismaður: 1 EKIÐ í ÓKUHNA ■ ■ ; \ IQND j Áð berjast við ÞEIR, sem lesa blöðin, er flokk- ar núverandi ríkisstjórnar hafa á sínum snærum, hljóta að hafa veitt því athygli að engu er lík- ara en að Framsóknarflokkur- inn sé eini andstöðuflokkur nú- verandi stjórnarstefnu, viðreisn arstefnunnar svonefndu, sem sé þess verðugur að um hann sé ritað og rætt. Vissulega er það rétt, að blöð og fulltrúar Fram- sóknarflokksins hafa sorfið fast- ast að núverandi stjómarstefnu eða svo fast, að nú er aðalmál- gagn stefnunnar, Morgunblaðið, í hverju málinu eftir annað á undanhaldi. Alþýðubandalagsblöndungur- inn er „stikkfrí“ í þessum um- ræðum, eða svo lítið er að hon- um vegið; að það vekur athygli um land allt. Þeir, sem fylgzt hafa með stjórnmálum um áratuga skeið, gera sér fulla grein fyrir upp- gjöf og undanhaldi stjórnarblað anna. Þeir skilja, að stjórnar- stefnan, sem nefnd hefur verið viðreisnarstefna, hefur engu á- orkað til viðreisnar íslenzku þjóðlífi, heldur hið gagnstæða. Góðærin, sem gengið hafa yfir íslenzkt þjóðlíf í tíð núverandi stjórnarflokka, hafa bjargað við reisnarstefnunni frá algjöru hruni. Stjórnarblöðin hafa lagt við það mikla rækt að lofa viðreisn- arstefnuna og birt með feitasta letri ýmsar háar tölur, sem lands lýðnum er sagt að hafi myndazt vegna hinnar gjörhugsuðu við- reisnarstefnu. Hinsvegar hefur oftast verið sagt frá góðærinu með liílu letri, og venjulega bætt við þær frásagnir, að fyrst og fremst sé það viðreisnarstefn unni að þakka, að þetta hafi nú gengið svona. Þessar frásagnir hafa verið marg birtar í því trausti, að því oftar sem ósann- indin væru sögð, því meiri líkur væri fyrir að þeim yrði trúað. Hvað ætli sé til dæmis oft búið að segja sparifjáreigendum, að hinir háu vextir viðreisnarstefn- unnar, hafi verið lögboðnir til að bæta hag þeirra, en minna skýrt frá hinu, hversu sama stefna var búin að verðrýra gildi krónunnar með tveimur gengisfellingum. Má í því sam- bandi benda á, að hús, sem voru byggð hér á Akureyri síðasta ár- ið sem vinstri stjómin fór með völd í landinu og kostuðu rúml. 300 þús. krónur, ganga nú kaup- um og sölum fyrir rxíml. 600 þúsund krónur. Hvort skyldi hafa verið heppilegra fyrir spari fjáreigandann að leggja peninga sína í fasteignakaup, eða féla viðreisnarstefnunni forsjá þeirra. Það þarf ekki að vera glöggur reikningsmaður til að geta reiknað þetta dæmi. Þessi iðja blaða stjómarflokk anna hefur algjörlega verið unn in fyrir gýg. Viðreisnarstefnan hefur í framkvæmdinni orðið hrein skrípamynd af mörgu því sem lofað var fyrir kosningar 1959. Nægir í því sambandi að benda á loforðin um stöðugt og óbreytt verðlag lífsnauðsynja fólksins, 12 mílna óbreytta land- skuggann sinn helgi, hlutleysi ríkisvaldsins um samninga afvinnustéttanna um launamál sín, og' margt fleira, sem of langt yrði hér upp að telja. Það er skugginn sem á stjórnina fellur í sambandi við svik þessara og margra fleiri mála, sem stjórnarblöðin og full trúar hennar eru að berjast við. Það hefur ávallt þótt erfitt verk að berjast við skuggann sinn. Svo mun einnig reynast baráttumönnum viðreisnarstefn- unnar. Þjóðin þekkir þessa menn af verkum þeirra, og hún veit einn ig um tilburði þeirra og þjóð- ■hættulegt flan í málum er varða sjálfstæði okkar litlu þjóðar um ókomna tíma. Þessvegna mun þjóðin í þess- um kosningum lofa baráttu- mönnum viðreisnarstefnunnar að berjast súrum svita við sína eigin skugga. Slík barátta hefur aldrei þótt sigurstrangleg, og svo mun enn reynast, er alþing- iskosningum þeim, er nú standa fyrir dyrum, lýkur að kvöldi 9. júní n. k. Þá verður fáni viðreisnarinn- ar dreginn niður og ber að vona, að hann sjáist aldrei framar. Þ. Barnaskólaiiura slitið Árskógshreppi 14. maí. Barnaskólanum hér var slitið um síðustu mánaðamót og vor- skóla fyrir yngstu deild er nú að ljúka. Skólaskyld börn eru um 50. Fullnaðarprófi luku 7 en 13 koma ný, svo heldur er um fjölgun að ræða. Unglingaskóli starfaði hér í 12 vikur og voru nemendur 12. Frá áramótum var auk bók- legra greina kennd handavinna og leikfimi og einnig dans. Fylgdi þessu aukið líf og starf. Sýning var haldin á handavinnu skólabarna, sem var fjölbreytt og myndarleg. Opinbera skemmtun héldu börnin til ágóða fyrir ferðasjóð, með góðum árangri. Þar sýndu þau leikþætti, íþróttir og dans. Lásu upp bundið og óbundið mál og sungu með gítar-undir- leik. Mikið undirbúningsstarf lá hér að baki, sem er þroskandi og eykur öryggi barnanna. Kennarar síðastliðinn vetur voru frú Helga Eiðsdóttir frá Þóroddsstað í Kinn, sem var einnig skólastjóri, og Höskuld- ur Stefánsson bóndi í S.-Haga. Stundakennari var Matthías Gestsson sem fyrst og fremst kenndi íþróttir og handavinnu. Auk kennslunnar við barna- skólann hér héldu þau hjónin, Helga og Matthías, námskeið í föndri fyrir fullorðið fólk hér í sveit og í Svarfaðardal og Arn- arneshreppi. Ennfremur kenndu þau hér dans, bæði börnum og fullorðnum. Þessari nýbreytni var vel tekið, enda fylgdi henni líf og starf. K. Auglýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn fyrir útkomudag. Niðurlag. Ég hef minnzt á Framsóknar- flokkinn í sambandi við þetta mál og fleiri hér að framan. Það er ekki af því, að fyrir mér hafi vakað að hefja hér uppgjör milli landsmálaflokka eða deila á stjórnmálaandstæðinga vegna kosningabaráttunnar, sem nú stendur yfir, heldur vegna þess, að naumast er hægt að ræða þessi mál án þess að Framsókn- arflokkurinn komi þar við sögu. Ég veit ekki, hvort vinur minn „Austri“ hefur fylgt Sjálfstæðis- flokknum eins og blaðið, sem Ijær honum rúm. Vera má, að hann sé einn þeirra sem fengið hafa ótrú á flokkabaráttunni eins og sumu jafnvægistalinu, af því að honum hafi stundum fundizt meira lagt í orðaskak en athafnir. En ég vil gjarnan segja við hann nokkur orð um Framsóknarflokkinn. Félög þau og félagasamtök, er stcfnuð hafa verið hér á landi síðan íslendingar byrjuðu að verða frjáls þjóð á öldinni sem leið, eru mörg og margvísleg, þar á meðal stjórnmálaflokkar. Flest stefna þau að emhverju markmiði og með einliverjum árangri, en dómar einstaklinga eða almennings um þau eru eins og gerisí og gengur og skal ekki um það nánar rætt. Það er mín skoðun, og þess- vegna hefi ég verið í Framsókn- arflokknum fram á þennan dag, að flokkur sá sé áhrifamesía menningar- og framfarafélag, sem um þessar mundir er starf- andi að almenningsheill hér á landi á þjóðlegum grundvelli. Hann er á sínum tínia upp- runninn hér á Norðurlandi og mótaður af viðhorfum norð- lenzkra brautryðjenda félags- og landnámshyggju. Hér á Akur- eyri, á námsárúm mínum fyrir rúml. 40 árum, kýnntíst ég stefnu hans eins og hún var þá boðuð hér, og ég tel, að sú stefna hafi aldrei átt meira erindi til þjóðarinnar en cinmitt nú, þegar tilvera landsbyggðarinnar er í nýrri og yfirvofandi hættu á ör- lagatimum. Ef landsbyggðinni blæðir út, er sjálfstæði og þjóð- emi hætt. Ég lít svo á að gifta landsbyggðarinnar og ekki sízt Norðurlands, sem bezt hefir skil yrði til að hafa þar forystu, sé að líkindum að miklu leyti und- ir því komið, að henni takist að efla Framsóknarflokkinn til nýrra átaka, gera hann að þeirri brjóstvöm og því sóknarvopni, sem dugir. Til þess þurfa marg- ir, sem fyrir örlaganna rás hafa tekið sér stöðu annarsstaðar um stund, og aðrir, sem álengdar standa, að ganga í þá sveit, veita henni kraft á hverjum tíma og vera með í að móta stefnu henn- ar. Hér nærlendis starfa þau sam- tök í anda þessarar stefnu er nefnast „Félagasamband Fram- sóknarmanna í Norðurlandskjör dæmi eystra“ og voru stofnuð á sambandsþingi Framsóknarfé- laga á Laugum árið 1960, en sambandsþing er haldið ár hvert. í sambandinu eru nú þessi félög: Framsóknarfélög Norður-Þing- eyinga (2). Framsóknarfélag Húsvíkinga. Framsóknaríélag Suður-Þingey- inga. Framsóknarfélag Akureyringa. Framsóknarfélag Eyfirðinga. Framsóknaríélag Ólafsfirðinga. Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri. I fyrstu grein sambandslaga okkar segir svo: „Hlutverk sambandsins er að styðja stefnu Framsóknarflokks- ins í landsmálum og vinna að því að efla byggð, atvinnulíf og menningu í kjördæminu.“ Félög og félagasamband okkar Framsóknarmanna hér eru öll- um opin, sem fallast á megin- stefnu flokksins og sambands- ins og ekki vinna gegn Iienni með þátttöku í öðrum stjóm- málaflokkum eða á annan hátt. Þáttíöku í félagsskapnum fylgir að sjálfsögðu réttur og aðstaða til að hafa áhrif á stefnu sam- bandsins og vmnubrögð, en þá einnig tilsvarandi skyldur svo sem gerist um félagsskap í þessu landi. En um þátttöku eða inn- ritun í þessi samtök eru að sjálf sögðu engar kröfur gerðar. Slíkt á að vera frjálst og af fúsum vilja gert. Síuðningur þeirra, er fremur vilja verða stefnunni að liði, á annan hátt, gerir sitt gagn og er að verðleikum jnetinn. Og þannig vonum við líka að þeir, sem utan við stjórnmála- ílokkana standa, reyni að meta það, sem sagt er og gert, hyaðan sem það kemur — og leyfi því mati að ráða gerðum sínum. f hverja þá hönd, sem okkur Framsóknarmönnum er rétt af heilum hug til stuðnings áhuga- málum okkar, viljum við taka. KAPPSIGLING Á DAL- VÍK Á SJÓMANNA- DAGINN Dalvík 4. júní. Hér var 22 stiga hiti á sjómannadaginn og stilli- logn. Farið var í kappsiglingu á bátaflotanum að aflokinni guðsþjónustu í kirkjunni. Síðar um daginn var samkoma í sam- komxihúsi staðarins. Þar flutti ræðu Ágúst Sigurðsson cand. theol. Uti fóru fram íþróttir, bæði knattspyrna, þar sem land- menn og sjómenn kepptu og söngur Karlakórs Dalvíkur var einn liður dagskrárinnar og ekki sá lakasti. , Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.